Tíminn - 04.07.1947, Síða 1

Tíminn - 04.07.1947, Síða 1
) RITSTJÓRI: ) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: i, | FRAMSÓKNARFLOKKURINN ) i Simar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hl. .ITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A rfunar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AÚGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDÚHÚSI. Undargöw 9 A Slml 2323 31. árj(. Reykjavík, föstudagmn 4. júlí 1947 119. bla« Stórstúkan herðir sóknina fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisbann Frá stórstúkuþinginu á Siglufirði. • Stórstúkuþinglð var háð í Siglufirði dagana 22.—25. júní, og er það í fyrsta skipti, sem það er haldið þar. Alls sóttu það fulltrú- ar frá 2 umdæmisstúkum, 3 þingstúkum, 17 undirstúkum og 10 barnastúkum, samtals 62. Fulltrúarnir róma mjög móttökur Siglfirðinga. Hér fer á eftir frásögn af þinginu. Bændaför Skagfirbinga Miklar framkvæmdir í Olafsvík seinustu árin Fossárvirkjunin verður hafin næsta vor Viðtal við Jónas Þorvaldsson skólastjóra. í fáum kauptúnum iandsins hafa verið öllu meiri framfarir seinustu árin en Ólafsvík, og má ekki sízt þakka það hinum öt- ula oddvita hreppsins, Jónasi Þorvaldssyni skólastjóra. Þar sem Jónas er nú staddur hér í bænum, hefir Tíminn notað tækifærið ííl að fá hjá honum fréttir af þeim framkvæmdum, sem ýmist liafa verið gerðar eða eru í undirbúningi í Ólafsvík. Fer sam- Mynd þessi var tekin af skagfirzku bændunum og húsfreyjum þeirra, er þeir voru á ferð í Reykjavík um helgina seinustu. Fóru um 70—80 skag- firzkir bændur og húsfreyjur þeirra í 10 daga skemmtiferS tii Suðurlands og komust lengst austur á Síðu. — I Reykjavík var dvalið í 3 daga og landbúnaðarsýningin skoðuð og einnig hafði Skagfirðingafélagið í Reykja- vík boð fyrir gestina. Búnaðarfélag íslands aðstoðaði við undirbúning og skipulagningu fararinnar og styrkti hana með fjárframlagi. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). Afmælismót Iþróttafél. Rvíkur íslenzkt met sett í spjótkasti. Afmælismót íþróttafélags Reykjavíkur fór fram á sunnudag- inn og miðvikudagsltvöldið var. Á mótinu kepptu fimm sænskir íþróttamenn, og eru sumir þeirra meðal allra beztu íþróttamanna Svía. Veður var frekar óhagstætt fyrri daginn og mun það hafa dregið úr árangrinum hjá Svíunum. Það mun og hafa spillt ár- angri þeirra þá, að þeir komu úr flugferð til landsins um morg- Starfsemi Reglunnar á liðnu ári. Á fyrsta fundi þingsins gáfu embættismenn skýrslur um hag og störf Reglunnar á liðnu ári. Fjárhágurinn er nú rýmri en oft áður vegna þess, hve styrkur Reglunnar hefir verið hækkað- ur. Reglan gat því haft á sínum vegum tvo launaða erindreka þetta ár og ferðuðust þeir víðs vegar um landið. Auk þess var umdæmisstúkunum veitt allríf- legt fé til regluboðunar. Varð kostnaður við þetta um 100 þús. krónur. Reglan hefir haldið úti barna- blaðinu „Æskunni“ og haft meiri bókaútgáfu í ár en. áður. Þá eru og á hennar vegum blöðin „Eining“ og „Reginn“. Þá hefir hún eins og að und- anförnu haft upplýsingaskrif- stofu í Reykjavík, og er þar reynt að veita hjálp þeim heim- ilum, sem í raunir rata vegna drykkj uskapar húsbónda eða húsmóður, eða beggja. Þessa starfsemi á að auka og reyna að fá lækni til samstarfs. Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar var starfrækt eins og áður. Fer aðsókn að því mjög vaxandi með ári hverju og vin- sældir, enda nýtur það viður- kenningar og velvilja sjómanna um land allt. Annað sjómanna- heimili er Reglan nú að reisa í Vestmannaeyjum. Reynt var að fá þvi komið til leiðar, að áfengisútsölum i aðalverstöðvunum yrði lokað meðan vertíð stæði. Varð af því sá árangur, að útsölunni í Siglu- firði var lokað samtals 20 daga um síldveiðitímann í fyrrasum- ar, og er það almannarómur í Siglufirði, að það hafi orðið til mjög mikilla bóta. Félagatal Reglunnar er nú 10570, þar af er rúmur helm- ingur í unglingastúkum. Skuldlaus eign Stórstúkunnar er nú talin 421.923.68. Þar með eru taldir allir sjóðir, sem eru í vörzlu hennar, t. d. Minninga- sjóður Sigurðar Eiríkssonar, sem er nú nær 100 þús. kr. Þrátt fyrir störf Reglunnar og annarra félaga, sem vinna beint og óbeint gegn drykkju- skapnum í landinu, eykst hann með ári hverju. Árið 1944 voru fluttir inn 284.000 lítrar af alls ERLENDAR FRÉTTIR Parísarfundi Bevins, Bidault og Molotoffs, um hjálpartilboð Bandáríkjastjórnar, lauk án nokkurs árangurs. Molotoff hafnaði málamiðlunartillögu, sem Bidault bar fram. Bretar hafa lýst yfir því, að þeir muni samt halda áfram að koma því til leiðar, að hjálp Bandaríkj- anna verði þegin, þótt Rússar skerist úr leik. í Ottawa fara nú fram við- ræður milli fulltrúa Nýfundna- lendinga og stjórnar Kanada um að Nýfundnaland sameinist Kanada. f Indonesíu hefir verið mynd- uð samsteypustjóm undir for- ustu jafnaðarmanns. Miklar við- sjár eru nú milli þessa nýja ríkis og Hollendinga. konar áfengi, en árið sem leið voru seldir 733.139 lítrar, eða hartnær ein miljón flöskur, eða að meðaltali 7 flöskur á hvert einasta mannsbarn í landinu og þó vel það. Er ekki að furða þótt öllum hugsandi mönnum standi stuggur af slíkri „framþróun“. Samþykktir Stórstúkuþings. Margar samþykktir voru gerð- ar á þinginu og vdrðuðu flestar störf Reglunnar á næsta ári. En þessar samþykktir snerta störf Reglunnar út á við: Aðflutningsbann. Stórstúku- þingið samþykkir að halda á- fram þeim undirbúningi, sem framkvæmdanefndin hefir hafið á síðastl. ári, að fjársöfnun inn- an og utan Reglunnar til stuðn- ings við þjóðaratkvæðagreiðslu um aðflutningsbann á áfengi. í framhaldi af því felur Stór- stúkuþingið frkvn. að standa fyrir og hefja fjársöfnun um land allt, og koma á samvinnu meðal velunnara málsins innan hinna ýmsu félagasambanda, sem og að skipuleggja fjársöfn- unina að öðru leyti. Áfengismál á Alþingi. Þingið mótmælti harðlega þeirri með- ferð, er þingjsályktunartillaga um framkvæmd héraðabanna hlaut á síðasta Alþingi, og krafð- ist þess, að málið fái fullnaðar- afgreiðslu á Alþingi, er það kem- ur næst saman. Þá mótmælti það harðlega framkomnu frv. á síðasta Al- þingi um að leyfa veiting'ahús- um að hafa áfengisveitingar, og skoraði á Alþingi að fella slíkt frumvarp ef það kæmi fram aftur. Á 'hinn bóginn taldi það sig fylgjandi þál.till. um afnám á- fengisveitinga í opinberum veizl- um og skoraði á næsta Alþingi að samþykkja þá tillögu. Leynisala bílstjóra. Stórstúku- þingið litur svo á, að leynivín- sala margra bifreiðarstjóra sé orðin þjóðarböl. Drykkjuskapur unglinga. Stór- stúkuþing lítur svo á, að á- kvæðum í II. kafla 13. gr. á- fengislaganna, sem eiga að fyr- irbyggja drykkjuskap unglinga, sé slælega framfylgt, og krefst þess, að lögregla og almenning- ur fylgi fast eftir fyrirmælum laganna og komi fram ábyrgð á hendur þeim, sem brjóta þau. Lokun útsölustaða. Stórstúku- þingið endurtekur þá kröfu sína, að áfengisútsölum á landinu, t. d. í Siglufirði, Akureyri, ísafirði og Vestmannaeyjum, verði lokað fyrirvaralaust á vertíðinni. (Framhald á 4. síðu) Ægir sækir Snorra- styttuna Ríkisstjórnin hefir sent Ægi til Bergen til að sækja Snorrastytt- una, og er hann væntanlegur með hana hingað í næstu viku. Alþýðusambandið mun hafa látið á sér skilja, að það muni ekki hindra uppskipun stytt- unnar í annað sinn, þótt verkfall standi þá enn yfir. uninn. Beztu árangrarnir hjá íslend- ingum á þessu móti voru: Timi Hauks Clausens í 400 m. hlaupi, sem er nýtt drengjamet og jafn- góður íslenzka metinu, spjót- kast Jóels Sigurðssonar, sem bætti 10 ára gamalt íslandsmet, og kúluvarp Huseby, sem er bezti árangur hans á þessu sumri, þótt það nægði ekki til að sigra sænska keppinautinn. Beztu árangrarnir fyrri dag- ínn voru þessir: Kúluvarp: 1. Roland Nilsson, Svíþjóð, 15,50 m. 2. Gunnar Huseby, KR, 15,44 m. 3. Vil- hjálmur Vilmundarsson, KR, 13,90 m. 4. Sigfús Sigurðsson, Selfossi, 13,81 m. 1000 metra hlaup: 1. Roland Sundin, Svíþjóð, 2:32,8 mín. 2. Óskar Jónsson, ÍR, 2:35,4 mín. 3. Hörður Hafliðason, Á, 2:40,1 mín. 4. Pétur Einarsson, ÍR, 2:40.1 mín. Kringlukast: 1. Gunnar Huse- by, KR, 42,00 m. 2. Ólafur Guð- mundsson, ÍR, 40,69 m. 3. Gunn- ar Sigurðsson, KR, 36,81 m. 4. Lennart Atterwall, Svíþjóð, 36,56 m. Stangarstökk: 1. Torfi Bryn- Amerísk kona skrif- * ar bók um Island Hingað eru nýkomin til lands- ins amerísk hjón, Harry Pratt prófessor og kona hans. Ætlar frúin að skrifa bók um ísland, en hún og maður hennar hafa skrifað bækur um öll hin Norð- urlöndin, sem hlotið hafa mikla útbreiðslu og verið þýddar á mörg tungumál og verið notað- ar í skólum í Bandaríkjunum. Frú Pratt ritar undir höfund- arnafninu Agnes Rothery. Pratt-hjónin hafa í hyggju að dvelja hér í nokkrar vikur og sennilega fram á haust. Þau munu verða hér i Reykjavík um tíma en síðan halda norður í land til Akureyrar og Siglufjarð- ar og sennilega víðar. geirsson, KR, 3,70 m. 2. Bjarni Linnet, Á, 3,60 m. 3. Kolbeinn Kristinsson, Selfossi, 3,55 m. 4. Þorkell Jóhannesson, FH, 3^35 m. 1000 metra boðhlaup: 1. Sveit ÍR, 2,03,3 mín. 2. Sveit KR, 2:06,9 mín. 3. Sveit Ármanns, 2:10,2 mín. 200 metra hlaup: l. Haukur Clausen, ÍR, 22,8 sek, 2. Finn- björn Þorvaldsson, ÍR, 22,8 sek. 3. Curt Lundquist, Svíþjóð, 23,1 sek. 4. Örn Clausen, ÍR, 23,2 sek. Hástökk: 1. Skúli Guðmunds- son, KR, 1,90 m. 2. Anton Bolin- der, Svíþjóð, 1,85 m. 3. Kolbeinn Kristinsson, Selfossi, 1,75 m. 4. Örn Clausen, ÍR. 1,70 m. Beztu árangrarnir síðari dag- inn voru þessir: 100 metra hlaup: 1. Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR, 11,0 sek. 2. Haukur Clausen, ÍR, 11,0 sek. 3. Curt Lundquist, Svíþjóð, 11,1 sek. 4. Örn Glausen, ÍR, 11,4 sek. Hástökk: 1, Anton Bolinder, Svíþjóð, 1,93 m. 2. Kolbeinn Kristinsson, Selfossi, 1,80 m. 3. Skúli Guðmundsson, KR, 1,80 m. Kúluvarp: l. Roland Nilsson, Svíþjóð, 15,83 m. 2. Gunnar Huseby, KR, 15,60 m. 3. Vil- hjálmur Vilmundarson, KR, 14,17 m. 4. Sigfús Sigurðsson, Selfossi, 13,69 m. 2000 metra hlaup: 1. Óskar Jónsson, ÍR, 5:42,6 mín. 2. Þórð- ur Þorgeirsson, KR, 5:47,8 mín. 3. Hörður Hafliðason, Á. 5:56,4 mín. 4. Stefán Gunnarsson, Á, 5:58,0 mín. Spjótkast: 1. Lennart Atter- wall, Svíþjóð, 60,81 m. 2. Jóel Sigurðsson, ÍR, 59,07 m. 3. Hjálmar Torfason, HSÞ, 54,37 m. 400 metra. hlaup: 1. Curt Lundquist, Svíþjóð, 48,9 sek. 2. Haukur Clausen, ÍR, 50,7 sek. 3. Kjartan Jóhannsson, ÍR, 51,8 sek. Langstökk: 1. Finnbjörn Þor- valdsson, ÍR, 6,84 m. 2. Örn Clausen, ÍR, 6,61 m. 3. Björn Vilmundarson, KR, 6,56 m. 4. Stefán Sörensson, HSÞ, 6,40 m. 4X100 metra öoðhlaup: 1. A- sveit ÍR, 43,9 sek. 2. A-sveit KR, 45,1 sek. 3. B-sveit ÍR, 45,7 sek. 4. B-sveit KR, 46,7 sek. talið við hann hér á eftir: Kolasalan. — Ef nefna ætti þær fram- kvæmdir, sem hreppurinn hefir beitt sér fyrir seinustu árin, í réttri tímaröð, segir Jónas, er sennilega bezt að byrja á kola- sölunni. Árið 1939 tók hreppur- j inn að sér kolaverzlunina fyrir þorpsbúa og hefir síðan haft hana með höndum. Áður hafði oft borið á kolaskorti og var það ein aðalástæðan til þess- arar ráðabreytni. Síðan hrepp- urinn tók víð kolaverzluninni,! hefir ekki orðið skortur á kol- ' um. Hreppurinn hefir selt kolin kostnaðarverði. Vatnsveitan. Árið 1944 var lögð vatnsveita, sem nær til allra húsa i þorp- inu. Áður var ekki vatnsleiðsla ! nema í nokkur hús. Vatnið er tekið úr lind í Ólafsvíkurenni, og er mjög gott. Jafnframt var lögð skolpleiðsla um þorpið, en áður var hún ekki til. Hreppurinn annaðist sjálfur pípugerðina. Rafveitan. Árið 1944 var einnig hafizt handa um rafveitu á vegum hreppsins. Var komið upp raf- veitu, sem er knúin af olíumót- i orum og framleiðir um 80 kw.' Hún ^var fullgerð haustið 1945, og kostaði uppkomin um 160 þús. kr. Ríkisábyrgð fékkst fyr- ir 130 þús. kr. Rafveitan nægir alveg til ljósa fyrir þorpið og auk þess fá vélaverksmiðja og trésmiðja afl frá henni. Ann- ars er hún bráðabirgðaúrræði, eins og síðar verður vikið að. Olíusamlagið. Strax og lögin um ollusamlög höfðu verið sett, var stofnað olíusamlag á vegum hreppsins og útvegsmanna í kauptúninu. Var það fyrsta olíusamlagið, sem stofnað var samkvæmt '^lögun- um. Samlagið hefir koniið sér upp fjórum olíugeymum, sem taka um rt>0 smál. af olíu, og voru þeir fullbúnir snemma á síðastl. ári. Stofnkostnaðurinn var um 150 þús. kr. Olíuverðið lækkaði mjög verulega, þegar samlagið tók til starfa og má fullyrða, að það hafi orðið til mikilla hagsbóta fyrir þorpið og þá einkum útveginn þar. Félagsheimili. Þá var á síðastl. ári hafizt handa um byggingu félagsheim- ilis, sem hreppurinn og öll félög Jónas Þorvaldsson. í kauptúninu standa að. Húsið er nú komið undir þak. í því er stór samkomu- og kvikmynda- salur á efri hæð, en veitinga- stofa, eldhús, skrifstofa og hreinlætisherbergi á neðri hæð. í hliðarbyggingu við húsið, er rúmgott anddyri og nokkur her- bergi til afnota fyrir félögin. Fjárskortur hefir hamlað því, að hægt hafi verið að halda bygg- ingunni áfram með fullum krafti, og eru horfur all-tvisýnar í þeim efnum. Dýpkun hafnarinnar. Tvö síðustu árin hefir verið unnið að dýpkun hafnarinnar til þess að bæta skilyrðin fyrir þá báta, sem fyrir eru. Fyrir- hugað er að lehgja norðurgarð- inn, svo að 150—200 smál. skip geti lagzt þar. Verður unnið nokkuð að þessum framkvæmd- um í sumar, ef fé fæst. Á síðast- liðnu hausti fór fram athugun á skilyrðum fyrir landshöfn í Ólafsvík, en niðurstöður henn- ar liggja enn ekki fyrir. (Framhald á 4. siðu) \ erkf allsmálin: Sáttaumleitanir hófust í gær Alþýðusambandið óskaði eftir viðræðunum. í gærkvöldi hófust sáttaumleitanir fyrir milligöngu sáttasemj- ara ríkisins í kaupdcilum þeim, sem enn eru óleystar. Sáttaum- leitanirnar voru hafnar í tilefni af því, aff Alþýffusambandiff sneri sér bréflega til Vinnuveitendafélagsins í gær meff ósk um viff- ræffur. Ástæðan til þess, að Alþýðu- sambandið hefir óskað eftir við- ræðunum, mun sú, að hin kom- múnistíska stjórn þess óttast, að verkamenn muni ekki öllu lengur láta nota sig til pólitísks verkfallsbrölts, þar setti sjómenn hafa líka gefið verðugt fordæmi. Þá mun hún og gjarnan vilja fá deiluna leysta áður 'en úrskurð- ur Félagsdóms í Siglufjarðar- deilunni er kveðinn upp. Telja má líklegt, að úrskurð- ur Félagsdóms verði kveðinn upp í dag, þar sem málflutn- ingnum lauk i fyrradag. Mun nú vera liðinn um hálfur mánuð- ur síðan dómurinn fékk málið til meðferðar, og virðist ófor- svaranlegt að draga úrskurð í slíku stórmáli öllu lengur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.