Tíminn - 19.07.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.07.1947, Blaðsíða 3
130. blað TtMlIVN, laagardaglim 19. júlí 1947 3 FJÓRÐII KAFLI. Tækifæriskaup Erich. Kástner: Gestir í Miklagarði — Ég þekki það, svaraði dr. Hagedorn. Maður fær ekki að vinna, og maður má ekki örvænta. Ég kann- ast við það. En bara að guð gæfi, að ég næði einhvern tima ærlegu kverkataki á þessum Tobler, sem á Gljá- verksmiðjurnar — hann er einhver ríkasti maðurinn í allri Norðurálfu. — Hleyptu þér nú ekki í neinn ofsa. sagði móðir hans stillilega. — Segðum nú bara, að þú gætir fariö í minn stað — þú sem þrælar sýnkt og heilagt og aldrei hefir átt kost á því að koma út fyrir Berlinarborg. — Þú skrökvar þvi, ormurinn þinn, sagði móðir hans stórhneyksluð. Ég fór til Swinemunde með hon- um föður þínum sálaða, núna fyrir tuttugu árum. Og óg fór með þig suður í Harzen 1910 — það var þegar þú íékkst kíghóstann. Þar að auki get ég bara sagt þér, að við förum í bíó í kvöld — þeir eru að sýna Alpa- mynd. Og ég skal ímynda mér, að ég sitji upp á Matterhorni, þótt við verðum í rauninni að sætta okkur við neðsta bekk. — En ekki meira um það — ætlarðu ekki að fara með bláu fötin þín í Alpaferðina? — Náttúrlega, sagði dr. Hagedorn. Það verður ekki meiri glans yfir öðrum en mér, þegar ég er kominn í þau. Seinna um daginn strengdi frú Hagedorn snúru frá gluggakróknum í eldhúsinu yfir í hurðarlamirnar og hengdi á þær skyrtur hins sjöfalda sigurvegara. Og i skugga þeirra settust þau mæðginin að snæðingi. Aö því búnu fóru þau i kvikmyndahús. Doktor Hagedorn arkaði beint að miðasölu og sagði: — Tvö stúkusæti. — Því miður ekki til, sagði stúlkan., Hagedorn leit á móður sína með hátíðlegu látbragði og þóttist hafa orðið fyrir mestu vonbrigðum. — Hvað eigum við að gera? spurði hann, svo hátt, að stúlkan hlyti að heyra. Ættum við kannske að hætta við að sjá myndina? — Nei — við skulum sjá myndina, sagði móðir hans, fyrst ég er nú einu sinni komin alla leið hingað til Berlínar. Ég vil fá að sjá eitthvað af allri þessari stór- borgardýrð. Og hún laumaði til hans hálfu öðru marki um leið og hún sagði þetta. — Viljið þér fá sæti undir hljómsveitarpallinum? spurði stúlkan. — Nei, þakka yður fyrir, sagði Hagedorn. Við erum ekki gefin fyrir hljómlist eða neinn hávaða. — Á ég að segja yður, hvað þér getið gert fyrir okkur — lát- ið okkur bara fá sæti á öðrum bekk. — En annar bekkur er svo neðarlega og framarlega, sagði stúlkan. — Einmitt það, sem ég vil helzt, sagði þá frú Hage- dorn. Ég sit alltaf á fremsta bekk í leikhúsinu á Perlu- bergi. Ég vil langhelzt fremstu sætin. — Maðurinn hennar er nefnilega slökkviliðsstjóri, sagði doktor Hagedorn spekingslega og kinkaði kolli til stúlkunnar. Svo bauð hann móður sinni arminn og skálmaði inn í dimman salinn. Mynd þessi var tekin er fundur Olympiunefndarinnar var settur í Ridd- arahúsinu í Stokkhólmi fyrir skömmu. Á fremsta bekknum sjást prins- essa Margarethe og Axel prins frá Danmörku, sænsku krónprinshjónin og Ingeborg prinsessa. Á fundi nefndarinnar var ákveðið, að Olympiuleik- arnir 1952 skyldu haldnir á Norðurlöndum, sumarleikarnir í Helsingfors, en vetrarleikirnir i Osló. Mynd þessi var tekin i Paris fyrir skömmu. Mennirnir, sem sjást á henni, eru Bevin utanríkisráðherra, Delbos, sem var utanríkisráðherra Frakka fyrir styrjöldina og á nú sæti í frönsku stjórninni sem fulltrúi radikala, og Duff Cooper, sendiherra Breta í París. Þaö féll í hlut Svía, Emil Sandströms dómara, að vera formaður Palest- ínunefndar þeirrar, sem kosin var á þingi sameinuðu þjóðanna í vor til að undirbúa málið fyrir aðalþingið í haust. Mynd þessi var tekin af honum, þegar hann kom fyrst til Jerusalem. Ilann er umkringdur blaða- mönnum, sem cru að spyrja hann spjörunum úr. Kveðjuhljómleikar Stefáns íslandi Stefán íslandi heldur kveðju- hljómleika í Tripolileikhúsinu þriðjudaginn 22. júlí, kl. 9 síð- degis. Hann er nú á förum héðan til Danmerkur, syngur við Konung- legu óperuna næsta vetur, en 'æfingar að vetrarstarfseminni hefjast upp úr mánaðamótum júlí—ájgúst. Verður þetta því síðasta tækifærið fyrir Reykvík- inga til þess að njóta listar hans að sinni, Stefán hefir nú dvalið norð- anlands um hríð, eytt sumar- leyfisínu á bernskustöðvunum. Áður en hann fór norður, hélt hann tvær söngskemmtanir hér, og var aðsókn svo mikU, að margir urðu frá að hverfa. Verður því vissara fyrir þá, sem hlýða vilja á kveðjusöng hans, að verða sér úti um aðgöngu- miða í tíma. Hekla heldur áfram . að gjósa Gosið helzt stöðugt í Heklu, að vísu nokkuð misjafnlega mikið, en undanfarna daga virð- ist það hafa verið sízt minna en oft áður. Frá# Ásólfsstööum heyrðust drunur úr fjallinu öðru hvoru í fyrradag og eldar sáust um kvöldið í hraunstraumunum. Bar mest á eldunum í tveimur hraunfossum norðan við Hesta- réttina og talsvert fyrir framan Höskuldsbjalla. Vegna dimmviðra að undan- förnu hefir illa sézt til fjallsins, nema á miðvikudaginn, en er á daginn leið huldi Hekla sig öskumekki og féll þá á tímabili aska niður í Þjórsárdalinn. Gætþí þess einkum í augu, en ekki sá á jörð svo nokkru næmi. Tobler leyndarráð gerði tíðar ferðir í norður- og austurhverfi Berlínarborgar hina næstu-daga. Hann var að búa sig undir Alpaferðina. Meðal annars keypti hann þar bindi, sem mátt hefði ætla að væru frá fyrri öldum. Hann keypti líka þrjár röndóttar flónelsskyrtur, sem allar voru orðnar gulnaðar, tvenn ermalín, hörð skyrtubrjóst og tvenna tinhúðaða ermahnappa. Þetta fékkst allt í Tempelhof. í Nýja-Kóngsstræti keypti hann ullarsokka, sem voru sérstaklega ód^rir, því að hann fékk þá á útsölu. í Múnzstræti fékk hann stór og þung stígvél úr uxa- leðri. Daginn, sem leggja átti af stað, fékk hann loks jakkaföt, sem hann var fyllilega ánægður með. Þau keypti hann í kjallara í hliðargötu — þar voru sex þrep niður að ganga. Kaupmaðurinn, skeggjaður öldungur, raðaði varningi sinum á borðið. — Allt sama sem nýtt, sagði hann og leit hikandi á viðskiptavin sinn. Tobler skoðaði fyrst gulnuð og snjáð kjólkjöt, sem hann fékk strax mikla ágirnd á. En á hinn bóginn voru kjólföt kannske ekki sem allra hentugust, þar sem lausamjöllin var álnardjúp. Svo kom hann auga á ljósbrún jakkaföt, smáteinótt og með stórum fitublettum. Þessu næst skoðaði hann fötin, sem hann valdi sér. Þau höfðu í fyrndinni ver- ið fjólublá með ljósum röndum. En tíminn vinnur á öllu. — Mjög lagleg föt, þetta, sagði Tobler. Hvað kosta þau? i Útvegum allar stærðir og gerðir af sjálfvirkum, raf- knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús og heimili. Aðalumboðsmenn fyrir: Thomas Ths. Sabroc & Co. A/S Samband ísl. samvinnuf élaga of this Ciean, Family Newspaper The Christian Science Monitor s Free from crime and sensational news bias . . . Free from "special interest” control Free from politicai ----------- .................. .....—* . . . Free to tell you the truth about world events. Its own woríd-wide staflF of corre- spondents bring you on-die-spot news and its meaning to you and your family. Each issue fiiled with unique self-help features to clip and keep. I" The Christian Science Pablishinc Socicty I One, Nonray Street, Boston 15, M;ws. I | j Plcase send saniple copies I Name............... Strcet............. City.. PB-3 . .éuoixe........Statc......... □ o/ The Cbrisítan Science \ Monitor. * Please send a one-vrontb | tríal subscription. I en- K closc $1 Opið bréf til stúdenta Eins og áður hefir verið til- kynnt í blöðum og útvarpi efn- ir Stúdentasamband íslands til almenns stúdentamóts í Reykja- vík dagana 19.—21. þ. m. — Meginviðfangsefni mótsirus verður: 1. að gefa islenzku þjóðinni yfirlit um handritamálið og rök þau, er að því hníga, að vér íslendingar endurheimtum hin fornu handrit vor, svo og forna þjóðminjagripi, sem enn eru í vörzlu danskra safna, 2. að sameina alla íslendinga um rök þessi og ályktun, er á þeim sé reist, 3. og að leitast við að kynna dönsku þjóðinni hinn islenzka málstað, í fullu trausti þess, að þekking og réttur skilningur Dana á afstöðu vor íslendinga muni reynast oss öruggasta og skemmsta leiðin að settu marki. í þessu máli veltur því á mjög miklu, að allir íslendingar standi saman sem einn maður og haldi á málstað sínum með þeim virðuleika, er honum sæmir, en þó með fullri djörf- ung og festu. Við setningu landsmóts stúd- enta, sem fram fer laugardag- inn 19. þ. m. mun rektor há- skólans, prófessor Ólafur Lár- usson og prófessor Sigurður Nordal reifa þetta mál. Á fundi, sem haldinn verður mánud. 21. þ. m. er ætlast til að mótið geri um málið ályktun, sem gerð verði síðan kunnug alþjóð manna. — Vitandi það, að þér gerið yður grein fyrir mikilvægi þessa málefnis fyrir islenzku þjóðina og menningu hennar og sjáið nauðsyn þess, að sem allra flestir íslenzkra stúdenta, eldri sem yngri, standi að þeirri ályktun, sem gerð kann að verða, treystum vér því, að þér öll, er þess eigið nokkurn kost, komið til setningar mótsins og mætið á umræðufundinum og leggið með atkvæði ykkar mál- stað íslands lið. Reykjavík 10. júlí 1947 FR AMKV ÆMD ANEFND LANDSMÓTS STÚDENTA. Geirþ. Hildur Bernhöft cand. theol. ftr. Kvenstúdentafélags íslanda, Lúðvig Guðmundsson skólastjóri, form. nefndarinnar, ftr. Stúdentasambands íslands, Einar Ól. Sveinsson prófessor ftr. Háskóla íslands. Páll S. Pálsson lögfr. ftr. Stúdentafél. Rvíkur., Sig Reynir Pétursson stjórnarráðsfulltrúi, ftr. Stúd- entafél. Rvíkur, Geir Hallgríms- son stud. jur. ftr. Stúdentaráðs Háskóla íslands, Þorvaldur Kristjánsson stud. jur. ftr. Stúdentaráðs Háskóla íslands. tHbrpifSið Timsinn! Auglýsið í Tímanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.