Tíminn - 11.07.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.07.1947, Blaðsíða 4
f-RAMSÓKNARMENN! Munib að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í Edduhúsinu v/ð Lindargötu. Sími 6066 11. JÚLÍ 1947 124. blað Landbúnaðarsýningin er opin klukkan 2—11 síðdegis Ferðir frá Lækjartorgi á 15 mínútna fresti Forsætisráðherra Norðmanna verður að hætta við för sína á Snorrahátíðina Einar Gerhardsen, forsætis- ráðherra Norðmanna, hefir orð- ið að hætta við för sýna hingað á Snorrahátíðina í Reykholti sökum annríkis, en þangað hafði hann ákveðið að koma ásamt jjmsum norskum stórmennum öðrum. Er ekki ólíklegt að ráðherran þurfi að vera heima við, þar sem norska sjórnin hefir nú í undirbúningi mikið lagafrum- varp um ráðstafanir gegn dýr- tíðinni. Iðnaðarsýning (Framhald. af 1. siðu) framlagi nú þegar. Þegar bank- inn byrjar að starfa, taki hann við stjórn iðnlánasjóðs, en þangað til verði sjóðurinn i vörzlu Útvegsbankans, eins og hann hefir verið frá byrjun.“ Kosnir voru í nefnd til að vinna að þessu máli: Þorsteinn Sigurðsson, húsgagnasmíða- meistari, Reykjavík, Guðmundur Halldórsson, húsasmíðameistari, Reykjavík og Ásgeir G. Stefáns- son, forstjóri, Hafnarfirði. Svohljóðandi tillaga var sam- þykkt varðandi smíði á innbún- aði í þjóðleikhúsið: „Níunda Iðnþing íslendinga samþykkir gerðir sambands- stjórnarinnar viðvíkjandi smíði húsbúnaöar í þjóðleikhúsið, og felur henni að fylgja því máli fast eftir á sama grundvelli og hún hefir tekið það upp. Jafn- framt vill þingið víta afstöðp þjóðleikhússnefndar í þessu máli, sem algerlega óviðeigandi og beina árás á íslenzka iðnað- armenn." Þá voru samþykktar ýmsar tillögur varðandi stéttarmál og almenning í landinu, svo sem tillaga um að semja og gefa út leiðbeiningar um varnir gegn eldhættu og slysahættu; áskor- un til iðnaðarmanna um að reyna að finna leiðir til að skipuleggja iðnaðarvinnu, svo að afköstin aukist; tillaga um stofnun sambands listiðnaðar- manna og stuðning við það og tillaga um samningu iðnfræði- legrar orðabókar. Þá voru og samþykktar á- lyktanir, sem átöldu veitingu innflutnings- og gjaldeyrisleyfa fyrir fullunnum iðnaðarvörum á sama tíma og neitað væri um, eða takmörkuð, leyfi fyrir hrá- efni í sömu iðnaðarvörur; einn- ig ályktun þess efnis aðmótmæla rétfándaívilnunum og undan- þágum við svonefnda gervimenn umfram venjulega iðnnema. í stjórn landssambandsins voru þessir menn kosnir: Helgi H. Eiríksson, Einar Gíslason, Guðjón Magnússon, Guðm. H. Guðmundsson og Tómas Vigfús- son. Verðlaun fyrir saufti'é : (Framhald af 1. siðu) I Annan ættstofn af Kleifakyni sýndi Guðmundur Guðmunds- ' son, bóndi í Núpstúni' í Hruna- mannahreppi. Einstaklings- , verðlaun féllu þannig, að hrút- i urinn Goði, tveggja vetra hlaut i 1 verðlaun, þrjár dætur hans ' eins vetra með lömbum, hlutu | önnur verðlaun og ein dóttir hans eins vetra með lambi, nlaut engin verðlaun. Ættstofninn af Kleifakyni er hlaut önnur verðlaun, var sýnd- ur af Magnúsi Sigurössyni í Bryðjuholti og Gesti og Böðvari Guðmundssonum Syðra-Seli í Hrunamannahreppi. Einstakl- ingar af þessum ættstofni stofni hlutu þannig verðlaun. Hrútur- inn Sómi tveggja vetra hlaut önnur verðlaun. Með honum voru sýndar 4 dætur hans 1 vetra. Ein þeirra Bletta hlaut 1 verðlaun, tvær önnur verð- 'aun og ein þriðju verðlaun. b. Verðlaun á hyrnt fé. Þrír ættstofnar af hyrntu kyni hlutu önnur verðlaun. Sýnendur eins þessa hóps voru Magnús Sigurðsson, Bryðju- holti, Pétur og Böðvar Guð- mundssynir á SJðra-Seli í Hrunamannahreppi. í hópi þessum voru 5 afkvæmi Prúðs í Bryðjuholti. Hrúturinn Prúð- ur tveggja vetra frá Þrándar- holti hlaut önnur verðlaun. — Tvær ærnar, Hetja á Seli 5 vetra og Kríma í Bryðjuholti, hlutu 1 verðlaun og 2 ær frá sömu bæjum hlutu önnur verð- laun. Annar hópurinn, sem hlaut önnur verðlaun, var sýndur af bræðrunum Jóhanni og Ás- munda Kristjánssonum, Rvík. — Það voru 6 systkyni, afkvæmi Jóhanns-Guls, Hrútur tveggja vetra. Kolur, hlaut önnur verð- laun. Systir hans, þriggja vetra, Freyja, hlaut fyrstu heiðurs- verðlaun, sem bezta sauðkind á sýningunni, ömmusystir henn- ar, Gulhnakka, hlaut fyrstu verðlaui>, þriðja systirin hlaut þriðju verðlauh, tvær dætur hennar, eins vetra, hlutu önn- ur verðlaun. Þriðji hópurinn, sem hlaut verðlaun, var sýndur af Sigurði Ágústssyni í Birtingarholti. Það var 3 vetra hrútur. Hökull, er hlaut önnur verðlaun, og 6 dæt- ur hans, 3 tveggja vetra og 3 eins vetra. Ein ærin hlaut 1 verðlaun, önnur önnur verðlaun og sú þriðja þriðju verðlaun. Einn gemlingur hlaut fyrstu verðlaun og tveir hlutu önnur verðlaun. Einn hópur af hyrntu kyni hlaut þriðju verðlaun. Hann var sýndur af Helga Haralds- syni bóndá á Hrafnkellsstöðum í Hrunamannahreppi. Það voru 5 afkvæmi Mosa frá Mosfelli í Grímsnesi. Hrútur, 4 vetra, er hlaut önnur verðlaun. Tvær systur hans, ær og gemlingur með lambi, hlutu önnur verð- laun, og tvær ær hlutu þriðju verðlaun. Sendiherra gengur á konungsfund (Framhald af 1. síðu) herra ávarp, en konungur svar- aði og bauð sendiherra hjartan- lega velkominn. Lýsti hann gleði sinni yfir frelsi frændþjóðanna og ósk um farsæla samvinnu. Að lokum árnaði hann íslenzku þjóðinni allra heilla. Síðan heimsótti sendiherra Olav ríkis- arfa, og ræddu þeir saman um stund um íslandsförina. Sendiherra kynnti Henrik Björnsson sendiráðsritara fyrir konuagi og ríkisarfa. Vorvísur Skuggum fækkar, skýrast ljós, skeflin smækka um tún og engi,. Vindar lækka, vaknar rós; vorsins hækkar dýrðargengi. — Brekkan skrýðist björt og hlý, brosir víðis fagurt auga. Fossar stríðum straumi í stall og hlíðar úða lauga. Drottins glóa djásn um geim, dýrum skógar sveipast skrúða. Sína móa sækir heim sumarlóan kvæðaprúða. Léttist kvíði, lifnar önd, ljómar víður sjónai’hringur. Innst i hlíð og yzt við strönd ómi blíðum lífið syngur. Knútur Þorsteinsson frá Úlfsstöðum. Síldvciðarnar (Framhald af 1. síðu) að öllum líkindum taka á móti síld eftir helgina. Stórt kolaskip er nú.á Siglu- firði með kol til Ríkisverksmiðj - anna og er nýlega byrjað á los- un þess, þó það sé fyrir löngu komið til Siglufjarðar, en komm únistar leyfðu ekki uppskipun kolanna meðan á verkfalli Þróttar stóð. — Verða Ríkis- verksmiðjurnar að borga fleiri tugi þús. króna fyrir tafir þær er skipið hefir orðið fyrir. Aðkomufólk er nú farið að streyma til Siglufjarðar í stórum stfl Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnframt að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur,sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — (jamla Síc linnumit • jluidar t/orrar viÉ iandiÍ. ^JdeitiÍ á cJiandcjrœÍs iasjói ddhripstopa -Jdiapparstiy 29. Dýrasýmngin i ÖRFIRISEY er opin alla daga frá kl. 8 árdegis. Mörg dýr nýkomiii. H.s. Dronning Alexandrine fer til Færeyja og Kaupmanna- ! hafnar um 20. júlí n. k. Þeir, sem fengið hafa loforö fyrir fari, sæki farseðla föstu- daginn 11. júlí, fyrir kl. 5 síð-1 degis, annars seldir öðrum. íslenzkir ríkisborgarar sýni > vegabréf stimplað af lögrglu- stjórea. Erlendir ríkisborgarar sýni skírtini frá borgarstjóraskrif- stofunni. | SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN Erlendur Pétursson. Mannaveiðar (A Game Of Death) Framúrskarandi spennandi am- erísk kvikmynd, gerð samkvæmt skáldsögunni „The Most Dang- erous Game'* eftir Riehard Connell John Loder Audrey Long Edgar Barrier Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. t Íýja Síc f SlíiW««öfu ) I skugga morðmgjans („The Dark Corner") Afburðavel leikin stórmynd. LUCILLE BALL. CLIFTON WEBB. MARK STEVENS. Sýnd kl. 9. — Bönnuð börnum yngri en 16 ára. IV jctnrmcy jar. Fyndin og fjörug gamanmynd. VIVAN ANSTIN. EDWARD NORRIS, DELTA RHYTHM BOYS. Sýnd kl. 5 og 7. SKl PAUTCí€KI> RIKISINS AÐVÖRUN Allar vörur til Djúpavogs og Hornafjarðar, sem afhentar voru til flutnings með Esju í síð- ustu ferð, voru sendar héðan í gærkvöldi með m/s. Skaftfelling. Vörusendendur eru beðnir að athuga þetta vegna vátrygging- ar varanna. Sjómannadagsráöið Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. ~Tjatna?bíc Reimleikar (Det spökar! Det spökar!) Sprenghlægileg sænsk gaman- mynd. _____ Nils Poppe, John Botvid. Fréttamynd: Úrslitin í ensku knattspyrnu- keppninni og sprengingin á Helgolandi. Sýning kl. 5—7—9. LANDSMÚT STÚDENTA Stúdentar, eldri sem yngri, sem óska að vera með í stúd- entaförinni til Snorrahátíðar-' innar í Reykholti, eru beðnir um að tilkynna skrifstofu lands- mótsins, Nýja Stúdentagarðin- um, þátttöku sína hið fyrsta. Skrifstofutími kl, 5—7 ^d. Sími 5959. Framkvæmdanefndin. Menningar- og rainn- ingarsjóður kvenna Látið minningagjafabók sjóðs- ins geyma um aldur og ævi nöfn mætra kvenna og frásögn um störf þeirra til alþjóðarheilla. Kaupið minningarspjöld sjóðs- ins. Fást í Reykjavík hjá Braga Brynjólfssyni, ísafoldarbóka- búðum, Hljóðfærahúsi Reykja- víkur, bókabúð Laugarness. — Á Akureyri: Bókabúð Rikku, Hönnu Möller og Gunnhildi Ry- el. — Á Blönduósi: hjá Þuríði Sæmundsen. RENAULT- bifreiðarnar — ^ Vinnið ötullega fyrir Tímann. Föstuclnginii 11. júlí verða afhentar hifreiðar þær, sem bera afgreiðslu- inimer 41—55. — Afhending fer fram kl. 1—4 e. h., |iar sem bifreiðarnar stamla við Hagaveg. Kaupendur þurfa að hafa með sér skrásetningarnúmer bifreiðarinnar. Viðskiptamálaráðuneytið Barnadagur Landbúnaðar- sýningarinnar er í dag Klukkan 5: Hestur sýnir listir sínar. Hann hneigir sig, heilsar með fætinum, stígur upp á herðar húsbónda slns, o. fl. Gyltan með grísina, minkarnir og hrúturinn, verða á sínum stað, Síðari hluta dags má gera ráð fyrir, að óvæntur atburð- ur gerist í anddyri aðalskálans. Reykvíkingar! Lofið börnunum að koma! Aðgangur fyrir þau er 5 krónur. Börn, sem kaupa sig inn á sýningarsvæðið, eiga kost á eftirfarandi skemmtiatriðum, auk þess að skoða sýning- una: Klukkan 2—7: Ókeypis aðgangur að barnamyndum i bió- skálanum. Klukkan 4—5: Karl og kerling verða- við vinnu sína i gömlu baðstofunni. Landbúnaðarsýningin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.