Tíminn - 24.07.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.07.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PR AMSÓKN ARFLOKKURINN Simar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hj. I .ITSTJÓRASKRrPSTOFOR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Simi 3338 31. árj{. Reykjavík, fimmtudagiim 24. júlí 1947 133. bla» Ohagstætt verölag torveldar viðskipti islendinga og Dana Viðtal við Jón Helgason verksmiðjueiganda, sem eiim siimi var íþróttakeiinari í Péturshorg Á mánudagskvöldið fór með E.s. Dronning Alexandrine til Kaupmannahafnar fslendingur, sem er sjaldséður gestur hér heima á Fróni. Það er Jón Helgason íþróttakennari og verk- smiðjueigandi í Kaupmannahöfn. ÓLafur krórLprins á ÞingvöLLum íslendingar, sem verið hafa um lengri eða skemmri tíma í Kaupmannahöfn, kannast ^lestir við Jón Helgason íþrótta- kennara, sem er einn af mestu atkvæðamönnum í félagslífi ís- lendinga í þeirri borg. Þó er Jón yfirlætislaus maður, en þéttur á velli og þéttur í lund. Jón er Norðlendingur 62 ára að aldri. Hann er fæddur og uppalinn til 16 ára aldurs að Grund í . Höfðahverfi, sonur hjónanna Sigurfljóðar ljósmóð- ur Einarsdóttur og Helga Helga- sonar, bónda að Grund. Þegar Jón fór úr föðurgarði, fór hann til ísafjarðar og vann þar um þriggja ára skeið við ýmis störf. En Jón vildi sjá og reyna meira, en vera aðeins létta- drengur við ýmis störf heima á íslandi. Hann vildi fyrst og fremst fá að reyna á sig og sjá, hvernig umheimurinn væri. Þess vegna fór hann til Noregs, var þar í eitt ár, en kom síðan heim aftur og var þá við verzl- unarstörf á Siglufirði um tveggja ára skeið. Jón Helgason var á unga aldri sérstakur aðdáandi alls, er bar vott um líkamsrækt og karl- mannslund. Sennilega hefir það verið þessi tilfinning hans, sem réði því, að-hann dreif sig utan öðru sinni og hóf íþróttanám við Köbenhavns Gymnastyk Institute. Þar lauk hann kenn- araprófi í íþróttum. Seinna var Jón hjá hinum kunna íþrótta- frömuði Niels Buch og lauk ERLENDAR. FRETTIR HarÖir bardagar geisa nú á Java og telja Hollendingar, að þeim verði vel ágengt. Indones- íumenn kvarta undan skorti á flugvélum og stærri hergögnum, en segjast hafa nægar vopna- birsiðir til langs skæruhernaðar. Báðir aðilar hafa nú sent grein- argerð um styrjöldina til 'sam- einuðu þjóðanna. Indverska stjórnin hefir fordæmt aðfarir Hollendinga og ástralskir hafn- arverkamenn hafa lagt af- greiðslubann á hollenzk skip. Hryðjuverk hafa færst mjög í vöxt í Palestínu seinustu dag- ana og má segja, að fullkomin óöld sé ríkjandi í landinu. Bandaríkjastjórn hefir á- kveðið að leyfa 400 þús. útlend- ingum að flytja til landsins á þessu ári. Landflótta fólk hefir forgangsrétt. þaðan sérstöku kennaraprófi, sem aðeins úrvalsmenn gátu orðið aðnjótandi. íþróttakennari í Rússlandi. Þegar Jón Helgason hafði lokið námi sínu með óvenju- miklum dugnaði, stóðu honum opnar ýmsar stöður. Hann valdi eina af þeim, og gerðist íþrótta- kennari við íþróttaskóla rúss- neska ríkisins í þáverandi St. Pétursborg. Var hann þar um 9 ára skeið. Meðan Jón var í St. Péturs- borg, gerðust í landinu ýmsar breytingar. Meðal annars var skipt um einræði. Sú breyting hafði það í för með sér, að Jón er hafði nógar tekjur meðan hann vann hjá „borgaralega skipulaginu,“ fékk nú 4500 rúblur á klukkustund. Þau laun nægðu þó engan veginn sem framfærslueyrir vegna þess, hve peningarnir voru verðlitlir. Fluttist Jón því aftur til Kaup- mannahafnar. Þar hefir hann búið síðan og rekið þar verzlun og niðursuðuverksmiðju fyrir fiskafurðir og síld. Dýrtíðin hér torveldar viðskiptin við Danmörku, Tíðindamaður Tímans hitti Jón að máli rétt áður en hann sté á skipsfjöl og spurði hann tíðinda frá Höfn og Danmörku yfirleitt. Jón kvað viðskipti milli Danmerkur og íslands vera mun minni nú en ýmsir óskuðu eftir. Veldur skortur á gjaldeyri mestu þar um. Á þessu mun þó erfitt að ráða bót, því að Dönum þykja íslenzkar vörur alltof dýrar til þess, að þeir telji sér fært að kaupa þær, svo að nokkru nemi. Félagslíf fslendinga í Höfn. Jón kvað félagslíf meðal ís- lendinga í Höfn vera með svip- uðu sniði nú og stríðsárin, en (Framhald á 4. síðu) Ferðalög milli íslands og útlanda í júní Fólksflutningar milli ís- lands og útlanda hafa aldrei verið meiri í einum mánuði en í júnímánuði s.I. Samtals voru þá fluttir nær 3000 far- þegar. Til útlanda fóru samtals 1132 farþegar, þar af 720 íslendingar og 412 útlendingar. Af þessum farþegafjölda fóru 599 manns með flugvélum og 533 með skip- um. Frá útlöndum komu 1156 manns, þar af 537 með skipum og 619 með flugvélum. Af þeim eru 524 íslendingar og 632 út- lendingar. Af þessu yfirliti sést að all- miklu fleiri íslendingar hafa farið en komið, en hins vegar hafa líka þriðjungi fleiri út- lendingar komið en farið. Danir eru ennþá fjölmenn- asta þjóðin fyrir utan íslend- inga, sem ferðast hér á milli. Hafa 206 komið í mánuðinum, en 188 farið. Þar næst eru svo Bandaríkjamenn. Hafa 202 komið en 113 farið. Seiniistii fréttir frá Laxiiesi: Barnamjólkin þaðan reyndist 3. fl. og 4. fl. mjólk Rústjóriiin liefir nú beðið Mjúlkursamsöluiia :ið taka mjólkina og' mun hún verða aó láta hana í úrg'ang'smjólk Síðastl. laugardag var birt í Mbl. auglýsing frá Búkollubúinu í Laxnesi þess efnis, að „vegna undirbúnings niðursetningar nýrra véla og raflagna, verður mjólk frá Laxnesi ekki flutt til hluthafa fyrst um sinn.“ Auglýsing þessi mun ekki hafa vakið sérstaka athygli, þar sem hér gat verið um eðlilegar orsakir að ræða. Hins vegar er ekki ósennilegt, að hinar raunverulegu orsakir þessarar auglýsingar veki nokkra athygli, en Tíminn getur nú upplýst hverjar þær eru. Ólafur krónprins Norðmanna horfir yfir Þingvelii af Lögbergi ásamt Pálma Hannessyni rektor og frú hans og sendiherra Norðmanna, Andersen-Rysst. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). Ólafur krónprins flýgur heim til Noregs í dag ilann lieimsótti Akureyri í g'ser til að þakka |»á vinseiml, sein norska hernum var sýnd |»ar si stríðsármium Ólafur ríkisarfi Norðmanna kvaddi Reykjavík í gærmorgun, en kvöldið áður hafði hann þakkað móttökurnar hér með mjög ' snjallri ræðu, sem hann flutti í veizlu þeirri, sem norski sendi- ( herrann og frú hans héldu. Héðan fór krónprinsinn með Laxfossi kl. 7 árdegis til Akraness, en þaðan með forsetabílnum til Akur- ^ . i eyrar. I för með honum voru þeir Andersen-Rysst sendiherra og 1 Agnar Kl. Jónsson skrifstofustjóri. Gert var ráð fyrir, að krón- prinsinn væri kominn til Ak- ureyrar klukkan 7 í gærkvöldi, og sæti þá kvöldverðarboð bæj- arstjóra og forseta bæjarstjórn- ar Akureyrar. Eftir kvöldverðinn átti að vera samkoma í lystigarðinum á Akureyri og þar ætlaði Ólafur krónprins að flytja ávarp. Enn- fremur átti forseti bæjarstjórn- ar kaupstaðarins að halda ræðu. Tilefni heimsóknar Ólafs krónprins til Akureyrar er sú vinsemd og alúð, sem norskir hermenn mættu þar á styrjald- árunum. Mun krónprinsinn flytja Akureyringum þakkir Norðmanna fyrir þann vinar- hug og samúð, sem norska her- deildin varð þar aðnjótandi. Snemma í morgun ætlaði Ól- afur krónprins að leggja af stað flugleiðis til Noregs. Fer hann í norskri flugvél, sem hér hefir beðið hans. Fór hún frá Reykja- vík til Akureyrar í fyrradag. Norsku tundurspillarnir, sem Verða fiskveiðar Þjóðverja auknar Brezku stjórnarvöldin á her- námss'væði Breta í Þýzkalandi hafa nú til athugunar að leyfa Þjóðverjum auknar togara- veiðar. Samkvæmt brezkum blöðum hafa þessi mál verið tekin til nýrrar íhugunar eftir að brezka stjórnin hafði snúið sér til stjórna Noregs, Svíþjóðar, Dan- merkur, íslands, Belgíu og Hol- lands og spurt þær um, hvort þessar þjóðir vildu selja Þjóð- verjum fisk með allmiklum láns- fresti. Svörin munu yfirleitt hafa verið neikvæð. komu hingað á laugardaginn, fóru héðan í gærkvöldi eftir að norsku fulltrúarnir voru komnir úr Geysisförinni, sem íslenzka Snorranefndin gekkst fyrir. Fóru nokkrir fulltrúanna heim- leiðis með þeim. Síldveiðin Þoka hélzt enn á miðunum við Langanes í gær, eri heldur mun hafa létt til síðdegis. Síld var þar enn allmikil og höfðu ýms skip fengið góðan afla þrátt fýrir erfið veðurskilyrði. í gærmorgun hafði Raufar- hafnarverksmiðjan tekið á móti 20 þús. málum síðustu þrjá sól- arhringana. Nokkur skip biðu þar þá löndunar og von var á fleirum. Til Siglufjarðar hefir sama og engin síld borizt, enda hefir verið mikil þoka á vesturmið- unum og litillar síldar orðið vart. Eins og kunnugt er, var Bú- kollubúið í Laxnesi stofnað af nokkrum læknum hér í bænum til þess að sanna, að hægt væri að framleiða ódýrari og betri mjólk en bændur gerðu yfir- leitt. Jafnframt fengu þeir því til leiðar komið, að mjólkin frá búinu var seld beint til ýmsra neytenda í bænum, aðallegá hluthafa i fyrirtækinu. Var þetta leyfi byggt á þeim grund- velli, að búið framleiddi 1. fl. barnamjólk. Hér í blaðinu hefir áður verið sagt frá því, hvernig búinu hef- ir reitt af, fjárhagslega. Skuldir þess munu þegar vera komnar á aðra milj, kr. og hafa þó framkvæmdir ekki verið miklar né' fullkomnar, m. a. er fjósið talið mjög laklega úr garði gert. Svo var því komið i vetur, að forgöngumenn fyrirtækisins vildu gjarna sleppa frá því með góðu móti og virtist þeim gefast gott tækifæri til þess, er reynsluþtill maður og fáfróður um allan atvinnurekstur var gerður að borgarstjóra í Reykja- vík. Hann lét telja sér trú um, að Búkollubúið væri mesta fyrirmyndarbú á íslandi og lagði því til við bæjarstjórnina, að bærinn gerðist meðeigandi þess og síðan aðaleigandi. Hinir aðgætnari flokksbræður hans sáu hins vegar fljótt, hvílík glópska var hér á ferðinni, og hefir því málið legið í salti hjá bæjarstjórninni í næstum tvo mánuði. Það gerðist svo næst í þessu máli, að mjólkureftirlitið hér í bænum ákvað að kynna sér, hvernig barnamjólkin frú Bú- kollubúinu væri. Voru teknar til rannsóknar þrjár mjólkurflösk- ur, er búið hafði ætlað að senda til viðskiptamanna sinna, tvær af morgunmjólkinni og ein af kvöldmjólkinni. Niðurstaða rannsóknarinnar varð sú, að innihald beggja flasknanna með morgunmjólkina lenti í þriðja flokki, en innihald flösk- unnar með kvöldmjólkinni í fjórða flokki. Þar sem ekki þótti rétt að byggja frekari aðgerðir á þess- ari rannsókn einni saman, var ákveðið að’ gera svipaða athug- un nokkrum dögum síðar. Hún leiddi til nákvæmlega sömu niðurstöðu, kveldmjólkin fór í fjórða flokk og morgunmjólkin í þriðja flokk. Þótt það sé ótrú- legt, mun það samt satt, að 5800 sinnum fleiri gerlar reynd- usta vera í kvöldmjólkinni en leyfilegt er að séu í barnamjólk áður en hún er gerilsneydd, en mjólkin frá Laxnesi var ekki gerilsneydd. Þessar niðurstöður gátu vit- anlega ekki leitt til annars en að Búkollubúinu yrði bannað að selja barnamjólk. Til þess kom þó ekki, því að bústjórnin sneri sér áður til Mjólkursam- söíunnar og bað hana að taka af sér mjólkina og birti jafn- framt auglýsingu þá í blöðun- um, sem sagt er frá í upphafi. Mun Mj ólkursamsalan hafa orðið við þeim óskum að taka við mjólkinni, en hún mun verða að láta hana í úrgans- mjólk, því aö' strangt tekið má ekki telja 4. fl. mjólk sem neyzlumjólk, þótt hún sé geril- sneydd. Vonandi ætti þessi seinasti þáttur í sögu Búkollubúsins að nægja til þess, að borgarstjór- inn hætti við þá heimskulegu fyrriætlun að gera það að bæj- areign. Og þótt árangurinn sé vissulega ekki góður af þessum búrekstri, hefir hann þó verið gagnlegur og gott svar við þeim áróðri, sem haldið hefir verið uppi gegn bændum, að þeir (Framhald á 4. síðu) Ellefu norskir blaðamenn í boði Blaðamannafélags islands Um þessar, mundir dvelja hér norskir blaðamenn í boði Blaða- mannafélags íslands. Komu þeir hingað með Lyru og norsku tundurspillunum á laugardaginn var. Hafa þeir síðan fylgzt að mestu leyti með norsku fulltrúunum, sem komu á Snorrahátíðina, ♦ en þar fyrir utan verið með hinum íslenzku starfsbræðrum sínúm. Norsku blaðamennirnir, sem er» hér í boði Blaðamannafé- lagsins, eru þessir: Ingemunn Fænn, ritstjóri Bergens Tidendes Ósloavdeling, Oslo, Helge Gabler, blaðamaður Norsk Telegrammbyraa, Oslo, Ludvig Jerdal, blaðamaður, Dagen, Bergen, Olav Eide, rit- (Framhald á 4. siðu) Hér er Vilhelm Sviaprins að dansa við unga sænska stúlku, seift heitir Ker^in Elecrantz og er nýorðin stúdent. Mydnin er tekin á dansleik sem haldinn var eftir að prinsinn hafði verið gerður að heiðursdoktor við Stockhólmsháskóla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.