Tíminn - 08.07.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.07.1947, Blaðsíða 4
FRA M SÓKNA RMENN! MuriLð að koma í ftokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrtfstofa Framsóknarflokksin ser í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 8. JÚLÍ 1947 121. blað I dag er næstsíðasti söludagur í 7. flokki. HAPPÐRÆTTIÐ. LANDBÚNAÐARSÝNINGIN verður opin í dag og næstu daga kl. 2—11 síðdegis. — Þeir, sem hafa látið óveðrið hamla sér til þessa, ættu ekki lengur að láta hjá líða að koma, því 9 að búast má við, að sýningunni verði lokið um næstu helgi. Lausn kaupdetlanna (FramhalA af 1. slðu) manna gegn slíku framferði og vaxandi skilningur þeirra á því, að nýjar kauphækkanir og aukin verðbólga er ekki leiðin til að bæta hag verkalýðsins! Þetta sást á samþykktum fjölmargra helztu verkalýðsfélaga landsins, er neituðu að verða við áskorun kommúnista um uppsögn samn- inga og samúðarverkföll. Hvergi sást þetta þó greinilegar en hjá sjómönnunum, sem höfðu verk- fallsfyrirskipanir á síldveiðiflot- anum að engu og neyddu kommúnista til að semja upp á svo til óbreytt kjör. Ó.ttinn við það, að starfsmenn síldarverk- smiðjanna færu svipað að, réði ekki litlu um uppgjöf kommún- ista á þeim vettvangi. Sá skilningur verkamanna, sem hér hefir komið fram, er vissulega lofsverður. En til þess að hann komi að fullum notum og þeim haldi áfram að fjölga, sem snúa baki við kommúnist- um, þarf ríkisstjórn og Alþingi að koma til móts við þennan hluta verkalýðsins. Það þarf að gera allar ráðstafanir, sem hægt er til að lækka milliliðakostn- aðinn á allan hátt og láta byrð- arnar leggjast fyrst og fremst á þá, sem hafa grætt á dýrtíðinni. Verði þannig haldið á málum, mun ekki skorta skilning verka- lýðsins. Það hafa þessar deilur vissulega leitt í ljós. Kommúnistar einskis- meta hag verkamanim, Kommúnistar láta’ mjög af því, að 15 aura grunnkaups- hækkunin sé mikill sigur fyrir Dagsbrúnarmenn. Sannleikur- inn er sá, að sé reiknað með 8 klst. vinnudegi, verða Dagsbrún- armenn í iy2 ár að vinna upp verkfallstapið með grunnkaups- hækkuninni, en fyrir þann tíma verður dýrtíðaraukningin og at- vinnurýrnun, sem hlýzt af henni, löngu komin til sögunnar. Þá ber þe$s að gæta, að samnings- tíminn rennur út 15. október, svo að raunverulega er kauphækk- unin ekki tryggð nema y6 þess tíma, sem þarf til þess að vinna verkfallstapið upp. Það er því eins augljóst og verða má, að Dagsbrúnarmenn munu tapa stórlega á verkfall- inu, enda var aldrei við öðru að búast. Enn meira er þó tap verkamanna norðanlands, sem var hrint út í hálfsmánaðar verkfall, en síðan gengið að þeim tillögum, sem í boði voru áður en verkfallið hófst. Framkoma kommúnista í þessum málum sýnir til fulln- ustu, að þeir meta afkomu verkamanna einskis, þegar þeir telja sér einhvern pólitískan hag að því. Þeir hika ekki við að valda þeim tilfinnanlegu tjóni, ef þeir álíta það bæta hina póli- tísku vígstöðu sína. Það er 'ekki sízt af vaxandi skilningi verka- manna á þessu háttalagiiomm- únista, að þeir hafa snúið eins við þeim baki og fram hefir komið í þessari deilu. Þessi deila hefir að því leyti orðið til mikils gagns, að hún mun flýta stór- kostlega fyrir því, að verkamenn velji aðra og heilbrigðari for- ustumenn til að stjórna aðal- samtökum sínum í framtíðinni. Þessi deila hefir sýrjt þeim, að þeim ber að vinna að því sleitu- laust. Kommúnistar hafa styrkt ríkisstjórnina. Tilgangur kommúnista með verkfallinu var fyrst og fremst sá að flæma ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar frá völd- um og koma einhverjum af for- kólfum sínum í ráðherrastólana á ný. Þetta hefir snúist eins í höndum þeirra og framast má verða. Eftir framkomu þeirra í verkfallsmálunum undanfarnar vikur er áreiðanlega minni vilji til þess en nokkuru sinni áður að fá þá í ríkisstjórn. Svo glögg- lega hafa þeir auglýst með henni eðli sitt og tilgang. Kommúnist- ar gátu áreiðanlega ekki styrkt stjórnina betur með neinu öðru en þessari framkomu sinni. Þótt ríkisstjórninni hafi ekki í þessari deilu tekist fullkom- lega að hnekkja verðbólgujyrir- ætlunum kommúnista, hefir hún veitt viðnám, sem sýnir, að henni er fullkomin alvara að reyna að afstýra hruni af völd- um dýrtíðarinnar. Þetta geta menn bezt gert sér í hugarlund með því að íhuga, hvernig farið hefði, ef fyi’rv. stjórn hefði þurft að mæta slikri ásókn kommún- ista. Þá myndi hafa verið gengið að öllum kröfum þeirra. Verkefnið framundan. Hinu er ekki að leyna, 'að hinn nýi Dagsbrúnarsamningur hefir rofið skarð í þann stöðvunar- vegg, sem stjórnin hefir reynt að koma upp gegn vaxandi dýrtíð og verðbólgu. Með honum hefir það verið gert vonlaust, að hægt sé að hafa taumhald á þessum málum með niðurgrfúðsluleið- inni einni saman. Óhjákvæmi- leg afleiðing hans hlýtur því að verða sú, að niðurgreiðslurnar verði fljótlega feldar niður að mestu eða öllu leyti og þjóðinni þannig gert ljóst, hvernig komið er. Barátta stjórnarinnar fyrir stöðvuninni hefir ta^pazt, þótt enginn sé sigurvegarinn. En það þýðir samt ekki að baráttunni gegn hruninu, sem kommúnist- ar þrá, sé hætt, heldur rennur örlagastund þeirrar baráttu upp fyrr en ella eða sennilega strax á næsta hausti. Lengur verður það ekki dregið, að menn snúi sér að raunhæfum fram- tíðarúrræðum. Tímann þang- að til þurfa ríkisstjórnin og aðr- ir aðilar að nota sér til að yndir- búa þær ráðstafanir, sem óhjá- kvæmilegt verður að gera, ef ekki á að verða hér fullkomið hrun og neyðarástand. Leiðrétting. Sú prentvilla var í minningargrein um Þórunni Hallsdóttur f - seinasta blaði, að hún var sögð Halldórsdóttir. Einnig hafði komið skökk lína fyrir ofan minningargreinina í prentuninni, og eru lesendur blaðsins vinsamlegast beðnir að hafa þetta í huga við lestur greinarinnar. Happdrætti Háskóla íslands. Dregið verður í 7. flokki happdrætt- isins fimmtudag 10 þ. m. Þann dag verða engir miðar afgreiddir, og eru því síðustu forvöð í dag og á morgun að endurnýja og kaupa miða. Hvað vakir fyrir ... (Framhald af 3. síðu) hefir því guð og kærleikurinn runnið saman í eitt, og þeir hafa sagt: Guð er kærleikur. Þetta er gömul setning, enda munu þetta ekki síður gömul en ný sannindi. En það er eftirtekt- arvert, að þá vitneskju, sem hin „hulda greind“ fær eftir þessum leiðum, þ. e. vitneskjuna um skyldleika alls lífs og einingu tilverunnar yfirleitt, — hafa náttúruvísindin líka fengið eftir sínum leiðum. Getur þetta ekki hvorttveggja bent til þess, að kærleikurinn, — hið góða — sé eitthvað eilíflega verandi, eða eins og sannleikurinn og ljósið opinberun sjálfs raunveruleik- ans. Það geti því aldrei alger- lega „dáið út“ í sjálfu sér, því að bak við það standi hinn eilífi raunveruleiki, tilveruundr^ð sjálft, sem margir tákna með orðinu guð. Nú væri von að spurt væri: Getur þá ekki alveg eins einhver eilíf verund staðið á bak við andúðina? Fljótt á litið væri sannarlega engin furða, þótt slíku væri haldið fram, eins og ástandið er í heiminum. Framhald. Frakkar þakka ís- lendingum gjafir Að tilhlutun félagsins Alliance Francaise í Reykjavík var hafin fjársöfnun og fatnaðar handa nauðstöddu fþlki í bænum Avranches í Normandi snemma árs 1945. Auk margs konar fatn- aðar bárust margar gjafit víðs vegar að af landinu, bæði pen- ingar og lýsi, og var keyptur fatnaður og lýsi fyrir andvirðið og námu þessar gjafir samtals, samkvæmt áætluðu verði fram- kvæmdanefndarinnar, kr. 407. 336.62. Fyrir allar þessar gjafir vill nefndin færa öllum gefendunum alúðarfyllstu þakkir og sömu- liðis öllum þeim, er á einn eða annan hátt greiddu fyrir send- ingum þessum, m. a. Eimakipa- félagi íslands og fjármálaráðu- neytinu, er veitti undanþágu frá innheimtu útflutningsgjalda af öllu því, er sent var. Frk. Thora Friðriksson veitti miklum hluta gjafanna viðtöku og vann að söfnuninni. Þá vilj- um vér enn geta þess, að sendi- herraf*rú Vollery vann um .langt skeið að því að undirbúa fata- sendingarnar, bæði að innkaup- um og að endurbótum, af ó- venjulegum dugnaði og áhuga, en sendiherrann veitti nefnd- inni alla þá aðstoð, er honum var unnt. Borgarstjórinn í Avranches hefir með bréfi dags. 30. des. ’46, beðið formann framkvæmda- nefndar, hr. stórkaupm. Pétur Þ. J. Gunnarsson, að flytja þakkir sínar til íslendinga, sem „þótt þeir séu fáir að tölu, hafa stórt hjarta." SKl PAllTGCKf) RIKISINS „ESJA” austur um land til Siglufjarð- ar og Akureyrar um miðja þessa viku. Kemur við á venjulegum áætlunarhöfnum í báðum leið- um að undanskildu því, að skip- ið fer frá Þórshöfn beint til Seyðisfjarðar í bakaleiðinni. Tilgangslaust er að koma með fleiri vörur til sendingar með skipinu, þar eð þegar er búið að taka fulla hleðslu. „SÚÐIN” vestur um land til Akureyrar siðari hluta vikunnar. Vörum til Húnaflóa- og Skagafjarðar- hafna var veitt mótttaka í gær, en vörum til Vestfjarða verður veitt móttaka árdegis í dag, ef rúm leyfir. Pantaðir farseðlar óskast sóttir í dag. Skipið kemur ekki á Breiðafjarðarhafnir þessa ferð, en fer reglulega strand- ferð um Vestfirði, Húnaflóa og Skagafjörð á leið héðan, en í bakaleiðinni fer skipið frá Siglufirði beint til Djúpavíkur og síðan um Norðurfjörð, Ing- ólfsfjörð og Vestfjarðarhafnir til Reykjavíkur. SKÁLAR með loki úr eldföstu gleri á aðeins kr. 8,00 til 12,75.1 * Mjög góðar til að geyma í j matarleyfar, til að baka í kökur, hita upp mat og nota í ísskápa. K. EINARSSON & BJÖRNSSON Flciri skip . . . (Framhald af 1. síðu) frá Siglufirði er næst með 1083 mál. Eins og áður er sagt, eru mörg skip enn ókomin til veiða, og mörg eru á leiðinni norður. Loks hafa mörg skip tafizt vegna I verkfallanna, ýmist vegna lag- 1 færinga, sem gera þurfti, eða af öðrum orsökum. Búast má við, að mestur hluti flotans verði kominn á veiðar fyrir norður- 1 landi í lok vikunnar. (jatnla &íó Mamiaveiðar (A Game Of Death) Framúrskarandi spennandi am- erísk kvikmynd, gerð samkvæmt skáldsögunni „The Most Dang- erous Game“ eftir Richard Connell John Loder Audrey Long Edgar Barrier Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. 4»«^--------- Tjarnarbíc SHANGHAI (The Shanghai Gesture) ' Spennandi amerísk mynd. . Gene Tierney, , Victor Mature. Sýning kl. 5—7—9. Bönnuð yngri en 16 ára. < tMWWNMOMMMMMMWWOflMCO. ■ . Rjörii Eyimmdsson, Lækjarnesi, fyrrum hafnsögumaður í Hornafirði, andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt 3. júlí. Systkini og vandamenn hins látna. INNILEGUSTU ÞAKKIR til allra þeirra sem á einn eða annan hátt glöddu okkur á gullbrúðkaupsdaginn okkar. Galtalæk, 2. júlí 1947. STEINUNN GUÐLAUGSDÓTTIR. EGILL EGILSSON. tyja Bíc (við Shúlfíffötu) t skugga morðingjans („The Dark Corner") Mikilfengleg og vel leikin stór- mynd. Aðalhlutverk: Lucille Ball Clifton Webb Wiiliam Bendix Aukamynd: NÝTT FRÉTTABLAÐ Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. RENAULT- bifreiöarnar Þriðjudaginn 8. júlí vcrða aflientar bifreiðarnar sem bera afgreiðslu- númer 1—10. Afhendingin fer fram kl. 1—4 e. h. þar sem bifreiðarnar standa við Hagaveg. Kaupendur verða að koma með skráningar- númer bifreiðarinnar. Viðskiptamálaráðuneytið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.