Tíminn - 02.07.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.07.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARrNSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKORINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hX 31. árg. Rcykjavík, miðvikudaginn 2. juli 1947 : JTSTJÓRASKHIFSTOFUR: EDDDHÚSI. Lindargötu 9 A símar 2353 og 4373 AFGREBDSLA, INNHEIMTA OG AU<SL*SIN©ASKR,IFSTOFA: EDDUHtrSI, Lindargötw 9A Siml 2328 } 117. blað Frá landbúnaðarsýningunni: Sýningardeild S.I.S. þykir sérstaklega glæsileg 1 gærkvöldi höfðu 21,000 manns sótt sýninguna. Allan daginn í gær var margmenni að skoða landbúnaðar- sýninguna, og kom fjöldi fólks að til þess úr fjarlægum byggðar- lögum. Margir láta sér ekki nægja að skoða sýninguna einu sinni, heldur koma oft og dvelja lengi. Enda er margt þar, sem fróðlegt og gaman er að sjá. Einna mesta hrifningu vekur deild garðyrkjumanna og svo deild Sambands ísl. samvinnufélaga, scm er mjög smekklega gerð, auk þess sem hún er stærsta deild sýningarinnar. Framfarir í flugmálunum fara mjög eftir því, að hægt sé aö lækka rekstrarkostn. Rvíkur vallarins Þegar fulltrúum á Aðalfundi S.Í.S. var boðið að skoða deild samvinnumanna á sýningunni, töluðu þeir Bjarni Ásgeirsson atvinnumálaráðherra og Vil- hjálmur Þór forstjóri S.Í.S. báð- ir nokkur orð. Vilhjálmur Þór gat þess þá, að þegar ákveðið hefði verið að halda landbúnað- arsýningu, hefðu forráðamönn- um Sambandsins þegar verið það ljóst, að það yrði að taka þátt í þessari sýningu með'mikl- um myndarbrag. . Sú hefir líka orðið raunin. að Samband ísl. samvinnufélaga hefir tekið þátt í þessari sýn- ingu_ með slíkum myndarbrag, að samvinnumönnum landsins má vera mikill sómi að. Er sýn- ing S.Í.S. glæsilegur vottur um, hve þýðingarmikill og stór þátt- ur samvinnustarfsemin er orð- inn í lífi fólksins í landinu. Sýningardeild S.Í.S. er í stór- um skála, sem áfastur er við að- alskálann. Þegar inn er komið, verða fyrst fyrir manni áletran- ir, þar sem skýrt er frá því, að S.Í.S. flytji inn 70—80% allra ítalski sendiherrann kemur hingað SendíSierra ítaliu á íslandi, með aðseturstað i Oslo, dr. Guglielmo Rulli afhenti, þriðju- daginn 1. júlí 1947 forseta ís- lands embættisskilríki sín við hátíðlega athöfn að Bessastöð- um, að viðstöddum utanrikis- ráðherra. Að athöfninni lokinni sat sendiherrann, utanríkisráðherr- ann og nokkrir aðrir gestir há- degisverð hjá forsetahjónunum. búvéla, sem til landsins eru fluttar og út 80—100% allra ísl. búnaðarafurða, sem seldar eru erlendis. Eru þetta tölur, sem tala sínu máli. Þegar inn kem- ur hefst sjálf vörusýningin, sem er mjög fjölþætt og margbrotin. Premst eru bifreiðar til beggja handa og þá ýmsar mjólkurvél- ar, til heimilisnota, en and- spænis þeim er skemmtilegur og eftirtektarverður saman- burður á breytingu þeirri, er orðið hefir á aðstöðu íslenzku húsmóðurinnar á einum manns- aldri. Þar er eftirlíking af gömlu hlóðaeldhúsi við hliðina á full- komnu nýtízku eldhúsi. sem því miður eru óvíða til ennþá. Þar er kæliskápur, hrærivél og elda- véK af fullkomnustu gerð, auk margs annars, sem allar ís- lenzkar húsmæður láta sig dreyma um daga og nætur. En í hlóðaeldhúsinu við hliðina, logar glatt undir fornfálegum járnpotti, en ilmandi reykjar- lykt leggur af hangikjöti og bjúgum, sem hanga uppi í eld- húsinu. Þótti sumum eldri hús- mæðrum, sem skoðuðu sýning- una' í gær, góður búskapur á þessu heimili, þegar svo langt er liðið fram á. í stórum sal i sýningardeild S.Í.S. eru sýndar vörur og fram- leiðsla Gefjunnar og Iðunnar. Eru vörusýningar þær allar hin- ar skemmtilegustu. Þar er hægt að sjá margar tegundir efna, bands og lopa. sem allt er unnið úr íslenzkri ull, og álitlegar vör- ur framleiddar úr íslenzkum skinnum. Á þessu sýningarsvæði eru auk þess sin vélin frá hvorri verksmiðjunni, skóvel frá Ið- unni og vefstóll frá Gefjun og fylgja þeim menn að norðan, sem vinna með vélunum öðru (Framhali á 4. slðu) Kommúnistar létu flytja Snorra- styttuna aftur til Noregs Ýms tíðindi frá vcrkföllunuin. Seinustu tíðindi í verkfallsmálunum eru þau, að kommúnistar neituðu um leyfi til að skipa upp Snorrastyttunni, sem kom hingað með Lyru um helgina, og hótuðu skipstjóranum öllu illu, ef henni væri skipað upp annars staðar. Niðurstaðan varð því sú, að Lyra fór héðan með styttuna aftur. Kommúnistar hafa hér unnið skemmdarverk, sem einstætt má telja. Fyrir aðstöðu þeirra í verkfallinu, skipti það engu máli, þótt styttunni væri skipað upp. Með synjuninni sýndu þeir hins vegar nánustu frændþjóð ís- lendinga óvinsemd og fjandskap, þar sem neitað var að taka á móti vinargjöf, sem hún hefir lengi undirbúið og átti að sýna hinn einlæga vinarhug hennar til íslendinga. Kann svo að fara, að kommúnistum hafi með þessu tekizt að hindra þá virðu- legu vináttuheimsókn, sem ís- lendingar áttu von f rá Noregi, og mun það ekki auka veg hins kommúnistiska óþjóðalýðs, sem hefir misnotað verkalýðssam- tökin til þessa óhappaverks. Siglufjarðardeilan fyrir Félagsdómi. í verkfallsmálunum er það annars .helzt tíðinda, að mál- flutningur fyrir Félagsdóml í Siglufjarðardeilunni hefir staðið yfir þrjá undanfarna daga. Mun mega vænta úrskurðar dómsins á morgun, og kunna þá að ger- ast frekari tíðindi I þessum mál- um á næstunni. (Pramhaid á 4. afOu) Frá deild S.f.S. á landbúnaðarsýningunni. IfJ •ítáHax Vinna þarf að allsherjár endurskoðun öryggismálanna Viðtal við Eystein Jónsson um flugmálin, Tíminn hefir nýlega átt viðtal við Eystein Jónsson flugmála- ráðherra um helztu verkefni, sem bíða framundan í flugmálun- um og flugráðinu er ætlað að vinna að. Fara spurningar blaðs- ins og svör ráðherrans hér á eftir: Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, skrifar nafn sitt í gestabók sýn- ingardeildar S.Í.S. á Iandbúnaðarsýningunni. Við hlið hans stendur Vil- hjálmur Þór, forstjóri S.Í.S., sem fylgdi forsetanum um sýningardeildina. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). — Hve miklu fjármagni er varið til flugmálanna á þessu ári? — í fjárlögum yfirstandandi árs er þetta veitt til fiugmála: Til rekstrarútgjalda og smærri endurbóta 3,559 miljónir króna. Til nýrra framkvæmda 595 þús. króna. Af rekstrarfjárveitingum eru 2,55 milj. kr. eða langsamlega mestur hlutinn, ætlaður vegna rekstrarhalla Reykjavíkurflug- vallarins. Rekstur Reykjavíkur- flugvallarins er stórkostlegt vandamál og erfiðleikar við að útvega verulegt fjármagn til ný- bygginga og endurbóta í flug- má'um verða stórfelldir á með- an svo gífurlegt fjármagn fer I rekstrartap á þessum eina flug- velli árlega. — Er ekki mögulegt að lækka reksturskostnað Reykjavíkur- flugvallarins? — Það er aðkallandi nauðsyn að endurskoða allan rekstur Reykjavíkurflugvallarins og f'.ugvallanna yfirleitt með það fyrir augum að minnka stórlega rekstrarhallann. Verður þetta eitt af fyrstu verkum hins nýja flugmálaráðs, sem mun verða fullskipað næstu daga. Hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að auðvelda þvi þetta verk. Það er alveg augljóst mál að ríkið getur ekki með nokkru móti staðið straum af rekstri Reykjavikurflugvallarins og þar til viðbótar margra flugvallu úti um land og lagt I kostnaðar- samar nýjar framkvæmdir jafn- hliða, ef ekki er hægt að minnka rekstrarhallann. — Er ekki mikil fjárþörf vegna nýrra " f ramkvæmda ? — Á næstu árum þarf mikíð fé, ef vel á að vera til bygginga Mynd þegsi er frá sýningardeild S.I.S. á Landbúnaðarsýnlnguiuii. Gefjun sýnir framlelðslu sína i þremur sUkum hólfum. (LJósm.: Guðni Þórðarson). Endurbygging mjölskemmunnar frægu kostar um tvær milj. kr. Frá „nýsköpun" Aka á Siglufirði. Dómkvaddir verkfræðingar hafa nú kveðið upp úr um það, að endurbygging síldarmjölsgeymsluhússins, sem Áki Jakobsson lét byg&ja & Siglufirði, en hrundi undan óverulegum snjóþunga þar, muni kosta allt að 2 milljónum, eða nánar 1 798 000 krónur. Verkfræðingarnir Valgeir Björnsson og Árni Pálsson, sem skipaðir voru til þess að fram- kvæma mat á tjóni, sem varð við hrun mjölhúss nýju síldar- verksmiðjunnar á Siglufirði að- faranótt 24. marz s.l., hafa nú lokið starfinu. Niðurstaða matsins er: „Húsið var ekkl nægllega sterkbyggt til þess að geta talist örugg mjölgeymsla á Siglufirði. Ásar i þaki voru mikils til of veikir. Þakgrind var veik. Vind- grind vantar I þak; Veggir og gaflar eru ekkl gjörðir fyrir nægilegan vindþunga. Form hússins var óhagstætt. Undlr-. stöður voru of rýrar. Uppsetn- ingagallar hafa ekki komið 1 13 ós. Orsök til þess að þakið féll niður er fyrst og fremst sú, að ásar i þekjunní voru of veikir. Endurbygging mjölhússins er áætluð að kosta kr. 1.798.000 — eina miljón sjö hundruð og níu- tíu og átta þúsund krónur. — Af þvi, sem að framan greinir er augljóst, að húsið verður ekki endurreist i sama formi. (Framfiatd á 4. SVtHij Eysteinn Jónsson. á flugvöllum, sem fyrir eru og til þess að endurbæta flugvelli víða, t. d. I grend við Akureyri. á Austurlandi og víðar. Fjármagn þarf einnig til þess að koma upp betri öryggistækj- um varðandi flugið. Þar á meðal nauðsynlegu vltakerfi vegna flugsins. En til þess að von sé um að þetta fáist, verður að komast af með minna fé í rekstrarhalla Reykjavíkurflug- vallarins. r— Hvaða ráðstafanir eru fyr- irhugaðar í öryggismálunum? — Það verður eitt af verk- efnum hins nýja flugráðs að leggja línurnar í þessum efn- um. Jafnframt ber naúðsyn til (Framhald á 4. síöu) Framleiðsluráð bænda tekur við framkvæmd afurðasölulaganna Framleiðsluráð landbúnaðarins, sem er skipað fulltrúum frá samtökum bænda, hefir tekið við störfum Búnaðarráðs frá 1. þ. m. Segir svo um þetta í fréttatilkynningu frá atvinnumála- ráðuneytinu: Samkvæmt lögum nr. 94, 5. júnl 1947, um framleiðsluráð landbúnaðarins. verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbún-, aðarvörum o. fl., hefir atvinnu- málaráðuneytið ákveðið að frá og með 1. júlí takl framleiðslu- ráð landbúnaðarins við störfum þeim, sem Búnaðarráð og Verð- lagsnefnd landbúnaðarafurða hefir haft samkvæmt lögum nr. 11, 2. apríl 1946. Framleiðsluráð heílr ráðið herra. Svein Tryggvason, ráðu- naut, til að gegna störfum framkvæmdastjóra, fyrst um sinn. Skrifstofa Framleiðslu- ráðsins er 1 Tjarnargötu 10, og er siml hennar 4767. Þingeyskar konur skoða landbúnað- arsýninguna Kaupfélag Þingeylnga gekkst fyrir því vor með ríflegum styrk, að húsmæður Suður-Þingeyjar- sýslu færu til Suðurlands I sum- ar til þess að skoða landbúnað- aðarsýninguna I Reykjavík og sjá sig um. Var lagt af stað 1 þessa för miðvikudaginn 26. júní. Rúm- lega 60 konur tóku þátt 1 för- inni. Fyrsta daginn var farið til Blönduóss og gist þar en næsta dag til Reykjavíkur og fFramhald á 4. sí6u)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.