Tíminn - 09.07.1947, Side 1

Tíminn - 09.07.1947, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: \ PRAMSÓKNARFLOKKURINN J Simar 2353 og 4373 \ PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. > 31. áryg. : .ITSTJÓRASKRIFSTOFDR: EDDTTHÚSI. LlndargOtu 9 A Simar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Slml 2323 Reykjavík, miðvikiidagiiin 9. júlí 1947 122. blað Samvinnuhreyfingin er í hröðum vexti í Kína Viðtal við kínverskaii sainvinnumann, W. K. Wu, sem er kominn hing'að til að kynnast fiskveiðum tslending'a Samvinnustefnan á auknum vinsældum og útbreiðslu að fagna um heim allan. Er það ekki hvað sízt nú eftir styrjöldina, þegar au^u fólks eru í vaxandi mæli að opnast fyrir því, að bezta, ef ekki einasta leiðin til varanlegs friðar, er náin félagsleg sam- vínna á milli manna og þjóða. Um þessar mundir er hér staddur kínverskur samvinnuleiðtogi, W. K. Wu, sem kominn er alla leið hingað til að kynnast af eigin raun fiskveiðiaðferðum íslendinga. Ferðast hann hér um á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga og leggur af stað norður til Siglufjarðar í dag. Tíðindamaður blaðsins hitti W. K. Wu að máli í gær óg spurði hann meðal annars frá samvinnustarfseminni í heimalandi hans Kína. —: Er samvinnustarfsemin ekki í örum vexti í Kína, eins og víða annars staðar? — Jú, fólk í Kína er nú d*ð\]*n að sjá þýðingu samvinnustarf- seminnar fyrir aukna velmegun W. K. Wu. og bætta lífsafkomu almenn- ings. Annars hefir samvinhu- starfsemi verið rekin í Kína síðastl. 30 ár, þó það sé ekki fyrr en á allra seinustu árum, sem hún hefir náð verulegri út- breiðslu. Mestri útbreiðslu hefir samvinnustefnan háð á styrj- aldarárunum og eftir styrjöldina. — Eru .það bændur eða verka- menn, sem aðallega hafa sam- vinnufélög með sér? — Samvinnustefnan hefir náð langsamlega mestri út- breiðslu meðal bænda í Kína. í mörgum héruðum eru flestir bændur í samvinnufélögum, sem selja vörur þeirra og ann- ast innkaup að nokkru leyti. Yf- irleitt er þessi félagsskapur með- al bænda ákaflega vinsæll og í örum vexti. í fyrstu voru menn tregir til að ganga í félögin og skyldu ekki þýðingu þeirra til fulls. Nú er hugsunarháttur manna óðum að breytast í þessu efni og augu bænda almennt að opnast fyrir gildi samvinnu- stefnunnar. Sjá þeir, að með fullkomnum samvinnusamtök- um geta þeir bætt lífskjör sín og afkomu að miklum mun. Þrátt fyrir það, að starfsemi samvinnufélaganna væri mikl- um örðugleikum háð á styrjald- arárunum, einkum í þeim hér- uðum er Japanir höfðu hertekið, óx starfsemi þeirra að miklum mun. Félögin færðust úr stað með fólkinu undan Japönum og héldu starfsemi sinni áfram þrátt fyrir erfið skilyrði. í júní voru 168.229 samvinnu- félög starfandi í Kína, með 18.228.645 félagsmönnum. Lang flest þessi félög eru sölufélög bænda og að tiltölu hefir sam- vinnustefnan náð mestri út- breiðslu í vesturhluta landsins. í' Szechwanhéraði eru félögin tiltölulega flest, en þar eru þau 25 þúsund að tölu. Aðal verzlunarvara félaganna er hrísgrjón og annað kornmeti, en næst koma ýmsar aðrar land- búnaðarvörur, og olía. — Fékkst þú menntun þína í Kína, eða i Evrópulöndum? — Ég kynntist samvinnu- stefnunni fyrst á háskólaárum minum heima í Kína, og sá strax að hún er heppilegasta ráðið til aö tryggja afkomu fólksins og bæta lífskjör þess. Ég held, að samvinnustefnan eigi mikla framtíð fyrir sér i heiminum og eigi ef til vill eftir að verða bjargráð fjölda þjóða og ein- staklinga. Yfirleitt hefir samvinnustefn- unnar lítið gætt í borgum og bæjum Kínaveldis, og meðal kínverskra fiskimanna. Nú er að verða nokkur breyting á þessu. Það vill svo til, að ég er upp- hafsmaður að stofnun sam- vinnusamtaka fiskimanna í Hong Kong. í fyrstu var félagiö aðeins eitt og sjómenn heldur tregir til að veita því liðsinni og ganga í það. Nú er orðin breyt- ing á þessu. Fiskimennirnir, sem áður voru íhaldssamir, eru nú íFramhald á 4. síðu) Vinsælasta íþrótt í veröldinni Fréttir úr Hornafirði Vifttal við Hjalta Jónsson hreppstjóra á Hóliim Hjalti Jónsson, hreppstjóri í Hólum í Hornafirði, var nýlega staddur hér í bænum og hafði fréttamaður Tímans tal af hon um og spurði hann tíðinda að austan. * ERLENDAR FRÉTTIR Réttarhöld í málum ellefu þýzkra hershöfðingja hófust í Núrnberg í gær. Þeir eru ásak- aðir um stríðsglæpi. Meöal þeirra eru frægir hershöfðingjar eins og von Lást,von Weichs og Rendulic. Furðuljós eða furðuflugvélar eru nú farin að sjást í Banda- ríkj unum og hafa þegar sést þar allvíða. Slík fyrirbærl sáust oft i Svlþjóð í fyrra. — Hvernig komst þú að aust- an? — Ég kom fljúgandi. Flugvél- in er nú helzta samgöngutæki okkar Austur-Skaftfellinga til höfuðborgarinnar. Esja og önn- ur skip Skipaútgerðar ríkisins eiga að vísu að hafa þar við- komu, en þau komast ekki inn á Hornafjörð nema gott sé í sjó. Flugferðirnar eru ejnu sinni í viku. — Hvernig hefir tíðarfarið (Framhald á 4. síðu) Það leikur ekki á tveim tungum, að knattspyrnan er vinsælasta íþróttin í veröldinni um þessar mundir, þótt það eigi sérstaklega við Evrópu. Engar íþróttakeppnir eru þar jafn fjölsóttar og knattápyrnukeppnirnar. Myndin, sem hér fylgir, var tekin, er úrvalslið þjóðanna á meginlandi Evrópu keppti við úrvalslið Breta á síðastl. vori. Franski markvörðu rinn sést slá knöttinn frá markinu. Brezka Iiðið vann. Í.S.Í. ætlar að beita sér fyrir sérstökum íþróttadegi um land allt Frá aóalfiindi I. S. í. að Haukadal Aðalfundur íþróttasambands íslands var haldinn að Haukadal um síðustu helgi. Auk íþróttamálanna og sérmálefna í. S. í. var þar rætt allmikið um áfengismálin og samþykktar um þau álykt- anir, sem síðar verða birtar. Samþykkt var að koma á sér- stökum íþróttadegi um land allt stað 17. júní, er yrði í senn merkjasöludagur til ágóða fyrir íþróttastarfsemina í landinu, sýningar- og keppnisdagur. Þá var samþykkt að óska eft- ir samstarfi við önnum félaga- sambönd í landinu um að reisa veglegt minnismerki í tilefni af endurreisn hins íslenzka lýð- veldis og felur stjórn í. S. í. að vinna að framgangi þess máls. í fjárhagsmálum Í.S.Í. var m. a. rætt um möguleik^, á því að Í.S.Í. tæki við happdrætti Há- skóla íslands, þegar einkaleyfi Háskólans rennur út. í öðru lagi að S.Í.S. fái einkarétt á inn- flutningi og sölu íþróttatækja og búninga. í þriðja lagi að athuga möguleika á rekstri sérstaks kvikmyndahúss og loks aö stofn- aður verði veðbanki, sem Í.S.Í. starfrækir. Tillögur þessar voru bornar fram af fjárhagsnefnd í því skyni að treysta fjárhags- grundvöll Í.S.Í. Þá var samþykkt áskorun til Alþingis um að samþykkja fram borið frumvarp um siysatrygg- ingu íþróttamanna. Tekjur Í.S.Í. á sl. ári námu rúmlega 152 þús. kr. og gjöld rúml. 150 þús. kr. Fjárhagsáætl- un næsta árs var afgreidd með áþekkum niðurstöðutölum. Stjórnin var endurkosin sam- hljóða. Ákveðið var, að halda næsta ársþing að Reykholti. Aflaleysi hjá togurum Kaldbakur selur vel Flestir togararnir eru nú hættir veiðum í bili og stafar það bæði af aflatregðu og léleg- um sölum í Bretlandi. Síðan um mánaðamót hefir aðeins einn togari selt afla í Bretlandi. Er það Akureyrartog- arinn Kaldbakur, senj. seldi 4166 kit í Grimsby fyrir 10.688 stpd. ýr prófessor í gær var haldinn 100. fund- urinn í ríkisráði íslands. Meðal þess, sem þar gerðist, var skipun Jóhanns Sæmundssonar í lyf- læknisembættið við Háskóla ís- lands. Fundur freðfisks- matsmanna Fimmtudaginn 3, júlí s.l. var aðalfundur haldinn í Sambandi freðfisksmatsmanna íslands. Fundarstjóri var Finnbogi Árnason, Reykjavík. Fram fóru venjul\g)g’ aðalfundarstörf, og rædd voru ýms áhugamál sam- bandsins viðkomandi vinnslu og meðferð fiskjarins í hraðfrysti- iðnaðinum. Flutt voru erindi við fundar- lok af Bergsteini Á. Bergsteins- syni freðfisksmatsstjóra, Dr. Gísla Þorkelssyni og Dr. Magnúsi Z. Sigurðssyni, framkvæmda- stjóra. Föstudaginn 4. júlí sl. fóru fundarmenn til Þingvalla og var fundi slitið í Almannagjá. Breytiíig á nýbygg- ingartogara Rvíkurbæi* lælnr breyta oiiiiiin tog- ara síiiaini fyrir 160 þiís. kr. Það virðist nú komið á dag- inn, að teikningum sumra ný- byggingatogaranna hafi verið æði mikið ábótavant. Hefir Reykjavíkurbær nýlega látið gera breytingar á einum tog- aranum, sem er í smíðum, og munu þær hleypa verði hans fram um einar 160 þús. kr. Togari þessi er i smíðum hjá skipasmiöastöðinni Cook Welt- on & Gemmell í Beverley. Var nýlega samþykkt af bæjaryfir- völdunum eftir allmikla athug- un að láta lengja skipið og gera á þvi ýmsar aðrar breytingar, er myndu kosta 5500—6000 stpd. Mun það m. a. hafa þótt íhug- unarvert, hve skammt var á milli olíugeymslunnar og lestar- innar. Fjárhagsráðið hefir ekki enn tekið við störfura Formaðuriiin átti ekki von á jafn „lakri aðkomu“ Hið nýskipaða Fjárhagsráð hefir enn ekki tekið verulega til starfa. Ríkisstjórnin á- kveður hvenær það byrjar störf sín, en áður þarf að setja ýmsar reglugerðir, er kveða nánar á um starfsemi ráðsins. Meðan ekki hefir verið gengið frá þeim, mun Viðskiptaráð og Nýbyg/inga- ráð halda áfram störfum, en líklegt er að Fjárhagsráð taki við innan fárra daga. Það mun og ætlun Fjárhags- ráðs að fá það greinilega gert upp, hvernig ástatt er í gjald- eyrismálunum, þegar það tekur við stjórn þeirra mája. En leyf- isveitin,sar, sem margar munu aðeins vera framlengingar frá fyrra ári, eru nú taldar nema margfaldri þeirri upphæð, sem bankarnir eru skráðir eiga er- lendis. Það kemur greinilega fram í viðtali við formarin fjárhags- ráð'in.s, Magnús Jónsson próf- essor, sem birtist í Mbl. í gær, að hann hefir búizt við annarri aökomu eftir alla nýsköpunina. ,,Ég vil hvorki vera bjartsýnn né svartsýnn,“ segir Magnús, „en þó verð ég að segja, að fyrstu athuganir sýn.a öllu lak- ari aðkomu en ég hafði búizt við.~ Ennfremur se£ir hann: „Ég hika ekki við að staðhæfa, að nýsköpunin er stöðvuð nú og í framtíðinni, ef ekki verður stórbreyting á, um hlutfall reksturskostnaðar og sölumögU- léika erlendis.“ Spádómar Framsóknarmanna um stjórnarstefnu seinustu ára hafa þannig reynzt réttir. En nú er að draga réttar ályktanir af óstjórninni og taka upp aðra og heilbrigðari stefnu. Hvassafell koraið úr Grikklandsför „M.s. Hvassafell,“ skip S. í. S. kom til Akureyrar frá Grikk- landi í fyrradag. Farmur skips- ins var aðallega salt, en auk þess kom það með 250 kassa af appelsínum til S. í. S. og nokkuð af rúsínum. Skipið mun skilja farm sinn eftir á höfnum norðanlands og austan, en sigla að því búnu á Hvítahafshafnir í Rússlandi og taka þar timburfarm hingað til lands. Vararaenn í flugráði Fyrir nokkru síðan var getið um fullnaðarskipun Flugráðsins hér í blaðinu. Til viðbótar skal þess getið, að stjórnskipaðir varamenn eru Jóhannes Snorra- son flugmaður, sem er jafnframt varaformaður, og Alfred Elías- son flugmaður. Þingkjörnir varamenn eru Friðjón Sigurðs- son lögfræðingur og Baldvin Jónsson lögfræðingur. Síldveiðarnar Veður fór lygnandi á síldar- miðunum fyrir Norðurlandi í fyrrinótt og munu flest skipin hafa farið á veiðar í gær. Siðdegis í gær fréttist, að all- mikillar síldar hefði orðið vart á Hún»flóa og hefðu nokkur skip fengið fullfermi. íslandsmótið Fram íslandsmeistari Úrslit knattspyrnumóts ís- lands fóru fram í gærkvöldi milli Fram og K.R. Lauk leiknum með jafntefli, en það nægði Fram til sigurs á mótinu með 7 stigum. Næst kemur Valur með 6 stig, K.R. með 5 stig og Akur- nesingar og Víkingur með 1 stig. Flutningaskip bætist í skipastól Norðlendinga í byrjun síðastl. viku kom nýtt fiski- og flutningaskip til Akur- eyrar. Það heitir Straumey og er eign Hreins Pálssonar útgerðar- manns í Hrísey. Straumey er 340 smálestir að stærð og búin öllum nýtízku tækjum. í reynsluför, sem hún fór skömmu eftir að hún kom til Alcureyrar, gekk hún 11 sjó- mílur á klukkustund. Straumey er búin 540 hestafla Mirlees- dieselvél. Straumey er byggð í Englandi, upphaflega jsem tundurdufla- slæðari fyrir brezka flotanna. íslenzkum aðilum tókst að fá skipið keypt og var því breytt samkvæmt fyrirmælum þeirra. Eins og fyrr greinir, er það út- búið bæði sem flutningaskip og fiskiskip. í sumar verður það gert út á síldveiðar og verður Haraldur Thorlacius skipstjóri. Það rúmar 3000 mál síldar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.