Tíminn - 25.06.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.06.1947, Blaðsíða 4
FRÁMSOKNARMENN! Munib að koma í flokksskrifstofuna REYKMVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í Edduhúsinu v/ð Lindargötu. Sími 6066 25. JTJNÍ 1947 114. blað Framkvæmdir á vegum S.Í.S. (Framhald af 1. siSu) komulagi að gera tryggingarn- ar hentugri og hagkvæmari fyr- ir almenning. Hér hafa undir- tektirnar lika reynzt mjög góð- ar. Þá tæpa 10 mánuði, sem samvinnutryggingarnar hafa starfað, nema brunatryggingar hjá þeim rúmum 3000, sjóvá- tryggingar rúmum 1000 og bif- reiðatryggingar rúmum 1300. Greidd iðgjöld, þegar frá eru dregnar greiddar skaðabætur og endurtryggingargjöld, nema orðið röskri milj. kr. Þótt þetta sé góður árangur, getur hann þó orðið miklu meiri, ef sanivinnumenn fylkja sér einhuga ura. þetta nýja fyrir- tæki sitt. Með því stuðla þeir bezt að eigin hag og eflingu samtaka sinna. Stækkun Gefjunar og uilarþvottastöðin. Á seinasta aðalfundi S. í. S. var ákveðin stórfelld stækkun ullarverk?\niðjunnar Gefjunar. Jafnframt var ákveðið að koma upp stórri ullarþvottastöð. Bæði þessi mál eru komin vel á veg, þótt framkvæmdir tefjist enn um stund vegna langs afgreiðslu- frests á vélum. — Til Gefjunar hafa verið keyptar nýjar kembi- vélar, sem munu stóraukg af- köst verksmiðjunnar, þegar þær eru komnar í notkun. Þá hafa verið fest kaup á ullarþvotta- vélum, sem geta þvegið tvær smálestir ullar á dag, og ættu því að geta annað því að þvo alla ull landsmanna. Hvassafell. Á síðastl. sumri kom hið nýja skip S. í. S„ Hvassafell, sem er stærsta og glæsilegasta skip íslenzka flotans, í fyrsta sinn hingað til lands. Við það eru bundnar miklar vonir um bætta vöruflutninga á vegum kaupfé- laganna, en jafnframt er þeim það ekki lítill sómi, að þetta er stærsta skip, sem er í rekstri samvinnufélaga í heiminum. Rekstur skipsins hefir gengið vel, að undanskildri nokkurri töf í byrjuninni. Síðan hefir rekst- ur þess borið sig, en það mun annars fátítt nú með íslerizk kaupskip. Skipið hefir yfirleitt reynst hið prýðilegasta og t. d. hefir ganghraði þess reynst meiri en um var samið. Blfreiða- og vélaverkstæði. Það hefir um skeið verið markmið S. í. S. að koma upp fullkomnu vélaverkstæði, m. a. vegna aukins innflutnings á landbúnaðarvélum og bifreiðum á vegum S. í. S. Úr framkvæmd- um hefir þó ekki orðið fyrr en á síðastl. vori, þegar S.Í.S. keypti vélaverksmiðjuna Jötunn. Verk- smiðja þessi er velbúin vélum, en hins vegar þarf að auka hús- rúm hennar. Til mála hefir komið, að Samvinnufélagið Hreyfill, sem rekur bifreiða- stöðina Hreyfil í Reykjavík, gerist þátttakandi í rekstri verksmiðjunnar, enda er bif- reiðastjórum það mikið hags- munamál að bifreiðaviðgerðir verði hentugri og hagkvæmari. Bókaútgráfa. S. í. S. Off fræðslustarfsemi. Þá hefir S. í. S. ákveðið að hefjast handa um stórfellda bókaútgáfu og keyijkt bókaút- gáfuna Narðra í þvi skyni. Var ráðist í þau kaup til að skapa útgáfunni fastari grundvöll, þegar í upphafi. Ætlun er að gefa út bækur, sem „hlúi að hyers konar heilbrigðri menn- ingu og samvinnu meðal þjóðarinnar", eins og Einar Árnason komst að orði í skýrslu sinni 1 fyrradag. Jafnframt mun kappkostað, að sem flestir geti notið góðs af útgáfunni. í Sví- þjóð og Danmörku hefir bóka- útgáfa kaupfélaganna náð mikl- um vinsældum. Þá var gerð allmikil breyting á Samvinnunni um seinustu ára- mót^iþegar Haukur Snorrason tók við ritstjórninni eftir að Jónas Jónsson hafði látið af henni samkvæmt eigin ósk. Heí- ir Samvinnan öðlast auknar vin- aældir i hinu nýja formi og *r ætlunin að koma kaupendatölu hennar upp í 15.000. Myndi þá verða hægt að stækka hana til muna og gera hana betur úr garði. Þá hefir komið til mála að gera ýmsar breytingar á starf- semi Samvinnuskólans, en skól- inn fékk stóraukið og bætt hús- næði á síðastl. hausti, þegar hann fluttist á hæðina, sem var byggð ofan á Sambandshúsið í fyrra. Þá er í undirbúningi að fjölga námsflokkum bréfaskól- ans og verði meðal annars tek- in upp tilsögn í sjómannafræð- um. Fyrirhugaðar framkvæmdir. Af framkvæmdum, sem S.Í.S. hefir í undirbúningi eða til at- hugunar, má m. a. nefna þessar: Unnið er að því að koma upp prjónastofu, ásamt vinnufata- og nærfatagerð, á Akureyri í ráði er að koma upp smjör- líkisgerð í Reykjavik og gefa ýmsum kaupfélögum kost á að eiga hlut í henni. í undirbúningi er ennfremur að koma upp herzlustöð fyrir þorskalýsi. í athugun er, hvort fram- kvæmanlegt sé að byggja hér kornmyllu á vegum samvinnu- félaganna. Þá verður í sumar byggð við- bótarbygging við Sambandshús- ið, sem fyrst um sinn verður notuð fyrir skrifstofur, en síðar mætti nota til annars, ef verk- ast vildi, þar sem hún verður iheð færanlegum skilrúmum. Hækkun iðgjatda (Framhald af 1. síðu) árs verður að líkindum ekki minna en 17—18 stigum hærri en ársins 1946. Vísitöluhækkun- in ein étur upp mestan hluta þess tekjuauka, sem samlagið hefir af því, að iðgjaldahækk- unin 1. júní 1946 kemur á allt þetta ár, í stað aðeins 7 mánaða ársins 1946. Við þetta bætist svo það, að samlagið hlýtur óhjákvæmilega að hafa töluverðan kostnað á árínu 1948, vegna uppgjörs, reikningsskila og innheimtu- eftirstöðva. En á móti þeim kostnaði koma engar iðgjalda- tekjur, þar sem samlagið hættir störfum um næstu áramót. Segja má að vísu, að samlagið eigi sjóði, sem staðið geta undir reksturshalla ársins 1947 og meira til. En sjóðeignum sam- lagsins er ætlað mikilvægt hlut- verk í sambandi við heilsuvernd og sjúkraþjónustu í Reykjavík í framtíðinni, og þótti því ekki fært að ganga frekar á þær eignir en orðið er. FÆKKUN GJALDDAGA. Með því að samlagið hættir störfum um næstu áramót. þótti nauð- synlegt að láta öll iðgjöld fyrir þetta ár falla í gjalddaga nokkru fyrir áramót, til þess að flýta fyrir og auðvelda inn- heimtu eftirstöðva og draga úr kostnaði við reikningsskil sam- lagsins. Til viðbótar ofanrituðu vill stjórn samlagsins benda mönn- um á, að réttindi til sjúkra- hjálpar hjá^ almannatrygging- unum á árinu 1948 verða því skilyrði bundin, að menn séu ekki í vanskilum við samlagið árið 1947. Ættu því allir þeir, sem vanrækt hafa iðgjalda- greiðslur, að vinda bráðan bug að því að koma réttindum sín- um i lag, til þess að geta notið réttinda á þessu ári fyrir þau gjöld, sem þeir verða hvort sem er að greiða, ef þeir vilja ekki missa réttindi til sjúkrahjálpar hj á almannatryggingunum á næsta ári. í því sambandi er rétt að benda á, að iðgjöld til almannatrygginganna eru inn- heimt í einu lagi fyrir allar greinar trygginganna og verða menn að greiða allt iðgjaldið, jafnt fyrir því, þó að þeir sam- kvæmt framansögðu eigi ekki rétt til sjúkrahjálpar, vegna vanskila við samlagið. fjatnla Síc Útvegum allar stærðir og gerðir af sjálfvirkum, raf- knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús og heimili. Aðalumboðsmenn fyrir: Thomas Ths. Sabroc & €o. A/S Samband ísl. samvinnuf élaga »$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$ Bygging fsleiidinga- heimilis . . . (Framhald af 1. síðu) Ólafur Lárusson, prófessor, formaður, Þorsteinn Sch. Thor- steinsson, lyfsali, varaformað- ur, Vilhjálmur Þór, forstjóri, gjaldkeri, Jakob Benediktsson, cand. mag., ritari, Stefán Jóh. Stefánsson, forsætisráðherra, Guðmundur Vilhjálmsson, for- stjóri, Benedikt Gröndal, for- stjóri. Ólafur Lárusson prófessor skýrði blaðamönnum frá því, að' bæði Norðmenn og Svíar hefðu sín hús í Kaupmannahöfn, en auk þess hefðu Svíár þar lika kirkju. í íslendángahúsinu er fyrirhugað að verði nokkur her- bergi fyrir íslenzk gamalmenni sem dvalið hafa í Danmörku um langt skeið, en eru einstæðing- ar jDar. Ennfremur verða í hús- inu herbergi fyrir íslenzkt náms- fólk. íslendingar hafa oft sýnt skilning og áhuga, þegar merki- leg mál hafa verið á ferðinni. Er ekki að efa að þeir muni styðja af mætti þetta nauð- synjamál landa sinna I Kaup- mannahöfn. Hafnargerb (Framhald af 2. síðu) Athafnasamur útgerðarbær mundi verða nærsveitunum við Dyrhólaós hin mesta lyftistöng, fyrir landbúnað Vestur-SJcapta- fellssýslu og mikinn hluta Rang- árvallasýslu, auk þess sem létt myndi af þessum héruðum hin- um þungbæra flutningskostnaði, sem nú er á öllum aðflutningi til þessara svæða. Af þessum á- stæðum er því einnig þörf hafn- ar við Dyrhólaós. 4. Það er mikilsvert atriði fyrir bæ, sem miklar framktæmdir hefir með höndum, að geta náð til nægilegrar vatnsorku fyrir rafstöðvar, er miðlað geti nægri orku til hvers konar fram- kvæmda. Eigi ýkjalangt frá Dyr- hólaós, er hentugt vatnsfall, sem er Skógaá með sínum mörgu fossum, svo að hægt væri hvað raforku snertir að hugsa sér all- stóran bæ við Dyrhólaós. 5. Með samgöngur í huga er Dyrhólaós einhver hinn ákjós- anlegasti hafnarstaður sem hugsast getur. Fyrst er á það að benda, að næstum hvergi er skemmri leið að landinu frá þeim löndum, er við skiptum me'st við, en Dyrhólaós. Má gera ráð fyrir, að væri þar góð af- skipunarhöfn, væri unnt að fá hin ódýrustu farmgjöld, er hugs- anleg væru hér til lands einmitt að Dyrhólaós. Má á það minna, að það munar venjulegt vöru- flutningaskip, er kemur frá okk- ar aðal-viðskiptalöndum, að minnsta kosti 30 kl.st. ferð sam- anborið við það að fara til Reykjavíkur. Sjá allir hverja þýðingu þetta hefði fyrir stóran hluta Suðurlandsundirlendisins. 6. Það hlýtur ætíð að varða miklu fyrir þjóðarheildina, að sem lífvænlegust skilyrði séu sköpuð landsfólkinu, þar sem landið er byggilegast. Nú er það svo, að þar sem hafnir eru og hafa verið, þangað líitar fólkið af ástæðum, er allir þekkja. Þó hagar víða svo til við hafnar- staði, að uppland er þar ekki gott, grýttir melar og blásin hraun. Þar af leiðir, &ð öll rækt- un, hvort heldur er til yndis eða arðs, verður óskaplega dýr og verður seint metinn til fjár sá óhemju kostnaður, er farið hefir til þeirra hluta á erfiðum rækt- arlöndum í og við hina ýmsu bæi hérlendis. Við Dyrhólaós eru blómlegar sveitir og gott land, við strönd- ina er víðáttumikið grunnsævi með gnægð fisks, ónotað að mestu. Höfn við Dyrhólaey væri því hin stórkostlegasta nýsköp- un, þar sem hagsmunir sjávar og sveita væru sameinaðir á einstæðan hátt. Hefjr hin ís- lenzka þjóð efni á að láta slíka möguleika órannsakaða? Hvað segir þjóðin um það? Nokkurt umtal varð um hafn- argerð við Dyrhólaey nálægt síð- ustu aldamótum, og var talið, að Englendingar vildu ráðast í það mannvirki. Sumarið 1942 var samþykkt á- lyktun á Alþingi (er sýslum. Frlðland ræiiingjaima (Badman’s Territory) % Spennandi amerisk stórmynd. Aðalhlutverk leika: Randolp Scott Ann Richards George „Gabby“ Hayes Sýnd kl. 5, 7, og 9. tlíjja Síi frll> Sfctílí ’öúi) Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. Glæpur og Jass („The Crimson Canary“) Spennandi nútíma Jassmynd. Aðalhlutverk: Noah Beery jr. Claudia Drake, ásamt Coleman Hawkins, saxafónblásara og Oscar Pettiford, guitarspilara. Aukamynd Baráttan gegn hungrinu. March of Time Fróðleg mynd um störf UNRRA víðsvegar um heiminn Bönnuð börnum yngrl en 12 ára ‘Tjapharbíc Æfmtýradrós (Lady of Fortune) , Amerísk litmynd, að nokkru eftir hinni heimsfrægu skáld- sögu „Vanity Fair“ eftir Thack. ery. Miriam Hopkins Frances Dee Sýning kl. 5—7—9. Bönnuð innan 14 ára. 4 —7 FJALAKÖTTURINN sýnlr Revýuna ,Vertu bara kátur‘ í dsvg klukkan 8.30 í Sjálfstæðlshúslnu. Húsið opnað klukkan 7.45. Dansað til klukkan 1. Sími 7104. Aðeins fáar sýningar eftir. Lögtak Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykjavík og að und- angengnum úrskurði, verða lögtök látin fara fram til try'ggingar ógoidnum fasteigna- og lóðaleigugjöldum til bæjarsjóðs Reykjavíkur, er féllu í gjalddaga 2. janúar s.l., að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau ekki greidd' innan þess tíma. Borgaríógetinn i Reykjavík, K. Kristjánsson. Gísli Sveinsson flutti) um rann- sókn hafnarstæðis við Dyrhóla- ey (Dyrhólaós), og mun bæði áð- ur og síðan hafa fram farið nokkur athugun á aðstæðum á þessum stað. Hvort sem sett verður 1 lög fyrr eða seinna, að við Dyrhóla- ey skuli gera lendingarstað eða hö{p, þá er full nauðsyn, að gengið verði úr skugga um öll skilyrði þar að lútandi sem allra fyrst, og til að herða á, að svo verði gert, eru þessar línur skrif- aðar. Menntaskólanum á Akureyri var sagt upp 17. þ. m. Braut- skráðir voru 47 stúdentar, 22 úr máladeild, 22 úr stærðfræði- deild og 3 utanskóla. Þetta er 20. stúdentaárgangurinn, sem skólinn sendir frá sér. Fyrir hönd 15 ára stúdenta var tilkynnt, að þeir hefðu ákveðið að gefa skólanum málverk af Sigurði Guðmundssyni skóla- meistara, og hefði Jón Stefáns- son listmálari lofað að mála það. Frá 10 ára stúdentum fékk Aðalfimdur S. í. F. Aðalfundur Sölusambands Is- lenzkra fiskframleiðenda var haldinn í Hafnarhvoli 16. þ. m. Fundarstjóri var Jón Auðunn Jónsson og ritarar þeir Arnór Guðmundsson og , Sveinbjörn Árnason. Formaður sambands- ins, Magnús Sigurðsson banka- stjóri, gaf félagsmönnum ýtar- lega skýrzlu um rekstur stofn- unarinnar síðastliðið ár. Enn- fremur skýrði hann frá sölum þeim, er fram hafa farið á þessu ári, frá ríkissamningum íslend- inga við aðrar þjóðir, löggild- ingu S.Í.F. og ríkisábyrgðarlög- unum. Kristján Einarsson skýrði reikninga félagsins og gaf enn- fremur fundarmönnum skýrzlu um söluhorfur, fiskverkunar- tilraunir þær, sem nú eru á döf- inni og ýmsar leiðbeiningar viðvíkjandi geymslu saltfisksins í sumar. Stjórn og endurskoð- endur voru endurkosnir. Fund- armenn snæddu sameiginlega hádegisverð og sat Thor Thors, sendiherra, borðhaldið i boði fé- lagsstj órnarinnar. skólinn að gjöf málverk, sem einn þeirra, Sigurður Sigurðsson frá Sauðárkróki, hafði málað. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.