Tíminn - 12.07.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.07.1947, Blaðsíða 3
125. blað Tl>ll\\. laugardagimi 12. júlí 1947 3 Nýlega áttu dönsku járnbrautirnar 100 ára starfsafmæli. Myndin sýnir, hvernig járnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn leit út fyrir 100 árum. — Þetta er ein af myndunum, sem gefur nokkra hugmynd um hungursneyð- ina í Þýzkalandi. Hafnarverkamaður hefir haft skál með sér og tínir i hana baunir, sem hafa dottið úr sekkjunum við uppskipunina. Smáþjóðirnar, sem Þjóðverjar hernámu á stríðsárunum, hafa fengið þeim óskum uppfyllt að taka þátt í hernámi Þýzkalands. — Norðmenn fengu til umsjónar hérað í Harzen og hafa þar hergæzluna með höndum. — Á myndinni sést norska liðið þar við stórskotaliðsæfingar. að vera ósáttur við samvizku sína, vin sinn, maka, barn eða foreldfL Þeir, sem reynt hafa, koma sér saman um það að vart sé annað verra. Viltu ekki hugsa út í, hvað það muni vera að lífa í ósátt við Guð, — ef til er Guð á annað borð? Þetta er meinið mikla: Vér menn erum ósáttir við máttinn góða, sem hefir skapað oss. Hans vilji er ekki vor. Því er hans ríki ekki hér. En Nýja testamentið segir; Guð var í Kristi og sætti heim- inn við sig. Hann sætti sig ekki við hann, sætti sig ekki við það, sem fram fór á Golgata, sættir .sjg ekki við líferni mitt eða þitt — það væri sama og að hann gæfist upp. En hann skapaði skilyrði til sátta, þ. e. að þrátt fyrir allt og allt geti þeir verið saman, sem saman eiga: Guð og maður, eilíflega saman. Mér vinnst ekki tími til að ræða þetta meginatriði krist- imiar trúarvitundar nánar að þessu sinni. En máske vildi ein- hver yðar spyrja: Er ekki heim- urinn nákvæmlega sá sami eftir það, sem gerðist á Golgata og fiinn fyrsta páskadag, og hann áður var? Geturðu bent á nokk- urn skapaðan hlut til sönnunar því, sem þú segir um hin miklu úrslit i baráttunni milli hins góða og illa valds? Ég hefi stundum gripið til líkingar, sem bendir til þess, hverju kristin trú mundi svara: Þú hefir ein- hverntíma verið veikur. Niður- rifsöflin sækja á í líkama þin- um, sóttin herðir sóknina, það er tvísýna á lífi þínu. Svo kem- ur það, sem læknarnir kalla krisís, úrslitaátökin milli lífs og dauða. Lífaflið og helmátturinn takast á til hins ýtrasta .— og lifið sigrar. Þú ert veikur á- fram. En batinn er kominn. Ef til vill er það læknirinn einn, ser<i sér það, þú ert sjúklingur áfram, en þú ert úr hættu. Og nú vildi ég segja, að eitthvað svipað hafi gerzt í lífi og sigri Jesú Krists. Þar börðust þau um völdin — þetta dularfulla niður- rifsafl tilverunnar, sýkingin, eitrunin, syndin, og hins vegar græðslumátturinn, lækningin, kærleikurinn, Guð. Það var krisis sóttarinnar, úrslitaátökin. Heimurinn er ekki heill. En bat- (Framhald á 4. siOu) Erich Kástner: Gestir í Miklagarði yfir hálfsíðu frásögn af úrslitum þesssarar merkilegu samkeppni. — Það veit enginn, hvar þessi Schulze á heima. Hann virðist helzt hvergi eiga heima. — Getur fólk hvergi átt heima? spurði frú Kunkel. Hvernig má það vera? — Ómögulegt, sagði þjóninn. En hvers vegna tókuð þér ekki þátt í samkeppninni? Þér hefðuð áreiðanlega unnið fyrstu verðlaun. . —- Haldið þér það? — Þá hefðuð þér verið send suður í Alpafjöll, og þá hefðuð þér alltaf verið að heiman í hálfan mánuð. Ef 'til vill hefðuð þér lapparbrotið yður, og þá hefðuð þér verið enn lengur í burtu. Hann lygndi augunum og naut, þessarar ímyndunar. Þér eruð viðbjóðslegt kvikindi, sagði hún. Þér vilduð áreiðanlega helzt, að ég hálsbrotnaði. En yður verður ekki kápan úr því klæðinu. — Hvernig sémur yður við nýju stúlkuna? spurði Jóhann. Frú Kunkel reis á fætur og reigði sig af miklum myndugleik. — Hún veröur ekki lengi á þessu heimili. Hvers vegna heitir stúlkukindin eiginlega ísold? — Móðir hennar var mikill aðdáandi Richards Wagner, er mér sagt, .svaraði Jóhann. — Hvað? hrópaði ráðskonan. Er ísold lausaleiks- krakki í þokkabót? — A’ls ekki. Móðir hennar var heiðarlega gift. — Þessum Richard Wagner? — Nei. — Hvers vegna var hann þá að rekast í þvi. að barn- ið yrði skírt þessu ónefni? Hvað kom honum það við? — Richard Wagner vissi ekkert um það. Það var móðir ísoldar, sem réði því. — Og faðir hennar tók ekki í taumana? — Síöur en svo. Hann hefir kannske el'kað Wagner líka. Frú Kunkel kreppti hnefana. — Ég get umborið margt, sagði hún reiðiþrunginni röddu. En nú er nóg komið. ANNAR KAFLI Herrarnir Schulze og Tobler Það snjóaði. Stór og fallegur bíll beið fyrir framan pósthúsið. Tveir drengir, sem um hríð höfðu skemmt sér við að kasta snjókúlum í ljó. astaur, tóku sér hvíld og virtu þetta fallega farartæki fyrir sér. — Þessi hefir kostað að minnsta kosta fjörutíu þús- undir, sagði sá stærri. — Skratti lagleg beygla, svaraði hinn. Þeir námu staðar fyrir framan ökutækið og störðu á það eins og naut á nývirki. Maöurinn, sem kom út úr „beyglunni", var klæddur loðfeldi miklum. Hann minnti helzt á rikan vísinda- mann, sem iðkar meira lþróttir en vísindastörf. — Biðið andartak Brandes, sagði hann við bílstjór- ann. Yfirpóstritarinn var að afgreiða ungan mann. Hann rétti honum rósrautt bréf. Pílturinn ljómaði allur, roðnaði dálítið, ætlaði að taka ofan hattinn, hætti við þaö og flýtti sér burt. Maðurinn í feldinum og yfir- póstritarinn brostu hvor framan í annan. — Það var nú þegar það var, sagði maðurinn í feld- inum. Yfirpóstritarinn kinkaði kolli. — En nú erum við orðnir svo gamlir, sem á grönum má sjá. Eða ég að minnsta kosti. — Engin þörf að undanskilja mig, svaraði komu- maður brosandi. — Þér eruð nú ekki svo ellilegur, sagði póstritarinn kurteislega. — Þá eru bara því meiri elliglöp komin á mig, svar- aði hinn. En meðal annarra orða — er ekki komið bréf til Edvards Schulze? Póstritarinn leitaöi það uppi. Hann rétti komu- manni þykkt bréf, sem hann tróð i vasa sinn um leið og hann kinkaði glaðlega kolli. þakkaði fyrir og skund- aði leiðar sinnar, Drengirnir stóðu enn fyrir framan bílinn. Þeir voru farnir að yfirheyra bílstjórann, sem varðist eftir beztu getu. Nú spurðu þeir, hvort hann ætti nokkra konu. — Þá væri ég með giftingarhring, svaraði hann. Drengirnir hlóu. — Hann heldur, að hann geti vafið okkur um fingur sér, sagði sá stærri. — Þú kemur ekki að tómum koíunum hjá okkur, karl minn, sagði sá yngri. Pabbi minn geymir hring- inn alltaf í vestisvasanum, þegar hann er að heiman. Þegar maðurinn í feldinum kom út úr pósthúsinu, spratt bílstjórinn upp eins og fjöður og opnaði hurðina. — Svona fuglar geta gert mann gráhærðan, sagði hann afsakandi. Aðatfundur . (Framhald af 1. síðu) þeim ástæðum, sem að framan er getið. Af ályktunum fundarins voru þessar helztar: Lagabreyting (sbr. það sem áður segir um deildirnar): „Nú reynist ókleift að stofna félags- deild á einhverju deildarsvæði, eða að halda við deild, sem stofr«uð hefir verið, og skulu þá loðdýraeigendur þar, sem s vo *r áctatt, greiða árgjöld af bú- stofni sínum beint til L. R. í , samkvæmt ákvæðum 21. gr„ enda hafa þeir þá atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins í samræmi við ákvæði 1. málsgr. þessarar '>reinar. Hver sá loðdýraeigandi, sem atkvæðisrétt hefir á aðal- fundi L. R. í„ ‘amkvæmt fram- ansögðu getur, með skriflegu umboði. falið öðrum að fara með atkvæðisrétt sinn. Þó má sami maður aldrei fara með meira en '/"> hluta allra atkvæða loð- dýraeigenda, sem mætt er með atkvæði fyrir á aðalfundi“. Fóðurstyrkur: „Aðalfundur L. R. í. beinir þeim tilmælum til hæstv. landbúnaðarráðherra, að hlutast til um, að .loðdýraeig- endum verði greiddur styrkur fyrir árið 1947, kr. 250,00 á hvern ref (þ. e. karldýr og kvendýr, hverrar teg. sem er), sem var í fóðrun 15. febrúar 1947. Telur fundurinn nauðsynlegt, að bessi styrkur verði greiddur úr ríkissjóði til að tryggja það, að beim lífdýrum, sem enn eru í landinu, verði ekki slátrað á næsta hausti, og þar með eyði- lagður með öllu .sá góði lífstofn, sem c-nn er fyrir hendi“. Endurgreiðsla á tolli: „Aðal- fundur L. R. í. skorar eindregið á Alþingi og ríklsstjórn, að tollur af minkum þeim, sem L. R. í. flutti inn frá Ameríku á s. 1. hausti verði endurgreiddur“. Verðuppbætur á útflutt skinn: „Aðalfundur L. R. í. 1947 felur stjórn sinni að vinna að því við ríkisstjórnina, að greiddar verði uppbætur á loðskinn seid á er- lendum markaði, af framleiðslu áranna 1944, 1945 og 1946, t. d. kr. 100,00 á hvert silíurrefa- skinn og á önnur skinn í hlut- falh við það“. Úr stjórninni áttu að ganga formaður félagsins, Pétur Gunn- arsson, og Guðmundur Jónsson í Ljárskógum, og voru þeir báðir endurkosnir. Sömuleiðis voru endurkosnir í varastjórn Björn Konráðsson og Metúsalem Stef- ánsson — allir til tveggja ára. Endurskoðendur til eins árs voru endurkosnir Björn And- résson í Leynimýri og Páll G. Þormar forstjóri. Áætlaðar flugferðir frá Rcykjavík vikuna 12. júlí til 19. júlí. Sunnudag: Til Akureyrar — Keflavíkur. Mánudag: Til Akureyrar — Kópaskers — Keflavikur. Þriðjudag: Til Akureyrar — Reyðarfjarðar — Fáskrúðsfjarðar — Vestmannaeyja — Kefiavíkur — Prestwick — Kaupmannahafnar Miðvikudag: Til Akureyrar — Keflavíkur — Egilsstaða — Fagurhólsmýrar. Fimmtudag: Til Akureyrar — Keflavíkur — Hólmavíkur — ísafjarðar — Vestmannaeyja — Prestwick. Föstudag: Til Akureyrar — Keflavíkur — Neskaupstaðar — Seyðisfjarðar — Kópaskers. Laugardag: Til Akureyrar — Keflavikur — Hornafjarðar — Kirkjub.klausturs — Egilsstaða — Vestmannaeyja. Nánari upplýsingar í skrif- stofum vorum: Á Reykjavíkur- flugvelli, sími 6600 (5 linur). í Lækjargötu 4, símar 6606 og 6608. I Flugfélag íslands h/f. i »«WÍ««í5íííí5S5S««ÍS5SíaííS5í5SÍ55ÍS5SÍSSÍÍÍSSSS«S5í«SSSÍÍSÍWS!5«í« Útvegum allar stærðir og gerðir af sjálfvirkum, raf- knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús og heimili. Aðalumboðsmenn fyrir: Tliomas Ths. Sabroc & Co. A/S Samband ísl. samvinnuf élaga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.