Tíminn - 08.07.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.07.1947, Blaðsíða 3
121. blað Tílim, þrlðjndagiim 8. Júlí 1947 SEXTUG: Helga Eggertsdóttir Melum í Melasveit. 9. þ. m. er sextlu ára Helga á Melum í Melasveit. Hún er fædd og upp alin í Langey á Breiða- firði, dóttir hjónanna Eggerts Gíslasonar og Þuríðar. Það munú fáir sem þekka Helgu og dagleg störf hennar geta trúað að hún sé orðin sex- tug, svo lífsglöð er hún og létt um spor, og vinnuþrek virðist alveg óbilað. Hún hefir búið á Melum um 24 ár ásamt bónda sínum, Guðmundi Guðjónssyni frá Reykjanesi í Árnessýslu, mesta myndar- og dugnaðar- bónda. Hafa þau bætt jörð sína mjög í allri ræktun og húsað hana alla að nýju. Þar mun nú vera eitt stærsta kúabú í Borg- arfjarðarsýslu utan Skarðsheið- ar, enda er Helga hinn mesti skörungur í öllu er við kemur sveitabúskap, hvort heldur er innanbæjar eða utan; hefir mjög gott vit á öllum búpeningi, hvort heldur er hirðing eða vaxtarlag. Helga er með afbrigðum gest- risin og veitir af rausn mat og drykk og aðra þá aðhlynningu, er gestir hennar þurfa; er reglu- lega fróðlegt að rabba við hana meðan hún ber gestum, því hún er stálminnug, ættfróð og segir vel frá. Ljóðelsk er hún og kann mikið af Ijóðum og lausavísum. Helga hefir verið í kvenfélagi Leirár og Melahrepps frá því það var stofnað 1935, og jafnan reynst því hinn bezti og traust- asti félagi. Þó langt væri að sækja fundi, og veður ekki allt- af blítt, setti hún það ekki fyrir sig, heldur lagði söðul á hest sinn, til að geta sótt fundi síns félags og stuðla um leið að fram- faramálum kvenna sinnar sveit- ar. Guðmundur og Helga eiga einn son, en hjá þeim hafa alizt upp 4 synir Guðmundar, allt mestu myndar- og dugnaðarmenn. Þrír af bræðrunum eru farnir burtu, en tveir stunda búskap- inn heima. Ég vil svo enda þessar línur með því að óska Helgu og heim- ili hennar friðar og farsældar á ókomnum árum. Sveitungi. einnig merkilegur rithöfundur, sem skráð hefir á skemmtileg- an hátt minningar sinar frá hinu gamla íslandi, sem nútíma- kynslóðin þekkir ekki lengur, og þeim Vesturheimi, sem íslenzku landnemarnir komu til fyrir meira en hálfri öld. Þessi aldni íslendingur hefir orðið fyrir mikilli sorg fáum dögum áður en við komum á heimili dóttur hans. Sonur hans, afbragðsmaður um fertugt, Tómas, prófesor í stærðfræði við háskólann í Grand Forks, er nýlátinn. Gröf hans er nýorpin úti i kirkjugarðinum i Grand Forks. En vinir hans og vanda- menn hugga sig við það, að þar er til moldar genginn góður maður og merkur, sem í senn var tryggur sonur sinnar vest- rænu fóstru og þróttmikil grein á hinum islenzka meiði í Vest- urálfu. Þau hjónln, Slgurður Arason og Guðrún kona hans, eiga eins og áður er sagt fallegt heimili, sem býður af sér góðan þokka. Það er i gamni nefut The ice- landic roost, þvl að það er jafn- an opið hverjum landa, er kem- ur til Grand Forks. Víst er það ' islenzkt, svo að landar, sem ný- komnir eru að heiman, hafa einskis 1 að sakna. En það er ekki neinu hænsnapriki líkt. Þar er gott að vera — hlýjan og al- úðin streymir á móti manni. Þau hjónin hafa eignazt átta börn, sem komizt hafa á legg, öll hafa þau verið fermd á ís- lenzku nema eitt. Aðeins yngsti sonurinn er heima, er okkur ber að garði, ungur piltur, sem skil- ur íslenzku eins og öll börn þeirra hjóna og talar hana svo vel, að engum vandkvæðum er bundið að skilja hann. Hann heitir Lawrence Sigurður. Hinir synir þeirra þrír voru allir I stríðinu. Jakob var í sjó- hernum. Hann dvaldi langdvöl- um á íslandi — í Reykjavík, á ísafirði, Hornströndum og Siglu- firði, svo -að einhverjir lesenda Tímans kannast efalaust mæta- vel við hann. Annar sonur þeirra hjóna var einig í sjóhern um. Hann hét Gamalíel, í höf uðið á afa sínum, og átti líka að fara til íslands árið 1942. Hann j lagði af stað í skiipalest, en skipið, sem hann var á, var skot- ið niður á leiðinni, og þar lét hann líf sitt eins og margir fleiri góðir drengir, er tóku þátt 1 þeim ægilega hildarleik, er stríðið var. Fjórði sonurinn, Jón, !sem lengi var á sjálfum víg- stöðvunum og tók þátt í inn rásinni í Þýzkaland, kom aftur á móti heim heill og óskaddað ur. Hann er enn í hernum. — Jakob er nú kvæntur í Was- hington, og á íslenzka konu, Mary, dóttur Björns Oddssonar, bróður Sveins prentara í Winni- peg og Sveinbjörns prentara í Reykjavík. Af dætrum þeirra hjóna fjór- um, er aðeins ein ógift, hin yngsta, Luella Svafa Lára. Hún vinnur í skrifstofu í Grand Forks. Önnur heitir Sylvia, gift í Grand Forks (Mrs Monson). Hin þriðja er Katrín, býr í San Diego á Kyrrahafsströndinni, þekktur pianóleikari, gift manni, Guðmundi íslenzkum rafmagns ^verkfræðingi Björnson. Hin elzta heitir Edith og býr við Djöfla- vatn i Norður-Dakóta, gift ame rískum manni, Starkey að nafni. Það er með söknuði, sem við kveðjum þetta góða íslenzka heimili i Grand Forks — fyrsta íslenzka heimilið vestan hafs, sem okkur gafst verulegt tæki- færi til að kynnast. En við höld- um norður á bóginn í öruggri vissu þess, að við munum finna fleiri slík. Og vonandi á Guðrún Gamalíelsdóttir í Grand Forks eftir að sjá einhverntíma eyði býlið í Hörgárdalnum, þar sem hún leit fyrst ljós þessa heims. af slíkum innileika, sem hún talar um það. j. H. Gunnar Widegren: Ráhskonan á Grund greinilega. En ég svaraði þessu bónorði eins aulalega og frekast var unnt. Ég snerist á hæli, mændi á hann og sagði sælutitrandi röddu: — Hvernig veiztu, að ég heiti Alfa? Við horfðum hvort á annað í leiðslu, en svo fann hann líka hina höndina á mér, brosti ofurlítið og mælti: — Það var skrifað á eina myndina af þér, og svo sagði líka Rassmussen verkfræðingur, að ráðskonan mín væri svo nauðalík Ölfu Rósengren. Fullu nafni heitirðu Anna Alfa Andersson-Rósengren — það stóð á reikningi, sem lá á skrifborðinu hans pabba þíns. Er það fleira, sem þú vilt vita? — Nei, sagði ég. Ég gat ekki lengur hugsað heila hugsun. Aðeins þetta eina — þessi reikningur hafði komið upp um mig. Á þessum reikningi hafði hann séð, að ég hét Anna Andersson. Aftur dró allan mátt úr fótunum á mér. Ég hneig niður, og ég fullvissa þig um, að ég gat ekki gert við því. En ég hneig niður á hnén á honum. Ég fann, að hann tók utan um mig, og þá andvarpaði ég, þrýsti mér upp að honum í ljúfri, sabbatsþrunginni sælu- leiðslu og hallaði tárvotri kinn minni að leirugum sam- festingnum hans. Hann tók utan um höfuðið á mér, lyfti því ofurlítið og — það kemur þér raunar ekkert við .... En einmitt á þessu sælurika augnabliki — einmitt þá snaraðist Hildigerður inn í annað sinn. Hún var með stóran bakka og á honum vatnskönnu og tvö glös. En það verður að teljast einn af merkisviðburðum þessa dásamlega dags, að hún skyldi ekki glopra öllu saman niður, heldur auðnast að setja bakkann frá sér, áður en hún fórnaði höndum. — Á ég nú eftir að horfa upp á svona spillingu? hrópaði hún — að þið skuliö ekki skammast ykkar bæði tvö. Og svo ertu lika útbiuð í framan. Leirinn á samfestingnum hafði nefnilega sezt á tár- votar kinnár mínar. — Ekki að verða uppnæm, Hildigerður, sagði Karl- Axel, án þess að láta sér bilt við verða. Við vorum einmitt að trúlofast. — Var það þess vegna, sem ég átti að ausa bátinn, þó að það væri sama og ekkert vatn í honum? spurði Hildigerður og horfði mildum ásökunaraugum á Karl- Axel og mildum augum á mig, sem kúrði sæl og hreykin á hnjám hans. — Síður en svo, sagði Karl-Axel hlæjandi, og svo sagði hann henni sögu bónorðsins. En Hildigerður velti vöngum og varð sýnilega þeim mun meir hugsi sem lengra leið á frásögnina. — Jæja, hrópaði ég loks og spratt á fætur — ætlarðu ekki að óska mér til hamingju? Hildigerður skálmaði til mín, þurrkaði sér um hend- urnar á svuntunni sinni, hneigði sig og sagði mjög hátíðlega: — Ég leyfi mér að bera fram beztu hamingjuóskir mínar. Og ég, sem hefi þúað frökenina í grandaleysi i allt sumar! — Kjáninn þinn, sagði ég og faðmaði hana að mér, kastaði kossi af fingri mér til Karls-Axels og flaug með hana dansandi fram í eldhús. En þegar fram í eldhúsið kom, var eins og Hildigerði yxi áræði og sjálfstraust. Það voru ekki liðnar nema fáar sekúndur, er hún sagði: — Það var þó ég, sem trúlofaðist fyrr! Þú getur getið þér þess nærri, að við borðuðum morg- unverðinn með góðri lyst. Ég hafði gert mér i hugar- lund, að það yrði dálítið skrítið að setjast að borðinu eins og hálfgildis húsfreyja. En i sannleika sagt fann ég ekki mikið til þess. Ég var svo forviða á öllu, sem gerzt hafði, að ég var tæplega búin að átta mig á því, og við hliðina á unnusta mínum og elsku hjartans mafminum mínum fannst mér ég vera agnarlítil telpa, sem hefði flækzt dálítið um og komizt i smáævintýr, en var nú loks komin heim. Ég reyndi að manna mig svolítið upp, telja í sjálfa mig kjark og gera mig frekjulega eins og ég á vanda til. En það heppnaðist einhvern veginn ekki. Ég varð bara að kúra þarna við hliðina á honum, svona agnarlítil. Reyndar var ég allt of sæl til þess, að ég gæti umsvifalaust þanið mig út í gamla órabelgnum mínum. Ég held, að ég fjnni það á mér, að það verður ekki ég, sem ræð á þessu heimili. Svo símuðum við til blessaðrar gömlu konunnar, hennar móður minnar, og sögðum henni orðin tíðindi. — Elsku Alfan, sagði blessuð gamla konan áhyggju- full. Hvað hefirðu nú steypt þér út í? — Steypt mér út í? spurði ég. Ég ætla að giftast bezta manninum í öllum heiminum og verða húsmóðir á fallegasta sveitabænum í fallegasta héraði allrar jarðkringlunnar! — Elsku barnið mitt, sagði blessuð gamla konan. Það er auðvitað gott og ánægjulegt — og þú segir, að hann sé laglegur og myndarlegur maður? En — jæja, ég kem eins fljótt og ég get. En mér finnst það léttúð- ugt af þér að segja okkur ekki frá þessu, áður en það var um garð gengið .... Kaupfélög! Höfum fyrirliggjandi og eigum von á á næstunni alls- konar verkfærum til garð- og jarðyrkju, svo sem: stimgukvislar, arfasköfur, garðhrífur, fjölyrkjar, skóflur, kvíslar, járnkarlar, hakar. Allar nánari upplýsingar gefur: Samband ísl. samvínnuféiaga % Ljúffengt" V5S55555S55555$5555S555555555555S55555555$555*5555$555*5*555555535S5555555S5354 rlvað vakir fyrir háskólakennaranum? (Framhald af 2. síðu) inn lyginni og jósið myrkriu. Það er vissuega svo, að venju- lega finnst okkur bera fulllítið samúðinni og kærleikanum hjá öðrum, og þó ef til vill ekki hvað sizt í okkar eigin barmi. En ef við gætum nógu vel að, munum við komast að raun um, að engin heilbrigð mannvera, jafnvel ekkert af hinum æðri dýrum, mun finnast svo, að ekki finnist þar einhver vísir að sam- úð. Það er jafnvel tæplega hugs- anlegt, að nokkur lífvera, sem annars hefir sjálfsvitund, sé gersneytt henni, því að til þess þyrfti hún að vera í algerri and- stöðu við allt umhverfi sitt, dautt og lifandi. Virðist það vera sannleikurinn, að samúð á ein- hverju stigi sé eitt af frumskil- yrðum lífsins, eða öllu heldur, sé óaðskiljanlegt frá lífinu sjálfu, frá sjálfri lífskenndinni. Auðvitað má segja, að á frum- stigi sínu sé samúðin hvorki víð- tæk né djúp. Hjá dýrunum og frumstæðasta fólki nær hún t. d. oft ekki lengra en til afkvæm- isirns. Þar, i hinni verndandi móðurhvöt, sem ekkert æðra líf getur án verið, er að finna einn fyrsta vísinn að henni. í hinni fyrstu samveru og félags- eða flokkshneigð dýra og frum- stæðra manna, sjáum við líka votta fyrir frjóöngum sam- hyggðarinnar. Stig af stigi er svo hægt að fylgja ferli hennar í ótal afbrigðum á ýmsum stigum eftir mismunandi þroska ein- staklinganna. Jafnframt verður okkur ljóst, hversu gífurlegur stigmunur er á hinum fyrsta samúðarvísi hjá dýrinu eða manninum og þeirri dýpt og við- feðmi, sem hún getur náð hjá hinum stærstu sálum. Þar getur dýpt samúðarinnar orðið að því kærleikssamfélagi, sem gerir einstaklingnum fært að gera svo að segja annara líf að sínu eig- in lífi. Þannig gegnsýrir hún lif mannvinarins, sem gerir annara böl að sínu eigin böli og spegl- ast á fullkomnasta hátt í þess- um orðum Krists: „Það sem þér gerið einum af þessum mínum minnstu bræðrum, það hafið þér mér gert“. Og það er líka hún, sem leggur þessi orð á tungu skáldsins: „Sökkvi ég mér og sé ég í sálu þér og lífi þínu lifi'. í víðfeðmi sinni lætur sam- úðin oft og tíðum ekki staðar numið við hinar lifandi verur einar. Faðmur hennar getur orðið svo víður, að hann um- lyki bæði himinn og jörð. Hún getur eins og gengið í samfélag við alla náttúruna, gefið henni kærleika sinn og skynjað ástúð náttúrunnar í staðinn. Enda segir líka eitt af skáldum okkar: „Ó, mín móðir, alnáttúra, opna mér þitt kærleiksdjúp". Gegn um samúðina, kærleikann, virð- ist vitund einstaklingsins víkka og gera honum fært að finna skyldleika sinn og samband við aðra menn og lífverur og við heildina yfirleitt. Hún lætur hann finna, „að alheimsins líf er ein valdug ætt, dauðleg, eilíf og ótalþætt“. Hann skynjar að meira eða minna leyti einingu allífsins — hinn æðsta raun- veruleika. Það er ómótmælanleg staðreynd, að á öllum tímum hafa allir þeir, sem lifað hafa hina mestu dýpt og víðfeðmi á sviði samúðar og kærleika, skynjað það sem elns konar opinberun hins æðsta raunveru- leika. Það er eins og þejr hafi komizt inn að sjálfu hjarta til- verunnar, innsta kjarna og frumorku lífsins. Fyrir þeim (Framhald á 4. síöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.