Tíminn - 15.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.07.1947, Blaðsíða 2
2 TlMiroy, þrigjMdagimi 15. júlí 1947 126. blað Þriðjjudagur 15. jttlt Fjárþörf landbún- aðarins Á landbúnaðarsýningunni er auðvelt að fá glöggt yfirlit um hina öru þróun landbúnaðarins seinustu áratugina. Nokkrar töl- ur, sem eru birtar þar, sýna hana þó kannske betur en nokk- uð annað. Samkvæmt þeim unnu 46 þús. manns að landbúnaði ár- ið 1901, en 37 þús. manns árið 1945. Þrátt fyrir þessa fólks- fækkun við landbúnaðinn hefir framleiðslan stórlega aukizt. Á þessu tímabili hefir mjólkur- framleiðslan aukizt úr 100 í 200 kjötframleiðslan úr 100 í 380 og garðávaxtaframleiðslan. úr 100 í 440. Þessar tölur skýra frá fádæma dugnaði og framtaki bænda- stéttarinnar á þessum tíma. Ræktað land hefir miklu meira en tvöfaldazt, nýjar vinnuvélar hafa verið teknar í notkun og kynbótum búpenings' þokað á- leiðis. Jafnhliða hefir húsakost- ur verið stórkostlega bættur. Þeg ar litið er á hina erfiðu aðstöðu og þá ekki sízt fjármagnsskort íslenzkra bænda, verður sú stétt vandfundin, þótt víða sé leitað, sem lyft hefir þyngra Grettistaki en þeir á þessum tíma. Þær staðreyndir, sem hér hafa verið greindar, kveða fullkom- komlega niður þann róg, sem menn af sauðahúsi Kiljans og Kolku hafa haldið uppi um bændastéttina með því að átelja þá um framtaksleysi og svefn- göngumennsku og segja at- vinnuveg þeirra hafa dregizt aft ur úr. Engin stétt verðskuldar síður slíkt aðkast manna, sem ekkert þekkja til þessara mála og byggt hafa sleggjudóma sína á þekkingarleysinu og gor- geirnum einu saman. Hitt er svo annað mál — og það sýnir landbúnaðarsýningin bezt, — að þrátt fyrir þetta mikla átak bændanna seinustu áratugina, má enn láta landbún- aðinn taka stórfelldum stakka- skiptum. Það þarf enn að auka og bæta ræktunina í stórum stíl, taka véltæknina miklu meira í þjónustu landbúnaðarins, og koma rafmagninu inn á sem alra flest sveitaheimili landsins. Engir skilja þetta betur en bændurnir sjálfir, né eru fúsari til þess að leggja fram alla getu sína í því sambandi. En það eitt nægir ekki. Til þess að þetta geti gerzt á nógu skömmum tíma, þarf miklu meira fjármagn en bændur hafa ráð á. Þar verður hið opinbera að koma til hjálp- ar með einum eða öðrum hætti, m. a. með hækkun jarðræktar- styrksins og stórauknum hag- stæðum lánveitingum. Annars mun sú stórfellda þróun, sem landbúnaðurinn getur átt fram- undan, stöðvazt að meira eða minna leyti, og það valdið þjóð- inni margvíslegum erfiðleikum. íslenzk mold skapar landbún- aðinum fullkomlega möguleika til að standa jafnfætis hliðstæð- um atvinnuvegum nágranna- þjóðanna, ef tæknin er tekin nægilega í þjónustu hans. Gjald- eyriserfiðleikarnir nú, þótt verð sjávarafurðanna sé á hátoppi, sýnir bezt, hvernig þjóðinni myndi farnast, ef hún vanrækti landbúnaðinn og þyrfti að kaupa inn landbúnaðarafurðir til viðbótar öllu öðru. Það er bæði menningarleg og fjárhags- leg afkoma þjóðarinnar, sem HALLDOR KRISTJÁNSSON: Um íslenzkan landbúnað i. Skoðanir manna um framtíð landbúnaðar á íslandi eru mjög skiptar. Með ærnum hávaða hefir því verið haldið fram, að landið væri óhæft til jarðyrkju og kvikfjárræktar. Á þeim full- yrðingum haf svo verið byggð- ar aðrar ámóta staðreyndir. Hátt útflutningsverð sjávaráf- urða, meðan fiskveiðar allra ná- lægra þjóða voru hindraðar og öll matvælaframleiðslan trufl- uð, hefir líka gert sitt til þess að glæða þessar fullyrðingar. Hér verður ekki reynt að taka veltur á því, að hér sé rekinn blómlegur landbúnaður, eins og öll skilyrði eru líka tyrir hendi, ef ekki brestur skilning og víð- sýni valdhafanna. Fyrir seinustu þingum hefir legið frumvarp frá Framsóknar- mönnum um aukningu jarð- ræktarstyrks meðan verið væri að koma heyskap landsmanna á véltækt land. Þetta er ekki mál bændanna einna, heldur þjóðarinnar allrar, sem á af- komu sína mjög undir því, að tæknin sé fullnotuð til að fram- leiða hér sem beztar og ódýr- astar vörur, jafnframt og tryggður er hlutur bændanna. Svo kynduglega hefir tiltekizt, að þetta frv. hefir altaf dagað uppi. Landbúnaðarsýningin ætti að hjálpa til þess, að Alþingi hætti að sýna slíkt tómlæti í einu helzta nauðsynjamáli land- búnaðarins. Og það ætti jafnt- framt að gera ráðstafanir til þess, að landbúnaðurinn fengi eitthvað til umráða af því láns- fé, sem nú er notað til að halda uppi óþarfri verzlun og milli- liðastarfsemi. Yrði tekið þannig í framrétta hönd bændanna, er það ekki ólíklega spáð, að það myndi ekki taka langan tíma að tvöfalda enn landbúnaöarfram- leiðsluna á hvern þánn mann, sem vinnur að henni. Og þá myndi sjást, hvort íslenzki land- búnaðurinn væri ekki vel sam- keppnisfær, ef dýrtíð yrði hér ekki öllu meiri en annars staðar. undir slík hróp að landbúnað- inum. Hins vegar verða liðin samskipti hans við sjávarútveg- inn rakin að nokkru og bent á ný viðhorf, sem stórbreyta öll- um ástæðum í þessum efnum. II. Lánsfé bankanna hefir lengst- um verið beint að sjávarútvegi fremur en landbúnaði. Ber þar ýmislegt til. Við útgerðina voru bundnar vonir um meiri og skjótari gróða en 'landbúnað. Vildu því margir freista gæfunnar með því, að ávaxta fé sitt þar, og græða á lánsfé, sem þeir legðu í útgerð. Misjafnlega tókst með gróðann, en vegna útlána bank- anna til útgerðarinnar lagðist þeim mikið fé, sem þeir heimtu inn aftur með hærri vöxtum af öllu lánsfé. Síðan hljóp svo ríkissjóður undir bagga til bjarg ar með lántökum, ábyrgðum og beinum framlögum. Sá munur hefir lengstum ver- ið á rekstrarformi við sveit og sjó, að bændur hafa rekið búin sjálfir persónulega í eigin nafrii. Þeir hafa hætt. öllu sínu í reksturinn og tekjur þeirra voru afgangurinn frá brýnustu rekst- ursútgjöldum, og oft var þessi afgangur svo lítill, að bæði þurfti mikla hagsýni og sjálfs- afneitun til að draga fram lífið á honum. Útgerðin hefir hins vegar verið rekin á nafni hlutafélaga ýmis konar, skipanna sjálfra og svo framvegis. Eigendurnir hafa oft verið starfsmenn fyrirtæk- isins og haft sín fullu laun, hvernig sem annars gekk með reksturinn. Atvinnutekjur þeirra voru tryggðar. Það voru for- gangsskuldir á fyrirtækinu. —- Framkvæmdastjórar útgerðar- félaganna lifðu við rausn á launum sínum. Formaðurinn á vélbátnum bar sína tvo hluti frá borði. Svo' var það annað mál hvernig útgerðin bar sig. En bóndinn var persónulega ábyrgður um rekstur búsins og ófrjáls að hverjum eyri til per- sónulegra þarfa, fyrri en rekst- ursgjöldin voru greidd. Féð, sem bankarnir lánuðu í útveginn, kom sumt aftur með fullum skilum, Það, sem tapað- ist, festist sumt í skipum og vél um, sem tekin voru úr notkun og grotnuðu niður, annað fór í byggingar og mannvirki, sem komu að notum framvegis og tryggðu atvinnulíf við sjóinn, nokkuð rann út til almennings í vinnulaunum og átti þannig þátt í bættri afkomu og upp- byggingu þorpanna, en nokkur skerfur þessa fjár fór til fánýtr- ar eyðslu óhófssamra manna. Talsverður hluti þessa fjár varð atvinnulífi og fólki við sjó- inn að notum, þó að bankarnir töpuðu. Þetta fé voru allir skilamenn landsins látnir borga með hærri vaxtarkjörum, dýrari verzlun og meiri tollum. Bændurnir, sem engin bankalán fengu, urðu að spara við sig enn meira en áður, til að endurgreiða bönkunum gegnum dýrari verzlun og aukin opinber gjöld, það, sem þeir höfðu t^pað á útgerðinni. III. Saga þessara mála verður hér ekki rakiri frá ári til árs. En ljóst er það, enn að sú stjórn hefir ekki verið höfð á fjár- málalífi þjóðarinnar, að land- búnaðurinn gefi gróða eins og sumt annað. Og þó að reykvísk- ir bankastjórar mæli e. t. v. stórt um gengdarlausan gróða bænd- anna vilja þeir ekki lána fé til að framkvæma nauðsynlegar endurbætur þar. Ræktun landsins og uppbygg- ingu sveitanna á annan hátt er tiltölulega mjög skammt á veg komið. Það er engin furða, þeg- ar þess er gætt, hve skammt er síðan skriður komst á atvinnu- lega endurreisn á íslandi, að þá var sjávarútvegurinn látinn ganga fyrir og talsmenn sveit- anna áttu alltaf við að etja skilningslitla og þröngsýna menn, sem allt þótti ofgert við landbúnaðinn. ' Enn er þess að gæta um fram- (Framhald á 3. síðu) m ui cfct ueröíd Mynd þessi er af hinni kunnu ensku skáldkonu, Daphne de Mourier, sem m. a. hefir skrifað söguna Rebekku, sem þýdd hefir verið á íslenzku. — Myndin er tekin af henni á flugvelli í Hollandi, er hún var þar á ferð fyrir nokkru. Rcyking'ahanii á rátl- Iicrrafundum. Daltpn fjármálaráðherra Breta lét nýlega hækka tóbaksskattinn í þeim tilgangi aðallega að draga úr neyzl- unni og spara þannig erlendan gjald- eyri. Til þess að ríkisstjórnin gengi á undan með gott fordæmi, fékk hann það samþykkt, að ekki skuli reykt á ráðherrafundum, Sagt er, að Bevin kunni þessu illa, en hann reykir mik- ið af sigarettum. Binnig segir sagan, að það sé venja Attlees, þegar fundir hafa varað lengi, að draga fram píp- una og totta hana tóma. / Bevfn vildi Edenliatt. Það hefir vakið mikið blaðaumtal í Bretlandi, að Bevin kom nýlega inn í hattaverzlun og bað um „Anthony Eden hatt“, sem hann vitanlega fékk. Hatturinn kostaði 50 shiilinga. Alþjjútilegt ferðalag. World Friendship Association heit- ir félagsskapur, sem hefir það markmið að greiða fyrir kynningum milli þjóða með gagnkvæmum ferðalögum og fyrirgreiðslum. Félagið fær t. d. Breta, sem ætlar að fara til Noregs, til að taka ú móti Norðmönnum, sem vilja fara til Bretlands, og sjá þeim fyrir uppihaldi þeirra meðan þeir dvelja þar, gegn gagnkvæmri fyrirgreiðslu í Noregi. Um 1400 brezk heimili hafa nú boðizt til að taka á móti norskum ferðamönnum til skammrar dvalar gegn hliðstæðri fyrirgreiðslu í Noregi. Deildir úr þessum félagsskap starfa nú í flestum löndum heims. Bandarlkin safna gulli Bandaríkjamenn eiga .nú 60% af öll- um gullforða heimsins, að því að talið er. Gullforði þeirra er virtur á 20.485 millj. dollara. Á síðastl. ári keyptu-þeir gull af Kanadamönnum fyrir 344 millj. dollara, af Suður-Afríkumönnum fyrir 118 millj. dollara og af Rússum fyrir 34 millj. dollara. Stsersti loftsteinninn. í febrúarmánuði síðastl: féll til jarðar í Síberíu stærsti loftsteinn, sem kunnugt er um til þessa. Hann hefir skilið eftir sig um 30 gígi. Stærsti gígurinn er um 25 m. í þvermál og er 10 m. djúpur. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að aðalefnin £ steininum voru járn, nikkel og kobolt. Óvenjulcgt stefnumál. í Ítalíu hefir nýlega verið stofnaður nýr flokkur, sem ekki hefir nema eitt mál á stefnuskrá. Þetta mál er að fá setta löggjöf um hjónaskilnaði. Hjónaskilnaðir eru ekki leyfilegir á Ítalíu. Flokkurinn telur þegar tvær mijlj. manna og flokksfélögin eru komin hátt á þriðja hundrað. Furðuflugvél eða smyglarar. Hjá Northvich í Englandi hefir oft undanfarið orðið vart við furðuflugvél.. Venjulega sést hún um miðnættið. Margir beztu næturflugmenn Breta hafa verið fengnir til að elta hana, en þeir hafa jafnan orðið af henni, því að hraði hennar hefir verið svo mikill. Nokkrum sinnum hefir hún sést í radartækjum, sem flugherinn hefir haft á þessum slóðum. Daily Mail hefir það eftir sérfræðingum, að hugsanlegt sé, að smyglarar séu hér að verki og noti heiðalönd, sem þarna eru, fyrir lendingastaði. Vöruskiipti Bússa og' Bandaríkjamanna. Áriö 1946 seldu Sóvétríkin vörur til Bandaríkjanna fyrir 82 milljarða doll- ara, en keyptu vörur þaðan fyrir 53 millj. dollara, en þá eru ekki talífar með UNNRA-vörur, sem Rússar fengu frá Bandaríkjunum, né vörur, sem þeir fengu samkvæmt láns- og leigulög- unum. Aðalútflutningsvara Sóvétríkjanna til Bandarikjanna var gull. Verðmæti þess nam 34 milljónum dollara. Steing’i*. Bernliarösson, skólastjóri: Stúdentspróf í áföngum í seinasta hefti Menntamála birtist grein eftir Steingrím líernharffsson skólastjóra í Dalvík, um stúdentspróf í áföngum. Þar er vakiff máls á mjög athyglisverffri hugmynd, og hefir Tím- inn því tekiff sér bessaleyfi til aff birta grein Steingríms óbreytta. Mikla gleffi vakti það meöal kennara, er fréttin um þaö kom, að kennurum væri veitt undan- þága og leyft að taka stúdents- próf í áföngum, eins og það er kallað. Þessi undanþága verður án efa til þess að stórbæta menntun og álit kennarastétt- arinnar. Sú skoðun hefir því miður verið ríkjandi til skamms tíma hjá ótrúíega mörgum mönnum, að við barnakennslu gætu flestir fengizt, jafnvel þótt þeir væru ekki hæfir í önnur störf. Það væri einungis nægi- legt, ef þeir væru sæmilega læs- ir og skrifandi og hefðu fengið einhverja undirstöðu í almenn- um reikningi. Launakjör þeirra woru líka í samræmi við þetta álit, áður en launalögin nýju voru samþykkt, og ekki gekk hljóðalaust að koma kjarabótum þeirra fram, þótt ekkert væri fundið athuga- vert við launahækkun annarra stétta. Og þó hefir barnakenn- arastéttin átt marga ágætis og jafnvel afburða menn innan sinna vébanda. Og mér er óhætt að fullyrða, að engin launastétt landsins hefir unnið eins mikla sjálfboðavinnu í þágu lands og þjóðar eins og kennarastéttin og lítið fengið að launum nema vanþakklæti. En sem betur fer, er það nú sýnilegt, að augu valdhafanna eru að opnast fyrir því, hversu mikils virði það er fyrir sérhvert land að eiga menntaða og vel hæfa kennara. — Það er því mikil og þakkarverð viðleitni, er kennslan í Kennaraskólanum var aukin og hann lengdur um einn vetur. Og ekki sízt það, að nú er kennurunum gert kleift að auka enn menntun sína og fá færi á að ljúka stúdentsprófi við mjög hagstæðar aðstæður. Og ég er viss um, að barnakenn- ararnir kunna að meta það, sem er fyrir þá gert, og þeir munu sýna það í verkinu, að þeir eru verðir þess, að eitthvað sé fyrir þá gert. Nú er það vitað, að margir þeir, er lokið hafa kennaraprófi, æskja þess að lesa undir stúd- entspróf, jafnhliða því er þeir gegna sínum daglegu störfum. í Reykjavík og öðrum stærri og fjölmennari stöðum ætti það að vera tiltölulega auðvelt fyrir kennara að fá kennsu í þeim námsgreinum, er ekki verða lesnar nema með hæfum kenn- ara. Gætu því nokkrir eða marg- ir í félagi keypt sér kennslu í þeim námsgreinum. En annað mál er með þá, er búsettir éru úti á landi í fámennum sveit- um og þorpum, þar sem enginn er, sem getur leiðbeint þeim á þessu sviði. Þeir er þannig er ástatt fyrir, hafa lítið eða ekk- ert gagn gð þessari undanþágu, því að annað hvort verða þeir að hætta við frekara nám eða þá að yfirgefa fámennið og störf sín þar og flytja til þeirra staða, er hafa meira að bjóða í þessu efni. Nú hefir tungumálakennsla farið fram undanfarin ár á veg- um Ríkisútvarpsins og rriargir úti um byggðir landsins notið gagns og góðs af þeirra kennslu, sem annars hefðu enga fræðslu hlotið í þeim greinum. Mér hefir dottið í hug að beina þeirri spurningu til fræðslumála stjórnar, hvort hún sjái sér ekki fært að koma á kerfisbundinni kennslu í Ríkisútvarpinu, sem sérstaklegá er sniðin fyrir þá, er lokið hafa kennaraprófi og æskja þess að lesa undir stúd- entspróf í áföngum. Því að auk hinna fjölmörgu kennara, er taka mundu með fögnuði slíkri nýbreytni, eru margir aðrir, sem gætu notfært sér slíka kennslu. Með því móti að nota útvarpið í þágu þessara mála meir en gert hefir verið eru slegnar tvær flugur í einu höggi. Kennslan verður tiltölulega ódýr, ef miðað er við þann fjölda, er getur not- fært sér hana og margir, sem annars gætu ekki notið fræðslu sökum fjárskort eða annarra örðuleika, gætu á þennan hátt svalað menntaþrá sinni. Því að það eru ekki ætíð þeir, er mest hafa fjárráðin, er mestum gáf- um og hæfileikum eru gæddir. Mér virðist, að þessum áfanga prófum ver^Si að ljúka á ekki lengri tima en fjórum árum og í fyrsta eða öðrum áfanga verði að ljúka prófi i islenzku og stærðfræði í stærðfræðideild, en íslenzku og latínu í máladeild. Aðrar námsgreinar séu svo tekn- ar í samráði við hlutaðeigandi skóla. Ef þetta kæmist á, yrði kennsl an að vera líka í áföngum, ef' svo má að orði komast. T. d. að i tvö ár samfleytt væri haldið námsskeið í þessum höfuðgrein- .um og að þeim loknum væri endur ættu að geta fengið nægi- byrjað að nýju. Duglegir nem- legan undirbúning á þessum tíma til þess að þreyta próf með árangri. Jafnhliða þyrftu að vera námsskeið í hinum náms- greinunum, svo að þeir, er lokið hafa fyrsta .áfanga, geti haldið áfram, en nýir hafið nám án tafar. Því að þar sem það er sama í hverri röð hin prófin eru tekin, væri óþarfi að hafa námsskeið í þeim öllum á sama ári. Það gæti sennilega nægt að hafa enskunámsskeið eitt árið, annað þýzku o. s. frv. Ef einhverjir halda, að þetta sé of stuttur timi til undirbún- ings, ættu þeir að athuga það, að miklu betri árangur næst oft, ef menn einbeita sér að ein- hverju sérstöku, heldur en ef þeir hafa mörg járn í eldinum í einu. Okkar litla þjóð á erfitt með að standast straum af þeim kostnaöi, sem óhjákvæmilega hlýtur að skapast við fram- kvæmd íræðslulaganna í land- inu. Því þá ekki að nota leiðir,. sem eru í senn ódýrar og að mörsu leyti heppilegar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.