Tíminn - 24.06.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.06.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, þriðjndagiim 24. júmí 1947 113. blað Nokkrir Skaftfellingar hafa orðið í Vestur-Skaftafellssýslu 13. um aukakosninguna júlí næstkomandi M»rðjjuduuur 24. jjúní Aukakosningin í Vest- ur-Skaftafellssýsln Hér í blaðinu birtast í dag greinar eftir átta Vestur-Skapt- fellinga um aukakosninguna, sem fer fram þar í sýslunni 13. n. m. Þau sjónarmið, sem mestu hljóta að ráða um úrslit kosn- ingarinnar, eru þar rædd og skýrð svo ítarlega, að raunar þarf engu við að bæta. Hins veg- ar þykir rétt að draga hér sam- an í stuttu máli nokkur höfuð- atriði, sem greinarhöfundarnir minnast á. Það hefir stöðugt orðið fátíð- ara á síðari áratugum, að bændakjördæmi kysu bændur á þing. Yfirleitt hafa þau annað- hvort kosið Reykvíkinga eða þá heimamenn, sem höfðu aðal- tekjur af öðru en framleiðslunni. Þetta hefir meira en marga grunar, átt þátt í því að draga úr áhrifum og áliti bændastétt- arinnar. Það hefir af ýmsum — og þá ekki sízt amdstæðingum hennar ’— verið álitið sönnun þess, að bændunum væri orðið áfátt um félagslegan þroska, þaf sem þeir skipuðu sér ekki um sina eigin menn, og því væri óhætt að ganga meira á hlut þeirra en ella. Ýmsir hafa .og talið, að bændastéttinni væri farið svo aftur, að hún ætti ekki lengur innan vébanda sinna þingmannsefni, sem væru hlutgeng til jafns við frambjóð- endur annarra stétta. f aukakosningunni 13. júlí næstk. gefst skaptfellskum bændum jDg búaliði gott tækl- færi til að reka þetta slíðruorð af bændastéttinni. Annar fram- bjóðandinn, sem til greins kem- ur, er óvenjulega glæsilegur fulltrúi bændastéttarinnar. — Hann hefir rækt búskapinn með miklum ágætum, alið upp 12 mannvænleg börn, ræktað og bætt jörð sína á margan hátt og nú nýlega hafizt handa um merkilegt landgræðslustarf. Hverjum meðalmanni hefði ver- ið þetta nægilegt ævistarf, en Jón Gíslason hefir gefið sér tíma til fleira. Hann hefir jafnframt gegnt fjölmörgum félagslegum trúnaðarstörfum fyrir sveitunga sína og sýslunga og leyst þau öll af höndum með miklum sóma. Þrátt fyrir öll þessi marghátt- uðu störf sín, er hann enn beinn í baki og hress í bragði, svo að fáir munu þar standa honum á sporði, þegar þeir hafa fimm tugi að baki, eins og hann. All- ar stoðir renna undir það, að Jón Gíslason myndi verða glæsi- legur og traustur fulltrúi stéttar sinnar á þingi. Það sama verður hins vegar ekki sagt um keppinaut hans.t Hann er að vísu af bændaætt- um, en hefir síðan hann komst til vits og ára gengið aðra leið. Um áratugaskeið hefir hann verið í þjónustu þeirra afla, sem sýnt hafa bændastéttinni mesta andúð og óvirðingu. Það er engu líkara en að forkólfar Sjálfstæðisflokksins hafi litið svo á, að skaptfellskir bændur ættu engan stéttarmetnað, þeg- ar þeir buðu þeim upp á þenn- an mann í sæti Gísla Sveins- sonar. Það er ekki heldur stéttar- metnaðurinn einn, sem hér kemur til greina. Bændur geta ekki 'gert sér neina von um að geta haldið hlut sínum til jafns við aðrar stéttir, ef þeir ganga Einar Erlendsson, Vík: Koraum samvinnu- manninum á þing Þegar litið er yfir þá þróun, sem íslenzkur landbúnaður hefir tekið síðastl. hálfa öld, og þau bættu lífskjör, sem við þá þróun hefir skapazt, verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, að aað eru samvinnufélög bænda, sem hafa verið þar sterkasta stoðip undir. Með samvinnufé- lögunum skapaðist nýtt viðhorf í verzlunar- og afurðasölumál- um landsmanna. Allir gátu þar orðið virkir þátttakendur, jafnt framhjá eigin fulltrúum, en lyfta upp í þingsæti mönnum, sem eru fulltrúar annarra stétta og hagsmuna. Stétt sem þannig hagar sér, glatar bæði virðingu sjálfrar sín og annarra. Hún er dæmd til þess að verða undir í þeirri römmu hagsmunaglímu stéttanna, sem nú er bersýni- lega framundan. Hins vegar eflir það álit hennar og gefur henni aukinn styrk til að koma fram málum sínum, *ef hún er sam- hent og stendur einhuga að baki fulltrúa sinna. Það kann að geta villt ein- hverja í sambandi við framboð Jóns Kjartanssonar, að hann er boðinn fram af sama flokki og Gísli Sveinsson, og þess vegna megi bera til hans sama traust. En slíkt er hin fullkomnasta blekking. Gísli yar einn aðalfor- vígismaður þess arms Sjálfstæð- isflokksins, sem viðurkenndi rétt byggðanna og landbúnaðarins og hefir því haft mjög góða sam- vinnu við Framsóknarmenn seinustu árin. Það skóp Gísla Sveinssyni verðskuldað traust í seinustu kostningum, að hann var þessari stefnu svo trúr, að hann kaus heldur að verða af veglegasta embætti þingsins en að bregðast trúnaði við hana. Jón Kjartansson hefir hins veg- ar verið hinn vikaliðugasti skó- sveinn höfuðborgar- og heild- salavaldsins í flokknum, sem jafnan hefir sýnt málstað byggðanna og framleiðslunnar fyllstu andúð og óvináttu. Mætti nefna mörg dæmi um þessa af- stöðu flokksdeildarinnar, sem Jón Kjartansson er fulltrúi fyr- ir, en kannske sýnir þó fátt bet- ur hugarfarið en það, að hún hrakti einn virtasta og reynd- asta flokksmanninn úr forseta- stól sameinaðs Alþingis, þegar hann.vildi ekki vera með í þeirri „kollsteypu", sem hann vissi að yrði sveitunum og framleiðsl- unni til niðurdreps, eins og ljós- ast er nú komið á daginn. Fyrir Vestur-Skaptfellinga ætti því valið að reynast auð- velt 13. júlí. Annars vegar er mikilhæfur bóndi úr héraðinu, sem myndi reynast öruggur þingfulltrúi bændastéttarinnar og hagsmunamála hennar. Hins vegar er einn trúasti skósveinn þess valds, sem hefiribarizt gegn flestumhagsmunamálum bænda. Ef skaftfellskir bændur og sam- vinnumenn skilja rétt hlutverk sitt og standa saman, ætti þyí sigur Jóns Gíslasonar að verða hinn glæsilegasti í aukakosning- unni 13. júlí. sá ríki og fátæki og nutu allir sömu kjara. Það er hvorki tími til né rúm hér, að rekja þá merku sögu, sem saga sam- vinnufélaganna er. Það er saga um glæsilega og lærdómsríka baráttu í skipulögðu félagsstarfi til bættrar lífsafkomu og menn- ingar þjóðarinnar. Og nú, þegar Jieimurinn er flakandi í sárum eftir hina ægi- legustu styrjöld, sem um getur í veraldarsögunni, og af henni leitt allar hugsanlegar hörm- ungar, ekki einungis á daglegt líf þjóðanna, heldur einnig svo á sambúð þeirra, að til nýrra stórvandræða horfir, virðist heimurinn eiga fátt úrræða, .sem að gagni muni koma. í þessu Ragnarökkri hafa þó nokkrar menningarþjóðir ekki farið dult með það, að þær hafi komið auga á ljós, sem einna líklegast væri til að lýsa þeim út úr þessu svartnætti: Þetta ljós er samvinnustefnan, félagsleg samhjálp um leitina að gæðum lífsins. Samkeppnisstefnan er þegar orðin fullreynd og siglir með of mörg lík í lestinni. Það er því ekki of mikið sagt, þó því sé slegið föstu, að samvinnu- málin séu nú mál málanna. Þegar við Skaptfellingar eig- um nú 13. júlí n. k. að velja okkur fulltrúa á löggjafarþing þjóðarinnar, verður það fyrsta spurningin, sem kemur í huga minn: Hvaða stjórnmálaflokk- ar hafa bezt stutt samvinnufé- lögin og eru líklegastir til að gera það framvegis? Og hvernig er afstaða frambjóðendanna til þeirra mála? Hér í sýslu er flokksfylgi svo háttað, að til úrslita í þessari kosningu koma aðeins fram- bjóðendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. At- kvæði, sem greidd verða fram- bjóðendum Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins, falla að þessu sinni óbætt og koma því hvorki mönnum né málefni að neinu liði. Það er ekkert vafamál, að Framsóknarflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur, sem mest og bezt hefir stutt samvinnufélög- in á Alþingi. Það er líka full- kunnugt hér í sýslu, að fram- bjóðandi flokksins nú, Jón Gíslason, bóndi í Norðurhjá- leigu, stendur í fremstu röð sam- vinnumanna sýslunnar. Er hann að mínum dómi btúinn þeim. kostum, sem gera hann æskileg- an fulltrúa okkar samvinnu- manna á löggjafarþing þjóðar- innar. Ekki virjgist Sjálfstæðisflokk- urinn hafa sýnt samvinnu- mönnum hér sérstaka velvild með framboði sínu nú, þar sem hann býður fram annan aðal- ritstjóra Morgunblaðsins, þess blaðs, sem einna kaldast andar frá til samvinnufélaganna, og þann mann, sem árið 1924 barð- ist hér um þingsætið við okkar þáverandi mesta og bezta sam- vinnuleiðtoga, Lárus í Klaustri. Vel mega Skaptfellingar muna tímana þá og vopnin, sem notuð voru í þeirri baráttu. Nei, Jón Kjartansson geta samvinnu- menn ekki kosið á þing. Mikið hefir þegar áunnizt hér undanfarin ár fyrir mátt sam- takanna, en mörg verkefni bíða enn úrlausnar. Það er, ef til vill, mesta verkefnið, að treysta og bæta svo sambýli einstakling- anna, að hver geti unað glaður við sitt. Þetta mikilvæga verk- efni eiga samvinnumenn að leysa, enda þeim einum líka bezt trúandi til þess. Góðir Skaftfellingar, þið, sem enn hafið staðið álengdar og ekki lagt hönd á plóginn, gang- ið í fylkingu samvinnumann- anna og hefjizt handa með því að koma samvinnumanninum Jóni Gíslasyni á þing. Einar J. Eyjjólfsson: „Styðjum okkar mann” Fyrir um það bil ári síðan gengum við Skaptfellingar að kjörborðinu eins og aðrir lands- menn, til að velja okkur full- trúa til Alþingis næstu fjögur árin. Eins og alþjóð er kunnugt, þá hlaut hinn virðulegi þjóð- málafulltrúi og sýslumaður okk- ar Skaptfellinga, Gísli Sveins- son, kosningu, með allverulegum meirihluta atkvæða. Það leikur ekki á tveim tungum, að mikið af því fylgi, sem hann fékk þá, var vegna hinnar virðulegu stefnu hans í dýrtíðarmálunum, auk persónulegs fylgis og vin- sælda, sem slíkur maður hlaut að eiga eftir langan og giftu- saman embættisferil hér í sýslu. Það var hvorttveggja þetta, sem studdi að kosningu hans í fyrra, en ekki hreint flokksfylgi Sjálf- stæðisflokksins, því það mun ekki orðið sérlega sterkt hér í sýslu, og það sem það er, má að mestu rekja sem arf frá þeim mönnum, sem á sínum tíma trúðu á ísafold undir stjórn þjóðskörungsins Björns Jóns- sonar. Nú eigum við Skaptfellingar aftur leið að kjörborðinu, vegna brottfarar Gísla Sveinssonar, sem nú hlýtur virðingarstöðu í því landi, sem forfeður vorir sóttu helzt til frama. En þar með breytist líka við- horfið til alþingiskosninga hér í sýslu algerlega, og ekki sízt, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn send- ir nú fram hér einn hinn skel- eggasta talámann fyrrverandl óhófsstjórnar undir forustu Ólafs Thórs — sjálfan ritstjóra Morgunblaðsins, blaðs heildsala og stórgróðamanna, og þó nokkrir hér telji sér betur henta að vera þar í flokki, svo S.em kaupmenn og hóteleigend- ur ,-þá er ekki þar með sagt, að það sé hyggilegt fyrir bændur að fylla þann flokk, nei þvert á móti, nú eigum við að fylkja okkur einhuga um bóndann, Jón Gíslason í Norðurhjáleigu, sem nú fer fram í fyrsta sinn. Allir þekkjum við manninn og vitum, að hann nýtur því meiri Virðingar, eftiir sem menn þekkja hann gerr. Það er maður, sem alla tíð hefir starfað að því sama og við og veit því bezt hvar skórinn kreppir, það er maður, sem þegar hefir afkastað stóru verki í uppeldi margra barna, og þó haft tíma til að sinna öllum trúnaðarstorfum fyrir sitt byg^ðarlag og gert það með á- gætum. Það er maður, sem um árabil hefir staðið framarlega í félagsmálasamtökum okkar bændanna. Sjá nú ekki allir bændur, hvað það er sjálfsagt og eðlilegt að senda slíkan fulltrúa inn á al- þing, vitandi það, að þar mundi hann fá aðstöðu til að styðja að heill og hamingju okkar bændanna, með því að styðja að framgangi góðra mála fyrir okk- ar hönd. Ég heiti á bændur: Gildum bónda gerum framann, Gíslason er hann. Störfum allir, stöndum saman, styðjum okkar mann. Helgi Jónsson, Seglbúðum: Framboðin í Vestur- Skaftafellssýsiu Þá hafa kjósendur hér í sýslu fengið að vita, um hvað þeir hafa að velja við aukakosning- arnar 13. júlí n. k. Allir stjórnmálaflokkarnir — 4 að tölu — hafa birt framboð sín, svo að úr nógu er að velja. Við Framsóknarmenn höfum að þessu sinni ekki farið út fyr- ir takmörk sýslunnar eftir fram- bjóðanda, heldur valið einn af okkar heimamönnum, Jón Gíslason, oddvita í Norðurhjá- leigu í Álftaveri. Hann hefir áður verið beðinn að gefa kost á sér til framboðs, en ekki fengizt til þess fyr en nú, að hann lét undan eindregn- um áskorunum frá okkur flokks- mönnum hans. Allir, sem ég hefi heyrt um þessi framboð tala, hafa^látið í ljós ánægju yfir framboði Jóns Gíslasonar. Telja það mikils- vert að hafa nú aftur fengið bónda úr sýslunni til framboðs, enda er hann prýðilega greind- ur og gegn maður. Hefir gegnt fjöldamörgum trúnaðarstörfum fyirr sveit sína og sýslu, bæði í félags- og menningarmálum. Öll þessi störf hefir hann leyst með ágætum af hendi og því á- unnið sér fullkomið traust allra þeirra, er honum hafa kynnzt. En við það að leysa þessi margháttuðu störf, hefir Jón aflað sér staðgóðrar þekkingar á öllu, sem varðar hag sveitanna, svo að á betra verður ekki kos- ið. Hann skilur manna bezt, að félagsleg samtök eru sterkasta vopnið til að sigra með hvers kon*y erfiðleika. Hann er því tvímælalaust álitlegasti fram- bjóðandinn og mun verða hinn ákjósanlegasti fulltrúi fyrir okkur Skaptfellinga. Um framboð hinna flokkanna er það að segja, að Alþýðuflokk- urinn og kommúnistar eru báð- ir algerlega vonlausir um að ná þingsætinu. Þeirra framboð eru því með öllu þýðingarlaus og öll atkvæði, sem á þá íalla, fara til einskis. En kommúnistar ætla ef til vill með þesáii framboði að prófa hvaða áhrif verkfallsbrölt þeirra hefir á fylgi flokksins út um byggðir landsins. En þeir munu komast að raun um, að það hefir ekki aukizt hér í sýslu við þau fíflalæti. Menn spyrja, hvaðan eigi að taka kauphækkanir, þegar gefa þarf með flestum afurðum á innlendum markaði til að halda vísitölunni í skefjum, og jafn- hliða að ábyrgjast lágmarks- verð á útfluttum fiski. Um framboð Sjálfstæðis- flokksins er það að segja, að hann hyggst að halda þingsæt- inu með því að senda stjórn- málaritstjóra Morgunblaðsins út af örkinni. Og víst er honum setlað að setjast í „gott bú“, því að Gísli Sveinsson sýslumaður var kosinn hér með meirihluta atkvæða við síðustu kosningar. En það er vitanlegt, að hann jók ekki lítið atkvæðatölu sína fyrir það, að hann var á móti fyrrverandi stjórn. Hann taldi réttilega allt það stjórnarfargan vera „kollsteypu“ frá stefnu Sjálfstæðisflokksins, og með þeirri andstöðu sinni kom hann sér undan því að bera ábyrgð á margvíslegum ávirðingum þeirr- ar stjórnar. En nú er þessum sömu kjós- endum, sem kusu G. Sv., vegna *• andstöðu hans við fyrrv. stjórn, ætlað 'að kjósa Jón Kjartans- son, þrátt fyrir fylgi hans við hana, en hann var, sem kunn- ugt er, einhver eindregnasti stuðningsmaður hennar. Enda hefir hann öðru hvoru, síðan stjórnarskiptin urðu, verið að harma það í leiðurum Morgun- blaðsins, að sú „ágæta“ stjórn skyldi verða að hröklast frá völdum. Það sýnist því bera talsvert þarrn *á milli, því þarna er í raun og veru um andstæðinga að ræða. En menn kunna nú að halda því fram, að þetta sé tómt mál, um að tala, því uiji stuðning við þá stjórn sé ekki lengur að ræða. En þá er því til að svara, að þeim, sem sýndu það ábyrgð- arleysi að styðja þá ógæfu- stjórn, er ekki treystandi til að eiga sæti þingi. Morgunblaðið og Þjóðviljinn hafa keppzt hvort um annað að hrósa henni á hinn ósmekkleg- asta hátt og reynt að villa mönnum mjög sýn um fjárhag þjóðarinnar og afkomuhorfur. Þau hafa látlaust hrósað henni fyrir hinar miklu nýsköp- unjvrframkvæmdir. En það er bara enginn vandi að kaupa hluti þó dýrir séu, ef nógir pen- ingar eru til og ekki er hugsað um annað en eyða þeim. En þau blöð hafa ekki skýrt frá því, að það var sú sama stjórn, sem sveikst um að greiða nýbyggingarreikningi þau 15% sem hann átti að fá af útflutn- ingi ársins 1946. Að sama stjórn trassaði að selja framleiðslu sjávarútvegs- ins, svo að fyrstihúsin voru mörg hálffull af fiski frá fyrra ári, þegar vertíð átti að hefjast. En jafnframt geipuðu hin áðurnefndu blöð látlaust um hinar góðu söluhorfur, og að aldrei hafi verið eins bjart framundan fyrir þjóðinni og nú. Að sama stjórn skildi svo við sjávarútveginn þegar hún hrökklaðist frá völdum, að ekk- ert minna en ríkisábyrgð nægði til að koma vélbátaflotanum af stað á vetrarvertíðinni. Að sama stjórn beitti sér fyrir tryggingalögunum og fleiri lög- um, sem nú eru að sliga menn bæði í sveit og við sjó með þeim geipiháu útgjöldum, sem á menn eru lögð þeirra vegna. Neí, þessar „gervihetjur" fyrv. stjórnar, sem ekkert hafa lært af axarsköftum húsbænda sinna, eru alls ekki boðlegir frambjóðendur. En fyrst þeir ekki finna það sjálfir, þá verða kjósendurnir að hafa vit fyrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.