Tíminn - 22.07.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN Simar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hX ' <BBM I orrSTJÓRASKRDTSTOFDR: EDDUHÚSI. Lindargötu Ð A Slmar 2353 og 4373 APGREEDSLA, INNHEÍMTA OG AUGLÝSDíGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Sfmi 233S 31. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 22. júlí 1947 131. balð 10—12 þúsund manns munu hafa sótt Snorrahátíðina Islendingar meta að veröleikum höfðinglega gjöf og heimsókn Norðmanna AUt að 12 þissuuti maiiits iiiuii hafa sótt Snorrahátíðina í Reykholti á sunnudaginn og hefir engin samkoma verið eins f jölsótt hér- lendis, þegar lýðveldishátíðin og Alþingishá-' tíðin eru fráteknar. Strax á laugardaginn byr juðu hátíðagestirnir að streyina til Reyk-' holts og höf ðu verið reist þar á annað hundrað j tjjöld um kvöldið. Rifreiðar, sem komu til Reykholts á sunnudaginn, voru rúmlega þús- und. Fullyrða má, að hátíðin hefir verið sótt af fólki úr öllum héruðum landsins. Hin mikla þátttaka sýnir bezt, að íslenzka þjóðin hefir a augljósan hátt viljjað endurgjalda þann bróð- nrhug, sem gjjöf Norðmanna og heimsókn þeirra er vottur um. Hátíðin fór mjög vel og virðu- lega fram og hjálpaði þar til, að veður var mjög gott um daginn. Veðurhorfur höfðu verið mjög dapurlegar til seinustu stund- ar, en á laugardagskvöld fór veður batnandi og hélzt svo á- fram, unz sólin braust fram um svipað leyti og Snorrastyttan var afhjúpuð og hélzt síðan Ólafur ríkisarfi flytur ávarp sitt í Reykholti. glaðasólskin allan daginn og eins mikil veðurblíða og bezt getur verið hér á landi. Hinir norsku gestir fóru héð- an úr bænum með Esju kl. 8 árdegis á sunnudag, ásamt mörgum íslendingum, sem voru í boði Snorranefndar. Esja flutti gestina t'il Akraness og var ekið þaðan til Reykholts. Þangað var komið um hádegisbilið. Mikill mannfjöldi hafði- þá tekið sér stöðu á áhorfendasvæðinu fram- an við myndastyttuna, er var sveipuð hvítum dúk. Síðan hélt áfram stöðugur fólksstraumur þangað og er gizkað á, að þar hafi verið saman komnar 10—12 þús. manns, þegar flest var. Hátíðin hófst kl. rúmlega 13. Fyrst lék Lúðrasveit Reykjavik- ur „Hyldningsmarsj" úr Sigurði Jórsalafara eftir Grieg, en síðan flutti forseti íslands ávarp það, sem hér fer á eftir: Forseti lslands flytur ræðu sína í "Beykholti. Yðar konunglega tign, kær- komnir gestir frá Noregi og aðrir tilheyrendur. Nokkru fyrir ófriðinn niikla höfðu góðir menn í Noregi á- kveðið að færa íslendingum að gjöf á sjöhundruðustu ártíð Snorra Sturlusonar líkneski hans, gert af fremsta mynd- höggvara Norðmanna. Vér mátum mikils þennan vináttuvott frænda vorra og hjartaþelið, sem lá að baki. Frestur varð á afhendingu gjaf- arinnar, vegna ófriðarins, þar til að við hittumst nú í Reyk- holti í þessu skyni. Þá hafði um langan aldur ver- ið góð frændsemi með þjóðum vorum. En hjartaylurinn kom ekki alltaf fram í dagsbirtuna. Á ég þar við oss íslendinga. Svo kom 9. apríl 1940. Þjóð- verjar gerðu innrás í Noreg og Danmörku. Þá þrast skurninn í einu vetfangi. Þá má máske líkja þessu við íslenzka hvera- hitann. Við göngum daglega um hverasvæðin án þess að finna verulega til jarðhitans, nema þar sem opnir hverir eru. En hitinn er þar samt. Það þarf umbyltingu til þess að hann komi fram í dagsljósið. Hann brýst þá gegnum jarðskorjvina, hvort sem hún er þunn eða þykk. Vér fylgdumst vel með hetju- baráttu norsku þjóðarinnar með konung sinn í farabroddi. „Slik vil Kongen leve for oss: Ved en sölvblek björkestemme, mot en naken várskoga mörke, stár han ensom með sin sönn. Tyske bombefly er over". ' 5)|^5! '¦ ' ¦' W :.. i Þannig kvað Nordahl Grieg. Oss fannst vér lifa með Norð- mönnum. Þeir fáu flóttamenn frá Noregi, sem náðu hingað til lands, voru oss kærkomnir gestir. Með sársaukablöndnum sam- hug fréttum vér af þeim, sem börðust með vopn í hendi; nokkrir þeirra hvíla í íslenzkri nHiltl; af þeim, sem voru á Grini; af Viggo Hansteen og Rof Wickström; af kennurun- um norsku af guðsþjónustunni fyrir utan dómkirkjuna í Nið- arósi. Og svo mætti lengi telja, að ógleymdu falli Nordahl Griegs, sem átti svo marga vini á íslandi. Og hjartaylurinn fór stöðugt vaxandi. Nú þykir oss ennþá vænna um gjöfina, sem fulltrúar þessarar hraustu frændþjóðar vorrar færa oss í dag. Verið velkomnir, norsku frændur. Snorrahátíð Norðmanna og íslendinga í Reykholti 20. júlí 1947 er hér með sett. Að lokinni ræðu forseta flutti Davíð Stefánsson hátíðakvæði sitt, snjallt og skörulega. Næst flutti Jónas Jónsson, formaður íslenzku Snorranefndarinnar, Á þessari mynd sézt greinilega nær allur hinn mikli mannfjöldi, sem kominn var saman á Snorrahátíðinni í Reykholti á sunnudaginn: Myndin er tekin ofan af þaki skólans, vestur yfir Snorrastyttuna og Snorragarð- inn. — Ljósm.: Guðni Þórðarson. aðalræðuna af hálfu Islendinga og er hún birt á öðrum stað. Þá flutti aðalræðuna af hálfu^ Norðmanna, Shetelig prófessor, varaformaður norsku Snorra- nefndarinnar, og er hún birt á öðrum stað. Að ræðu hans lok- inni steig formaður norsku nefndarinnar, Johan E. Mellbye, í ræðustólinn, fór fögrum við- urkenningarorðum um Snorra og bað Ólaf krónprins að af- hjúpa styttuna. Ólafur krón- prins steig þá í ræðustólinn og flutti ávarp, sem ekki verður hægt að birta að sinni, þar sem hann talaði handritslaust. Síð- an afhjúpaði hann styttuha. Um leið og blæjan féll af stytt- unni, sungu Karlakór Reykja- víkur og Fóstbræður þjóðsöng íslendinga, en því næst flutti forsætisráðherra þakkarræðu þá, sem birt er á óðrum stað. Að henni lokinni sungu kórarnir þjóðsöng Norðmanna, og þar næst ýms lög við mikinn fögnuð áheyrenda. Nokkru eftir sönginn, sýndi Matthías Þórðarson gestunum staðinn og Lúðrasveit Reykja- vikur lék lög úr Veizlunni á Sól- haugum eftir Pál ísólfsson. Þar með var hinni eiginlegu Snorra- hátíð lokið og gestir Snorra- nefndarinnar héldu frá Reyk- holti rétt fyrir kl. 6 og fór Esja með þá frá Akranesi um níu- leytið. Gekk ferð þeirra að öllu leyti hið bezta. Þegar Snorrahátíðinni lauk í Reykholti, hófst þar dans- skemmtun á vegum Borgfirð- ingafélagsins í Reykjavík, er fór að öllu leyti hið bezta fram. Var henni lokið um kl. 11. Fólks- flutningar frá Reykholti héldu áfram alla mánudagsnóttina. Eiífc atriði bættist inn í há- tíðahöldin í Reykholti, er ekki var vitað um áður. Norðmenn höfðu með sér 12 trjáplöntur frá Noregi af mismunandi teg- undum og voru þær gróðursett- ar í sérstökum reit, er mun bera nafn Ólafs krónprins. Gróður- setti prinsinn fyrstu plöntuna, en Mellbye, formaður norsku Snorranefndarinnar, þá næstu. Hiklaust má fullyrða, að Snorrahátíðin hafi farið eins vel og veglega fram og bezt var kosið og muni lengi verða minnisstæð öllum, er voru við- staddir. Snorrastyttan. Myndin er tekin rétt eftir að styttan var afhjúpuð, meðan þjóðsöngur íslendinga var sunginn. Hátíðahöldin í gær: innisvaröi um norska hermenn afhjúpaður Mátíðleg messugerð í Dómkirkjjunni og vegleg athöfn í Háskólanum í gærmorgun var afhjúpaður í Fossvogskirkjugarði mmnis- varði um þá norsku hermenn, sem féllu hér á stríðsárunum. Minnisvarði þessi er gefinn af íslendingum og eru fyrstu til- drög hans þau, að lagður var fyrir í þessu skyni ágóði, sem varð af leiksýningum, sem frú Gerd Grieg tók þátt í. Síðan hafa ýmsir einstaklingar lagt fram fé til minnisvarðans. Athöfnin við afhjúpun varö- ans hófst með því, að Brynjólf- ur Jóhannesson flutti ræðu, en hann var formaður þeirrar nefndar, sem sá um byggingu minnisvarðans. Síðan flutti Sig- urður Nordal snjalla ræðu, en karlakórinn Fóstbræður söng. Þá las Matthías Þórðarson nöfn þeirra 35 Norðmanna, sem lát- ist höfðu hér á stríðsárunum, en síðan bað Brynjólfur Ólaf krónprins að afhjúpa varðann. Gerði hann það og flutti ágæta ræðu við það tækifæri. Siðan voru lagðir margir blómsveigar á minnismerkið, m. a. af krón- (Framhald á 4. síðu) :':':':::.'N Ólafur krónprins afhjúpar Snorrastyttuna í Reykholti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.