Tíminn - 26.07.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.07.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. ! .ITSTJÓRASKRIPSTOFDR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Simar 2353 og 4373 APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndaxgötu 9A Slml 333S 31. árg. Reykjavík, laugardaginn 26. jjúlí 1947 135. blao' Landskeppnin í knattspyrnu milli Norðmanna og íslendinga Eins og vænta mátti, lauk landskeppninni í knattspyrnu milli Norðmanna og íslendinga með sigri hinna fyrrnefndu, 4:2. Leikur íslénzka liðsins var þó mun betri en Ieikur íslenzka úr- valsliðanna gegn brezku knattspyrnumönnunum í vor, enda var norska liðið ekki eins sterkt og þeir. Markafjöldinn má teljast allgóður mælikvarði á styrkleika landsliðanna. DÖNSKU KONUNGSHJONIN Norðmenn úthaldsbetri. í heild var landsleikurinn frekar fjörugur og skemmtileg- ur, en ekki alltaf vel leikinn að sama skapi. Samleik og stað- setningu var oft mjög ábóta- vant hjá báðum liðunum, þótt meira bæri á því hjá íslending- um. Má vera að hjá Norðmönnum hafi þetta eitthvað stafað af því, að þeir voru óvanir malar- velli. Hins 'vegar var kapp og dugnaður leikmanna mikill, en það gerði einkum giftumuninn, að Norðmenn héldu betur út. Leikmennirnir. Það er alltaf vandasamt að gera upp á milli einstakra leik- manna, en vafalaust er það þó flestra dómur, að Albert Guð- mundsson, sem lék miðfram- herja, hafi verið bezti maður- inn á vellinum. Hann sýndi jafnt mikla leikni með knöttinn, mik- inn flýti og glöggt auga fyrir réttri staðsetningu. Hann var langsaml. bezti maður íslendinga á véllinum og myndi hafa'sómt sé? vel i hvaða landsliði, sem var. Án hans hefði útkoman orðið íslendingúm stórum ó- hagstæðari, enda heyfðust ýms- ir segja: Hvernig fer, þegar við missum Albert, en hann er nú ráðinn atvinnuknattspyrnumað- ur til Prakklands. Norðmenn sýndu líka, að þeir kunnu að meta hann, því að þeir létu tvo af einna beztu mönnum sínum gæta hans allan síðari hálfleik- inn. Gekk það svo langt, að stundum voru dæmdar á þá vítaspyrnur. Margir aðrir íslenzku leik- mennirnir stóðu sig vel. Her- mann Hermannsson varði mark- ið oft ágætlega og Sigurður Ólafsson var traustur bakvörð- ur, eins og endranær, en spyrn ur hans voru ekki s#lltaf nógu vel hnitmiðaðar. Sæmundur Gíslason (v. miðframvörður) og Karl Guðmundsson (bakvörður) stóðu sig einnig ágætlega. Um engan islenzka leikmanninn verður sagt, að þeir hafi staðið sig illa eða sýnt slæmarv leik. Framkoma þeirra var mjög sæmileg, þótt Norðmenn reynd- ust þeim ofurefli. Erfitt er að segja um það, hver var beztur í norska lðinu. Framherjarnir Thoresen og Brynhildsen léku oft afburða- vel. Miðframvörðuriníi Svensen lék einnig með miklum ágæt- um og sama mátti segja um H. Boye Karlsen. Thorgersen mark- vörður reyndist mjög traustur og öruggur. Gangur leiksins. Leikurinn hefst með upp- hlaupi Norðmanna, en íjdend- ingar komast fljótt í sókn og Norðmenn fá á sig hornspyrnu, sem kemur þo ekki að sök! Þeg- ar tvær mínútur eru af leik, nær Albert knettinum, gerir snöggt upphlaup og skorar. með langri og óverjandi spyrnu í annað horn marksins. Norð- menn svara markinu með harðri sókn, en hún strandar á sterkri vörn íslendinga, sem fá öðru hvoru ujjphlaup, er setja mark (Framhald á 4. síðu) Sýningar hafnar á norsku kvik- myndinni „Englandsfararnir" Ágóohui rennur í sjóo. som stuolar ;eo aukiiuni menningarsamböndum TVorðmanna og íslendinga Hin fræga norska kvikmynd, Englandsfararnir, sem er gerð eftir samnefndri skáldsögu Sigurd Evenmoens, var sýnd blaða- mönnum og gestum kl. 5 í Tjarnarbíó í gær. Fannst öllum, sem þar voru, mikið til um myndina, enda er hún talin ein allra bezta kvikmyndin, er fjallar um hernám Noregs. ERLENDAR FRETTIR Sockarno, forseti Indonesíu, hefir skorað á Breta og Banda- ríkjamenn að reyna tafarlaust að miðla málum milli Hollend- inga og Indonesíumanna. — Hollendingar halda hernaðar- aðgerðum sínum áfram og er viðnám lítið af hálfu Indonesíu- manna, en þeir búa sig undir langan skæruhernað og hafa eyðilagt samgönguleiðir og mannvirki í stórum stíl. Albanía hefir neitað rann- sóknarnefnd sameinuðu þjóð- anna í Grikklandsmálunum um landvistarleyfi. Nefndin vildi fá leyfi til að kynna sér, hvort uppreisnarmenn í Grikklandi fengu aðstoð ogherstyrk þaðan. . Rússar eru sagðir hafa í und- irbúningi að kveðja saman ráð- stefnu um fjárhagslega sam- vinnu ríkjanna í Austur-Evrópu. " Það var frú Guðrún Bóasdótt- ir Brunborg, sem annarst sýn- ingu myndarinnar hér og mun hún verða sýnd víða um landið. Ágóðinn mun renna í minning- arsjóð um son Guðrúnar, Olaf, sem lézt í fangabúðum nazista. Guðrún ferðaðist hér um landið í fyrra og flutti fyrirlestra og sýndi kvikmyndir. Ágóðinn af þeirri ferð hennar rann í þenn- an sjóð, sem nemur nú orðið 50 þús. kr. Bætist nú vonandi rífleg upphæð í sjóðinn, en til- gangur hans er að styrkja ís- lenzka stúdenta til nárns í Nor- egi og norska stúdenta til náms hér. Englandsfararnir fjallar um unga Norðmenn, sem ætluðu að komast til Bretlands á stríðsár- unum en voru klófestir af naz- istum, leiknir ^grimmilega í fangelsum þeirra og síðast drepnir. Myndin er mjög vel leikin og á mragan hátt óvenju- leg. Kvikmyndafélagð Snorra- Mynd þessi var nýlega tekin af dönsku konungshjónunum, er þau skrupppu í stutta sjóferð meS Dannebrog. AS neðan sjást dætur þeirra þr.jár, ásamt fóstrum sínum. Skemmtiför út í Viðey um verzlunarmannahelgina Fjölbreyttar skemmtanir verzlunarmanna standa yfir í þrjá daga Verzlunarmenn ætla að efna til fjölbreyttra útihátíðahalda hér í bænum um verzlunarmannahelgina, sem verður að þessu sinni þrír dagar, 2., 3. og 4 ágúst. Skýrði stjórn félagsins blaðamönnum í gær frá tilhögun hátíðahaldanna. Fundur þingmannasambands Norðurlanda hefst hér á þriðjud. Fundinn sitja 60 fulltrúar frá fimm Norður- landanna Fulltrúafundur Þingmannasambands Norðurlanda, sem haldinn verður hér á landi að þessu sinni, hefst í Alþingishúsinu kl. 10,30 n. k. þriðjudag. Skýrði Gunnar Thoroddsen blaðamönnum í gær frá tilhögun fundarins, en hann er formaður íslenzku stjórnar- meðlimanna í ráðinu og forseti sambandsins sjálfs á yfirstand- andi ári. . (Framhald á 4. slðu) Bræðslusíldaraflinn orðinn 350 þús. mál Saltsíldaraflinn 12 bós. tunnur í fyrrakvöld nam bræðslu- síldaraflinn á öllu landinu 350.000 málum, en saltsíldar- aflinn tæpum 12.000 tn. Bræðslusíldaraflinn skiptist þannig ef tir verksmiðj unum (talið í málum): Ríkisverk- smiðjurnar 192.000, Rauðka 30.000, Hjalteyri 40.000, Krossa- nes 5.200, Dagverðareyri 12.000, Skagætrönd 2.500, Djúpavík 38.000, Ingólfsfjörður 30.000. Saltsíldaraflinn skiptist þann- ig (talið í tunnum): Siglufjörð- ur 10.865, Djúpavík 224, Skaga- strönd 258, Raufarhöfn 583. í gær barst mikil síld til Raufarhafnar, en lítil til Siglu- fjarðar. Síldveiði var jóð á miðunum sunnan Langaness. Drengur drukknar Það slys varð í fyrradag í Stafholtsey í Borgarfirði, að 13 ára drengur, Sigfús Blöndal, drukknaði í sýki í túnfætinum þar. Sigfús var sonur hjónanna í Stafholtsey, Pálínu og Páls Blöndal. Slysið vildi þannig til, að Sig- fús var að baða sig í sýkjum í túnfætinum, eru kílar frá Hvítá. Hann var ósyndur, en síkin eru (Framhald á 4. síðu) Hátíðahöldin hefjast á laug- ardaginn 2. ágúst kl. 5 með því að Guðjón Einarsson, formaður Verzlunarmannafélagsins, setur hátíðina. Á eftir hefjas^hátíða- höld, sem standa til kl. 2 um nóttina. Fara öll þessi útihátíða- höld fram í Tivoli á sama tíma alla dagana, kl. 5 til kl. 2 e. miðnætti. Verða. þau meö nokkuð svipuðu sniði alla dag- ana, en þó með breyttri dag- skrá. Af skemmtikróftum má nefna Einar Kristjánsson söngvara, Pétur Jónsson söngvara, Einar Markússon píanóleikara. Auk þess sýna loftfimleikahjónin listir sínar og nýir trúðar, sem komnir verða til Tivoli fyrir þann tíma. Ennfremur Baldur Georgs með Konna. Öll kvöldin verður dansað frá kl. 10—2. Dansað verður í nýj- um húsakynnum, sem reist hafa verið í Tivoli. Á sunnudaginn efnir félagið til nýstárlegrar skemmtiferðar út í Viðey, þar sem Skúla Magn- ússonar verður sérstaklega minnzt. Farið verður með bif- reiðum frá Lækjartorgi inn í Vatnagarða, en þaðan verður farið með bílferjunum frá Akranesi yfir sundið til Viðeyj- ar. Þar fer fram messa, er bisk- upinn, Sigurgeir Sigurðsson, flytur, og lagður verður blóm- sve/iguj1 á minnjfsmerkíi Skúla fógeta. Farið verður úr Viðey aftur kl. 4—6, en þá hefjast hátíðahöldin í Tivoli. Þegar hátíðahöldunum lýkur á mánudagskvöldið verður stór- kostleg flugeldasýning í Tivoli, sennilega sú stórfenglegasta, sem haldin hefir verið hér á landi. Það er í annað sinn, sem norrænn þingmannafundur er haldinn hér á landi. í fyrsta sinn var hann haldinn hér 1930. Þingmannasamband Norður- landa er stofnað 1907 af Norð- mönnum, Svíum og Dönum. Firnar gengu í það nokkru seinna, og íslendingar 1926. Ráð sambandsins er skipað 20 mönnum, fjórum frá hvoru landi. í nefnd íslands eru Bern- harð Stefánsson, Sigfús Sigur- hjartarson, Stefán Jóh. Stef- ánsson og Gunnar Thoroddsen, sem jafnframt er formaður. Verður hann forseti fundarins, samkvæmt þeirri venju, er rík- ir á fundum sambandsins. í þessum samtökum norrænna þingmanna eru þeir alþingis- menn þjóðanna, er það kjósa, og víðast allflestir þingmenn- irnir. Hér eru allir þingmenn með tölu i sambandinu. Tvö aðalmál liggja fyrir þess- um fundi. Það fyrra er norræn samvinna, um fiskveiðar og fisksölumál. Formælandi er Jó- hann Þ. Jósefsson fjármálaráð- herra. Hitt aðalmál fundarins eru Sameinuðu þjóðirnar — Alþjóðasamband þingmanna — Norræna þingmannasambandið. Norsku og sænsku fultrúarnir koma hingað með norskri flug- vél, sem væntanleg er hingað fyrir hádegi á sunnudag, en dönsku fulltrúarnir koma með Heklu, flugvél Loftleiða. Þingmannafundurinn hefst kl. 10.30 á þriðjudag með stutt- um ráðsfundi, en að honum loknum hefst sjálfur sambands- fundurinn, eða um kl. 11. Fund- ir verða svo þánn dag og dag- inn eftir, en á fimmtudag 31. júlí verður þingfulltrúum boðið í skemmtiferð austur að Gull- foss, Geysi og Þingvöllum. En um kvöldið verður kveðjusam- sæti í Vaíhöll. Alls taka þátt í fundinum 56 fulltrúar og fjórir varamenn, frá íslandi er hafa rétt tii að sitja fundinn, sem verður þá setinn af 60 mönnum. Danir sendíf fulía tölu fulltrúa á fund- inn eða 19, Norðmenn senda 10, Svíar 7 og Finnar einn. in brennur Skipverjar á m.b; Einar Þver- æingur, urðu að yfirgefa skipið, er eldur kom upp í því síðdegis á fimmtudaginn var. Einar Þveræingur (eldra skip- ið), var á siglingu út af Mel- rakkasléttu, er eldur kom upp í því. Breiddist hann óðfluga út og gátu skipverjar ekki við hánn ráðið. Varð skipið alelda á tiltölulega skammri stundu og urðu skipverjar að yfirgefa skip- ið í nótabát sínum. Skipið sökk skömmu síðar. Enginn skipverja mun hafa slasast. Áhöfnin mun hafa verið 8 til 10 menn. 3 iminn Veonu breutinaa í prentsmiðjiunni, hem- ur Tíminn ehhi út furr en á mí&vihudaginn hémur. Norsku gestirnir fara heimleiðis meö Lyru kl. 16 í dag Krónprinsinn flaug til rVoreg's í fyrrinótt Norsku gestirnir fara héðan með Lyru kl. 16 í dag. Kl. 12 hefst skilnaðarveizla, sem norska Snorranefndin heldur í Sjálfstæðis- húsinu, og er þangaif boðið mörgum íslendingum. Telja má víst, að mikill mannfjöldi muni verða við höfnina, þegar Lyra fer, og hinir norsku gestir verði því virðulega kvaddir. í gær fóru norsku gestirnir í boði islenzku Snorranefndar- innar austur í Þjórsárdal, skoð- uðu þar rústir í Stöng og fengu góða útsýn til Heklu. Voru þeir mjög ánægðir með förina. í fyrradag var þeim sýndur bærinn, en kl. 4 síðdegis bauð forsetinn þeim til Bessastaða. Um kvöldið voru þeir viðstaddir landsleAkinn. Á miðvikudaginn fóru þeir til Gullfoss o.g Geysir í boði ís- lenzku Snorranefndarinnar og sáu mjög glæsilegt Geysisgos. Þá um kvöldið fóru tundurspill- arnir héðan og með þeim ráð- herrarnir og þingforsetarnir. Heimför króuprinsins. Ólafur krónprins Norðmanna flaug héðan heimleiðis með norskum Katalínubát í fyrra- kvöld. Eins og áður var sagt frá, fór krónprinsinn til Akureyrar á miðvikudaginn og var svo ráð fyrir gert, að hann færi þaðan flugleiðis heim til Noregs. Vegna veðurútlits varð þó ekki af því og fór hann með bifreið hingað til Reykjavíkur og kom til bæj- arins kl. 7 í fyrrakvöld. Klukkan rúmlega 9 í fyrra- kvöld fór Ólafur konungsefni frá' flughöfninni í Skerjafirði Var forseti íslands, Sveinn Björnsson mættur þar til að kveðja hann, ásamt forsetarit- ara, Gunnlaugi Þórðarsyni, ut- anríkisráðherra, Bjarna Bene- diktssyni, Agnari Kl. Jónssyni skrifstofustjóra í utanrikis- ráðuneytinu, Elling Ellingsen flugmálastjóra og Sigurði Jóns- syni skrifstofustjóra. Forseta íslands barst í gær (Framhald á 4. síðul

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.