Tíminn - 18.07.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARPLOKKURINN
Simar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.í.
: -ITST JÓRASKRnPSTOFtTR:
EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A
Símar 2353 og 4373
APGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIPRTOPA:
EDDUHÚSI, Llndargöiu 9A
Sbnl 2323
31. ártf.
Beykjavík, föstudaginn 18. jjúlí 1947
129. blao'
Árshátíð
Frámsóknarmannna
á Austurlandi
Hátíom var sótt af um
1500 manns.
Árshátíð Framsóknarmanna
á Austurlandi var haldn að
Hallormsstað um seinustu
helgi. Skemmtunin var sótt
víðsvegar að af Austurlandi
og munu alls hafa komið þar
um 1500 manns.
Aðalhátíðin var haldin á
sunnudaginn. Ræður fluttu Ey-
steinn Jónsson menntamálaráS-
herra og Bernharð Stefánsson
alþm., en Karlakór Akureyrar
söng. Þá flutti Jónas Kristjáns-
son læknir ávarp, en hann var
eitt sinn héraðslæknir þar
eystra, og Benedikt Gíslason frá
Hofteigi flutti ávarp um sögu-
mál Austfirðinga.
Kvikmyndir voru sýndar bæði
á laugardagskvöldið og sunnu-
dagskvöldið, og dansað var bæði
kvöldin. Margt manna kom á
skemmtistaðinn á laugardaginn
og tjaldaði þar um nóttina.
Veður var mjög gott og gerði
það skemmtunina enn ánægju-
legri. Hún fór mjög vel fram og
varð ekki vart ölvunar, eins og
nú er orðið því miður of títt á
skemmtisamkomum.
Innflutningur S. í. S. á landbúnaðarvélum og
bifreiðum á þessu
Enn gerast stórsögulegir atburðir í fpinghúsinu við Themsána
ERLENDAR FRÉTTIR
Bandaríkjastjórn hefir boðið
10 ríkjum að senda fulltrúa á
ráðstefnu til að undirbúa friðar-
samningana við Japani. Ráð-
stefnan á að hefjast í Washing-
ton 19. ágúst næstkomandi.
Marshall sagði í ræðu í fyrra-
dag, að vonlaust væri að hugsa
sér efnalega endurreisn Evrópu,
án endurreisnar kolaíramleiðsl-
unnar í Vestur-Þýzkalandi.
Slitnað hefir upp úr samn-
ingaviðræðum Hollendinga og
Indónesíumanna, án þess að
nokkurt samkomulag hafi náðst.
Gríska stjórnarhernum virð-
ist nú veita betur i bardöfjunum
við uppreistarmenn við albönsku
landamærin.
Orðrómur gengur um, að
Bandaríkj amenn geti orðið
framleitt atomsprengju, er nægi
til að eyðileggja stórborgir eins
og París 'og Moskvu.
Mynd þessi er af enska þinghúsinu og Lambethbrúnni. Einn af merkustu atburðunum sem hafa gerzt í þessu
sögufrægasta þinghúsi veraldarinnar, gerðist í þessari viku. Er hér átt við hina nýju löggjöf, sem veitir Indverj-
um full réttindi sem samveldisla'ndi innan brezka heimsveldisins, og jafnframt réttindi til að slítá öll stjórnar-
arfarsleg tengsli við það. Lög þessi voru flutt af stjórninni og hafa gengið nær ágreiningslaust gegnum báðar
þingdeildir. Ýmsir telja, að þessi löggjöf tákni endalok brezka heimsveldisins, en aðrir álíta, að hún muni treysta
, það í sessi. Reynslan sker úr, hvorir eru sannspárri.
Síldveiðin er líti
. Síldveiðin fyrir Norðurlandi
var enn treg í gær. Veður var
gott fyrir Norðurlandi, hlýtt og
úrkomulaust, og sums staðar
bjart. Hvergi hefir síldar orðið
vart að ráði, aðeins hefir ein-
staka skip hitt á litlar síldar-
torfur en mestur hluti flotans
hefir ekki orðið síldar var. Mörg
skip hafa farið mörg hundruð
mílur í síldarleit en ekki orðíð
síldar vör, er heitið getur í tvo
sólarhringa.
Lítil síld barst til Siglufjarð-
ar í gær og flest skipin sem
þangað komu, voru aðeins með
lítið síldarmagn. Söltun er hald-
ið áfram, en ennþá í litlum stíl.
Krossanesverksmiðjan er um
það bil að komast í gang og hef-
ir þegar tekið á móti síld til
reynslu. Er í ráði að bræðsla
hefjist þar á morgun.
Hreinn arður Tóbakseinkasöl-
unnar 57.8 milj. kr. á 15 árum
Sigurour Jónasson lætur af forstöðu hennar.
Fyrir nokkru síðan er komin út ítraleg skýrsla um 15 ára
starfsemi Tóbakseinkasölunnar, en hún tók til starfa 1. jan. 1932
og átti því 15 ára afmæli um seinustu áramót. Skýrsla þessi sýhir
sflöggt, hve vel það var ráðið, þegar tekin var upp einkasala á
tóbaki.
i Samkvæmt skýrslunni hefir
hreinn arður Tóbakseinkasöl-
unnar numið samtals 57.8 millj.
kr. á þessum 15 árum, en auk
þess hefir ríkissjóður haft 37.3
millj. kr. tekjur af tóbakstoll-
inum á sama tíma. Af hreinum
arði Tóbakseinkasölunnar hafa
rúmlega 41 millj. kr. runnið
beint í ríkissjóð, en hitt hefir
farið í útsvör til bæjarins og í
varasjóð hennar og húsbygging-
arsjóð. Einkasalan á nú tvær
millj. kr. í húsbyggingarsjóði.
Skýrslan ber með sér, áð Tó-
bakseinkasalan hefir jafnan
¦verið mjög hagkvæmlega rekin
og munu t. d. launagreiðslur
hennar; hafa aukizt , tiltölulega
(Framhald a 4. siOu)
Sigurður Jónasson.
Menntaskólanám hefst við
Laugarvatnsskólann í haust
Viðtal vio' Bjarna Bjamasoii skólasíjóra.
Vísir að menntaskólanámi hefst við héraðsskólann að Laug-
arvatni næsta haust, og ættu þeir, sem vildu stunda það, að
hafa sem fyrst samtal við Bjarna Bjarnason skólastjóra. Nán-
ar er rætt um þetta í viðtali um skólann á Laugarvatni, sem
Tíminn hefir nýlega átt við skólastjórann. Viðtalið fer hér á
eftir.
ari
Miklar umsóknir.
Umsóknir um héraðsskólann
eru nú svo örar, að auðsætt er,
að fjölmargir fá hvergi skólavist
í vetur. HéraÖsskólalögin ákváðu
lágmarksaldur 16 ár. Þetta hefir
reynzt skynsamlegt ákvæði, en
nú munu fermingarbörnin telja
sig eiga rétt á skólavist. AÖ
þessu sinni ætla ég ekki að
minnast á hin nýju fræðslulög,
en augljóst er, að þau eru í
verulegum atriðum óframkvæm-
anleg. Að lokum vil ég geta þess,
að í ráði er að hefja hér
menntaskólanám. Ef allt gengur
að óskum verður kennt hér í
vetur námsefni 1. bekkjar
menntaskóla, með öðrum orð-
um sama og kennt er í 3. bekk
menntaskólans "í Reykjavík.
Þeir nemendur, sem stóðust
landsprófið í vor, ættu að ná
sambandi við mig sem fyrst og
ræða um þessa. nýjung.
í skólanum voru 201 nemandi
síðastl. vetur, segir Bjarni, og
þá húsmæðraskólinn meðtalinn,
92 stúlkur og 109 piltar. Nem-
endur voru úr öllum sýslum
landsins nema Vestur-Skafta-
fellssýslu. Flestir voru þeir úr
Árnessýslu, 53, úr Rangárvalla-
sýslu 25, Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu 16, Skagafjarð-
ar- og Suður-Múlasýslu, 11 úr
hvorri og 15 úr Reykjavík.
Fyrsta og öðrum bekk lauk i
lok apríl, en gagnfræðadeild og
húsmæðraskóla í lok maí. Tvær
stúlkur i í yngri deild hlutu á-
gætis einkunn í bóklegum grein-
um, Ester G. Meldal frá Litla-
Dal, Austur-Húnavatnssýslu og
María Sigurjónsdóttir, Fosshól-
um, Rangárvallasýslu. Níu nem-
endur náðu ekki 5 í bóklegum
greir.um og þrír féllu. (Ágætis-
einkunn er 9—10).
Landsprófið.
í gagnfræðadeild luku 18
nemendur prófi, tveir hættu
námi vegna lasleika og fó'ru úr
skólanum.
Landspróf þreyttu 10 nemend-
ur, sá 11. veiktist og gengur
undir próf í haust. Prófið stóð-
ust 9 nemendur með réttindum
til náms í lærdómsdeild
menntaskóla (það er 6,00 í lág-
marks einkunn), sá 10. náði að-
eins venjulegu gagnfræðaprófi.
Einn, Þorsteinn Þorsteinsson frá
Húsafelli, Borgarfjarðarsýslu,
hlaut ág. einkun, fjórir hlutu
I. eink., fjórir II. eink.
Húsmæðraskólinn.
í húsmæðraskólanum voru
20 stúlkur.Steinunn Guðmunds-
dóttir frá ísafirði hlaut ág. eink.
Vilborg Björnsdóttir hús-
mæðrakennari var forstöðukona
húsmæð?'askólans í vetur, en
aðalkennari var Kersten Gran-
filt frá Svíþjóð. Forstöðukonan
og aðalkennari skólans voru er-
lendij við framhaldsnám, þær
Halldóra Eggertsdóttir, for-
stöðukona og Jónína Guð-
mundsdóttir kennari. Þær taka
báðar stöður sínar í haust.
Ég vona fastlega, að hafin
ver£i bygging húsmæðraskóla
Suðui-lands á næsta vori. Sunn-
lendingar hafa beðið þolinmóðir
meðan bætt hefir verið úr brýn-
ustu þörf annarra héraða og
gert sér að góðu þennan litla
húsm^eðraskóla í hú'sakynnum
héraðsskólans á Laugarvatni.
Þessi tilfinnanlega vöntun á
húsmæðraskólum stafar af
þeirri eðlilegu ástæðu, að hver
einasta stúlka þarf að búa sig
undir húsmæðrastörf og flestar
gera sér þetta ljóst.
IJr skýrslu Agnars Tryggvasonar, frainkv.stj.
véladeilclarinnar, á aoalfundi S.Í.S.
Um seinustu áramót var stofnuð sérstök deild innan S.Í.S., sem
i að annast innflutning landbúnaðarvéla og bifreiða, og síðar
heimilisrafmagnstækja. Tilgangurinn með þessari nýju deild er
iið skapa S.Í.S. bætta aðstöðu til að annast þennan innflutning,
og þá alveg sérstaklega landbúnaðarvélanna. — Framkvæmda-
sfjóri þessarar nýju deildar S.Í.S. var ráðinn Agnar Tryggva-
?on (Þórhallssonar), eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blað-
5iiu. Á nýloknum aðalfundi S.Í.S. flutti hann fyrstu skýrslu sína
og fjallar hún eðlilega um störfin á þessu ári, þar sem þau heyrðu
áður undir Innflutningsdeildina. Tíminn hefir fengið leyfi til að
í»irta útdrátt þann úr skýrslunni, sem hér fer á eftir, en við lest-
urinn þurfa menn að hafa hugfast, vegna ýmsra dagsetninga,
sem nefndar eru, að skýrslan er flutt seint í júnímánuði síðastl.
Hvaðan flytjast landbúnaðar- i
vélarnar.
Á styrjaldarárunum kom að
heita má allur landbúnaðar-
vélainnflutningur frá Banda-
ríkjunum, en strax og unnt var
hóf Samabandið undirbúning
að kaupum tækja frá Svíþjóð,
þannig að innflutningur þaðan
gæti hafizt strax og styrjöld-
inni lyki. Hafa kaupin þaðan
orðið notadrjúg, þó að megin-
hluti tækjanna kæmi frá Banda
ríkjunum. Sömuleiðis voru lögð'
drög að því að auka 'kaup á
ýmsum landbúnaðarverkfærum
frá Englandi, strax og þaS yrði
fært um að selja hingað meira
af þeim. Innflutningurinn það-
an er nú takmarkaður við til-
tölulega fáar tegundir af verk-
færum, engar stærri landbúnað-
arvélar eru fáanlegar þar og
verður sjálfsagt svo enn um
hríð. Frá Noregi hefir fengizt
allt það af Eylandsljáum, sem
þörf hefir verið fyrir og auk
þess handverkfæri, sem að
mestu leyti fullnægja þörfun-
um og auk þess nokkrar aðrar
verkfærategundir. Frá Dan-,
mörku hefir fengizt nokkuð af
útungunarvélum, fóstrum, raf-
girðingum og handsláttuvélum
og má búast við talsverðu af
handverkfærum þaðan á þessu
ári. Eru þá talin upp þau lönd,
sem landbúnaðarvélar, verkfæri
og aðrar vörur tilheyrandi
deildinni, hafa getað fengizt
frá til íslands.
Viðskiptin við International
Harvester Company.
Eins og áður segir, höfum við
verið mest upp á Bandaríkin
komnir, hvað snertir öflun
landbúnaðarvéla og verkfæra.
Nú vill svo vel til, að Samband-
ið hafði löngu fyrir stríð fengið
einkaumboð hér á landi fyrir
langstærstu og beztu landbún-
aðarverksmiðju í heimi, þ. e.
International Harvester Com-
pany, sem framleiðir allar teg-
undir véla og verkfæra fyrir
landbúnað. Átti Sambandið því
að standa tiltólulega vel að vígi,
að því er snerti kaup á þessum
tækjum og stóð lítið á afgreiðslu
þeirra, meðan á styrjöldinni
stóð. Markaðir fyrir þau voru þá
takmarkaðir og ísland naut þá
sérstakrar aöstöðu í Bandarikj-
unum. Viö lok striðsins varð,
eins og við mátti búast, mikil
breyting á þessu til hins verra.
Bandaríkin urðu að taka á sig
stórfelldar skuldbendingar um
afhendingu á landbúnaðartækj -
um til viðreisnarstarfsins í
styrjaldarlöndunum. Er sjálf-
sagt hægt að fullyrða að fáar
iðnaðarvörur hafi, síðan stríð-
inu lauk, verið eins eftirsóttar
Agnar Tryggvason.
eins og þessi tæki. Bandaríkin
voru svo að segja eina landið,
sem gat rétt hinum nauðstöddu
þjóðum hjálparhönd í þessu efni
og beindist eftirspurnin því að-
allega þangað. UNRRA, hjálp-
arstofnun sameinuðu þjóðanna,
gerði miklar kröf ur um af-
hendingu véla og verkfæra frá
bandariskum landbúnaðarverk-
smiðjum. Svo má heldur ekki
gleyma þeim truflunum á rekstri
verksmiðjanna sem leitt hafa
af hráefnaskorti og verkföllum.
Afleiðing alls þessa varð sú, að
allmiklar tafir hafa orðið á af-
greiðslu pantana, sem Sís gerði
hjá International Harvester
Company. Geta þessa mikla fyr-
irtækis, til að selja vörur hingað
var líka minni en ella, vegna
þess, að sökum stærðar þess og
stöðu í Bandaríkjunum, er á
það litið, sem hálfopinbert fyr-
irtæki og átti það óhægra um
vik en smærri fyrirtæki um að
að sinna öðrum pöntunum en
þeim, sem bandarísk stjórnar-
yfirvöld urðu að láta sitja fyrir
um afgreiðslu.
Skilningur á þörfum
Islendinga.
Síðastliðinn vetur var akveðið,
að ég færi til Bandaríkjanna,
aðallega til þess að reyna að fá
framgengt óskum Sambandsins
um greiðari afgreiðslu á pönt-
unum þess hjá International
Harvester Company. Sýndi æðsti
framkvæmdarstjóri og hlutað-
eigandi deildir fyrirtækisins
mikinn 'skilning á þörfum ís-
lands og gáfu vilyrði um aukna
afgreiðslu, að því er snertir
ýmsar vélar og verkfæri. Þess
má geta hér, að kvóti íslands
hjá fyrirtækinu er 6% af öll-
um útflutningi þess og verður,
með hliðsjón af hinni gífurlegu
þörf hvarvetna í heimi fyrir
landbúnaðartæki, ekki annað
(Framhald á 4. síðu)