Tíminn - 25.07.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.07.1947, Blaðsíða 3
134. blað TlMIM, föstndagiim 25. jiilí 1947 3 Attræður Benedikt Pétursson liómli. Suðiirkoti í Vog'urn Beneclikt Pétursson bóndi að Suðurkoti í Vogum varð áttræð- ur 23. maí s.l. Dagurinn var bjartur og blíðlegur. Og afmæl- isbarn'ið var hvátt í spori og mun hafa verið með léttu yfir- bragði að vanda, þegar það fagnaði gestum. sínum þann dag, sem heimsóttu það til að þakka gamla og nýja kynningu ög árna því allra heilla í fram- tiðinni. Benedikt er fæddur og upp- alinn í Vogum og hefir alið þar állan'sinn aldur, til þeása dags. Hann er sonur Péturs Andrés- sonar og Gu'ðrúnar Eyjólfsdótt- ur frá Tumakoti í Vogum. Voru þau hjón þekkt fyrir dugnað, drengskáp og hjálþsemi. Benedikt ólst 'upp með for- eldrum sínum, og var elztur 9 systkina, sem upp komust, eru 4 enn á lífi hérlendis og ein systir í Ameríku. Fyrir tæpum 50 árum kvænt- ist Benedikt Sigríði Brynjólfs- dóttur frá Vigdísarvöllum. Reistu þau bú að Suðurkoti í Vogum og hafa búið þar síðan. Eru gömlu hjónin nú að af- henda börnum sínum jörð og bú, en búast sjálf til hvíldar að loknu starfi. <4 ; Þegar þau nú líta til baka yfir nær hálfrar aldar sam- starf, þá verður þeim báðum hugsað til þess, sem áunnizt hefir. Er þá fyrst traust og virðing samborgaranna, sem þau eiga óskipt, fyrir frábæra gestrisni og greiðasemi. Jörð- inni skila þau af sér til mann- vænlegra uppkominna barna sinna, Er hún með góðum bygg- ingum og fullræktuð til véla- notkunar. Hér er því farsælt starf að baki og við þessi tíma- mót er vert að minnast þess, að gifta hefir hér jafnan fylgt starfi. É°- vil nota þetta tæki- fræri til að færa þeim sjónum Benedikt Péturssyni og Sigríði Brynjólfsdóttur, innilegar þakkir okkar sveitunganna, fyrir góða sambúð og farsælt samstarf. Þegar ég fyrrgreindan dag, var við vinnu mína/ og sá ís- lenzka fánann dreginn að hún í -tilefni dagsins, og afmælis- barnið ganga léttum skrefum um æskustöðvarnar — hinn sólríka, kyrra vordag — þá gaf hið hátíðlega viðhorf og lífssaga afmælisbarnsins mér tilefni til margvíslegra hugleiðinga. Frekar þarf ég ekki að kynna þau hjónin, Benedikt Pétursson og Sigríði Brynjólfsdóttur, — enda verður það gert á öðrum stað. Ég læt því þessar fáu lín- ur nægja — í tilefni dagsins, 23. maí s.l. Mér þykir viðeigandi, að húsfreyjunnar, Sigríðar Brynjólfsdóttur sé hér getið í tilefrii dagsins, því að hún heíir verið manni sínum samhent, frá því að sambúð þeirra hófst til þessa dags. Megi ævikvöld þeirra verða þeim friðsælt og blessunarríkt. K. R. mikill þjóðflokkur, gutarnir. Þeir hafa orðið fyrir .allmiklum römverskurh áhrifum, einkum i verzlun og vinnubrögðum, en tfúarbrögðin eru norræn, þ. e. þeir eru Ásatrúar, og þjóðságnir o’g þjóðsiðir eru af sömu rótum spföttih. Þeir hafa fram til þess tíma verið sjálfstæðir, haft sín eigin þing og valið höfð- ihgja sína sjálfir og.ekki goldið þeim neina skatta. Ránsferðir yíkinga til Gotlands fara þá að gerast tíðar og þykir því Got- igndingum rétt af öryggisástæð- úm að leita liðsinnis. Svíakon- ungs. Forn munnmæli herma, áð Gotlendingar hafi valið einn áf höfðingjum sínum til að ræða þetta mál við konung, en kon- ijngur hafi vitað um erindi hans ög talið klókt að taka honum fálega. Þegar sendimaður kom,. sat konungur undir borðum. Konungur lét hann standa ffammi við dyr meðan borðhaldið stóð yfir og yrti ekki á hann. Þá er konungur hafði matast, sneri hann sér loks að sendi- manninum og spurði tíðinda frá Gotlandi. Sendimaður svaraði hógværlega, að stórtíðindi vissi hann, engin þaðan, nema þá helzt þau, að hryssa ein hefði nýlega átt þrjú folöld. Þeir kon- ungur ræddu þannig góða stund í léttum tón, og líkaði konungi svo vel orðfimi sendimannsins, áð hann breytti fyrir^etlun sinni og’ lauk samningum þeirra í bróðerni. Gotland skyldi leggjast undir Svlakonung, en hann sjá uim varpir þess. Konungur skyldi ekki geta lagt aðrar kvaðir á Gótlendinga en þær, að þeir leggðu honum til sjö mönnuð herskip í hernaði og ^reiddu honum 60 mörk silfurs í skatt árlega. Raunverulega hélt Got- land sjálfstæði sínu í margar aldir eftir þetta. Gotland verður miðstöð verzlunar í Eystrasalti. Eftir 800 færðist verzlunin við Eystrasalt alltaf meira og meira til Gotlands. Gotlendingar voru öðrum ötulli sem verzlunar- og siglingamenn. Hinar dýrmætu vörur Indlands og Perslands komu þá aðailega eftir tveimur leiðum til Vestur-Evrópu. Önn- ur var sjóleiðin um Gibralt- arsund. Hin leiðin lá um Kaspía- haf og Svartahaf og ef.tir fljót- um Rússlands til hinnar miklu verzlunarborgar þeirra tíma, Hólmgarðs. Þangað sóttu Got- lendingar þessar vörur, ásamt rússneskum skinnum og öðrum afurðum, og fóru síðan með þær til annarra landa, m. á. Eng- lands og Hollands, og fengu í staðinn silfur eða aðra verð^ mæta hluti. Þá sömdu þeir við margar aðrar þjóðir, að skipum þeirra skyldu frjálsar allar hafnir í Gotlandi, ef gotlenzkir kaupmenn fengju gagnkvæm réttindi í löndum þeirra. Þannig beindust mikil sigling og stór- felld viðskipti til Gotlands og gotlenzkir kaupmenn öðluðust víða sérrétttindi, eins og t. d. 1 Rússlandi, Þýzkalandi, Sviþjóð og Englandi. Með þessurú og öðrum hætti varð Gotland mesta viðskiptastöðin á Norðurlönd- um og meiri auður safnaðist þar saman en á nokkrum öðrum stað í Evrópu. Þjöðverjar koma til sögunnar. Þótt Gotlendingar rækju stór- fellda verzlun, myndaðist þar lengi vel engin sjálfstæð verzl- unarstétt, heldur voru það stór- bændur, er önnuðust verzlun- ina. Af þessum ástæðum reis þar ekki heldur upp neinn stór verzlunarstaður. Það gerðist ekki fyrr en þýzkir kaupmenn komu til sögunnar. Þeir urðu fljótt skæðir keppinautar Got- lendinga og sóttu það fast að fá sérstakan verzlunarstað á Gotlandi. Gotlendingar létu þeim þá eftir staðinn, þar sem Visby er nú, og mun þar hafa (Framhald á 4. siBu) Erich Kástner: Gestir í Miklagarbi Hitt gat aftur á móti hugsazt, að til væru menn, sem aldrei kæmu í Miklagarð. En -það var óheyrt, að menn hefðu komið þangað einu sinni — og síðan aldrei meir. Svo ólíkir sem gestirnir í Miklagarði voru, þá var eitt sameiginlegt um þá alla — þeir höfðu allir gnægð peninga. Haustið var ekki einu sinni gengið í garð, þegar bréfin byrjuðu að streyma milli Berlínar og Lundúna, Parísar og Amsterdam, Rómaborgar og Var- sjár, Hamborgar og Prag. Fólk vildi vita fyrirætlanir ýmsra bridgespilara, sem það hafði kynnzt í Mikla- garði á síðustu árum, eða ráða ráðum sínum við fé- laga úr hópi skíðafólksins. Svo bar fundunum saman, þegar leið á veturinn. En það voru ekki aðeins gestirnir, sem héldu tryggð við Miklagarð. Sama máli gegndi um starfslið gisti- hússins. Skíðakennararnir voru auðvitað alltaf hinir sömu. Þeir voru búsettir í Bruckbeuren. Þeir voru synir bændanna þar í grenndinni eða þá kaupmanna eða bílstjóranna. í bernsku sinni höfðu þeir selt þar póst- kort, sígarettur og minjagripi. Þjónarnir og matsveinarnir voru einnig hinir sömu, og kjallarameistarinn, karlinn í barnum, bílstjórarnir, bókararnir, danskennararnir, hljóðfæraleikararnir, þernurnar og burðarkarlaxmir komu einlægt aftur á hverju hausti. Það var eins vist og snjókoman. Einu undantekningar voru, ef svo illa tókst til, að einhver þeirra dó í sumarhitunum. En við slíku var ekki hægt að gera. Það er nú skrattinn sá. Gistihússtjórinn, herra Kúhne, var búinn að gegna starfi sínu í heilan áratug. Hamx kaus að vísu miklu fremur að lifa lifi sínu sem frjáls maður — þvi var ekki að leyna. En hvaða rétt hafði hann til þess? Hann var ágætur skíðamaður. Hann fór alltaf á skíði, þegar hann hafði borðað morgunverðinn. Og á kvöldin dansaði hann við frúrnar frá Berlín, Lundúnum og París, og enginn kunni eins vel að trukka þær og hann. Hann var ókvæntur. Og gestirnir hefðu áreiðanlega saknað hans. Hann gat ekki komizt hjá að vera gisti- hússtjóri meðan hann tuggði smérið — minnsta kosti ekki á meðan hann gat dansað. Að því tilskildu, að hann kvæntist ekki. Annars átti Polter, yfirdyravörðurinn, mestan þátt í því, hve gistihúsreksturinn gekk vel. Hann unni Mikla- garði eins og sínu eigin afkvæmi. Og hann var líka svo gamall, að hann hefði þess vegna getað verið faðir þess. Hann var jafnan í fagurlega skreyttum einkennis- búningi og kunni fjölda tungumála, og auk þess gat hann hrósað sér af geysimiklu, hvítu keisaraskeggi og iljasigi. Hann var gæddur svo ríkri réttlætistilfinningu, að hann gerði varla nokkurn teljandi mun á gestun- um og starfsfólkinu. Hann vakti yfir því af viðlíka strangleik, að báðir aðilar fylgdu gömlum venjum gisti- hússins. Svona lá þá landið. Það voru bara lyftudrengirnir, sem uxu upp úr starfi sinu. Það ólán gat ekki komið fyrir aðra. Og það stafaði af því einu, hve fljótt þeim hætti við að verða fullorðnir menn. Það fer ekki vel á því, að lyftudrengii'nir séu kannske fertugir. Tvénnt var óhjákvæmilegt til þess að reka svona gistihús: fjöll og snjór. Það væri vonlítið að reka slíkt gistihús, þar sem annað hvort vantaði fjöll eða snjó, og ógerlegt, þar sem hvort tveggja vantaði. Það lítur svo miklu betur út, að þetta sé hvort tveggja til staðar. Auk snjós og fjalla er auðvitað ágætt að eiga að- gang að fáeinum jöklum. Loks er æskilegt, að í grennd- inni sé isi lagt fjallavatn, fáeinir kyrrlátir skálar í skógi, sel með gaslukt í rjáfrinu, dálitlum bar og hentugum legubekkjum, foss i klakaböndum, dimmur greniskógur, þar sem kvenfólk getur orðið hrætt við brak í greinum, er brotna undan snjóþunganum, hlýtt og þægilegt pósthús og svifbrautir, sem flytja náttúru- vinina fyrirhafnarlaust upp á hæstu tindana. Háir fjallatindar gera yfirleitt mestu lukku, því að þar uppi missir fólk það lítið, sem eftir er af viti i því. Þar bindur það. fjalir neðan á stígvélin og rennir sér ýmist á þeim eða rassinum eftir fönnunum, kútveltist og endasendist, og brunar í alls konar sveigum og köstum niður hlíðarnar, unz það hafnar við girðingar eða-i^é. Þegar niður er komið, fara sumir inn i gisti- húsið og setjast þar að snæðingi. Aðra er farið með til læknisins, sem gipsar utan bi'otna fætur og sér um, að farangur sjúklinga sé sendur til lækningastöðvanna í sólríkustu héruðum á ströndum Miðjarðai'hafsins. Við þetta vinnst margt. í fyrsta lagi græða læknarn- ir stórfé á hverri manneskju, sem skaðar sig, og í öðru lagi losna hei'bergi i gistihúsinu, svo að nýir gestir geta komizt að. Natura non facit saltus. Þeir íþróttamannanna, sem komast klakklaust heim, bel gja í sig kaffi og kökur, lesa blöðin, skrifa bréf um afrek sín, spila bridge og dansa. Þetta má allt gera, án þess að hafa fataskipti. Fólkið er allt í bláum, norskum skíðafötum, í stormblússum og með trefla um hálsinn og þunga, járnaða skó á fótum. Það eru að- eins þjónarnir, sem þá eru í skrautklæðum. En svo kemur kvöldið, og þá birtast gestirnir í nýju Útvegum með stuttum fyrirvara Frigidaire kæliskápa frá Ameríku, gogn gjaldcyris- og miifliiÉiifngslcyfum. Samband ísl. samvinnufélaga PARIS — REYKJAVIK „HEKLA“ Skymasterflugvél Loftleiða h.f., sem fer 2 ferðir til Parísar í byrjun ágústmánuðar, getur tekið far- þega þann 4. ágúst frá París til Reykjavíkur. Upplýsingar í skrifstofu félagsins, Hafnarstræti 23, Reykjavík. Sími 1485. Loftleiðir h.f. Nýkomið: Plómsulta, Jarðarberjasaft, Hyldeberjasaft, Blönduð ávaxtasaft. (iROt) Hjartanlegt þakklæti færi ég öllum þeim, sém auð- sýndu mér vináttu og samúð, við andlát og jarðarför mann ins míns Ingvars Pálinasonar alþingismanns. Margrét Finnsdóttir, Ekru, Neskaupstað. Ifalló, llalló . . . (Framliald af 2. síðu) sem með þá vél verzlaði hafði enga varahluti, og vöntun á þessum litla hlut gerði hana ónothæfa. í deild S.Í.S. var sýnt frá Gefjuxx, og var þar margt gott að sjá. Nú er vei'ið að stækka Gefjun, og er vonandi að hún aixni þá betur að framleiða, svo hún geti betur en xxú fullnægt eftirspurninni. Og eins og gjald- eyrismálum okkar er íxú komið er það nxikil nauðsyix, ajð geta framleitt sem mest til klæðnað- ar landsnxanixa í landinu sjálfu. XI. Möixnum, sem verið hafa á svipuðunx landbúnaðarsýning- um erlendis, bar saman um, að þessi sýnirxg stæði sýningum annars staðar að sumu leyti jafnfætis. Og hlutur garðyrkju- manixa — garðyrkjusýningin — þótti jafixvel standa erlexxdum sýningum framar að glæsileik. Það má fullyrða að sýningin heppnaðist vel og betur eix menn gerðu sér voixir um. Þó dró verkfallið úr að ýmsu leyti. Undirbúningur varð ekki eins góður vegna þess. Sýningar- munir voru í skipum á höfninni, og komust ekki á sýninguna. Og aðx'ir fóru aftur með þeim út, eins og það sem var í Di'ottn- iixgunni, átti að fai'a hér á land, og sýnast, en fór með henni aftur. Þetta gerði að sýningixx varð ekki eiixs og til stóð, og þeir ætluðust til, er að henni stóðu. Engu síður nxá fullyrða að sýningin gaf mörgum yfirlit yfir þróun landbúxxaðarins. Hún gaf líka íxokkra innsýn í fram- tíðiixa, og margur bóixdixxn fór heim af henni með þá ákveðnu hugsun að íxá sér eins fljótt og ástæður leyfðu, í þetta eða hitt verkfærið er hann sá þar, og sá nú að hann í síixum búskap gat haft margfalt gagn af. En oft verður byr að í'áða, og hér verða það gjaldeyrismálin og fram- leiðslugeta annai’ra landa sem takmarka hve fljótt hamx getur gert ósk sína uppfyllta. Eix við voixum allir, að það verði sem fyrst, að sú tækni, senx menn sáu í hillingum á sýningunni, en sem þó er orðin pei’sónuleg eign einstakra bæixia, verði almenningseign. Og um að svo megi verða veit ég að allir bæixdur eru sammála í hjarta sínu, og þess vegna vona ég að þeir vinni líka saman að því. 20. júlí 1947.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.