Tíminn - 05.07.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.07.1947, Blaðsíða 1
J RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Simar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hd. ITSTJÓRASKRrPSTOFUR: EDDOHÚdl. Llndargötu 9 A teimnr 2353 og 4373 APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOFA. EDDUHtJSI. Ltadargöw 9A Slmi 2323 31. árg. Reykjavík, laugardaginn 5. júlí 1947 120. hlaö Landbúnaðarsýningin: Sýningardeíld garðyrkjumanna þykir fallegust Einn þáttur sýningarinnar er frainleiðsla hvers konar grænmetisrétta. Sýningardeild garffyrkjumanna mun vera fegursta deild Land- búnaffarsýningarinnar. Er hún innst í affalsýningarskálanum,! fyrir öllum gafli hans. Fyrir miðjum gafli sýningarskálans er hinn frægi foss, sem er átta metra hár, en umhverfi hans er mjög fagurt og haglega úr garði gert. Þessi sýningardeild hefir af , mörgum veriff nefnd himnaríki, og þó aff náttúrufegurðin eigi | nokkurn þátt í þeirri nafngift, eiga stúlkurnar hennar Helgu Sig- j urffardóttur og maturinn þeirra líka sinn þátt í því að garðyrkju- j deildin hefir fengið þetta nafn. KENNSLA A LANDBUNAÐARSYNINGUNNI Þegar ákveðið var, að garð-1 yrkjumenn hefðu sérstaka deild | á sýningunni, fóru þeir fram á; það við Helgu Sigurðardóttur, j formann Kennarafélagsins Hús- stjórn, sem er félag húsmæðra- kennara, að það annaðist einn þátt sýningarinnar, sem væri matreiðsla og framreiðsla ís- lenzkra grænmetisrétta. Kennarafélagið Hússtjórn tók þetta að sér og hefir ungfrú Helga Sigurðardóttir séð um framkvæmdirnar, sem eru á vegum Húsmæðrakejmaraskóla íslands að nokkru leyti, enda eru það meðal annars nemend- ur hans, sem vinna að mat- reiðslu og framreiðslu. Kenn- arafélagið Hússtjórn teiur nú um 30 félagskonur, en stofnend- urnir voru sjö. Ungfrú Helga Hæstaréttardómur í gjaldþrotamáli Fyrir skömmu var kveðinn upp í hæstarétti dómur í gjaldþrotsmáli Guðmundar H. Þórffarsonar og máli Bryn- jólfs Einarssonar bókhaldara og meðeiganda Guffmundar í verzluninni Astor. Dómsforsendur i málinu eru mjög Jangar, 11 blaðsíður þétt- letraðar og eru í 33 aðalliðum. Brynjólfur Einarsson er fund- inn sekur um brot á bókhalds- Jöggjöfinni og sem hlutdeildar- maður i broti Guðmundar, sbr. 22. gr. a'mennra hegningarlaga. — Lögbrot þau, sem Guðmund- ur H. Þórðarson er einkum dæmdur fyrir, er að skerða rétt lánardrottna sinna með því að ráðstafa peningum, vörum og ýmsum fasteignum, er hann hafði ráð yfir, eftir að honum hlaut, að áliti dómenda, að vera Ijóst, að hann gat ekki staðið í skilum við þá; fyrir að fram- pelja ekki þá þegar bú sitt til gja'dþrotaskipta; fyrir afhend- ingu tékkávísana, er engin inni- stæða var fyrir og margt fleira. Guðmundur H. Þórðarson var dæmdur í 2ja ára og 8 mánaða fangelsi. Að öðru leyti er hinn áfrýjaði dómur óraskaður. Bryn- jólfi Einarssyni var gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns kr. 2300. Auk þess var þeim félögum gert að greiða allan annan málkostnað. hefir allan tímann verið for- maður félagsins að undanteknu einu ári, er ungfrú Fjó'a Fjeld- sted veitti félaginu forstöðu. Á sýningarsvæði Hússtjórnar eru til sýnis flestar tegundir ís- lenzks grænmetis og réttir úr því. í stórum skáp er sýnishorn af niðursoðnu grænmeti. Á litlu borði í einu horninu eru græn- metisréttir, sem nægja eiga ein- um manni yfir daginn, og er vísindalega reiknað úíy nægjan- legt næringargildi fæðunnar. Auk þess er i þessari sýningar- deild sérstök sýni-kennsla, sem ungfrú Guðný Frímannsdóttir ahnast og fer hún fram á tveggja tíma fresti. Það ,sem þar er búið til af mat, er síðan flutt yfir í framreiðsluherbergi, en bar er syningargestum gefinn ko^tur á að neyta jrrænmetisin.s við borð; -cem þakið er grænmet- irvistum. Þarna er bægt að fá rétti úr ^alati, gúrkum, tómöt- um, graslauk, njóla, radísum,' blómkáli, gulrótum, fjallagrös- um og mörgu fleira. Það hefir orðið að hafa verð réttanna nokkuð hátt, vegna þess, hve verðið á grænmetinu er hátt svo .snemma sumars. Eru gestir beðnir að athuga það viðvíkj- andi verðinu. Öðrum megin við blómahafið og foí-sinn er sýningardeild blómaverzlananna, sem er mjög- smekklega úr garði. gerð. Á kringlóttu sýningarsvæði sem skipt er í þrennt hafa þrjár blómaverzlanir sýningar sínar, sem allar eru eftirtektarverðar. Auk þess er í útbyggingu mjög fagur vetrargarður, sem frú Ragna Sigurðardóttir hefir annast um og komið þarna fyrir af mikilli smekkvísi. Yfirleitt má segja, að sýning- ardeild garðyrkjumanna sé mfög eftirtektarverð og sýni okkur það Ijóslega, hvað hægt er að rækta í íslenzkri mold, til gagns og ánægju. ERLENDAR FRETTIR Frakkar og Bretar haaf ákveð- Ið að kveðja saman ráðstefnu Evrópurikjanna til að ræða um hjálpartilboð Bandaríkjanna. Hefir ráðstefnan verið boðuð 12. júlí í París og öllum Evrópu- ríkjunum boðin þátttaka, nema Rússum og Sþánverjum. Préntaraverkfallinu í Kaup- mannahöfn er lokið. Miðlunar- tillaga frá sáttasemjara var samþykkt með 1957:1812 atkv. Fréttabréf úr Dýrafirði ».Frá fréttaritara sínum í Dýra- firði hefir Tímanum nýlega bor- izt eftirfarandi bréf: Veturinn frá febrúarbyrjun var snjóþungur. Um miðjan maí brá til hlýviðra og tók þá upp snjó á skömmum tíma. Kom jörðin þíð undan snjónum, grænkaði fljótt. Vorið hefir ver- ið áfellalaust og tíð hagstæð. Fénaðarhöld góð, en lambadauði nokkur á fáeinum bæjum, vegna lambablóðsóttar. Grasspretta er góð og sláttur í þann veginn að hefjast. Byggingaframkvæmdir eru miklar. í Mýrahreppi eru 7 íbúð- arhús í smíðum, en skortur á vinnuafli og vöntun á ýmsum efnivörum veldur miklum örð- ugleikum. Peningshús er verið (Framhald á 4. slðu) Fréttir f rá Húsavík ViHtal fréttaritara Tímans við Karl Krist- jjánsson oddvita. Karl Kristjánsson oddviti í Húsavík var staddur í Reykjavík fyrir nokkrum dögum. Sat hann fund S. f. S. og rak síffan ýmis erindi fyrir Húsavíkurhrepp. Fréttamaður Tímans hafffi tal af Karli og spurffi hann tíffinda frá Husavík, og fer samtalið hér á eftir: Mynd þessi er frá deild kennarafélagsins Hússtjórnar á Landbúnaðarsýn- ingunni. Stúlkurnar eru við sýnikennsluna, sem félagði heldur uppi á sýn- ingunni, þar sem kennd er framreiðsla á ýmsum grænmetisréttum. Stúlk- an til vinstri á myndinni er Guðný Frímannsdóttir, sem annast kcnnsl- una, en við hlið hennar stendur Elín Friðriksdóttir, sem er nemandi í Húsmæðrakennaraskóla íslands. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). Þátttaka Jslands í Olympíu- leikunum undirbúin ®]yisi|BÍnnefndin efnir til hanpdrættis innan skamms tima. Ólympíunefnd íslands, sem undirbýr þátttöku íslands í Olymp- íuleikunum í London á næsta sumri, hefir nú verið starfandi á annaff ár. Starfi hennar hefir hingað til verið svo háttaff, aff það hefir farið fram í kyrrþey. Hún hefir snúið sér til þeirra aðilja, sem þörf gerffist, til þess að koma áhuga- og nauðsynjámálum sínum í kring — og orðið vel ágengt. Nú mun verða'nokkur breyt- ing á starfsháttum nefndarinnar, aff því leyti, áff hún mun bráð- iega leita hlutverki sínu meiri stuffnings hjá almenningi en hingað íil. Ólympíunefndin ætlar að stofna til happdrættis á næstunni. Flugráðið fullskipað Öllei starfsfólki flug- vallanna sagt upp. Samkvæmt lögum frá sein- asta Alþingi verður flugráffi, sem skipaff er fimm mönnum, falin stjórn flugmájanna undir yfirumsjón flugmála- ráðherra. Ráðiff hefir' nýlega veriff fullskipaff og mun vera í þann veginn að taka til starfa. Ráðið er þannig skipað, að Al- þingi kýs þrjá menn í það, en flugmálaráðherra skipar tvo, sem skulu vera sérmenntaðir. Alþingi kaus þá Þórð Björnsson lögfræðing, Berg Gíslason for- (Framhald á 4. síðu) 33 þús. hafa skoðað Landb.sýninguna I Aðsókn er stöðugt mikil að Landbúnaðarsýningunni og voru' í gærkvöldi búin að skoða hana I um 33 þjúsund manns, sam- I kvæmt upplýsingum sem tíð-! indamaður Tímans fékk hjá| Kristjóni Kristjónssyni forstjóra sýningarinnar seint í gærkvöldi. Á hverjum degi koma margir stórir hópar fólks úr fjarlægum byggðarlögum, austan lands»og norðan. í gær skoðuðu sýning-« una til dæmis húnvetnskar hús- mæður, sem hér eru á ferð. Sýningin er opin daglega kl. 10—23. Um leið og nefndin snýr sér til aimennings í þessu efni, er rétt að geta helztu málanna, æm hún heíir haft meðferðis fram að þessu. Þau eru þessi:' Stofnun og samning skipu- .agsskrár fyrir Ólympíusjóð ís- 'ands. Sjóður þessi er stofnaður í þeim tilgangi, að tryggja þátt- töku íslendinga í Ólympíuleik- unum i framtiðinni. Sjóðurinn er stofnaður með 10% af þeim tekjum, sem Ólympíunefnd afl- ar hvert sinn, sem íslendingar íaka þátt í Ólympíuleikunum. Ætti með þessu móti að safnast svo í sjóðinn, að hann gæti komið að notum innan mjög langs tíma. Ólympíunefndin snéri sér snemma til hæstv. Alþingis og Bæjarstjórnar Reykjavíkur með beiðni um styrkveitingu til starfs nefn<Jarinnar. Var erindi hennar vel tekið hjá báðum áð- iljum og hinn umbeðni styrkur veittur. Er Ólympíunefndinni vel ljóst, hve mikils virði stuðn- ingur þessara aðilja er öllu starfi hennar og mun kappkosta að bregðast ekki því trausti, sem henni er sýnt í þessu. Nefndin hefir sent út boð*s- /Framhald á 4. siðu) — Hvenær verður hafnargerff- inni í Húsavík lokið? — Ætlunin er að ljúka henni á þessu sumri. Frá því i maí í vor hefir verið unnið að fram- lengingu hafnargarðsins og járnfóðrun hafnarbr'yggjunnar, ;em trémaðkur var að eyðileggja á allstórum köflum. — Hvaff verffur hjíifnargarð- urinn langur, þegar hann er Fullgerffur? !• — Hann á að verða um 200 metrar. Hann hlífir höfninni fyrir hafáttinni og fremri hluti hans, hafnarmegin, verður við- ! legupláss fyrir skip. j Þegar höfnin er fullgerð, verð- '; ur Húsavík sem nýr staður og ' betri. — Hefir eitthvað, af nýjum skipum veriff keypt til Húsavík- uf? — Þrír nýir bátar, 40—55 smá- lesta. — Var ekki stofnað til hrepps- iitgerffar í fyrra? Nei, það var stofnað útgerð- arfélag, sem hreppurinn er hlut- hafi í. Það félag keypti einn bát 47 málesta, sem nefnist Hagbarð- ur. Gerði hann út á sild í fyrra og línuveiðar í vetur sem leið. — Hvernig gekk útgerðin? — Síldveiðin bar sig að kalla máttl'. Lmuveiðarnar gengu fremur vel. Hásetahlutur á þeim 12 þús. kr. Báturinn stundaði línuveiðarnar frá Reykjavík og var annar aflahæsti báturinn, "-em þaðan sótti sjó með línu. — Eru nokkrar nýjar fram- 'i:væmdir fyrirhugaffar í kaup- vúninu vegna sjávarútvegs? — í júni var stofnað þar á -amvinnugrundvelli félag, sem heitir Fiskiðjusamlag Húsavík- ur. Stofnfé þéss er tæp 400 þús. kr. Stærstu stofnfjárframleggj- sndur eru Kaupfélag Þingey- inga og Húsavíkurhreppur. Fyrsta verkefni félagsins á að vera að reisa og reka hraðfrysti- hús. Verður væntanlega byrjað á byggingu hússins í sumar. — Hvernig gengur landbúnað- urinn í Húsavík? — Tún eru þar eins og þú veizt mikil og grasgefin. Á tveim siðustu árum hafa þau varla verið eins vel hag- nýtt og áður, vegna þess, að daglaunavinna hefir dregið svo ákaft vinnukraftinn til annara athafna. Garðrækt er allvel stunduð. Sauðfé hefir allmikið fjölgað aftur. Mæðiveiki dró úr fjár- eigninni um skeið,' en fjárskipti voru gerð 1944 til útrýmingar henni. Karl Kristjánsson. Kúm hefir fækkað, og margir Húsvíkingar hugsa sér að hætta mjólkurframleiðslu,- en kaupa mjólk og mjólkurafurðir hjá mjólkurbúi K. Þ., sem tekur til starfa í Húsavík nú í sumar. Annars geri ég ráð fyrir þvi, að þegar verðbólguatvinnan dregst saman, hverfi ýmsir merni í Húsavik aftur til sjálfs- atvinnu við landbúnaðinn. — Hvenær fær Húsavík bætt úr rafmagnsskorti þeim, sem þar hefir verið síðustu ár? -— Það er verið að leggja síð- ustu hönd á byggingu há- spennulinu frá Laxárvirkjun- inni til Húsavíku^. — Eru Húsvíkingar hættir að tala um hitaveitu hjá sér? — Nei. Þeir gera sér alltaf vonir um að geta fengið vatn í hitaveitu frá laugasvæði því, sem örlar á við Húsavíkurhöfða. Nú í sumar ætlar rafmagnseft- irlit ríkisins að láta gera nýja rannsókn á þessum hitaveitu- skilyrðum. y — Hefir veriff mikið um húsa- byggingar hjá ykkur síðustu ár? — Það má telja: Byggingar- (Framhald á 4. síðu) Verkfallsmálin: Útsvör á Akranesi Niðurjöfnun útsvara er nýlok- ið á Akranesi. Niðurjöfnuð út- svarsupphæð er kr. 1.838.300 á 794 gjaldendur. Þessir bera yfir 15.000 kr. útsvar: H. B. & Co. 88220 kr. Olíu- verzlun ítlands h.f. 21635 kr. Shell h.f. 19800 kr. Þróttur 16400 kr. Þorgeir Jósefsson (Dráttarbraut Ak.) 16070 kr. Samningaumleitanir í fyrrinótt reyndust árangurslausar Nýjsii* samningaumleitanir fara fram í nótt. Samningaumleitanir þær, sem hófust í fyrrakvöltWsamkvæmt lieiffni Alþýffusambandsins, stóffu alla nóttina, án þess aff sam^ komulag næffist. Sáttasemjari mun þó ekki hafa talið með öllu vonlaust um samkomulag, því aff hann hóf sáttaumleitanir aft- ur í gærkvöldi. Samkvæmt orðrómi, sem gekk um bæinn i gær, mun Alþýðu- ¦rambandið hafa boðið til „«am- komulags", að kröfur Dagsbrún- ar yrðu lækkaðar úr 35 aurum í 20 aura grunnkaupshækkun á klst., tímakaupið á Siglufirði yrði ákveðið 10 aurum hærra en í miðlunartillögum sátta- semjara, sem samþykktar voru af Þróttarmönnum, og að kær- an út af ólöglega verkfallinu á Siglufirði yrði dregin til baka. Þessar samkomulagstillögur munu ekki hafa þótt' álitlegar, eins og vonlegt var. Þegar blaðið fór í prentun í gærkveldi, var ekki fullkomlega ákveðið, hvort úrskurður Fé- lagsdóms í Þróttardeilunni yrði kveðin upp þá eða árdegis i dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.