Tíminn - 11.07.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.07.1947, Blaðsíða 1
\ RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARIN SSON ÚTGEFANDI: \ FRAMSÓKNARFLOKKURINN > Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.I. . .ITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A ^rnur 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A siml 2323 31. árg. Reykjavik, föstudaginn 11. júlí 1947 124. blað Verðlagsnefnd landbúnaðarins tekin til starfa Nýja afurðaverðið verftur ákveðið fyrir 1. ágúst næstk. Verðlagsnefnd landbúnaðarins, sem er skipuð samkvæmt hin- um nýju lögum um framleiðsluráð o. fl., er nú tekin til starfa og er ætlazt til, að hún hafi lokið þeim nokkru fyrir mánaða- mót. Ef ekki næst samkomulag í nefndinni, gengur verðákvörð- unin til úrskurðar gerðardóms, sem verður að hafa fellt dóm >inn fyrir 1. ágúst næstk. Rússar fara sínu fram á Svalbarða Ameríska blaðið New Jork Post, sem er frjálslynt, skýrir nýlega frá því, að Rússar fari sínu fram á Svalbarða, þótt norska þingið hafi neitað þeim um herstöðvar þar. Samkvæmt sérstökum samn- ingi hafa Rússar rétt til kola- vinnslu á nokkrum hluta Sval- barða, en eigi að síður eiga að gilda þar norsk lög og löggæzlan á að vera í höndum Norðmanna. Þetta síðarnefnda ákvæði samn ingsins hafa Rússar ekki að neinu, heldur hafa þarna sína eigin lögreglu og leyfa yfirleitt ekki Norðmönnum að fara inn á kolavinnslusvæði sitt. M. a. hafa þeir skotið á norsk seilveiði skip, sem þeim hefir fundist koma of nálægt ströndinni. Svipaðar fréttir hafa einnig borizt í Sænskum blöðum. Það er jafnframt upplýst, að Rússar hafa mikinn mannafla á Sval- barða og þykir ólíklegt að hann fáist allur við kolavinnslu. ERLENDAR FRETTIR Gríska stjórnin lét hefja fang- elsun kommúnista í Aþenu og grennd hennar í fyrradag. Skipta þeir, sem fangelsaðir hafa verið, nokkrum þúsundum. Gríska stjórnin segir, að kom- múnistar hafi haft uppreistar- tilraun í undirbúningi til hjálpar skæruliðunum í Norð- ur-Grikklandi. Trúlofun Elísabetar Englands- prinsessu og Philips Grikkja- prins var opinberlega tilkynnt í fyrradag. Verðlagsnefndin er þannig skipuð: Frá Stéttarsambandi bænda: Sverrir Gíslason, Hvammi, Steingrímur Steinþórsson, bún- aðarmálastjóri og Sigurjón Sigurðsson, Raftholti Frá Sjómannafélagi Reykja- víkur: Sæmundur Ólafsson, f ramkvæmdastj óri. Frá Alþýðusambandi íslands: Ingóifur Gunnlaugsson, verk- stjóri. Frá Landssambandi iðnaðar- manna: Einar Gíslason málara- meistari. Verðlagsnefndin er þannig skipuð sex mönnum. Henni til aðstoðar eru svo hagstofustjóri og forstöðumaður búreikninga- skrifstofunnar. Verkefni nefndarinnar er að ákveða verðlagið á landbúnaðar- afurðum á þeim grundvelli, að bændum séu tryggðar svipaðar tekjur og öörum hliðstæðum stéttum. Gerðardómurinn á einnig að byggja úrskurð sinn á sama grundvelli, ef verðá- kvörðunin gengur til hans. Ef ekki næst fullaðarsamn- komu’ag í verðlagsnefndini, á- kveður gerðardómurinn verðið eins og áður segir. í honum eiga sæti hagstofustjóri og einn full trúi frá bændum og einn full- trúi frá samtökum neytenda. Verði horfið frá því. sviði, að greiða niður verð á landbúnað- arafurðunum, fellur gerðar- dómurinn niður af sjálfum sér og bændur ákveða þá einir verð- ið, ef ekki næst samkomulag í verðlagsnefndinni. Gerðardómur inn er þvi ekki nema bráða- birgðaráðstöfun. Framsóknar- menn töldu hana óþarfa, en hinir stjórnarflokkarnir tíldu hættu á, að bændur kynnu að freistast til að ákveða verðið hærra en elia, þegar nokkur hluti þess væri greiddur af rík- issjóði og þeir væru því ekki eins háðir \fn skilyrði að ákveða verðið með tilliti til þess, að var- an seldist. Stafar þessi skilning- ur af vanþekkingu á skapferli bænda, því að þeir eru manna ólíklegastir til að misnota sér slíka afstöðu. IVýja framhaldssagan: Gesíí’r í MiklagarbL í dag hefst i Tímanum ný framhaldssaga, „Gestir í Mikla- garði“, eftir kunnan þýzkan rit- höfund, Eric Kástner að naíci. Þetta er gamansaga, sem gerist að mestu leyti á vetrarhóteli í Alpafjöllunum. Er atburðarás sögunar harla spaugileg og kemur oft á óvart. Má víst óhætt fullyrða, að væntanlegir les- endur eigi oft eftir að brosa að þessari sögu, ef þeir þá geta stillt sig um að hlæja upphátt. Höfundur sögunnar er maður kominn fast að fimmtugu, fæddur árið 1899. Hann er kunn- ur og vel metinn rithöfundur og ljóðskáld. Almenningshylli sína á hann fyrst og fremst að þakka gaman§ögum sínum, en af þeim mun saga sú, sem nú er að hefjast hér í blaðinu, vera einna kunnust og vinsælust. j Sagan, sem Tíminn hefir birt að undanförnu, Ráðskonan á ' Gn*nd, hefir átt miklum og al- j mennum vinsældum að fagna J og má gleðja aðdáendur hennar , með því, að hún kemur út í bók- arformi innan skamms. Og þeim hinum sömu skal sagt það, að enginn verður fyrir vonbrigðum af Gestum í Miklagarði. Sjö króna skattur á hvert síldarmál vegna ó- stjórnar við byggingu nýju síldarverksmið janna DÖNSKU KOiVl IVÖSIIJÖIVUV Mynd þessi var tekin aí nýju dönsku konungshjónunum á fánahátíð, sem Danmarkssamfundet hélt nýlega. Verðlaun fyrir sauðfé á land- búnaðarsýningunni Sýndir voru átta ættstofnar, alls 46 kindur. Dr. Halldór Pálsson ráðunautur hefir látið tíðindamanni blaðs- ins í té upplýsingar og greinargerð fyrir verðlaunaveitingum og sýningu á sauðfé á Landbúnaðarsýningunni. Verður að taka það ril athugunar þegar rætt er um sauðféð sérstaklega, að þessi tími árs er óheppilegasti tími, sem hægt er að fá til sýninga á því. Sýndar voru alls 46 kindur, 23 af Kleifakyni og 23 af hyrndum kynjum, og fjórir ættstofnar af hvoru kyni. Auk þess voru sýnd sýnishorn af kynblendingum af íslenzkum og þremur skozkum kynjum. Síldarverksmiðjur ríkisins greiða kr. 40,30 fyrir síidarmálið Það hefir nú verið ákveðið, að síldarverksmiðjur ríkisins greiði kr. 40.30 fyrir síldarmálið að þessu sinni. Er það kr. 9.00 hærra en í fyrra, en útflutningsverðið hefir hækkað um kr. 22.00—23.00. Aðeins fjórar krónur af hverju síldarmáli munu renna í trygg- ingarsjóð þann, sem er stofnaður samkv. fiskábyrgðarlögunum. Rúmlega sjö krónur af máli fara til að borga niður hækkunina á stofnkostnaði nýju síldarverksmiðjanna. „Nýsköpun“ Áka verður þannig dýr útvegsmönnum og sjómönnum. Heiðursdoktor Sigurður Nordal prófesor hef- ir nýlega verið gerður heið'urs- doktor við háskólann í Aber- deen, en áður hafði Leeds-há- skólinn veitt honum sömu við- urkenningu. Veðrátta hamlar enn síldveiðum Lítil síldveiði var á miðunum fyrir noðurlandi í gær. Bræla var og veiðiveður því ekki gott. Hefir sama veðráttan haldist undanfarna daga, eða síðan um helgi og veiði því verið treg. — Hins vegar búast sjómenn við því, að mikil veiði hrota> komi þegar breytir til um veðráttu, og veiði veður batnar. Flestir bátar sem ætla að stunda síldveiðar fyrir norður- landi 1 sumar munu nú vera komnir norður, en þó eru nokkr- ir, sem ekki eru alveg tilbúnir til veiða, og aðrir eru á leiðinni norður. Undanfarna daga hefir flot- inn haldið sig að mestu leyti við Skagafirði og Húnaflóa. Síðasta sólarhringinn bárust til Síldarverksmiðju rikisins á Siglufirði 10 þúsund mál síldar. Megin þorri þeirrar. síldar, sem síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði hafa hingað til tekið á móti hefir verið látið í nýju verksmiðjuna S.R. 46. Átti hún að hefja bræðslu í gær, en vegna galla sem þá komu í ljós á verk- smiðjunni reyndist það ekki hægt. Verksmiðjurnar SRP og SR 30 munu hefja bræðslu í dag. SRN mun ekki fara af stað fyrr en um helgina, þar sem verið er nú að ljúka við að setja olíukynnta þurrkara í verksmiðjuna. Verk- smiðjan á Raufarhöfn er nú til- búin að taka á móti síld, og verk smiðjan á Skagaströnd mun (Fravihald á 4. síðu) Bezta féö ekki á sýningunni. Eins og áður er sagt, er þessi tími árs mjög óheppilegur til sýninga á sauðféð. Nú er það’ hoidminnst, tvilembar ær mjólka svo mikiö á vorin, að þær safna ekki holdum. Auk þess leggur féð af við langa flutn- inga og hnjask við gæzlu, sem það þolir sízt á þessum tíma ár. Ekki er hægt að líta svo á, að sauðfé sem sýnt var á land- búnaðarsýningunni sé það bezta, sem til er á landinu. Vegna sauðfjárveikivarnanna var að- eins hægt að sýna fé af mjög takmörkuðum svæðum á land- inu. Og svo óheppilega vildi til, að einmitt þessi svæði hafa orðið fyrir áfelli vegna ösku- fallsins í vor og lítur féð því ver út, heldur en ef allar aðstæður hefðu verið eðlilegar. Hér fer á eftir yfirlit um út- hlutun verðlauna. a. Ver&laun á Kleifafé. Einn ættsofn Klefafjárins hjaut fyrstu verðlaun. Sýn- andi þess hóps var Rögnvaldur Guðmundsson, í Ólafsdal í Da'asýslu. Einstaklingar í þess- um hóp hlutu þessi verðlaun: Ættfaðirinn Smári þriggja vetur hlaut 1 heiðursverðlaun, sem bezti hrútur af Kleifakyni á sýningunni. Sonur Smára, Gaukur, tveggja vetra hlaut 1 verðlaun. Afasystir Smára, Síð- k’æddí, þriggja vetra hlaut 1 heiðursverðlaUn, sem bezta ær af Kleifakyni á sýningunni. — Tvær dætur Smára, tveggja vetra, hlutu önnur verðlaun og ein þriðju íerðlaun. Ein dóttir Smára, Sunna, dóttir Gauks, gemlingur með lamtai, hlaut önnur verðlaun. Tveir ættl- stofnar aí Kleifakyni hlutu önnur verðlaun. (Framhald á 4. síðu) * Oglæsilegar tölur í seinustu Hagtíðindum birtust nokkrar niffurstöðu- tölur úr reikningum bank- anna í maílok. Sýna þær, að stöffugt sígur meira á ógæfu- hliff, innlög minnka, útlát aukast og gjaldeyririnn eyð- ist óðfluga. Innlög i bönkunum minnkuðu um 1.6 millj. kr. í maí og námu í mánaðarlokin 527 millj. kr„ og er það 66 millj. kr. minna en á sama tíma í fyrra. Útlán bankanna jukust um 12.6 millj. kr. í maí og námu alls i mánaðarlokin 558 millj. kr. Er það 160 millj. kr. meira en á sama tíma í fyrra. Útlánin eru nú orðin rúmum 30 millj. kr. meiri en innlögin. Gjaldeyrisinneign bankanna var talin í maílok 92.8 mlllj. kr„ en var 386 millj. kr. á sama tima i fyrra. En veitt gjaldeyris- leyfi nema þegar margfaldri þeirri upphæð, sem bankarnir eru taldir eiga erlendis. Fjölgað skrifstofu stjórunum Nýlega hefir verið bætt við tveimur nýjum skrifstofustjóra- embættum í stjórnarráðinu, og eru þá skrifstofustjóraembættin þar orðin sjö. Hinir nýju skrifstofustjórar eru í ráðuneyti forsætisráð- herra, en þar var enginn skrif- stofustjóri áður, og í samgöngu- málaráðuneytinu, sem áður heyrði undir atvinnumálaráðu- neytið. Skrifstofustjóri í forsætis- ráðuneytinu verður Birgir Thor- lacius, en í samgöngumálaráðu- neytinu Páll Pálmason. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að verða eftirbátur í því að fjölga nýjum mbættum. Vegna hækkandi útflutnings- verðs er búizt við, að um kr. 73.88 fáist fyrir afurðir úr hverju síldarmáli. Til samanburðar má geta þess, að í fyrra fengust 51 —52 kr. fyrir málið. Samkvæmt því fást því nú kr. 22—23 meira fyrir málið en í fyrra. Þessi hækkun á útflutnings- verðinu er notuð til þess að mæta hækkuðum útgjöldum á eftirtöldum liðum: Greiddar verða kr. 9.30 af hverju máli vegna hækkunar á bræðslusíld, þá kr. 7,22 vegna hækkunar á stofnkostnaði hinna nýju síldar- verksmiðja ríkisins á Siglufirði og Skagaströnd, vegna hækkun- ar á vinnulaunum, launum fastra starfsmanna og viðhalds- kostnaði kr. 1,42, ennfremur vegna verðhækkunar á kolum, salti og pokum . s. frv. kr. 0,73. Þessir liðir eru samtals kr. 18.67. Auk þessa verða lagðar kr. 4.00 í tryggingarsjóðinn, sem ákveð- inn var með ábyrgöarlögunum. Samtals kr. 22.67. Er þá allt upp étið’,, sem nú fæst fyrir fullunnið mál umfram það, sem fékkst í fyrra. Eins og nú horfir um sölu þorskafurðanna eru litlar líkur til þess, að tryggingasjóðurinn, sem áður er nefndur, nægi til þess að borga halla af ábyrgð- arverðin.u, Engin von er því til þess, að nokkur hluti hans verði aftur endurgreiddur útvegs- mönnum og sjómönnum, eins og gert var ráð fyrir, ef ekki þyrfti að nota allan sjóðinn til að greiða halla á fiskverðinu. Sendiherra gengur á konungsfund Gísli Sveinsson sendiherra af- henti Hákoni konungi embættis- skilríki sín í fyrradag í kon- ungshöllinni í Oslo. Flutti sendi- (Framhald á 4. síðu) Verður haldin hér stór iðnaðar- sýning eftir tvö ár? Frá níunda iðnþing'i Íslendinga. Þing Landssambands iðnaffarmanna var aff þessu sinni haldið í Vestmannaeyjum dagana 23.—26. f. m. Á þinginu voru sam- þykktar ýmsar athyglisverffar tillögur, m. a. um iðnsýningu 1949 og stofnun sérstaks iðnbanka. Svohljóðandi ályktun var samþykkt um iðnsýningarmálið: „Níunda Iðnþing íslendinga telur æskilegt, að á árinu 1949 verði komið á fót allsherjariðn- sýningu á framleiðslu iðnaðar og iðju i landinu, og felur sam- bandsstjórninni að leita sam- vinnu við ríkisstjórnina og al- þingi, og samtök iðjuframleið- enda og heimilisiðnaðar.“ ' Um iðnbankamálið var gerð eftirfarandi ályktun: 1 „Níunda Iðnþing íslendinga skorar eindregið á alþingi, að stofnaður.verði sjálfstæður iðn- banki með minnst 5 milljóna kr. (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.