Tíminn - 24.07.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.07.1947, Blaðsíða 3
133. blað TÍMIM, fimmtudagiiui 24. jálí 1947 3 FIMMTIJGUR: Sigurleifur Vagnsson aðstoðarmaður við atviniiudeild Háskólans Sigurleifur Vagnsson, aðstoð- armaður Árna Friðrikssonar fiskifræðings við Atvinnudeild Háskóla íslands, til heimils á Grenimel 24 í Reykjavík, er fæddur 18. júlí 1897, að Kleifa- stöðum í Kollafirði í Gufudals- hreppi. Foreldrar hans, Vagn Guðmundsson, bóndi og kona hans, Þuríður Gísladóttir, bjuggu þá að Kleifastöðum, síð- ar að Fjarðarhorni í sömu sveit og loks að Hallsteinsnesi í Gufu- dalshreppi. Sigurleifur fluttist árið 1913 vestur á Bíldudal til hálfsystur sinnar, sammæðra, frú Þuríðar Þórarinsdóttur. Þar var hann til ársins 1934 og vann að verzl- unarstörfum er hann komst á legg, fyrst hjá H. Stephensen & Co., síðar hjá Bjargráðafélagi Arnfirðinga, á meðan það var við lýði og síðar hjá Ágúst heitnum Sigurðssyni, kaup- manni og útgerðarmanni. Síð- ari starfsár sín á Bíldudal var hann ávallt við skrifstofustörf og var samverkamaður Ás- björns heitins Júlíusar Nikulás- sonar, er var lengi oddviti í Suðurfjarðarhreppi og síðari ár sín kaupfélagsstjóri á Bíldudal. Voru þeir Sigurleifur miklir vin- ir, og undu ágætlega samvinnu á meðan þeim var hennar auð- ið, báðir voru afbragðs starfs- menn og höfðu hvor um sig óvenju fagra rithönd. Árið 1934 veiktist Sigurleifur og varð að fara á Vífilsstðahæli, þar sem hann var síðan sjúklingur um tveggja ára skeið. Náði hann þó sæmilegri heilsu og hefir haldið henni síðan, enda er hann mikill reglumað- ur og hefir beitt miklu vilja- þreki við að græða heilsu sína. Hann gekk í þjónustu Árna Friðrikssonar, skömmu eftir að hann kom af hælinu og hefir verið aðstoðarmaður hans stöð- ugt síðan. Telur Árni hann sína hægri hönd við fiskirannsókna- starfið, og kveðst hafa líkað æ betur við hann, sem þeir hafa lengur starfað saman. Sigurleifur er allstór maður vexti, fríður sýnum, dökkhærð- ur, svo sem títt er um Vestfirð- inga, vel eygður og sviphreinn, bæði góðlegur og greindarleg- ur, enda er hann drengur góð- ur, mannúðlegur, trygglyndur og fastlyndur, skýr maður og greindur, starfsmaður mikill og hinn vandaðasti til orðs og æðis. Hann er hugsandi maður, víð- lesinn, frjálslyndur víðsýnn og mannlegur á stundum. Hann er félagslyndur maður og fórn- fús í starfi að áhugamálum sín- um. Hefir hann t. d. lagt mikla rækt við félagsskap berkla- sj úklinga. Sigurleifur er kvæntur ágætri konu, Viktoríu Kristjánsdóttur. Hafa þau eignast 4 börn, einn son, er þau misstu ungan af slysförum og 3 dætur, er allar eru á lífi, hjá foreldrum sinum, frá 14 til 20 ára að aldri, ógift- ar. — Sigurleifur er nú staddur á Siglufirði, við störf sín fyrir Árna Friðriksson. Munu vinir og vandamenn senda honum hugheilar kveðjur sínar þangað. Hafnarfirði, 18. júlí 1947. Bergur Jónsson. Vér eigum ótal margt Aunnið eins og að líkum lætur. í allri þessari önn hefir við borið, að mönnum hafi fundizt tilhneig- ing íslendinga of rík í átt sagn- fræðilegra viðfangsefna og þeir um of horfa til liðinna tíma. Rás viðburðanna hefir hins vegar fært oss heim sanninn um, að sterk þjóðleg menning er styrkasta stoð frelsis og sannra framfara. Þessi skiln- ingur hefir orðið til þess, að sá ásetningur hefir styrkzt með þjóðinni að tengja nútið við fortíð. Mönnum hefir skilizt, að þótt starfið sé margt og að mörgu nýju þurfi að gefa gaum, þá er ekki ráðlegt að höggva vaxtarbroddinn frá rótinni. Ég hefi minnzt á reynslu vora í þessum efnum, — en hvað er hún hjá reynzlu yðar Norð- manna. Það er engin tilviljun, að þegar þér veljið oss gjafir, þá komið þér með líkneski af Snorra Sturlusyni og norskar þjóðminjar. Engin þjóð mun hafa betri skilyrði til að skilja, hve þýð- ingarmikið það er fyrir orku þjóðar, þroska og heilbrigðan þjóðarmetnað að rækja sögu sína og samband við forfeðurna. Vér höfum heyrt yður segja frá því, hvers virði yður var saga og minningar, þegar eld- raunin mikla hófst, sem norska þjóðin stóðst á þann veg, að hróður hennar er á allra vörum. Vér höfum séð norsku þjóð- ina bera járn og verða vel skíra. Vér höfum séð norsku þjóðina sverja sig í ætt þeirra glæsilegu hetja, sem sögurnar greina frá. Af því, sem vér höfum séð, og af því sem vér höfum heyrt frá yður, þá vitum vér, að gjafir eins og þær, sem þér hafið fært íslenzku þjóðinni, veljið þér vinum yðar. Þess vegna eiga hér við nú þau orð, er Gunnar á Hlíðarenda valdi Njáli vini sínum forðum: • „Góðar eru gjafir þínir, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna". Vinátta Norðmanna og ís- lendinga verður að haldast og hún skal haldast. En það ætti að vera meira en vinátta, það ætti að vera sam- vinna, meiri samvinna á öllum sviðum í andlegum og efnaleg- um málum. Ég held að grundvöllurinn, sem vér höfum á að byggja, sé þannig, að ef vér bara gerum skyldu vora hvorirtveggja, þá gætum vér gert samstarf þess- ara þjóða að fögru fordæmi, sem gæti haft þýðingu fyrir fleiri en oss, Norðmenn og ís- lendinga. En til þess er ekki nóg að tala, þótt það sé nauðsynlegt. Það þurfa að fylgja verk. Heimsókn yðar og góðar gjaf- ir marka þýðingarmikil spor. Óvanalega margir Norðmenn og íslendingar hafa nú verið mikið saman í nokkra daga. Eigum vér nú ekki að stíga á stokk og strengja þess heit, að vér skulum gera hvert á sínu sviði og öll saman, allt sem vér getum, til þess að Norðmenn og íslendingar fái sýnt það í verki, hvað drengileg samvinna tveggja vinaþjóða getur verið þýðingarmikil og heillarík fyrir báðar. Ef vér leggjumst öll á eitt, þá gæti svo farið að þessir dagar yrðu taldir marka tímamót í sögunni um samstarf tveggja bræðraþjóða. Erich Kástner: Gestir í Miktagarði ekki, hvernig það er, því að hann kvað þó vera ötull kaupsýslumaður. Og af göfugum ætum. En þetta kem- ur nú samt yfir hann, og líklega les hann of mikið. Það hlýzt sjaldan neitt gott af bóklestri. Það sést bara á þessu — nú fer hann eins og hver annar flæk- ingur suður í Alpa. Síminn glumdi. Hildur flýtti sér að borðinu. Þetta var gistihúsið. Hildur krafðist þess að fá að tala við gistihússtjórann sjálfan. Það varð dálítil bið á því, að til hans næðist. En svo kom hann. — Eruð þér gistihússtjórinn í Miklagarði? spurði Hildur. Gott — viljið þér gera svo vel að hlusta vel á það, sem ég segi? Annað kvöld kemur til ykkar ann- ar maðurjnn, sem sigraði í verðlaunasamkeppni Gljá- verksmiðjanna. Gistihússtjórinn sagði, að sér væri kunnugt um það. Hann sagðist hlakka til að taka á móti þeim góðu gestum. — Það er gott að geta hlakkað til einhvers, sagði Hildur stuttaralega. En þessi gestur mun gera yður gráhærðan, ef þér eruð það ekki fyrir. Hann kemur í gervi örsnauðs manns, þó að hann sé milljónamær- ingur. Gistihússtjórinn þakkaði innilega fyrir þessa vís- bendingu. Svo flaug honum spurning í hug. Hvernig gat milljónamæringur verið í gervi fátæklings? — Hann fékk þessa flugu í höfuðið, sagði Hildur. Hann langar til þess að kynnast mönnunum. Hann ætlar að skyggnast inn í sálirnar — skiljið þér? Ég er nákomin honum, og mér er annt um, að það verði gert vel við hann. Hann er í rauninni barn, og hann má alls ekki vita, að þið kunnið nein skil á honum og háttum hans. Hann verður að halda, að þið trúið því, að hann sé snauður maður, sem unnið hafi þessi verðlaun af einhverri slembilukku. En samt sem áður verður hann að njóta þeirrar umönnunar, sem hann er vanur. Gistihússtjórinn sagði, að hann skyldi sjá til þess. Hann spurði ennfremur, hverjir væru siðir þessa dul- arfulla gests. — Við viljum gjarna búa að honum, eins og hann á að venjast, sagði hann. — Það var fallega hugsað, sagði Hildur. Hlustið þér nú á: Hann er vanur að láta nudda sig annan hvern dag, hann safnar frímerkjum, á kvöldin leggjum við alltaf volga múrsteina í rúmið hans, og nautakjöt og englatítur finnst honum mata bezt. En hann er vand- látur á drykkjarföng — franskt konjakk þykir hon- um sérlega gott. — Og kettirnir — munið þér eftir köttunum, gall ráðskonan við, þar sem hún stóð i dyrunum, eins og valkyrja, sem býst til víga. — Eigið þér siamska ketti? spurði Hildur. — Nei? Þá verðið þér að útvega síamska ketti og hafa þá í herberginu hans. Ég sendi yður þúsund marka ávísun á morgun. Gistihússtjórinn sagðist hafa skrifað þetta allt hjá sér. Hann vildi ekki einu sinni neina borgun fyrir það aukaómak, sem hlauzt af komu þessa undarlega manns. Þeir voru ekki smásmuglegir í gistihúsinu þvi. Hann taldi jafnvel ekki nein vandkvæði á því að út- vega síömsku kettina. Það var því líkast, að hann þyrfti ekki annað en veifa hendi sinni, til þess að þeir kæmu. — Leyndarráðið kemur, hvíslaði frú Kunkel. — Verið þér sælir, sagði Hildur og flýtti sér brott. Brandes fór með þá Tobler og Jóhann i járnbraut- arstöðina. Hildur og frú Kunkel fylgdu þeim. Tobler horfði brosandi á þær, þar sem þær stóðu veifandi á brautarpöllunum. — Jæja, Jóhann, sagði hann svo og sneri sér að þjóninum. Munið þér nú allt, sem ég hefi sagt yður. Við stönzum í fáeina klukkutima í Regína-gistihöll- inni í Múnchen, og þar tek ég á mig gervi herra Schulze. Þér látið fötin, sem ég er í, í litla tösku, er þér farið með í pósthúsið og sendið heim. úg fer í vaðmáls- frakkann, sem Schulze verður í næstu daga, en þér farið í loðfeld Toblers leyndarráðs, er nú hverfur um sinn. Og eftir að við komum í brautarstöðina i Mún- chen þekkjumst við alls ekki. — Lofið mér að minnsta kosti að bera koffortið yðar inn í lestina, sagði Jóhann. — Það geri ég sjálfur, svaraði Tobler. Við verðum ekki heldur í sama klefa. Cftvegum ini‘ð stuttuni fyrlrvara Frigidaire kæliskápa frá Ameríku, gegn gjaldeyris- og miifluÉiiingsleyfum. Samband ísl. samvinnufálaga jj Noregur—ísland illilandakeppnin Fer fram í dag, fimmtudaginn 24. þ.m. kl. 8,30 s. d. — Dómari: L. E. Gibbs | Lúðrasveit Reykjavikur leikur á veiiinunn. frá ki. 8 síðdegis. — Aðgöngumiðar seid- ir á Iþróttaveilinum frá kíukkan 2 í dag Samtaka nú! Allir nt á völl! tttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttt ttttttttttttttttmttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttutttt: AMERICAN OVERSEAS AIRLINES TILKYNNIR Aukaflugferð næsta fimmtudagsmorgun, 24. júlí til :: Kaupmannahafnar ög Stockholm. Upplýsingar og far- H miðasala hjá p G. Helgason & Melsted h.f. | Sími 1644. :1 tt Sænskt timbur Útvegum timbur frá Svíþjóð gegn gjaldeyris- og inn- flutningsleyfum. Getum afgreitt í heilum skipsförmum á hvaða höfn sem er á landinu, og einnig með skipum Eimskipafélags íslands í smærri sendingum með hleðslu í Gautaborg. Geir Stefánsson & Co. h.f. Varðarhúsinu, Reykjavík. Sími 5898. FIMMTI KAFLI. Mikligarður Það voru venjulega sömu gestirnir, sem dvöldu á vetrum í Miklagarði í Bruckbeuren. Og þeir, sem ekki voru þar fastir gestir, urðu það venjulega, ef leið þeirra lá þangað einu sinni. Það gat varla hjá því farið. Innilegustu þakkir fyrir góðar gjafir, heimsóknir og hamingjuóskir á 70 ára afmæli mínu, 7. júlí s.l. Guð blessi ykkur öll. Arnór Gislason, Gröf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.