Tíminn - 02.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.07.1947, Blaðsíða 2
2 TfólLXN, miðvikudaginii 2. júlí 1947 117. blað Ingvar Pálmason Miðvikudagur 2. júlí Ólafur Thors ráðlegg- ur Skaftfellingum Ólafur Thors hefir nú komið fram á vígvöllinn 1 aukakosn- ingunni í Vestur-Skaftafells- sýslu. Hann ber að vonum mikið hrós á frambjóðanda Sjálfstæð- lsflokksins, enda hefir hann veitt Ólafi trygga þjónustu, svo að húsbónda sæmir ekki að gefa trúum þjóni annan vitnisburð. Ólafur Thors gerir mikið veð- ur úr því í vitnisburði sínum, að Jón Kjartansson sé „alveg ein- staklega glöggur og dómbær á menn og málefni og það, hversu haga beri baráttunni". Hann myndi því verða til mikils „gagns og gleði“, ef hann kæm- ist á þingið, og brátt verða þar í röð nýtustu áhrifamanna. Svo mörg eru þau orð Ólafs. Skaftfellingai; munu hins vegar þekkja mörg dæmi, þar sem „dómbæri“ Jóns Kjartanssonar hefir reynst á aðra leið. Myndi kaupfélagsskapurinn t. d. vera eins blómlegur og áhrifamikill í héraðinu, ef farið hefði verið eftir ráðum Jóns Kjartansson- ar? Myndu hinar margháttuðu framfarir í þágu landbúnaðar- ins hafa verið eins stórfelldar á árunum 1927—’31, ef Skaft- felingar hefðu kosið Jón Kjart- ansson á þing í stað Lárusar Helgasonar, og fleiri kjördæmi hefðu valið sér fulltrúa á þann veg? Þannig mætti lengi telja. En kannske eru átökin haustið 1944 milli Jóns Kjartanssonar annars vegar og fráfarandi þing manns Vestur-Skaftfellinga hins vegar bezti mælikvarðin á „dómbæri" Jóns Kjartanssonar. Jón Kjartansson var þá dyggur stuðningsmaður þeirra, sem vildu leggja út í stjórnarævin- týrið með kommúnistum, en Gisli Sveinsson varaði við þvl og kallaði það hreina „koll- steypu“. Dómbæri Jóns Kjart- ansonar sigraði að því sinni, Ólafur Thors varð íorsætisráð- herra af náð kommúnlsta, en GIsli Sveinsson varð að víkja úr forsetastól sameinaðs Alþingis vegna afstöðu sinnar. Afleiðing- ingar þess, að dómbæri Jóns Kjartanssonar sigraði, sjást ljósast í eftirfarandi vitnisburði Bjarna Benediktssonar utanrík- ismálaráðherra í útvarpsræðu fyrir nokkrum dögum, en hann er þar að lýsa því, hvernig fara mujpi um sölu hraðfrysta fisks- íns, ef síldveiðarnar bregðast í sumar: „Er þá vont að sjá, hvemig íslendingar kæmust hjá því þvf að hlíta heimsmarkaðs- verði fyrir þessa vöru sína, sem eftir þeim gögnum sem liggja fyrir, virðist e. t. v. ekki nema meira en hér um bil helmingi af því verði, sem íslenzki ríkissjóðurinn með ábyrgðarlögunum, ábyrgist hraðfrystihúsunum“. Samkvæmt þessum vitnisburði utanríkismálaráðherrans er af- leiðingin af umræddu „dóm- bæri“ Jóns Kjartanssonar eng- in önnur en sú, að dýrtíð og verðbólga hefir aukizt svo stór- kostlega, að landsmenn þurfa nú tvöfalt heimsmarkaðsverð fyrir afurðir sínar. Maður, sem er reyndur að slíku „dómbæri", þarf vissulega annað meira en vottorð frá Ólafi Thors til að Skaftfellingar telji hann álit- legt þingmannsefni. Kjósendur í Vestur-Skafta- fellssýslu hafa líka kynnst fyrlr Ingvar Pálmason alþingis- maður er látinn og verður jarð- sunginn I dag. Hann var nær 74 ára að aldri er hann lést. Samt sem áður eigum við, sem þekktum hann, nokkuð erfitt með að átta okkur á því að: þetta geti verið rétt. Hann var búinn svo óvenjulegu lífsfjöri og þrótti, þangað til nú fyrir ] nokkrum mánuðum, að hann kenndi meins þess, er dró hann til dauða. Við vorum að vona, að Ingvar ætti eftir að lifa mörg ár ennþá. Taka þátt í opinberum störfum, og vinna að öðrum áhugamál- um sínum í tómstundum. Ingvar Pálmason var einn af landnámsmönnum hinum nýrri á Nesi í Norðfirði, þar sem nú heitir Neskaupstaður. Hann var einn þeirra manna, sem skap- aði og mótaði þar nýja byggð. Þessi húnvetnski bóndasön tók sig upp 18 ára 'gamall og nam land á Nesi. Þá voru þar aðeins örfáir menn fyrir og útvegur að hefjast. Ingvar skipaði sér fljótt i fylkingarbrjóst í sókn þeirri, sem þar var háð í atvinnumál- um og félagsmálum og það rúm hefir hann síðan skipað. Árangur þeirra sóknar er sá, að þar sem fyrir nokkrum ára- tugum var fjaran ein, og ef til vill nokkrir fiskhjallar og sjó- hús, er nú myndarlegur útgerð- arbær, byggður dugmiklu fram- fararfólki. Hliðstæðar sögur hafa víðar gerst. Ingvar Pálmason hafði næman skilning á því, sem gerst hafði og það var hans skoðun, að það væri þýðingar- mikið fyrir þjóðlífið og baráttu yngri kynslóðarinnar fyrir enn betra og fegurra lífi, að unga fólkið þekki sem bezt og skildi baráttu þeirra, sem gerbreytt hafa öllu atvinnulífi lands- manna og lífskjörum þjóðarinn- ar á fáum áratugum. Þess vegna hefði Ingvar Pálmason notað tómstundir sínar á næstu ár- um til þess að rita endurminn- skömmu, hve trúverðug vott- orð Ólafs Thors eru. Það er ekki langt síðan Ólafur birtist í út- varpinu og hvað aldrei hafa ver- ið bjartara framundan en nú. Vottorðið um hæfni Jóns Kjart- anssonar sem þingmanns fyrir framleiðendur og landbúnaðar- kjördæmi er álíka mikill sann- leikur. Hitt er vafalaust, að hann myndi verða dyggur þingfulltrúi stórgróðamanna og heildsalavaldsins, eins og þegar hann beitti sér fyrir „kollsteyp- unni“ 1944. Sennilega hafa kjósendur aldrei átt eins auðvelt val og í aukakosningunni 1 Vestur- Skaftafellssýslu 13. júli næstk. Annars vegar er mikilhæfur bóndi og samvinnumaður úr héraðinu, sem verða myndi traustur fulltrúi stéttar sinnar og hagsmuna hennar á Alþingi. Hins vegar er einn trúasti þjónn stórgróðavaldsins í Reykjavík, sem oftast hefir unnið gegn hastsmunum bænda og fram- leiðendanna og reynt hefir að tálma framgang samvinnunnar á allp,n hátt. Bændur og sam- vinnumenn Vestur-Skaftafells- .sýslu munu því vissulega ekki glepjast af ráðum stórgróða- mannsins og „kollsteypu“for- ingjans, er hrakti Gísla Sveins- son úr forsetasætinu, heldur fylkja fast liði um eigin mann og gera sigur Jóns Gíslasonar glæsilegan í aukakosningunni 13. júlí næskomandi. ingar og sögu. Það var mikið tjón, að hann skyldi kallaður á brott áður en hann fékk sinnt þessu áhugaefni sínu, á þann hátt, sem hann vildi. Ef ég væri spurður að því hvað ég teldi, að Ingvar Pálma- son hefði helzt viljað láta frá- sagnir sínar kenna yngri kyn- slóðinni, þá mundi ég svara þessu: Fyrst og fremst það, að betra og fegurra líf fæst ekki án starfs og umfram allt samstarfs. Starfssaga Ingvars Pálmason- ar er orðin löng og verður ekki rakin af mér til neinnar hlítar að sinni. Það er tæpast það trúnaðarstarf til í almannaþágu, sem Ingvar hefir ekki gegnt fyr- ir sveitunga sína og sýslunga um lengri eða skemmri tíma. Hann sat í hreppsnefnd Nes- hrepps og bæjarstjórn Neskaup- staðar I 37 ár, frá 1901—1938 og var um langt skeið oddviti hreppsnefndarinnar. f sýslu- nefnd Suður-Múlasýslu átti hann sæti frá 1905—1924. Hann var einn af stofnendum Lifrar- bræðslufélags Norðfirðinga árið 1905, íshúsfélags Norðfirðinga 1921 og Spa-risjóðs Norðfjarðar árið 1920. Átti hann sæti í stjórn þessara fyrirtækja og lengst af formaður tveggja hinna fyrsttöldu. Hann hefir æ- tíð verið einn af beztu félögum kaupfélagsins Fram á Norðfirði og gengt trúnaðarstörfum fyrir félagið. Alþingismaður fyrir Suður- Múlasýslu hefir Ingvar Pálma- son verið frá 1923 til dauðadags eða 24 ár samfleytt — lengur en nokkur annar maður. Því fer alls fjarri að nú hafi verið gerð tæmandi greln fyrir þeim trúnaðarstörfum, sem Ing- var Pálmason gegndi eða for- göngu hans í félagsmálum. En það, sem nefnt-hefir verið, gef- ur hugmynd um þann trúnað, sem Ingvar naut hjá samferða- mönnum sínum. Ingvar Pálmason var ekki mál skrafsmaður. Stundum var honum stirt .um mál — í annan tíma varð hann skörulega máli farinn — þegar honum fannst mest við liggja. Ingvar Pálmason óx fyrst og fremst af verkum sínum. Þess vegna fór traust manna til hans vaxandi eftir því, sem menn reyndu hann meir. Menn vissu að honum var óhætt að treysta. Hann brást aldrei þvi, sem hann hafði heitið. Það er sérstakur sómi Sunn- Mýlingum, hve vel þeir kunnu að meta kosti Ingvar Pálmason- ar. Það styrkir trúna á framtíð lýðræðis- og þingræðisstjórnar, að hugsa til þess, hvernig fylgi og álit þessa kyrrláta dreng- skaparmanns jókst sífellt á tím- um vaxandi áróðursflaums og hávaða. Ég hygg að segja megi með fullum sanni um Ingvar Pálma- son, að þeir sem þekktu hann mest treystu honum bezt. Ingvar Pálmason skipaði sér í Framsóknarflokkinn við stofn- un hans og hefir ætíð verið í fremstu víglínu flokksins — fyrst heima í héraði og eftir 1923 í héraðl og á þingi. Ingvar stundaði lengst af æfi sinnar bæði land og sjó. Það var jafnan áhugamál hans eitt hið mesta að stuðla að auknu sam- strafi landbænda og sjávarút- vegsmanna. Það var skoðun hans, að þelr sem sæktu björg- ina í skaut náttúrunnar ættu samleið um þýðingarmestu mál- efni og ættu að vinna saman. Hann var virðulegur fulltrúi beggja, land- og sjávarbænda. Það féll í hans hlut að vinna mikið að sjávarútvegsmálum innan Framsóknarflokksins á þingi og utan þings og fyrir flokkinn út á við. Hann átti sæti i sjávarút- vegsnefnd alla sína þingtíð og hefir haft margvísleg áhrif á löggjöf síðustu áratuga um sjávarútvegsmál. Fyrsta málið, sem Ingvar Pálmason flutti á Alþingi var tillaga um svipaða skipan á fisk- verzlun landsmanna og síðar komst á, eftir að sár og bitur reynsla hafði aukið skilning mamfia í þeim efnum, frá því sem var þegar hann flutti það mál fyrst. Ingvar Pálmason var einn þeirra manna í Framsóknar- flokknum, sem fastast beittu sér fyrir þeirri skipan á síldarsölt- un og sölu og rekstri sildarverk- smiðjanna, sem hefir breytt síldarútveginum úr niðurlæg- ingu í það að verða ein þýðing- armesta og glæsilegasta at- vinnugrein landsmanna. Ekki lá Ingvar Pálmason á liði sínu um stuðning og for- göngu um málefni bændastétt- arinnar á Alþlngi, þótt hann væri ætíð ötull talsmaður sjáv- arútvegsins. Sýndi hann það með dæmi sínu og öllu starfi, hve rangt þeir hafa fyrir sér, sem því halda fram, að ekki sé hægt að þjóna með trúnaði landbúnaði og sjávarútvegi í senn. Það mun einróma álit sam- herja og andstæðinga, að á Al- þingi hafi Ingvar Pálmason ver- ið til sóma stétt sinni og héraði. Eins og áður var að vikið, var Ingvar bóndason úr Húnaþingi, kominn af merkum bændaætt- um. Árið 1896 kvæntist hann Margréti Finnsdóttur frá Tungu í Fáskrúðsfirði, mjög merkri konu, enda til slíkra að telja. Hafa þau hjón orðið með af- brigðum kynsæl og haft barna- lán mikið, orðið 9 barna auðið, og eru þau öll á lífi. Eru þaa þessi: Guðrún, kona Ólafs H. Sveins- sonar frá Firði, útsölustjóra í Reykjavík. Björn, útgerðarmaður í Nes- kaupstað. Níels, framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Sveinn, framkvæmdastjóri Viðtækjaverzlunar ríkisins. Fanný, kona Gísla Kristjáns- sonar útgerðarmanns á Akur- eyri. Anna, kona Jóns L. Baldurs- sonar skrifstofumanns, Nes- kaupstað. Sigurjón, skipstjóri í Neskaup- stað. Lúðvík, sýslumaður í Suður- Múlasýslu. Guðlaug, kona Björns Björns- sonar kaupmanns í Neskaupstað. Nú við fráfall Ingvars eru 58 afkomendur þeirra hjóna á lífi. Mörgum manni mundi hafa orðið það eitt nóg ævistarf að sjá fyrir jafnstóru heimili og Ingvar hafði fyrir að sjá. En ekki varð það á Ingvari fund- ið, að hann hefði ekki tíma og tækifæri til þess að sinns, ann- ara málum, þótt hann hefði í mörg horn að líta fyrir hópinn sinn. Ekki hefði hann þó átfc þess nokkurn kost að sinna öllum þeim feikna störfum, sem á hann hlóðust utan heimilis, ef konu hans hefði ekki notið við og þau hjónin verið jafn sam- hent og raun var á. Af fádæma dugnaði, forsjálni og ráðdeild vann frú Margrét með manni sínum langa ævi með glæsileg- um árangri. Þau hjónin unnu með af- brigðum vel saman og hafa sam- eiginlega afrekað óvenjulegu ævistarfi í þágu fjölskyldu sinn- ar, héraðs síns og þjóðarinnar allrar. Við Ingvar Pálmason höfum unnið saman að málefnum Sunnmýlinga í 14 ár. Ég á marg- ar góðar endurminningar frá þeim árum. Ég var ungur og ó- reyndur — hann var fullorðinn og lífsreyndur. Við höfum verið mikið saman, m. a. í mörgum og löngum ferða- lögum á sjó og landi. Við höf- um átt saman margar skemmti- legar stundir, og eru mér þó minnisstæðastar vornætur, er við höfum saman átt á göngu yfir fjöll og heiðar á Austur- landi. Ég hefi því margt að þakka nú á kveðjustund. Ingvar Pálmason var góðvilj- aður og óeigingjarn svo að af bar, viljasterkur og átti hina æðrulausu ró, sem aldrei brást, og ekki heldur þegar mest á reið og hann varð að heyja baráttu við erfiðan sjúkdóm, án þess að geta gert ráð fyrir því, að sjúk- dómurinn yrði yfirstiginn. Ingvar Pálmason var gæfu- Kolskeggur og Boga-Brúnn Vegna greinar eftir hr. Sig- urjón Kristjánsson frá Krums- hólum, sem birtist í Tímanum 17. júní s.l. vil ég segja nokkur orð. Greinarhöf. telur það ekki undarlegt, þótt missagnir hafi slæðzt inn í bók mína „Horfnir góðhestar“ með langt til sótt-- um og misjöfnum heimildum. Þetta er rétt athugað. — Ég kannast líka við, að oft komst ég í mikil vandræði við samn- ingu bókarinnar, vegna vant- andi og villandi heimilda, og sem margar voru háðar þeim árekstrum, að ómögulegt reynd- ist að taka þær til greina. Það ætti að vera hverjum vitibornum manni auðskilið, að það sé enginn leikur að nálgast sannar og frambærilegar heim- ildir um þessa horfnu og löngu liðnu vini okkar með óskráða lífssögu að baki. — Það, sem einkum hefir bjarg- að mér við samningu bókar minnar, „Horfnir góöhestar", voru eigin athuganir og per- sónuleg kynni af mörgum hest- unum, sem um er getið, og sem munu vera hátt á fjórða hundr- að. — En veigamestu heimild- irnar hefi ég fengið frá nokkr- um eldri hestamönnum. Einn þeirra var Finnbogi Kristófers- son frá Stóra-Fjalli. Hann flutt- ist vorið 1907 úr Borgarfirði að Hnausum í Þingi. Næsta ár höfðum við þar báðir heimili. — Bogi var greindur maður, góð- lyndur og glaðlyndur, skemmt- inn í viðræðum, fyndinn og skáldmæltur. Hann var næmur og minnugur, enda voru sálar- kraftar hans óbilaðir. Kærustu minningar hans og umtalsefni voru ljóðstef og góðhestar. Á þeim vettvagni munu fáir hafa staðið honum á sporði með minni og skýrar frásagnir. — Mér hefir því aldrei dottið i hug að vé- fengja bæri frásagnir Boga, og heimildir um góðhesta, og sízt af öllu frásögn hans um Nótt, (sem var í eigu föður hans) og afkvæma hennar. Ég tel því heimildir frá honum hér að lút- andi, fengnar frá fyrstu hendi; enda heflr enginn maður staðið nær því að vita hið rétta en hann. — Höf. viðurkennir, að lýsing á skapgerð og eðliskost- um þeirra Kolskeggs og Boga- Brúns sé í alla staði rétt og óað- finnanleg. Hvaðan hefl ég fengið þessa lýsingu? Frá engum öðrum en Finnboga Kristóferssyni. — Það virðist nokkuð torráðin gáta, að sami maður, sem gefur rétta lýsingu af sérkennum hestanna annars vegar, en hins vegar rangax upplýsingar um upp- runa þeirra, sem honum hefir hlotið að vera jafn kunnugt um. Af framanskráðu er það ljóst, að hér er um einhvern mis- skilning að ræða, sem einfalt mun reynast að upplýsa. Ég hefi engin gögn í höndum um (Framhald á 3. slðu) maður. Honum auðnaðist það, sem mikilvægast er: að láta gott af sér leiða, margvíslega. Þeir eru margir, sem standa í þakk- arskuld við hann. Honum fylgja því þakkir og hlýjar kveðjur, er hann nú flytur frá okkur. Vvð samhryggjumst konu hans, börnum og hinni fjöl- msnnu fjölskyldu allri að eiga nú á bak honum að sjá, en gleðjumst um leið með þeim yf- ir minningunni um góðan dreng, í þeirra orða beztu merkingu. Eystelnn Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.