Tíminn - 26.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.07.1947, Blaðsíða 2
2 l lMliMN, lawsardagiim 36. júlí 1947 135. blað Luuyardayur 26. jjúlí Skrif Þjóðviljans um síldarverðið Þjóðviljinn hefir eytt miklu rúmi til þess að reyna að telja lesendum sínum trú um, að mjög náin samvinna milli kommúnista og útvegsmanna sé í uppsiglingu. Einkum hefir hann fært það til, að þessir aðilar hafi komið sér saman um að mótmæla því bræðslu- síldarverði, sem meiri hluti stjórnar ríkisverksmiðjanna hefir ákveðið, og vitnar því til sönnunar í bréf, sem Alþýðu- sambandið og Landssamband útvegsmanna hafa undirritað í sameiningu. Tildrög þessa bréfs munu þau, að útvegsmenn gerðu það fyrir þrábeiðni kommúnista, þegar samið var um launakjör- in á síldveiðiskipunum, að taka þátt í þessari bréfagerð. Hins vegar meintu þeir aldrei neitt annað með þessu en að nota það sem „snuð“ upp í komm- únista meðan verið væri að koma skipunum af stað. Má gleggst marka þetta á því, að útgerðarmenn hafa mótmæla- og athugasemdalaust undirrit- að samninga við síldarverk- smiðjurnar um bræðslusíldar- verðið og því sýnt sig eins ólík-. lega til að taka þátt í nýju síld- arverkfallsbrölti kommúnista og framast má verða. Það má líka óhætt fullyrða, að Þjóðviljanum hafi sjaldan misheppnast meira nokkur árás en þegar hann er að deila á meirihluta stjórnar rílkisverk- smiðjanna fyrir ákvörðun bræðslusíldarverðsins. Meiri- hluti verksmiðjustjórnarinnar gerði þar ekki annað en að fylgja fram fyrirmælum Al- þingis, sem ákveðin eru í fisk- ábyrgðarlögunum. Verksmiðju- stjórninni var ekki annað heimilt en að fylgja fram á- kvæðum þessara laga, sem eru sameiginlegt afkvæmi þeirra Áka Jakobssonar og Ólafs Thors. Það hefði vissulega komið sér vel fyrir útvegsmenn og sjó- menp eftir tvær undangengn- ar síldarleysisvertíðir, að þeir hefðu getað fengið enn stærri hlutdeild í útflutningsverði síldarinnar en raun ber vitni. En það er fyrst og fremst verk kommúnista, að hlutdeild verk- smiðjanna er ekki stærri. Hin sívaxandi dýrtíð, sem hlotist hefir af kauphækkanabaráttu kommúnLsta, hefir síaukið rekstrarkostnað síldarverk- smiðjanna, svo að hann hefir stöðugt étið upp stærri og stærri hluta af síldarverðinu. Sívaxandi útgerðarkostnaður, sem einnig er afleiðing þessa háttalags kommúnista, hefir jafnframt gert það að verkum, að þurft hefir að leggja á síld- arskattinn vegna hallans á þorskveiðunum. Loks kemur svo hin stórkostlega hækkun á byggingarkostnaði nýju síldar- verksmiðjanna, sem Áki Jak- obsson ber manna mest ábyrgð á. Sú hækkun orsakar það, að nú er lagður rúmlega 7 kr. skattur á hvert mál síldar. Þegar þessar staðreyndir eru athugaðar, mætti það vera öll- um ljóst, að fáir menn ættu að vera ólíklegri til að vilja sam- starf við kommúnista en út- vegsmenn. Engir hafa leikið út- gerðina jafn grálega og komm- únistar. Það mun líka sýna sig, að þótt vonbrigði kommúnista Björn Guðinundssoii: BYGGT Á SANDI Sig. Björnsson frá Veðramóti skrifar nýlega góða og myndar- lega grein í Mbl., um Laxnes- búið, en þó ekki gallalausa. Greinin er traust, en undir- staðan veik. Henni svipar til vandaðs húss, sem reist er á sandi. Málið er fjölþætt. Laxnesbú- skapurinn er smámál, en mjólk- urframleiðsla landsmanna stór- mál. En smámálin geta stund- um hlaðið nokkuð miklu utan á sig. Þannig er með Laxnesbú- skap læknanna. Til hans er í byrjun stofnað í góðri trú, en af lítilli fyrirhyggju. Engin ástæða er til að efast um, að forgöngumennirnir h'afa trúað því, að þeim tækist í Lax- nesi, að framleiða betri mjólk en bændurnir, sem þó væri sam- keppnisfær við þeirra mjólk um verð. Og fleirum hefir þótt mál- ið gott. Ekki skorti fé til fram- kvæmda. Opinberlega hefir komið fram, ómótmælt, að búið sé að leggja í þetta Laxnesbú um 1 y2 milj. króna. En fyrirhyggjuna vantaði. Staðarvalið er óyggjandi sönn- un þess. Laxnes er magurt kot uppi í Mosfellsdal, upp við heiði. Þar er takmarkað land til rækt- unar og enn takmarkaðra beiti- land fyrir mjólkurkýr. Kunnug- ir menn telja, að ef reka ætti þarna stórt kúabú, þyrfti að sækja heyið langar leiðir, sömu- leiðis flytja áburðinn burtu, og helzt kýrnar í hagana og úr þeim á bifreiðum eða jafnvel flugvélum! Annað grundvallaratriði var ekki til staðar. Læknarnir í Rvík kunna ekki til sveitabú- skapar. Ekki heldur mjólkur- framleiðslu. —. Þetta er ekki sagt þeim til lasts, en er engu yrðu mikil af verkfallsbröltinu, verða þeir fyrir enn meir von- brigðum af ástleitni þeirri, sem þeir eru að sýna útvegsmönn- um nú. Útvegsmenn þekkja þá orðið af dýrkeyptri reynslu og munu ekki láta blekkjast. að síður bláköld staðreynd. Þeir hafa 10—20 beztu ár ævi sinn- ar búið sig undir annað starf. Þar er þeirra verksvið og þeirra þekking. í búskapnum verða þeir aftur á móti, að sjá allt með annarra augum. Það reynist víðar en í Laxnesi, þungt undir fót, að reka búskap með daglaunafólki, þar sem húsbóndinn kemur sjaldan nærri. Þetta kvað vera þannig um allar jarðir. Enda mun hér ganga ýmislegt á tréfótum, og margt sízt til fyrirmyndar á þessu búi. Gæði mjólkurinnar eru jafn- vel dregin í efa. Er ástæða til að halda að þau séu að ein- hverju leyti auglýsingaskrum. En það er máske einhvers virði, ef almenningur trúir þessu. Trú- in flytur fjöll, og gerir miðlungs- mat að lostæti. Forgöngumennirnir sýndu dugnað í að koma þessum Lax- nesbúskap í framkvæmd. Þeir hafa lagt verulegar fjárhæðir fram sjálfir. En lánstofnanir enn meira af almanna fé. Eng- inn bóndi á landinu mun hafa ráð á fjármagni til að bæta jarðir sínar og bústofn, svo komist í námunda við þetta. En hér skorti annan eigin- leika bændanna, þrautseigjuna. í vetur virtist engu minni áhugi að hætta búskapnum, en fyrir ári að byrja hann. Var gerð mjög ákveðin tilraun til að koma áhættunni af þessum bú- rekstri yfir á almenning í Reykjavík. Leit í fyrstu út fyrir að þetta myndi greiðlega tak- ast. Málið kom fyrir bæjarstjórn Reykjavíkur. Það þótti gott og hafði mikiö fylgi. En frestað var til næsta fundar, að taka á- kvörðun. En milli funda rakst það á óbilgjarna klöpp. Sú klöpp var heilbrigð skynsemi skattþegnanna í Reykjavík. Grein Sigurðar frá Veðramóti, sem vikið var að í upphafi þessa máls, er ágætt dæmi um þetta. Sama gegnir um för Ragnhild- ar í Háteigi með stjórn síns fé- lags að Laxnesi. Einnig skrif Vísis og birting mynda frá Lax- nesbúinu. Margir menn vaxa við kynn- ingu. Það þykir aðalsmerki. Sama er uppi um mörg mál. En hér leiddu nánari kynni til á- kveðinnar andstöðu. Og nú er vonlaust um að fá þetta sam- þykkt í sinni upphaflegu mynd. En e. t. v. verða þá reyndar ein- hverjar krókaleiðir til að koma Búkollu á Reykjavíkurbæ. Sterk- ir áhrifamenn eru á baksviðinu, og ýmsir álíta að til greina geti komið kunningsskapur, frænd- semi og mægðir. Þetta verður þó aldrei gert með samþykki Sigurðar frá Veðramóti. Og öll ádrepa hans um Laxnesbúskapinn, hlýtur að verka á skrifstofumennina i Reykjavík, líkt og ískaldur norð- angjóstur úr Gönguskörðum á fáklæddan ferðalang. Sig Björnsson, byrjar grein sína með að vitna til ófremdar- ástands í mjólkurmálum Reykja víkur, sem hafi verifr og sé enn. Þetta telur hann óyggjandi, svo ekki þurfi að rökræða. Þetta er gamall bóndi, sem talar. En nú er vel, því Reykjavík hefir áhugasaman borgarstjóra, sem hefir gjört að sínu máli sterk átök í mjólkurmálunum. Og stærsta átakið var Laxnes- búskapurinn, sem Sigurður tæt- ir í sundur í sinni góðu grein, sem algeran óvitahátt. Það eitt skortir á, að hann gerði fyrstu málsgreininni, um ófremdarástandið, sömu skil. Og það finnst þeim, sem þekkja bóndann frá Veðramóti frá gamalli tíð, að hann væri maður til. — — Þessi upptugga um ó- fremdarástand í mjólkurmálun- um er lítt þolandi. Því fara þessir menn, sem eru að éta þetta upp hver eftir öðrum, ekki út á landsbyggðina og frarpleiða mjólk sjálfir, — betri mjólk en nú er framleidd hér á landi? í fjölda mála, sem varðar rekstur Reykjavíkur, eru Eftir kosningarnar í V.-Skafta- fellssýslu 13. júlí 1947 í ómerkilegri grein í Morg- j unblaðinu 19. júlí eru rædd kosningaúrslitin í V.-Skafta- fellssýslu 13. þ. m. í upphafi gerir höfundur samanburð á sér(?) eða nánar tiltekið Jóni Kjartanssyni og Sjálfstæðis- flokknum annars vegar og fram- bjóðanda Framsóknarflokksins hins vegar, og kemst að þeirri niðurstöðu, að þar sé manna og málefna munur það mikill, að það hefði mátt ætla að hann sigraði í þessum kosningum. Ég ætla ekki að blanda mér í þennan mannjöfnuð, af því ég er viss um það, að það er allt annað og meira, sem á að ráða í stjórnmálum, en það, hvort frambjóðandinn hefir lögfræði- próf eða ekki. Það er rétt hjá greinarhöf- undi, að Framsóknarflokkurinn og Sj álfstæðisf lokkurinn hafa oft „vegið sált“ hér í sýslu, þó ótrúlegt sé um bændakjördæmi, en þar mun mestu hafa ráðið um, að hér hefir Sjálfstæðis- flokkurinn átt einn sinn bezta og skeleggasta mann, sem ekki hefir verið með kveinstafi og skæting til andstæðinganna, þótt hann hafi fallið við kosn- ingar. Um það hvers vegna kosn- ingar voru hér ekki eins harð- ar í fyrra og óft áður, verð ég að segja þetta: Framsóknarmenn taka mál- efnalegu hliðina, og berjast ekki eins hart við þá, sem koma tals- vert til móts við þá, þótt þeir slíti ekki af sér öll flokksbönd. Um varalið Framsóknar eins og höf. nefnir það, nenni ég ekki að elta ólar við hann. Því eins mun um fylgi þeirra tveggja ráðamenn bæjarins á gelgju- skeiði, og er ekki tiltökumál, þar sem á skömmum tíma hefir þurft að reisa margt frá grunni. Mjólkurmálin eru sömu lögum háð. Vinsamleg gagnrýni og end- urbætur á skipulagningu, eru sjálfsagðir hlutir. Menn, sem vilja sjá og heyra, vita, að fram- j vinstri flokka, sem hér um ræð- ir, eins og ánnarra flokka, sem tapa fylgi, mun vera fallvalt og óvíst um hvar lendir á hverjum tíma, og víst er um það, að engir hér hafa gengið lengra í því að fá það, og talið það rétt- bornara sér en sjálfstæðis- menn, sem eðlilegan arf frá fyrrverandi ríkisstjórn. Kveinstafir höfundar yfir ó- sigri í þessari kosningu, eru í samræmi við allt hjal þeirra þar að lútándi, sem sé það, að fá ekki að hólka sér á þing, án vilja kjósenda, í skjóli sam- stjórnar um ríkisstjórn. Síðan kemur ósmekklegasta klausan, þar sem talað er ,um misbeitingu kaupfélagsvalds- ins. Hvað er þetta kaupfélags- vald, ég spyr? og skal svara því. Það er ekki til. Vegna greinar- höfundar skal ég rökstyðja það. í stjórn og við æðstu trúnað- arstörf Kaupfélags Skaftfell- inga eru Sjálfstæðismenn, en sem betur fer eru félagsmenn- irnir og starfsmennirnir yfir- leitt Framsóknarmenn, enda mundi samvinnumálunum hér, eins og annars staðar á land- inu, vera skammt á veg komið, ef þeirra hefði ekki notið við. Það er úti lokað að réttlætið verði ekki öðru hvoru að hafa sinn gang, og vegna þess tap- aði Sjálfstæðisflokkurinn kosn- ingunni. Siðustu kveinstafir út af úr- slitum í Vestur-Skaftafellssýslu eru að Sjálfstæðismenn megi engum treysta nema sjálfum sér. Við munum ekki treysta ykkur. Vík, 22. júli 1947. Jónas Jóhannesson. leiðendur mjólkur og félagssam- tök þeirra, hafa áhuga fyrir framleiðslu góðrar vöru. Hús- byggingar og vélakaup tala sínu máli. Fjósin eru ekki öll af full- komnustu gerð frekar en ýmsar íbúðir í Reykjavík. Þetta breyt- ist smám saman. Enginn mjólk- urframleiðandi fær að selja (Framháld á 4. síöuj Þwrariim Þwrariiisson: Sögueyjan í Eystrasalti Kirkjurústir í Visby, Framhald. Það er fróðlegt að skoða ýmsa muni á fornminjasafninu í Vis- by, er minna á þessa gullaldar- tíma borgarinnar. Mönnum verður ekki sízt starsýnt á hin- ar stóru hrúgur af alls konar peningum, en þar má finna mynt flestra eða allra þjóða á þessum tíma. Slík sjón hefði vafalaust lyft brúninni á Agli Skallagrímssyni og hann kunn- að betur að meta þann auð, sem þar er samansafnaður en nú- tímamenn. Enn þann dag í dag eru öðru hverju að finnast á Gotlandi stórar pyngjur áf fornum peningum, sem senni- lega hafa verið faldir í jörð á niðurlægingatíma Gotlendinga. Kirkjur Gotlendinga. Það var ekki aðeins í verzlun og viðskiptum, sem Gotlending- ar stóðu framarlega á þessum tíma, heldur engu síður í and- legri menningu. Margir Got- lendingar tóku snemma kristna trú, er þeir voru i verzlunarferð- um sínum, en Ólafur helgi Noregskonungur ruddi kristn- inni þar endanlega braut. Það gerðist árið 1030, þegar hann fór seinustu ferð sína til Rúss- lands. Gotlendingar veittu hon- um harða mótspyrnu og kom til orrusstu, sem lauk með sigri Ólafs. Steinninn, sem konung- urinn er sagður hafa kropið á, þegar hann baðst fyrir áður en orrustan byrjaði, er enn til sýn- is. Eftir að Gotlendingar voru kristnaðir, létu þeir ekki lenda við orðin ein í þeim efnum. Þeir byggðu ekki færri en 17 kirkjur í Visby einni, allar hinar glæsi- legustu byggingar, en utan hennar tæplega 100. Kirkjur þessar, sem enn eru flestar til, bera vott um mikla menningu og kunnáttu ■ í byggingalist. Klaustrin á Gotlandi voru mjög merkilegar mennihgarstofnan- ir. Eitt klaustrið í Visby átti ekki færri en 2000 handrit og stærsta klaustrið, sem var í Róma, átti mun fleiri. Nær öll þessi hand- rit eru nú glötuð. Ósamlyndi bænda og kaupmanna. Auðæfi Visbymanria aflaði þeim margra öfundarmanna, enda fyllti hann þá líka ofmetn- aði. Einkurn létu þeir bænd- urna kenna á mætti sínum og fór svo, að árið 1288 kom til innbyrðisstyrjaldar milli þeirra. Hvorugum veitti betur og að síðustu skarst Svíakonungur í leikinn. Úrskurður hans gekk gegn Visbymönnum. Annars voru Svíakonungar mjög af- skiptalausir á Gotlandi og höfðu þar ekki umboðsmenn. Gotlend- ingar máttu heita sjálfráðir. í Visby skiptu Þjóðverjar og Got- lendingar völdunum jafnt á milli sín, en í sveitunum höfðu bændur sérstök þing. í Róma var háð allsherjarþing fyrir allt landið. Gotlendingar voru raun- verulega sjálfstæðir. Þeir sýndu það gleggst í verki árið 1313, að þeir tóku ekki við neinum valdboðum frá Svía- konungi. — Hann kom þá með her til landsins og ætlaði að neyða landsmenn til að greiða sér hærri skatta en samið var um. Bændur söfnuðu þá liði, börðust við konung og tóku hann höndum. Hættulegir keppinautar. Hættulegustu keppinautar Visbymanna voru kaupmenn- irnir í Lubeck. Þeir stofnuðu Hansabandalagið og gerðust flestir kaupstaðir við Eystra- salt þátttakendur í því. Visby- menn urðu að gera sér að góðu að leggja' bandalag sitt niður og ganga í Hansasambandið. Það voru fyrstu merki þess, að Lúbeckmenn voru að sigra í samkeppninni. Fleira kom og til sögunnar, er skerti hlut Vis- bymanna. Innrás Mongóla i Rússland og krossferðirnar urðu þess valdandi, að verzlunin, sem Gotlendingar höfðu átt við Rússa, lagðist í aðrar áttir. Þegar kom fram yfir 1300 var verzlun Visbymanna tekin að hnigna, en þó hélt auður þeirra samt áfram að vaxa og vegur þeirra stóð enn föstum fótum. Óhappaárið mikla. Fornminjasafnið í Visby gef- ur glöggt til kynna, að árið 1361 hefir verið óhappaár Gotlands. Einn salurinn er alveg sérstak- lega helgaður því. Þar gefur að líta klofnar hauskúpur, sund- urhöggin herklæði og vopn af ýmsum gerðum. Þetta ár var Valdemar Atterdag kpnungur í Danmörku. Honum voru margir hlutir vel gefnir og herforingi var hann í bezt'a lagi. Hins veg- ar var ríki hans í peningahraki,. en auðlegð Gotlendinga var honum vel kunn eins og öðrum mönnum í þá daga. Hann fór þvi þangað með her manns til að leggja landið undir sig. Got- lendingar ugðu ekki að sér í fyrstu og orktu um hann háð- vísur. Svo kom þó, að bændur söfnuðu liði, en Visbymenn létu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.