Tíminn - 19.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.07.1947, Blaðsíða 2
2 Lauyardafiur 19. jjúlí Heimsókn Norðmanna í dag eiga íslendingar von góðra gesta. Það eru fulltrúar Norðmanna, sem koma hingað í tilefni af Snorrahátíðinni, og aðrir norskir gestir, sem ætla að sækja hana. Um langt skeið hafa íslendingar ekki fengið gestakomu, sem hefir glatt þá meira. Og vafalaust gæti ekki þá gesti borið að garði nú, sem íslendingum væri kærkomnara að taka á móti en hinum norsku frændum sínum, er heimsækja þá í dag. Tilefni hinnar norsku gesta- komu er alkunnugt. Norðmenn hafa viljað sýna í verki þá þakkarskuld, sem þeir telja sig eigá að gjalda íslenzkri sagna- ritun. Þeir hafa jafnframt vilj- að sýna í verki, að þeir hafa ekki lönðun til að ágirnast og eigna sér frægasta sagnaritara íslend- inga, eins og stundum hefir ver- ið óttast hér á landi. En koma þeirra og hin veglega gjöf þeirra táknar þó miklu meira. Hún er hin augljósasta sönnun þess, að Norðmenn vilja styrkja frænd- semis- og vináttuböndin, sem löngum hefir tengt þessar tvær þjóðir saman. Hin veglega heim- sókn þeirra er fullkomin stað- festing þess, að norrænn bróð- urandi er öflugri í dag en nokk- uru sinni fyrr. Þegar á þetta allt er litið, er ekki að undra, þótt heimsókn Norðmanna sé okkur íslending- um kærkomin. íslendingar hafa jafann litið á Norðmenn sem nánustu frænd- og vinaþjóð sína. Þótt íslendingar vilji kapp- kosta góða samvinnu við allar þjóðir, hafa þeir ríkasta löngun til að treysta vináttuböndin við þessa frændþjóð sína og svo hinar frændþjóðirnar á Norður- löndum. Ef til vill hefir íslendingum aldrei orðið það betur ljóst en á stríðsárunum, hvern hug þeir bera til Norðmanna. Sá hugúr kom vel fram á lýðveld- ishátíðinni á Þingvöllum, er sendiherra Norðmanna var miklu meira hylltur en nokkur hinna sendiherranna. Á allri há- tíðinni var enginn hylltur meira, nema Kristján konungur, þegar lesin var upp hin drengilega heiliaósk hans. í þessu kom fram sú heita ósk íslendinga, að Norðmenn mættu brátt fagna frelsi sínu, eins og íslendingar fögnuðu fullveldi sínu þá. Og sjaldan hefir íslenzka þjóðin fagnað meira en i stríðslokin, þegar Noregur og Danmörk voru leyst undan hinu erlenda oki. Það er ósk og von íslendinga, að hin virðulega heimsókn Norðmanna megi verða til að styrkja vináttu og samvinnu þessara frændþjóða og norrænu þjóðanna allra. Þótt hin nor- ræna samvinna hafi enn ekki skilyrði til að vera eins víðtæk og margir munu óska, hefir hún mikla vaxtarmöguleika á mörg- um sviðum. í öruggu trausti þess, að hér sé stigið mikilvægt spor í þá átt, bjóða íslendingar hina góðu norsku gesti vel- komna og vænta þess, að ís- landsför þeirra verði þeim sjáJfum og þjóðunum báðum til gleði og gagns. / l laugardaginn 19. jiilí 1947 130. blað DANlEL ÁGIJSTl]\USSOTV: Ný rit um búnaðarmál Verndari braskaranna Með lögunum um byggingar- samvinnufélög hefir löggjafinn sýnt virðingarverða viðleitni til þess að hjálpa efnalitlu fólki til að eignast góðar íbúðir með kostnaðarverði. Skiptir þar mestu máli að ætlast er til að lán komi með ríkisábyrgð, sem nemur % af byggingarkostnaði. Síðar hefir byggingarsamvinnu- félögunum verið gefin nokkur hlutdeild i innflutningi bygg- ingarefnis, samkvæmt sérstök- um lagaákvæðum og hafa þau notfært sér þetta eins og vera bar og stofnað með sér bygg- ingarsamband. Með þessu ætti byggingarkostnaðurinn enn að lækka nokkuð. Flest bæjarfélög hafa tekið starfsemi byggingarfélaganna tveim höndum, einkum þar sem húsnæðisskortur hefir ríkt. Hafa þau greitt fyrir lóðaúthlutun handa þeim og veitt ýmsa aðra fyrirgreiðslu, svo að starfsemi þeirra gæti gengið sem bezt og sem flestir orðið aðnjótandi þess að fá góðar íbúðir með kostn- aðarverði. Hér er þó Reykjavíkurbær hrein undantekning. Hann virð- ist líta allt öðrum augum á þessa starfsemi byggingarsamvinnu- félaganna en önnur bæjarfélög, þrátt fyrir alla erfiðleika hér á útvegun húsnæðis. Sú saga er fullkomið hneyksli, eins og allar aðstæður eru hér í bænum. Und- anfarin tvö ár hefir sægur af einstaklingum fengið lóðir, bæði fyrir einkaibúðir og eins hafa margir fengið lóðir til þess að byggja á hús og selja þau með stórgróða í skjóli mikilla hús- næðisvandræða. Þess munu dæmi að sömu mennirnir hafi fengið hverja lóðina eftir aðra í þessu skyni og ýmsir fái lóðir til þess blátt áfram að selja þær, og byggja kannske á þeim kjall- ara og aðrir hafa ekki einu sinni fyrir því. Ekki mun það þó orðinn atvinnuvegur í bænum að fá lóðir og pranga þeim út í þá, sem bærinn neitar um lóðir, en nokkuð mun þetta algengt, því eftirfaranði auglýsing, sem birtist í Morgunbl. 7. maí síðastl. mun ekkert einsdæmi: Þessum skjólstæðing bæjar- yfirvaldanna hefir hlutnazt sú náð að fá hornlóð, þar sem hægt er að stunda verzlun og því verðmeiri en venjulegar lóðir fyrir íbúðir, og þar af leiðandi mjög gagnleg í braskið. Hins vegar hefir Byggingar- samvinnufélag Reykjavíkur, sem sótt hefir um lóðir fyrir 5. bygg- ingarflokk sinn í rúmlega 1l/2 ár engar lóðir fengið, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir forvígismanna félagsins, bæði skriflega og munnlega, þar til nú fyrir nokkrum dögum, að félaginu er gefinn kostur á smá lóð fyrir sambyggingu, af þeirri tegund, sem fæstir kjósa sér. Virðist þetta gert í afsökunarskyni við félagsmenn, og lítur jafnvel út sem storkun við þá, meðan ein- staklingar fá lóöir jafnt og þétt fyrir tvær og fjórar íbúðir saman. Byggingarsamv.fél. Reykja- víkur telur 850 félgsmenn og af þeim hafa aðeins 150 eða tæp- lega það fengið íbúðir. Verkefni félagsins er því mikið, meðan þessi fjöldi félagsmanna bíður eftir því að röðin komi að þeim með byggingar. Og þótt erfiðlega gangi um útvegun fjár nú um skeið, er það engin afsökun fyrir bæjaryfirvöidin, meðan bygg- ingarfélagið hefir jafnan áður notað lóðir sínar tafarlaust. Enda má það teljast ánægjulegt að menn vilji notfæra sér úr- ræði samvinnunnar í þessum efnum, sem öðrum, og snið- ganga mililiðina og braskið. Félagsmenn í Byggingasam- vinnufélagi Reykjavíkur eru að vonum undrandi yfir þeirri meðferð,sem málefni þeirra hafa hlotið hjá stjórnendum bæjar- ins. Þeir samþykktu því á all- fjölmennum aðalfundi sínum 9. maí síðastliðinn, með atkvæðum flestra fundarmanna og mót- atkvæðalaust eftirfarandi til- lögu: „Aðalfundur Byggingarsam- vinnufélags Reykjavíkur, hald- inn 9. maí 1947, lýsir óánægju sinni yfir því, að bæjaryfirvöldm skuli ekki hafa úthlutað félag- inu lóðum til bygginga á stein- húsum í 5. byggingarflokki, enda þótt sótt hafi verið um lóðirnar fyrir 1 ári og 3 mánuðum og sú umsókn ítrekuð hvað eftir ann- að. Skorar fundurinn fastlega á bæjaryfirvöldin að tefja ekki byggingar félagsins lengur á þennan hátt.“ Þrátt fyrir þessa áskorun hefir bæjarráð mánuðum saman þverskallast við að láta félag- inu í té nokkrar lóðir, fyrr en nú að það vill láta smá lóð fyrir sambyggingu, eins og áður segir, Hvað veldur þessari ráðs- mennsku skal ekki fullyrt hér, en þetta lítur út eins og bæjar- yfirvöldin telji það fyrstu skyldu sína að vernda braskarana, við- halda okrinu og dýrtíðinni í húsnæðismálunum og skapa húsamarkað í Reykjavík, sem mun vera heimsmet í okri. Þetta er ljót saga, en lærdómsrik fyrir þá kjósendur, sem vilja kynn- ast því, hvernig málefnum bæj- arins er stjórnað. Heiðarlegir stjórnendur myndu fyrst og fremst láta þá sitja fyrir lóðum, sem byggja hagkvæmast og eiga íbúðirnar sjálfir. Atvinnubyggingamenn myndu koma í annarri röð. Og þeir, sem hafa fengið lóðir til að selja þær þurfandi mönnum fyrir háar upphæðir, ættu taf- arlaust að endurgreiða bænum slíkan gróða. Þessu snúa bæjar- yfirvöldin alveg við. Þeirra Félagskerfi landbúnaðarins. Búnaðarfélag íslands hefir ný- lega gefið út bók sem nefnist Félagskerfi landbúnaðarins á íslandi. Höfundur hennar er Metúsalem Stefánsson. í formála segir höfundur: „í smáriti því, er hér liggur fyrir, er leitazt við að rekja í aðal- dráttum upphaf búnaðarfélags- skapar hér á landi, þróun fé- lagshugmyndanna, mótun fé- lagsskaparins, þroskun hans og starfsemi hinna ýmsu félags- þátta út af fyrir sig og félags- kerfisins í heild.“ Bókinni er skipt í þessa kafla: Upphaf búnaðarfélagsskapar, Þróun félagshugmynda, Aðdrag- andi að stofnun allsherjar bún- aðarfélags, Hreppabúnaðarfé- lög, Búnaðarsambönd, Búfjár- ræktarfélög, Búfjársýningar, Loðdýraræktarfélag íslands, Búnaðarfélag íslands og Stéttar- samband bænda. — Margar myndir eru í bókinni, m. a. af öllum ráðunautum Búnaðarfé- lagsins og öllum fulltrúum á síð- asta Búnaðarþingi. Beztu kýrnar. Nýlega er komið út á vegum Búnaðarfélags íslands allmikið markmið er að vernda stór- gróðamenn og braskara bæjar- ins, en setja fótinn fyrir heil- brigða viðleitni Byggingarsam- vinnufélags Reykjavíkur, til þess að byggja íbúðir fyrir sann- virði. Þau hundruð manna, sem sett hafa von sína á þessa úrlausn í byggingamálunum, munu verða þes; langminnugir, hversu bær- inn hefir tekið sanngjörnum óskum þeirra um lóðir fyrir hús sín, og áreiðanlega mun Reykja- vík hér hrein undantekning, því ölll önnur bæjarfélög í landinu gera sér far um að greiða fyrir þeim byggingum, sem eru hag- kvæmastar, enda þótt húsnæð- isvandræðin séu minni en í Reykjavík. En verndarar brask- aranna segja alltaf til sín. Með- an þeir ráða málefnum bæjar- ins, mun margur félaginn í Byggingarsamvinnufélagi Rvík- ur neyddur í klær þeirra. rit eftir Pál Zóphóníasson ráðu- naut, sem heitir: Beztu kýr nautgriparæktarfélaganna. í formálanum segir, að „tilgaug- urinn með þessu litla kveri er að gefa mönnum nokkra yfirsýn yfir þróun nuatgriparæktarinn- ar á landi hér, og gefa þeim jafnframt nokkrar upplýsingar um, hvernig okkar beztu kýr eru, og hvar þær er að finna. í því eru skýrslur um 436 kýr og myndir af 56 þeirra. Af skýrsl- um sést, hvernig hver oinstök kýr hefir reynst.“ Skýrslurnar bera það meö sér, að langflestar beztu kýrnar eru úr elztu nautgriparæktarfélög- unum, og sýnir það bezt, hver árangur hefir náðst af starfi þeirra. Rit þetta er á margan hátt stórfróðlegt fyrir mjólkurfram- leiðendur. Það er þeim bæði til gagns og fróðleiks að kynnast efni þess, jafnframt og það getur leiðbeint um, hvar beztu nautgripaættirnar er að linna. . í fjósinu. Nýlega er kominn út bækling- ur eftir Árna G. Eylands, sem nefnist: í fjósinu. Er þar rætt um gerð fjósa, vinnubrögð þar, mjaltavélar o. fl. Margt mynda fylgir til skýringa. Mjólkur- framleiðendum er áreiðanlega mjög gagnlegt að kynna sér efni þessa bæklings. Rannsóknir á jurtasjúk- dómum. Nýlega er komið út rit á veg- um atvinnudeildar Háskólans um rannsóknir á jurtasjúkdóm- um á árunum 1937—46. Höfund- urinn er Ingólfur Davíðsson, en hann hefir annazt þessar rann- sóknir á vegum atvinnudeild- arinnar. Einkum hafa rann- sóknirnar beinzt að tilraunum með sjúkdómavarnir á kartöfl- um, káli og rófum. Hefir oft náðst sæmilegur árangur og er skýrt frá helztu niðurstöðum í riti þessu. Jurtasjúkdómar og meindýr. Svo nefnist rit, sem nýlega er komið' út á vegum atvinnudeild- (Framhald á 4. síðu) Monhgnac- hellLrinn Sú athyglisverða frásögn, sem hér fer á eftir, birtist í seinasta hefti Dagrenningar. Þar sem ekki hefir náðst til höfundarins, sem dvelur nú erlendis, hefir Tíminn tekið sér bessaleyfi til að' birta hana. Jóiins Guðmuiiclssoii: Það var árið 1940, að tveir franskir drengir voru að kanínu- veiðum á hæð einni nálægt bæn- um Montignac á Suður-Frakk- landi. Hundurinn, sem þeir not- uðu við kanínuveiðarnar, hvarf þeim allt í einu skyndilega ofan í holu, sem þeir sáu þar fram- undan sér. Drengirnir fóru á eftir hundinum niður í holuna, og göngin niður víkkuðu stöðugt, unz drengirnir komu í stóran helli. Þeim var fyrst dimmt fyrir augum, en þegar þeir fóru að venjast skímunni í hellinum, sáu þeir að hellirinn var málaður að innan og alls konar dýramyndir voru á veggjum og lofti hellis- ins. Þeir fóru síðan heim til sín og sögðu frá þessum fundi sín- um. Þannig fundust einhverjar merkilegustu fornleifar, sem til þessa hafa fundizt í Evrópu og vel geta orðið til þess að ger- breyta allri þekkingu manna eða núverandi hugmyndum um hina fornsögulegu menningu í Ev- rópu. Fundi þessum mun hafa verið haldið leyndum, meðan Frakk- land var hernumið af Þjóðverj- um, en þegar að ófriði loknum var hann gerður heyrinkunnur, og vísindamenn hófu þar rann- sóknir sínar. Urðu þeir undrandi á þeirri einkennilegu list, sem þarna bar fyrir augu þeirra. Þeir lýstu því yfir, að þetta væru bezt varðveittu hellateikningar, sem enn hefðu fundizt í heimin- um. Sumir hafa kallað þennan Montignac-helli „Versali hinna fornsögulegu tíma,“ vegna þess hversu málverkin á hellisveggj- unum eru óskemmd og vel varð- veitt ennþá. Jarðfræðingar og fornfræð- ingar og margs konar aðrir fræðimenn hafa athugað Mont- ignac-hellinn og reynt að gera sér grein fyrir, hversu gömul þessi málverk eru. En ekki verð- ur sagt, að þeir hafi komizt að neinni niðurstöðu þar um, sem á sé byggjandi. Virðist þeim sem málverk þessi muni vera ein- hvers staðar milli 14000 og 28000 ára gömul, og muni vera gerð af hinum löngu útdauða Cro-Magnon kynþætti, sem talinn er hafa lifað í Evrópu endur fyrir löngu og búið þar við svipaða lifnaðarhætti og menningu og Indíánar Norður- Ameríku. Alit eru þetta getgátur einar, eins og að líkum lætur, og styðj- ast helzt við það, að sumar myndirnar í hellinum og ýms bein, sem fundizt hafa í ná- grenni hans, eru af löngu út- dauðum dýrategundum, sem menn vita þó nokkurn veginn um, hvenær muni hafa lifað í Evrópu. Hellir þessi, sem er allstór um sig, er skreyttur málverkum um loft og veggi. Málverkin eru vel gerð, og er efni það, sem í litun- um er og nú hefir verið rann- sakað, talið í engu lakara beztu litaefnum, sem nú er hægt að framleiða. Litirnir eru margir og litablöndunin margvísleg. Hafi þetta verið gert með híinum frumstæðu verkfærum Cro- Mignon mannanna, hefir það tekið langan tíma, og er furðu- legt, hversu vel það er gert. En auðvitað getur sú menning, sem þessi listaverk skapaði, hafa átt tæki og tækni til þessara hluta, sem nú eru týnd með öllu, eins og þessi menning sjálf er týnd. Enginn vafi leikur á því, að myndir þessar eru táknrænar, eða þær eiga að sýna einhverja ákveðna atburði úr sögu löngu gleymdra tíma og þjóða. Eng- inn skilur þaö nú. Hitt er einnig mjög svo sennilegt og styðst við líkur annast staðar frá, að hellir þessi hafi verið notaður sem einhvers konar kirkja eða must- eri til guðadýrkunar. í öllum málverkum Montignac-hellisins virðist eitt dýrið yfirgnæfa öll hin, bæði að stærð og eins af því, hve oft það er málað. Þetta dýr er nautið. Virðist því fólk það, sem þarna hefir átt hlut að máli, hafa dýrkað nautið á einhvern hátt, og einmitt það kemur heim við mörg hin gömlu trúarbrögð fornaldarinnar, sem eitthvað er kunnugt um, að nautið var þar mjög í heiðri haft. Nægir að minna á Indverja í þessu sam- bandi, þar sem nautið enn í dag er heilagt dýr. Menn muna og það úr Biblíunni, að þegar ( ísraelsmenn hurfu frá guðs- dýrkun þeirri, sem Móse bauð þeim að hafa, tóku þeir upp nautsdýrkun, — gullkálfinn. Þessi merkilegi fornleifafund- ur á vafalaust eftir að koma vísindamönnum þessarar kyn- slóðar í margvísleg vandræði. Hann sannar fyrst og fremst, að menn hafa lifað í Evrópu löngu fyrr en til þessa hefir verið ætl- að. Hann sýnir ennfremur, að það fólk, sem þar og þá hefir lifað, ‘ hefir verið búið að ná allhárri menningu, jafnvel í málaralist, en hún getur ekki orðið til fyrr en allháu menn- ingarstigi er náð í ýmsum öðr- um greinum. Hvernig hefir þessi menning týnzt er spurning, sem óhjákvæmilega hlýtur að verða varpað fram. Þessi merki- legi fornleifafundur við Mont- iknac er enn ein af mörgum sönnunum þess, að kenning nú- tíma vísinda um, að núverandi kynslóðir hafi vaxið upp úr dýrslegri villimennsku til nú- verandi menningarstigs, er al- gerlega röng. Allt bendir til þess, að á jörðinni hafi endur fyrir löngu lifað fólk, sem náð hafði háu þroskastigi á margan hátt, en af einhverjum óþekktum or- sökum hefir |iðið undir lok, sennilega mjög snögglega að mestu leyti — og þá vafalítiö í einhvers konar náttúruumbrot- | um. Sagan um Nóaflóðið og sögurnar um Atlantis og Lem- uríu eru endurminningar frá þeim löngu liðnu en stórmerki- legu tímum. Það er ekki gott fyrir vísindin, þegar steinarnir fara að tala. Vinnið ötullefia fyrir Tíniunn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.