Tíminn - 25.06.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.06.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARDÍN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN Siinar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hi. : „ITST JÓRASKRrPSTOFDR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGRBHÐSLA, INNHEIMTA O0 AUGLÝSINGASKRrPSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargöw 8A Slmi 2323 31. ártf. Reykjavík, miðvikudagiiiii 25. júní 1947 114. blatt Ingvar Pálmason lézt í fyrradag Ingvar Pálmason alþingis- maður lézt að heimili sínu í Nes- kaupstað síðdegis í fyrradag. Banamein hans var krabbamein. . Ingvar mun hafa kennt bana- meins síns fyrir iy2 ári síðan og lengstum verið vanheill síðan. Hann kom hingað til lækninga i vetur, en fór heim, án \>ess að fá bót meina sinna. Seinustu mánuðina var hann rúmfastur. Ingvar Pálmason var fæddur 26. júlí 1873 að Litlc-Búrfelli í Svínadal í Húnavatnssýslu. Hann fluttist að Nesi í Norðfirði 1891 og gerðist útgerðarmaður og formaður á fiskibát þar nokkrum árum seinna. Árið 1906 hóf hann búskap að Ekru í Norð firði og bjó þar jafnan síðan. Fljótlega eftir að hann kom til Norðfjarðar hlóðust á hann ýms trúnaðarstörf. Hann var hreppsnefndarmaður og bæjar- fullfcrúi frá 1901—38 og gengdi oddvitastörfum um langt skeið. Sýslunefndarmaður var hann frá 1923 og til dauðadags. Hann var einn af stofnendum lifrar- bræðslufélagsins og íshúsfélags- ins á Norðfirði og lengstum for- maður þeirra. Hann var og einn af stofnendum Sparisjóðsins og jafnan í stjórn hans. Ingvar var giftur Margréti Framkvæmdir á vepm S.Í.S. voru stærri og margþættari á síðastl. ári en nokkru sinni fyrr Yfirlit um nokkrar helzíu Finnsdóttir frá Tungu í Fá- skrúðsfirði og eignuðust þau 8 börn, sem öll eru á lífi Alls munu börn, barnabörn og barna barnabörn hans vera yfir 50. Þessa merka og mikilhæfa manns niun nánar getið síðar hér í blaðinu. ygging Islendingaheimili fyrirhuguð í Kaupmannahöfn Fjársöfnun hafin í Reykjayík c íslendingar í Kaupmannahöfn hafa löngum fupdið til þess, að mikil þör væri á samastað þar í borg, sem orðið gæti miðstöð ís- lenzkra manna og kvenna, sem þar ættu langa eða skamma vist. Margir Hafnar-íslendingar hafa lengi haft áhuga á þessu máli og rætt það sín á milli og á fundi 14. febr. 1945 ákváðu stjórnir fs- Jendingafélagsins og Félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn að stofna „Byggingarsjóð íslendinga í Kaupmannahöfn" og gengu frá stofnskrá hans. í gær skýrðu þeir Ólafur Lárusson prófessor og Martin Bartels blaðamönnum frá þessum fyrirætlunum. í 2. gr. áðurnefndrar stofn skrár segir svo: „Markmið sjóðsins er að afla fjár til byggingar húss, eða til kaupa á húsi í Kaupmannahöfn, er verði samastaður íslendinga. Þar er ætlast til að verði bú- staðir handa námsfólki, vistar- verur handa gamalmennum, bókasafn, lestrarstofa o. fl." Sjóðurínn er sjálfseignar- stofnun, sem stjórnað er af 5 BRLENDAR FRÉTTIR Bandaríska þingið hefir sam- þykkt hina nýju vinnulöggjöf með r®mlega % hlutum at- kvæða og gengur hún því í gildi, þó\t Truman forseti hafi synj- að henni staðfestingar. Verka- lýðsfélögin hafa boðað mót- mælaráðstafanir. Ný ólga er nú í Frakklandi í sambandi við fjárlagaafgreiðsl- una. Meiri hluti fjárveitinga- nefndar þingsins hefir hafnað frumv. stjórnarinnar vegna ráð- gerðrar hækkunar á framleiðslu- tollum, en stjórnin hefir sS,mt ákveðið að leggja frv. fyrir þingið. Verkföll hafa verið haf- in til að mótmæla nýju tollun- um. Á föstudaginn hefst fundur Bevins, Bidoult og Molotoffs í París til að ræða um hjálpar- tilbpð Marshalls. Féllust Rússar á að lokum að taka þátt í ráð- stefnunni. Clayton aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna er nú á ferð í Evrópu til að kynnast skoðunum manna á þessu svlði þar. mörku. Ríkisstjórn íslands, eða íslendingum, búsettum í Dan- fulltrúi hennar í Danmörku, til- nefnir endurskoðanda sjóðsins, og skal haft samráð við hana um allar framkvæmdir sjóðsins. Fyrir nokkru síðan hefir verið skipuð nefnd hér heima, sem annast skal fjársöfnun hér á landi til Byggingarsjóðs íslend- inga í Kaupmannahöfn. Þó að mikil breyting sé nú á orðin frá þeim tímum, þegar allir íslend- ingar, sem utan fóru til náms, leituðu til Kaupmannahafnar, þá er hitt víst, að enn um lang- an aldur mun mikill fjöldi ís- lendinga dveljast í Kaupmanna- höfn nokkurn hluta ævi sinnar. íslenzka „nýlendan" í Kaup- mannahöfn er elzta, og mun lengi enn verða stærsta, íslend- ingabyggðin á meginlandi Ev- rópu. Nauðsyn þess og gagnsemi, að íslendingar eignist þar sama- stað, ætti því að vera hverjum íslendingi augljós. Nefndin vonast þvi tilf að all- ir íslendingar bregðist nú vel við, þegar til þeirra erleitað um aðstoð til þess, að íslend- ingar í Danmörku — æskulýður og gamalmenni — eignist heim- kynhi, alíslenzkan samastað, sem orðið geti þeim í senn til hjálpar og stuðnings í margvís- legum erfiðleikum og tengilið- ur við ættland sitt, tungu sína og þjóðerni. íslendingar í öðr- um löndum hafa löngum sýnt vilja og áhuga á því að halda órofnum tengslum við ættjörð sína. íslenzka þjóðin á að sjá sóma sinn í því að styðja þá við- leitni eftir fremsta megni. í fjársöfnunarnefndinni hér eiga sæti: Frh. á 4. s. FkÁ ÁÐALFUNDI S.I.S. framkvæmdirnar Framkvæmdir Sambands íslenzkra samvinnufélaga hafa verið margháttaðri og stórfelldari á síðastl. ári en áður eru dæmi til í sögu þess. í skýrslum þeim, sem Einar Árnason og Vilhjálmur í>ór fluttu á aðalfundi S. í. S. í fyrradag, var gefið ítarlegt yfir- lit um þær framkvæmdir, seni S. í. S. hófst handa um á síð- ustliðnu ári, eða hefir í undirbúningi. Verður nokkurra þeirra helztu getið hér á eftir: Myndir þessar voru teknar á Aðalfundi S. í. S., sem staðið hefir yfir á Þing- völlum undanfarna daga. — Á efri myndinni eru, talið frá vinstri: Einar Árna- son Eyrarlandi, formaður S. í. S., Vilhjálmur Þór forstjóri (standandi), Gunn- ar Grímsson kaupfélagsstjóri Skagaströnd og Karl Kristjánsson oddviti Húsa- vík, en þeir voru ritarar fundarins. — Á neðri myndinni sjást fimm stjórnar- meðlimir S. í. S., (talið frá vinstri): Jakob Frímannsson forstjóri Akureyri, Sigurður Jónsson bóndi Arnarvatni, Eysteinn Jónsson ráðherra Reykjavík, Ejörn Kristjánsson kaupfélagsstjóri Kópaskcri og Þorsteinn Jónsson kaup- félagsstjóri Reyðarfirði. Aðrir í stjórn S. í. S. eru þeir Einar Árnason Eyrar- landi (formaður) og Þórður Pálmason kaupfélagsstjóri í Borgarnesi. Ljósm. Guðni Þórðarson. Hækkun iðgjalda hjá Sjúkra- samlagi Reykjavíkur Þær breytingar hafa verið ákveðnar á iðgjöldum og innheimtu- fyrirkomulagi Sjúkrasamlags Reykjavíkur, að heildargjöld ársins 1947 skuli hækka um 10 kr. á samlagsnúmer og hækkunin innheimt með iðgjöldum 6 síðustu mánaða ársins á 4 mánuðum, — mánuð- unum júlí- október. Olíuverzlunin i hendur íslendinga. Fyrir frumkvæði S. í. S. var Olíufélagið h.f. stofnað á siðastl. sumri og voru stofnendurnir S. í. S., og samtök útvegsmanna á nokkrum helztu útgerðarstöðv- um landsins. Þetta er fyrsta al- íslenzka olíufélagið, sem starfar hér á landi, enda er takmark þess að koma olíuverzluninni alveg í íslenzkar hendur og gera hana ódýrari og hagkvæmari. — Félagið er líka eina oliufélagið hér, sem ekki er rekið í gróða- skyni, þar sem ekki má greiða hluthöfunum meira en 6% arð. Olíufélagið festi á síðastl. ári kaup á eignum Hins íslenzka steinolíufélags h.f., og fékk olíu- umboð fyrir Standard Oil til 10 áia._ Þetta gerir félagið ekki að heinu leyti háð hinum ameríska olíuhring, en tryggði því hins vegar bezta heimsmarkaðsverð. Þá keypti félagið ennfremur hina miklu olíustöð Bandaríkja- manna í Hvalfirði að mestu leyti. Var það félaginu mikið happ, því að annars hefði það getað dregist alllengi, að það gæti hafið olíuverzlun í stórum stíl. Umráð þess yfir Hvalfjarð- arstöðinni sköpuðu því mögu- leika til að fá hingað stærri olíuflutningaskip en áður hafa komið hingað og ætti.það að gera olíuna ódýrari. f næsta mánuði á félagið t. d. von á 14.500 smál. olíuskipi, sem verð- ur stærsta skip, er flutt hefir o]íu fyrir íslendinga. Þá skap- aði Hvalfjarðarstöðin félaginu möguleika til að semja við tog- arafélögin um að selja þeim brennsluolíu handa nýju togur- unum tvö næstu árin. Félagið gat boðið togarafélögunum hag- stæðari kjör en aðrir aðilar töldu sig færa um. Félagið hefir þegar stuðlað að verulegri verðlækkun á smurn- ingsolíum. Lækkun sú, sem olíu- hringarnir auglýstu a síðastl. vetri, mun og vafalaust hafa sprottið af ótta við samkeppni þess. Heildariðgjaldið síðara missiri ársins verður því, að meðtalinni hækkuninni, 100 kr. á sámlags- númer, og á að innheimta það með 25 kr. gjaldi á mánuði hvers áðumefndra fjögra mán- aða. Af þessu leiðir að sjálf- sögðu, að engin iðgjöld verða innheimt fyrir mánuðina nóv- ember og desember 1947. Þeim, sem greitt hafa iðgjöld fyrir- fram fyrir síðara helming árs- ins, ber að. sjálfsögðu að greiða hækkunina, 10 krónur, til við- bótar. Um ástæðurnar fyrir þessum ráðstöfunum vill stjórn sam- lagsins taka þetta fram: HÆKKUNIN: A árinu 1946 varð halli á rekstri samlagsins um rúmlega 200 þús. krónur, þrátt fyrir hækkun iðgjalda 1. júní f. á. Stafar halli þessi fyrst og fremst af hækkun á lyfjum, sem varð á miðju ári og hækkun vísitölunnar síðustu mánuði ársins,. — Fyrirsjáanlegt er að verulegur halli verður einnig á rekstrinum í ár, ef ið- gjöld verða ekki hækkuð enn. Má í því sambandi nefna, að fyrirsjáanleg er mjög veruleg hækkun á útgjöldum vegna lyfja frá því sem var í fyrra, og að meðalvísitala yfirstandandi v (Framhtíld & 4. síöu) Sigursteinn Magnússon íramkvæmda- stjóri skrifstofu S. í. S. i Leith á 25 ára starfsafmæli hjá Sambandinu á bessu ári. Síðan 1930 hefir hann verið framkvæmdastjóri Leith-skrifstofunn- ar. Einar Árnason minntist þessa sér- staklega á aðalfundi S. í. S. í fyrra- dag og þakkaði Sigursteini fyrir mikiJ og vel unnin störf 1 þágu samvtnnu- hreyfingarinnar. Samvinnutryggingarnar. Á s>ðastl. sumri tók nýtt tryggingarfyrirtæki til starfa á vegum S. í. S., Samvinnutrygg- ingarnar. Það er byggt upp eftir fyrirmyndum, sem hafa gefist samvinnumönnum mjög vel annars staðar, enda er það tilgangurinn með þessu fyrir- (Framhald á 4. síöu) Tíminn kemur ekki út á morgun vegna anna prentsmiðjunnar við prentun á sýnlngarskrá Landbúnaðarsýningarinnar. Sigfús mundi fyrst eftir kaopf élögun- um, þegar kommúnistar voru komnir úr ríkisstjórninni Kommúnistar lata f Þjóðviljanum f gær eins og þeir séu niiklir vinir kaupfélaganna og benda á því til sönnunax, að Sigfús Sigurhjartarson hafi lagt til á þingi i vetur, að kaupfélögunum yrði tryggð réttlát hlut- deild í innflutningnum. Þess er ekki getið, að Sigfús flutti ekki þessa tillögu fyrr en eftir, að kommúnistar voru koninir úr ríkisstjórninni. Með'an þeir áttu fulltrúa í henni, stucldu þeir heildsalana mjög ein- dregið í því að þröngva kosti kaupfélaganna. Áðurnefnda tillögu flutti Sigfús heldur ekki fyrr en hnnn vissi, að búiS var að semja miHi stjórn- arflokkanna um orðalag umrædds ákvæðis í fjárhagsráðslögunum, og honum var því ljóst, að Ullaga hans yrði ekki annað en yfirboð. Ann- ars ætti umrætt ákvæði fjárhagsráðslaganna að tryggja santvinnufélög- unum svipuð réttindi og ákveðln voru í tiUögu Sigfúsar, ef það verður réttilega framkvæmt. Sigfús ætti svo að fræða lesendur ÞjóðviTjans á, hvernig veltuskattur- inn sæli lék Kron og önnur kaupfélög, en það var eina nýja tekjuöfl- unarleiðin, sem kommfinistar voru fúsir til að styðja & aeinasta þingl sbr. eina þingræðu Áka Jakobssonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.