Tíminn - 19.07.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.07.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. I .ITSTJÓRASBaREPSTOPUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA: EDDUHÚSI, Llndargöw 9A Siml 2323 31. árU,. Iteykjavík, laugardagiim 19. júlí 1947 130. blað verður út ítarleg bók um Landbúnaðar- sýninguna Rætt um sýninguna við framkvæmdastjóra hennar, Kristjón Kristjónsson. Landbúnaðarsýningunni er nú lokið, eins og kunnugt er, og er um þessar mundir verið að vinna að því að rífa niður þau mannvirki, sem komið var upp á sýningarsvæðinu til bráða- birgða. Tíðindamaður blaðsins hitti Kristjón Kristjónsson fram- kvæmdastjóra sýningarinnar í gær suður á sýningarsvæðinu, sem búið er nú að taka á sig nýjan svip annríkis og brottflutn inga. Langferðaflugvélar sex félaga hafa daglega viðkomu á Keflavíkurflug- * Armenningar komnir heim Ferðiu var þeim til sóma. Fimleikaflökkur Ármanns, er sótti íþróttahátíðina í Finnlandi, kom hingað í fyrrakvöld með Skymaster- flugvélinni „Heklu“. Fimleikamennirnir, sem komu eru 7, en 7 urðu eftir í Svíþjóð, þar sem þeir sækja íþrótta- kennaranámskeið. Héðan fóru fimleikamennirnir loftleiðis í tveim hópum 23. og 25. júní s. 1. Til Helsinki komu þeir 28. júní og tóku þar þátt í stór- kostlegri íþróttahátíð, er stóð í fjóra daga. Sýndu Ármenning- arnir fjórtán sinnum á þessum fjórum dögum við hinar ágæt- ustu undirtektir. ' Ennfremur sýndu þeir íslenzka glimu og vakti hún feykilega hrifningu. Þá höfðu þeir einnig sýningar i ' finnsku borgunum Virumáki' og Heinola, svo og á „Skans- |hum“, hinum kunna úti- skemmtistað í Stokkhólmi. — Ármenningarnir róma mjög rausnarlegar viðtökur í Finn- landj og alúðlegt viiðmót, er þeir hittu fyrir. Jón Þorsteinsson íþrótakenn- ari stjórnaði fimleikunum, en fararstjóri var Jens Guðbjörns- son, formaður Ármanns. ERLENDAR FRETTIR Opinberir starfsmenn í Frakk- landi hafa nú aflýst verkfalli því, sem þeir höfðu auglýst, þar sem gengið hefir verið til móts við kröfur þeirra. Brezka stjórnin hefir nýlega birt skýrslur, þar sem sýnt er fram á, að góður árangur hafi náðst af fimm daga vinnuvik- unni í kolanámunum. Kristjón er ánægður með það, hvernig tókst til með sýning- una, enda fór aðsóknin fram úr öllum vonum þeirra bjartsýn- ustu. Enginn mun hafa þorað að láta sér detta í hug, að aðsókn- in færi fram úr 30—40 þús- undum, enda hefði það verið al gert met um sýningaraðsókn hér á landi. Hitt, að aðsóknin yrði yfir 60 þúsund, lét víst eng inn sér koma til hugar. Við þessa tölu ber það vitanlega að athuga, að margir hafa séð sýn- inguna oftar en einu sinni. Það mun þó ekki ofætlað að um 5C þúsund manns hafi séð sýning una og af því mun a. m. k. þriðjungur hafa verið úr sveit- um lándsins. — Hvað telur þú markverð- astan tilgang sýningarinnar, spyr tíðindamaðurinn Kristjón? — Ég tel að tilgangurinn með sýningunni hafi aðallega verið tvenns konar, i fyrsta lagi að sýna þróun landbúnaðarins og vinnutækninnar, þannig, að bændur gætu séð nokkurn veg- inn hvar þeir eru staddir á því sviði, hvaða verkefni biðu óleyst á næstu árum, og hverra véla væri von. Það er eftirtektarvert, að þegar fyrsti vísir að landbún- aðarsýningu var haldinn hér á landi fyrir 26 árum, sást hylla undir nýja tækni við landbún- áðarstörfin, vélarnar voru að byrja að koma til sögunnar Hvað gerzt hefir á þessu tíma- bili, er öllum landslýð ljóst ræktunarland hefir aukizt um helming á þessu tímábili. Annan megintilgang sýning- arinnar tel ég vera að auka skilning bæjarbúa fyrir sveit- unum og þeim þýðingarmikla þætti þjóðarbúskaparins, sem þar fer fram. Er ég þeirrar skoðunar, að sýningin hafi þeg- ar haft nokkur áhrif i þá átt að auka skilning neytenda á land- búnaðarframleiðslunni. — yar erlendum fulltrúum ekki boðið á sýninguna? — Jú, boðsbréf voru send til landbúnaðarráðuneytanna öllum hinum Norðurlöndunum (Framhald á 4. slðu) Islenzka ríkinu gefnar 14 myndir eftir norska málarann Edv. Munch Vcgleg 8‘jöf frá ónafngreindum manni. Eftirfarandi fréttatilkynning barst í gær frá menntamála ráðuneytinu um veglega gjöf, sem íslenzka ríkinu hefði nýlega borizt frá ónafngreindum manni. Eru það myndir eftir norska málarann Edv. Munch. Fyrir nokkrum árum kom til íslands einn af vinum norska listmálarans Edv. Munch’s. Eft- ir heimkomuna hvatti hann Munch til þess að gefa íslandi sýnishorn af myndum sínum, með það fyrir augum, að þær yrðu geymdar í háskólabygg- ingunni eða á safni. Munch gazt vel að hugmyndinni, en sakir styrjaldarinnar og sjúkleika Munchs, er þá bar að höndum varð eigi úr framkvæmdum enda lézt Munch skömmu síðar En vinur hans, sem eigi vill láta nafns sins getið, hefir nú afhent Vilhjálmi sendiherra Finsen 14 myndir eftir Munch sem „morgungjöf" frá sér til (Framhald á 4. síðu) SNORRASTYTTAN vellinum Starfslið vallarins er nú um 600 manns Eins og lesendum Tímans mun kunnugt var flugvöllurinn á Reykjanesi, er Bandaríkjamenn byggðu styrjaldarárin, afhentur islenzka ríkinu til eignar og yfirráða þann 7. október f. á. Sam- tímis var flugvöllurinn leigður stjórn Bandaríkjanna með sér- stökum samningi, er gerður var milli ríkisstjórnar íslands og Bandaríkjanna til nokkurra ára. Snorrahátíðin í Reykholti veröur sótt af miklum fjölda manns Norsku gestirnir vicnlanlegir í dag. Mikið fjölmenni mun verða saman komið í Reykholti á sunnu- daginn kemur, þegar afhjúpun Snorrastyttunnar fer fram. — HéÖan mun fara. fjöldi manna, bæði á vegum Ferðaskrifstof- unnar og ýmsra félaga, auk þess sem menn fara á eigin farar- tækjum. Víðsvegar á landinu hafa jafnframt verið undinbúnar hópferðir til Reykholts þennan dag. Má telja víst, að mörg þús- and manna verði viðstatt hina merkilegu athöfn þar. Norðmennirnir, sem sækja' hátíðina, eru væntanlegir fyrir hádegi í dag. Klukkan rúmlega 10 f. h. leggja norsku herskip- in, „Oslo“, „Stavanger“ og „Trondheim" að bryggju í Reykjavík ep með þeira kemur Ólafur ríkisarfi Norðmanna og fylgdarlið hans. Ennfremur kemur „Ijyra“ um líkt leyti, og er Snorranefndin með henni. Móttökuathöfn verður við höfnina, þegar skipin koma. Móttökuathöfnin hefst kl. 10.30 með því að Ólafur Thors, fyrrverandi forsætúsráðherra, býður norsku gestina velkomna fyrir hönd islenzku Snorra- nefndarinnar. Þá leikur Lúðra- sveit Reykjavíkur undir stjórn Alberts Klahn þjó’ðsöngva Norðpianna og íslendinga. Klukkan 19 i dag hefir rik- isstjórn íslands boð inni að Hótel Borg fyrir Norðmennina og fleiri gesti. Á morgun fara hinir norsku gestir, ásamt fleiri boðsgestum Snorranefndarinnar, með Esju til A/iraness og verður lagt af stað héðan kl. 8 árdegis. Þaðan (Framhald á 4. síðu) Hátíð Borgfirðinga- félagsins í Reykjavík Borgfirðingafélagið í Reykja- vík efnir til skemmtifarar að Reykholti í sambandi við Snorrahátiðina á sunnudaginn. Þegar dagskrá hátíðarnefndar er lokið á sunnudaginn, heldur hátiðin afram i Reykholti á vegum félagsins. Verður þar til skeramtunar söngur, hljóðfæra- sláttur og dans. Veitingar verða seldar á staönum. Borgfirðingafélagið hefir gef- ið út merki, Snorramerki, í sambandi við hátíðina. Verða þau seld á sunnudag í Reykja- vík, Akranesi, Borgarnesi og Reykholti. Allur ágóði af skemmtun fé- lagsins í Reykholti er ákveðið að Tenni til íþróttavallarsjóðs Ungmennasambands Borgar- fjarðar, en ágóði af merkjasölu á að renna til byggðasafns í Borgar f j arðarhéraði. Af hálfu íslendinga var það skilyrði sett, að allt herlið Ban(daríkjamanna skildi farið af vellinum innan sex mánaða frá því, að þessi samningur gekk í gildi, og völlurinn starf- ræktur upp frá því með venju- ' legu flugvallarstarfsliði ein- göngu. Sajnkvæmt þessum samningi milli íslands og Bandaríkjanna var síðasti her- maðurinn fluttur burt af flug- vellinum — og um leið hinn síð- asti, er dvaldi á íslenzkri grund, — í byrjun april síðastl. Um sama leyti var rekstri vallarins komið í það horf, sem venjulegt er um starfrækslu slíkra mann- virkja á friðartímum. I.A.C. og A.O.A. Um það leyti, er samningar tókust milli ríkisstjórna ís- lands og Bandaríkjanna um leigu á Keflavíkurflugvellinum til Bandaríkjamanna um visst árabil, náðust samningar milli ríkisstjórnarinnar í Washing- ton D.C. og flugfélagsins Amer- ican Overseas Airlines þess efn- is, að flugfélagið annaðist rekstur flugvallarins leigutíma- bilið út. Flugfélag þetta er deild úr American Airlines, sem er stærsta flugfélag Bandaríkj- anna. American Overseas Air- lines (skammstafað A.O.A.) stofnaðA síðan sérstakt félag til að annast rekstur flugvallarins og var það kallað Iceland Air- port Corporation (I.A.C.) Tók það félag raunverulega við rekstri vallarins um leið og her- inn hvarf þaðan á brott. Umferðin um völlinn. Keflavíkurflugvöllurinn er löngu viðurkenndur sem eins- konar allsherjar vegamót á flugleiðunum yfir Norður- At- landshafið, en það hefir þó aldrei komið eins berlega í ljós hversu mikla þýðingu völlurinn hefir fyrir alþjóðaflugsamgöng- ur og þá mánuði, -sem liðnir eru síðan herliðið hvarf algerlega af vellinum og rekstri hans hefir verýð hagað með farþega- flug eitt fyrir augum. ísland hefir tekið þátt- í öll- um alþjóðaráðstefnum, er haldnar hafa verið til að undir- búa og koma á stofn traustu og gagnkvæmu samstarfi þjóð- anna um millilandaflug. í sam- bandi við alþjóðasamþykktir um flugmál hefir íslenzka rikið gert gagnkvæma samninga um flugþjónustu við ýms lönd. Flest þeirra landa, er slíka samninga hafa, eru nú þegar farin að reka fastar áætlunarferðir yfir norðanvert Atlandshai Fyrst i stað var nokkuð um það deilt hér innanlands, hvort gera mætti ráð fyrir, að h;n er- lendu flugfélög myndu geta notað flughöfnina við Reykja- vík, sem viðkomustað hér á landi. En reynzlan var f]jét að skera úr um það, að hin eriendu flugfélög kusu öll að nota held- ur flughöfnina við Keflavík í sambandi við þessar áætlunar- ferðir. Flugfélögin, sem nota völlinn. American Overseas Airlines (Framhald á 4. siðu) Minnisvarði ura norska hermenn Ólafur rikisarfi Noregs, mun afhjúpa mininsvarða i Fossvogs- kirkjugarðinum, um norska hermenn, sem hér létu lífið á styrj aldarárunum. Athöfnin mun fara fram n. k. mánudag, eða daginn eftj* Snorrahátíðina í Reykholti. Það voru alls 35 hei'menn, sem hér biðu bana á styrjaldarárunum. Um 90 íslenzkir skátar sækja alþjóðamótið í París Fyrsta alheimsmót skáta eftir stríðið verður haldið i París 7.—21. ágúst næstkom- andi, og er gert ráð fyrir, að þátttakendurnir verði 45 þús. frá 43 löndum. Héðan fara 88 skátar á mótið. Skátarnir, sem fara héðan, skiptast þannig eftir búsetu: Akranes 1, Akureyri 8, Bolung- arvík 1, Hafnarfjörður 7, ísa- fjörður 8, Keflavík 16, Laugar- vatn 2, Patreksfjörður 1, Reykja vík 37, Sauðárkrókur 1, Selfoss 1, Stokkseyri 1, Siglufjörður 1, Vestmannaeyjar 4. Þátttakend- ur eru allflestir ungir, og hafa mjög fáir þeirra komið til út- landa áður. Islenzku skátarnir ætla sér að halda uppi landkynningu á mót- inu, m. a. með því að æfa glímu, vikivaka og kórsöng. Þá ætla þeir að hafa vandað hlið fyrir tjaldbúðum sínum, eins og títt er á slíkum mótum, og sýna þar m. a. Geysi og Heklu, ásamt myndum af landinu og frásögn- um úr sögu þjóðarinnar. Þá hafa þeir meðferðis allmikið af kvik- myndum. Eftir Parísarmótið er ætlun isl„ skátanna að dvelja 8—10 daga með enskum skátum í Lopdon. Skátarnir hafa fengið gjald- eyrisleyfi, sem svarar 500 kr. á mann. Flugvélin Hekla mun flytja þá báðar leiðirnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.