Tíminn - 10.07.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.07.1947, Blaðsíða 1
BIT8TJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON I ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARBliOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. \ \ r-lTSSTJÓRASKRIFSTOFUR: < EDDUHÚSI. Llndargðtu 9 A simar 2353 og 4373 j APGREIÐSLA, INNHEIMTA \ OG AUGLÝSINGASKRD7STOPA: EDDUHuSI, Lindargöw 9A Slmi 2323 31. árg. Reykjavík, fimmtudaginii 10. júlí 1947 123. blað ERLENT YFIRLIT. Morðtækninni fleyir fram v Næst vcrður barizt með rafmögnuðum skýjum oíjí sóttkveikjjum, sem valda sjjúk dómum eða eyðileggja jjurtagróður Stöðugt berast fregnir af nýjum uppgötvunum á sviði atomork- unnar^ er munu m. a. hafa þær afleiðingar í för með sér, að atomsprengjan verði margfallt hættulegra morðvopn en hún er nú. Jafnframt fregnast það svo öðru hvoru, að vísindamennirnir vinni að uppfinndingum nýrra morðvopna, sem munu taka atom- sprengjunni langt fram að eyðileggingarmætti og ægileik. Allar sýna þessar fréttir að síst er hugsað minna um stríðsundirbún- ing en friðarstarf í heiminum, eins og málum er enn komið. Verðhækkun á land- búnaðarvinnu í Svíþjóð í byrjun júnímánaðar var ákveðin allmikil hækkun á landbúnaðarafurðum í Sví- þjóð. Samtök bænda telja hana þó ekki nægilega til þess að tryggja hlut þeirra til jafns við aðrar stéttir. Á mjólkurafurðum er hækk- irn þessi: Neyzlumjólk hækkar um tvo aura líterinn, rjómi um 30 aura líterin og ostur um 30 aura kg. Kjöt hækkar og nokkuð en annars er ætlazt til, að allar verðlagshömlur á því falli nið- ur með haustinu og bændur á- kevði sjálfir verðið eftir það. Áætlað er, að þessar nýju verðhækkanir auki tekjur bænda á verðlagsárinu 1. júlí 1947 til 30. júní 1948 um 155 milj. kr. Samtök bænda hafa hins vegar talið nauðsynlegt að verðhækkanirnar yrðu það mikl ar, að þær ykju heildartekjur bænda á þessum tíma um 200 milj. kr. Átti 200 þús. kr. í ógildom seðlum Norska lögreglan hefir nýlega fundið 200 þús. kr. af gömlum seðlum hjá manni einum, sem er busettur skammt frá Bergen. Maður þessi græddi mikið á striðsárunum og mun ekki hafa þorað að láta verða uppvíst um gróða sinn, þegar eignakönnun- in fór fram. Seðlarnir voru faldir í kjallara. O Fyrir skömmu síðan voru birt- ar tvær greinargerðir um þessi mál á vegum amerísku hernað- aryfirvaldanna, og skal hér get- ið nokkurra efnisatriða úr þeim. Þess skal getið, að hernaðaryfir- völd hinna stórveldanna munu ekki síður vinna að þessum mál- um, þótt það sé meira gert í kyrþey. Önnur þessara greinargerða er eftir flugfræðinginn Glenn L. Martin, sem stjórnar stórri flugvélaverksmiðju, þar sem gerðar eru ýmsar tilraunir fyrir bandaríska herinn. M. a. skýrir hann frá því, að nú sé unnið að tilraunum við framleiðslu á rafmögnuðum skýjum, sem geti náð yfir margra fermílna svæði. Þessum skýjum verður hægt að dreifa yfir borgir óyinanna og drepa allt kvikt, sem þar fyrir- finnst. Þessi ský verða miklu stórfeldari morðtæki en þær atomsprengjur, sem enn hefir tekist að búa til. Hin greinargerðin fjallar um sýklastriðið og er eftir tvo fræga sýklafræðinga við Columbíahá- skólann, Theodore Rosebury og Elvin A. Kabot. Þeir telja upp ekki færri en 33 sóttkveikjur og virusa, sem hægt sé að nota til að koma af stað sjúkdómum eða valda hungursneyð meðal óvin- anna. Sóttkveikjuhernaður er að dómi þeirra á margan hátt auð- veldari en styrjöld með atom- vopnum. Atomsprengjur veröa ekki framleiddar nema í stór- um og kostnaðarfrekum verk- smiðjum, sem aðeins stórþjóð- irnajr geta risi|5 undir. Sótt- kveikjuvopnin er hægt að fram- leiða á tiltölulega litlum rann- sóknarstöðvum, án stórfelds kostnaðar. Og magnið, sem hægt er að framleiða, er í flestum til- fellum engum takmörkum háð. Það er skoðun Rosebury og Kabot að auðveldast sé að heyja sóttkveikjuhernað meö þeim ERLENDAR FRETTIR Tólf Evrópuþjóðir hafa svar- að játandi boði Breta og Frakka um þátttöku í Parísarfundinum. Undirþjóðir Rússa, Pólverjar, Júgóslavar, Búlgarir og Rúmen- ar, hafa ákveðið að svara neit- andi. Líklegt má telja, að fleiri þjóðir eigi eftir að svara játandi. í Bretlandi munu nú í undir- búningi strangari innflutnings- höft til þess að spara dollara. f Frakklandi eru horfur á, að ein miljón opinberra starfs- manná hefji verkfall um helg- ina, ef stjórnin gengur ekki meira til móts við kröfur þeirra en hún hefir þegar gert. Slitnað hefir nú til fullnustu upp úr samningum Rússa og Bandaríkjamanna um framtíð- arstjórn Koreu. Yfirhershöfðingi Breta í Pal- estínu hefir nýlega staðfest dauðadóm yfir þremur Gyðing- um, sem höfðu gert árás á fang- elsi og náð þaðan allmörgum föngum. Skyldnlenni hinna dæmdu hafa beðið Sameinuðu- þjóðirnar um ásjá. Fjárskipti í seytján hreppum næsta haust FALLINN Í ONAÐ Sá orðrómur hefir gengið undanfarið, að Sukov marskálkur, sem stjórnaði töku Berlínar, væri fallinn í ónáð hjá valdhöfunum í Moskvu, og hefði jafn- vel verið dæmdur til fangelsisvistar. Nokkuð er það, að hans sést ekki leng- ur að neinu getið í rússneskum blöðum. Ýmsir telja, að ráðstjórnin hafi borið nokkurn ugg í brjósti útaf vinsældum hans. (Framhald á 4. síðu) islendingar hlutu mikið lof á finnsku íþróttahátíðinni Finnsku íþróttahátíðinnl er nú lokið. íselnzku flokkarnir höfðu alls 14 sýningar við ágætar undirtektir. íselnzka glíman vakti eftirtekt. Blaðið „Helsinki Sanomaf'ö segir meðal ahnars á þessa leið: „Hin myndarlega og vel þjálf- aða fimleikasveit þrettán ís- lendinga sýndi á mánudaginn þjóðaríþrótt sína, glímu, sem vakti sérstaka athygli. Var sýn- ingunni tekið með látlausum fögnuði. í byrjun óttuðust menn að glímumennirnir kynnu að skaddast á hinu harða gólfi, en þeir reyndust hjólliðugir. Nú Nú höfum við fegið rétta hug- (Framhald á 4. síðu) Færri menn stunduðu sjósókn 1946 en næstu árin á undan Óglæsileg afleiðing stjórnarstefiiuniiar í seinasta hefti Ægis, sem er nýlega kominn út, birtist ræki- leg yfirlitsgrein eftir Davíð Ólafsson fiskimálastjóra um afkomu sjávarútvegsins á árinu 1946. Kemur þar fram ýms merkilegur fróðleikur, en þó er það einna athyglisverðast, að sjómönnum fer fækkandi á fiskiflotanum. í grein Davíðs er samanburð- ur á fjölda sjómanna á fiski- skipum 1945 og 1946. Lítur hann þannig út: Ár 1944 1945 1946 Janúar 2599 3308 3002 Febrúar 3742 4080 3964 Marz 4735 4661 4245 Apríl 5075 5015 4448 Maí 5222 4604 4208 Júní 3575 3123 2007 Júli 4675 4445 4623 Ágúst 4688 4217 4662 September 4189 2441 2092 Október 2176 2608 1399 Nóvember 2186 1869 1278 Desember 1723 1511 1295 Samanburður þessi sýnir, að alla mánuði .ársins 1946 hafa færri menn stundað fiskveiðar en 1945, að júlí og ágúst undan- skildum, og þó verður þessi munur enn meiri þegar gerður er samanburður við 1944. Síð- ustu mánuði ársins kann þetta eitthvað að hafa stafað af sam- drætti útgerðarinnar vegna ó- (Framhald á 4. síðu) Slæm veðrátta haml- ar síldveiðunum Lítil síldveiði var fyrir Norð- urlandi í gær. Bræla var á mið- unum og óhagstætt veiðiveður. Um hádegi í gær höfðu borizt á land til ríkisverksmiðjanna á Siglufirði um 7000 mál af síld og auk þess hafði Rauðka tekið á móti 1800 málum. Síld sem barst til Siglufjarðar hefir aðal- lega veiðst úti fyrir Haganesvík og Siglunesi. í gær var veðrátta slæm á þessum slóðum og ekki veiðiveður. Á Húnaflóa hefir all mikil síld veiðst undanfarna daga, en seinasta sólarhring hefir þar lít- il eða engin síld veiðzt vegna veðurs. Flotinn er samt nær all- ur úti á miðunum og bíður þess að veður batni, þar sem mikill síldarhugur er nú kominn í menn og útlit fyrir að síldin sé til staðar, ef veður hamla ekki vei^um. Vísitalan Kauplagsnefnd og Hagstofan hafa reiknað út vísitölu fram færslukostnaðar fyrir júlímán uð. Vísitalan reyndist óbreytt frá því i júní, eða 310 stig. Fjárfjöldi á þessu svæði er nú áætl- aður 22 þús. fjár, fullorðið og vetur- gamalt Fjárskipti hafa nú verið ákveðin á næsta svæði frá varnar- girðingunni úr Berufirði í Steingrímsfjörð að varnargirðingunni úr Hvammsfirði í Hrútafjörð, ásamt þrem hreppum í Vestur- Húnavatnssýslu. Nær þetta svæði yfir seytján hreppa og er fjár- f.iöldi þar áætlaður um 22 þúsund, fullorðið og veturgamalt. Krónupeningarnir verða innkallaðir Mý bráðabyrgða- lög Einnar og tveggja krónupen- ingar verða einnig innkallaSir, vegna eignakönnunarinnar, sam kvæmt bráðabirgðalögum, er staSfest voru í fyrradag. Ennfremur hefir fjármálaráð- herra verið heimilað, sömuleiðis með bráðabirgðalögum að gefa út einnar krónu pappírsseðla, allt að 1 milj. króna, unz málm- mynt fæst, en hún er væntan- leg á hausti komanda frá mynt- sláttu í Bretlandi. Hvorttveggja bráðabirgðalög- eru gefin út vegna þess, að mik- il brögð eru að því að krónu og tvegggja krónupeningar hafi horfið úr umferð og hafi menn safnað þeim til þess að koma þeim undan eignakönnuninni. Bæjarstjórastaða Þrír umsækjendur eru um bæjarstjórastöðuna á Sauðár- króki. Eru það þeir Pétur Pét- ursson, verzlunarmaður, Reykja- vík, Árni Þorbjörnsson, lögfræð- ingur, Sauðárkróki, og Björgvin Bjarnason, lögfræðingur, Siglu- firði. Hér er um að ræða eftirtalda hreppa: í Barðastrandaáýslu, hluta úr Reykhólahreppi og Geirdalshrepp. í Dalasýslu, Saurbæjar,- Skarðs,- Klofnings,- Fellsstrand ar,- Hvamms,- og Laxárhrepps. í Strandarsýslu, Hólmavíkur,- Kirkjubóls,- Fells,- Óspakseyr- ar- og Bæjarhrepps. í Vestur-Húnavatnssýslu: Staður,- Ytri-Torfustaða,- og Fremri-Torfustaðahrepp. Fjárfjöldi á þessu fjárskipta- svæði er áætlaður um 22 þús. fjár, fullorðið og veturgamalt. Verður allt þetta fé skorið niður i haust. Flutt verða inn á svæðið ölL gimbralömb, sem verða til förg- unar á Vestfjörðum á næsta hausti og nokkuð af hrútlömb- um. Auk þess eitthvað af ung- um ám ef fáanlegar verða. Gert er ráð fyrir, að slátrun hefjist ekki siðar en um mán- aðarmótin ágúst-september, og verði lokið fyrir 20. september. Flutningi líffjárins þarf að vera lokið um mánaðarmótin septem- ber—október. Þess má geta, að vöntun á gaddavír og tregða á innfluttn- ingi hans, getur valdið því, að ekki verði hægt að einangra fjárskiptasvæðin nægilega vel og af þeim sökum verði að hætta við, eða fresta fjárskipt- um á hluta af því svæði, sem að ofan getur. Aflafréttir af Vestfjöröum og Austfjörðum Ur Vestfirðingafjórðungi og Austfirðingafjórðungi hafa Fiskifélaginu borizt eftirfarandi fréttir um sjósókn og aflabrógð i júnímánuði: Sjór var stundaður meö minna móti í fjórðungnum í júnímán- uði og hættu flestir bátar línu- veiðum þegar fyrrihluta mánað- arins, enda voru gæftir stopular og afli víðast tregur. Nokkuð var þó um að smábátar stunduðu línu- og handfæraveiðar á grunnmiðum og öfluðu oft sæmi lega. Dragnótaveiöar voru stundaðar af nokkrum og var afli oftast sæmilegur og sum staðar góður. Einn bátur frá ísafirði fór til hákarlaveiða um tveggja vikna skeið og aflaði vel. Fékk hann alls 65 hákarla. Fjöldi báta úr fjórðungnum fer til síldveiða og mun þorskútgerð verða mjög lítil þar í sumar. Frá Austfjörðum var útgerð lítil í júnímánuði, enda búa hinir stærri bátar sig þá al- mennt til síldveiða, en fleiri bát- ar verða nú gerðir út til þeirra veiða frá Austfjörðum en nokkru sinni áður. Helzt voru það smærri bátar á hinum norðlæg- ari fjörðum, svo og frá Stöðvar- firði, sem stunduðu línu- og handfæraveiðar og hefir afli oftast verið sæmilegur og stund- um góður. Guðmundur Sveinsson látinn Guðmundur Sveinsson, kaup- fé.'agsstjóri i Hafnarfirði, varð bráðkvaddur að heimili sínu að kvöldi hins 7. þ. m. Banamein hans var hjartabilun. — Hafði hann verið í verzluninni um daginn og einskis meins kennt sér. Guðmundur var 42 ára að aldri er hann lézt. Hann var áður skrifstofustjóri hjá Kaup- félagi ísfirðinga. Landbúnaðarsýningin Landbúnaðarsýningin er nú opin daglega kl. 2—11 síðdegis. Mikil aðsókn er ennþá að sýn- ingunni og höfðu í gærkvöldi skoðað hana rúmlega 43 þúsund manns. Óvíst er !að sýningin verði opin lengur en til næsta sunnudagskvölds.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.