Tíminn - 30.07.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.07.1947, Blaðsíða 3
126. blað g óliw iniðvikudaginn 30. jiíll 1947 3 SNORRAHÁTÍÐlN í Reykholti og koma tiginna og mikils virta norskra vina með .með veglega gjöf handa ís- lendingum er einn merkilegasti at- burður í sögu íslenzku þjóðarinnar á seinni ' ár.um og koma norsku gest- anna vafalaust merkilegasta vináttu- heimsókn, er við höfum hlotið. — Minnismerki Snorra Sturlusonar mun ekki aðeins minna á hinn merkileg- asta norraenan rithöfund á,.fornri tíð, sem við eigum að þakka ómetanlagan menningararf, heldur einnig tákn um vináttu tveggja frjálsra frændþjóða á nýjum tíma, og það eigum við Norð- mönnum að þakka. Gjöfin sjálf, stytt- an af Snorra, er ekki hið þýðingav- mesta heldur það vinarþel og höfð- ingslund, sem fram kom í heimsókn Norðmanna og við afhendingu gjaf- arinnar, og þótt við höfum reynt að taka á móti gestunum eins vel og okkur var, framast u.nnt,.- er þakklætf okkar meira en svo, að við höfum getað sýnt það eins vel og við vild- um, og það munum við aldrei geta. ÍSLENZK NÁTTÚRA lagðist líka á eitt með okkur um móttökurnar. Hér á Suðurlandi höfðu gengið sífelldar rigningar dagana áður en gestirnir komu. En daginn, sem þeir'komu birti til, og sólin ljómaði á ný,- Síðan kom hver dagurinn öðrum fegurri og hélzt góðviðrið alla hátíðavikuna. Gestirnir fengu því að sjá landið í fegursta skarti og gátu notið íslenzkrar sum- arblíðu, eins og hún er bezt. En svo brá unáarlega við, að daginn, sem þeir fóru var bjart fram yfir hádegi, 'en er Lyra lét úr höfn tók að þykkna i lofti og rigndi um kvöldið, og síðan hefir verið dimmt yfir. Það var engu líkara, en hollvættir landsins hefðu sent okkur þessa sólardaga gestavik- unnar til þess, að við gætum fagnað vinum okkar með öllu því bezta, sem við áttum til. Að minnsta kosti var þetta töiuvert eftirtektarvert. ÞAÐ ER NÚ FARIÐ að tíðkast mjög aö teknar séu kvikmyndir af merki egum viðburðum, sem gerast, og er það vel, því að þær geta orðið merkilegar og skemmtilegar heimildir fyrir síðari tíma og einnig til yndis og fróðleiks fyrir þá, sem ekki hafa getaö veriö viðstaddir. En ok-kur skort- ir enn margs konar tækni í sambandi við þessar kvikmyndatökur, einkum framkölluniná, og hefir oft liðið lang- ur tími frá atburðunum, þangað til myndirnar voru sýndar. Én nú hefir brugðið svo við, að kvikmynd, sem Óskar Gíslason, ljósmyndari tók af Snorrahátíðinni og heimsókn norsku gestanna, er nú til sýnis í Tjarnar- .bíó. ?em .aukamynd, aðeins fáum dög- eftir þessa atburði. Er það óveniulega fljótt o gvert þess, að á því sé vakin athygli. Myndin er allgóð og skpmmti- jeg og jafnt til yndis fyrir þá, sem -áttu því láni að fagna aö vera á ,há- tíðinni, og hina, senr ekki gátu komið því við. EN EITT OG ANNAÐ mætti þó betur fara í þessari kvikmynd. Eink- um kemur hljómlistin, sem með myndinni er, ýmsum kynlega og kát- }ega fyrir éyfu og virðist töluvert undarléga vaiin viS- efni mýndarinn- ár. Þetta eru íslenzk kórlög valin af einkennilegu og undarlegu handahófi, en þar heyrist ékkert.af þeirri hijóm- list, sem höfð' váy- um hönd á hátíð- inni, og hefði það þó átt að vera í lófa lagið. Þar eru til dæmis aldréi rleiknir þjóðsöngvar Norðmanna og ís- lendinga. Lögin nreð myndinni virðast ekki valin með nokkru tilliti til þess, sem ,er. að gerast, . og. hljóma stundum fáránlega og jafnvel ósmekklega við atburðina. Þegar Lyra leggur aó bryggju og eins er norski rikisarfinn gengur á land er sungiö af miklum móð lagið: „Þú komst i hlaöið á hvítuvi , pg- „finnst / 'jhfér það harla óyiðeigandi að heilsa hinum tignu gestum, sem komið hafa um langan sjóveg. með þessum munar- blíðu og\ hálfvæmnu ástavísum, jafn- .vel' þótt 'Jjag ,og. ljóð sé, ékki. ósnoturt. Vona ég að svo hafi ekki verið í raunveruleikanum. NOKKRU SEINNA í MYNDINNI, er rikisarfinn afhjúpar Snorra- líkneskið kveður við fjörleg drykkju- vísa, og þegar íslenzki forsætisráð- herrann stígur í stólinn, glymur við „Hœ, tröllum á meöan viö tórum", og er engu líkara en hann syngi þetta, þar jsem myndip sjálf. er þögul. Þetta er dálítið skrítin og skemmtileg til- viljun, því að í raun og veru eru þetta dagsönn .og hárrétt einkunnar- orð yíir íslenzkt stjórnarfar á undan- förnúm missirum ,þótt ef til vill hefði verið enn ríkari ástæða til að leggja þau öðrum forsætisráðherra í munn. En svona sýnir hendingin mönnum stundum óvægilega ' framan í sjálfá sig. En hvað ætlum við annars að „tralla". lengi? ERLENDAR íÞRÓTTAHEIMSÓKN- IR eru tíðar um þessar mundir, og við keppum án afláts við erlenda í- þróttakappa. Einkum hafa knatt- spyrnumennirnir okkar verið drjúgir með sig og stefnt ringað mörgum er- lendum úrvalsliðum til þess að „keppa" við. Raunar finnst mörgum aö rétt væri að kalla þessar viður- eignir einhverjú öðru nafni. Annars held ég, að knattspyrnumennirnir okkar hafi aðeins gott af þessari „burstun" og hún geti ynmpt þá á að æfa sig betur en berast minna á. Annars er nú; alnjennur áhugi vakn- aður fyrir því, aö við bjóðum Græn- lendingum hingaö næst til knatt- spyrnukeppni. Það er afar snjöll upp- ..ástunga ;.og;-, keinst -yonandi brátt í framkvæmb , til vill gefst mönn- um þá -færí- á aö,-sjá - „spehnandi keppni". — Krummi. bandi við hana. Gistihúsið ræð- nr yfir allstóru hverfi einfaldra smáhýsa, sem eru leigð fjöl- skyldum ■ yfir sumarmánuðina- Gistihúsið og sundlaugin eru aðeins opin þá sumaarmánuð- ina, þegar ferðahiannastraum- urinh til Gotlands er mestur. Hann eykst meö ári hverju og komu þangaö um 60 þús. manns á, þremur mánuðum síðastliöið :súmar. Þar er mjög sumarfag- urt yegna hin.s. fjölskrúðuga jurtalífs, veðráttan er þægileg, baðskilyröin góö og sögufrægð- in dregur menn til síh. Á sumr- ’ in er sólríkará á Gótlaridi' en annars staðar í Svíþjóö, -en hit- ar eru þó §jaldan mjög miklir. Síðar um daginn var ekið viöa úm Gotiand og staldrað við á nokkrum kirkjustööum. Á Got- landi eru rúmlega 90 kirkj ur og eru allar byggöar fyrir 1361. Þær, eru flestar furðustórar og íburðarmiklir, en mörgum skart- gripúm þeirra hefir þó verið stolið. Þær bera hinni gömlu velmegun Gotlendinga órækt vitni. ,;Lífvörður bóndans“. Landslag á Gotlandi ef frem- ur tilbreytingalítið, . eins og nokkuð má marka á því, að meðalhæð landsins er 25 m. yf-jr sjávarmál og hæsta fjallið, ef fjall skyldi kaila, er 83 m. Skóg- ur er þar minni og gisnari en á meginlandi Svíþjóðar- Hanri hefir verið höggvinn úr hófi fram fyrr á öldum, en nú er unnið að því að auka hann, þvi að ella er talin hætta á upp-; blæstri. Svo þýðingarmikill ér skógurinn talinn tii varnar gegn uppblæstri, að Gotlendingar kalla hann stundum „Íífvörð bóndans" og gamail málsháttur þeirra ségir, aö „mikið skógar-; högg geri 'forledranna ríka, én börnin fátæk‘. Byggðin er þétt- ust inn til landsins, því.að.þar er j arðvegurinn frósamastur, eri yfirleitt er strjálbýlt með ströndum fram, nema þar serp fiskiþorp eru, því að jarðvégur er þar ófrjór. Atvinnulíf Gotlendinga. Vistay er eini stórbærinn á Gotlandi og búa þar um 14 þús. .nianns. Meginhluti íbúanna sem eru um 60 þús., býr í sveitum og , er landbúnaðurinn . lang- stærsti • atvinnuvegurinn. Ðúin 'eru yfirléitt heldur lítil og stór- (Framhald á.4. síðu) '------—-------------------—~------------------------- Erich Kástner: Gestir í Miklagarði gefin og manni gefin Vínarfrú, hann í stiganum, því að hana langaði til að vita, hvað milljónamæringurinn væri gamall. ., .. .. En Kúhne vúr svo' dónaregur, að hann sneri bara við og hljóp til Polters. Hann var þá að selja póst- kort, svo að gistihússtjórinn varð að bíða, þó að hon- um væri mikið niðri fyrir. Loks' komst hann þó að. — Hreinn og beinn bölvaður skepnuskapur, sagði Karl hinn hugumstóri. Hvernig vita gestirnir þetta? Einhver af starfsfólkinu hlýtur að hafa sagt frá þessu. — Nei — ek'ki neinn af starfsfólkinu, svaraði Polter. Það var Kejjjer barón. — En hvérnig vissi þá Keller barón þettá? — Auðvitáð sagði ég honum það, ’sagði Polter. En -. / \ .. 'v' ég bað hann stranglega fyrir það'. ■— Þér vitið þó eins vel og ég, hve lausmáll hann er, sagði Kúhne fokvondur. — Þess vegna sagði ég honum það, sagði Polter gamli. Gistihússtjórinn hafði óþvegin svör á takteinum. En þá kom.herra Bryan aðvífandi, allur fannbarinn og með ísdröngla í skegginu, og vildi- fáúykla, blöð og bréf. Polter gamli var jafnvel enn svifaseinni en venjulega.. Rekistefnán hélt áfram, þegar herra Bryan var farinn. 1 11 — Eruð þér genginn af vitinu, maður? sagði Kúhne. — Nei, svaraði Þolter, dró upp vasabókina sína og krotaði eitthvað sér til minins. Karl hinn hugumstóri tók andköf. —- Vilduö þér ekki gera ’svo vel að svara mér? sagði hann. Polter rétti úr sér. Hann var stærri en Kúhne. Samt sem áður var hann enn minni mað'ur. En skrifstofu- ' kytran hans var upphækkuð. Það var kannske þess vegna, sem hann var svo strangur. Hann hefði ef til vill orðið allt annar maður, ef hann hefði ekki notið þessa palls. — Föstu gestirnir okkar verða að vita sannleikann, sag'ði hann. Um það veröur ekki deilt. Loftvogin er fall- andi, og fólk hefir allt á hornum sér, þegar það kemst ekki á skíði. En það er góð tilbreyting að komu þessa undarlega milljónamærings. í öðru lagi þurfum við að koma í veg fy.rir hugsanlegar kærur. Gestirnir hefðu kannske reynt að neyða hann til þess að fara héðan, , ef þeir hefðu ekki vitað, aö hann var milljónamær- ingur. Hver veit, hvaða voði gistihúsinu gæti stafað af því? Hvað geta ekki auðkýfingar gert? Karl hinn hugumstóri svaraði ekki. Hann skálm- aði brott. En Polter bauð skíðanemendunum, sem voru að koma, gott kvöld. Murner Alois, skíðakenn- arinn, hafði látið þá renna sér alla leið ofan af Pich- elstein niður að St. Kilian. En flokkurinn hafði samt ekki náð i síðasta vagninn þaðan, þvi að di Fiórí hafði orðið það á að villast inn í skóginn. Hún hafði þó ekki beinbrotið sig eða neitt þess háttar, en aftur á móti hafði blessuð frúin farið að gráta, þegar hún varð þess vör, að-hitt fólkið var horfið. Og nú var allur hóp- urinn daúðþréyttur eftir þessa löngu ferð. Murner Alois deplaði augunum framan í Polter, og Polter kinkaði kolli í laumi. Þir voru ásáttir um það' —• þetta aumingja fólk átti sér aöeins eina afsökun. Þaö var ríkt. En það var líka fullgild afsökun. ;t SJÖTTI KAFLI. Tvöfaldur misskilningur Kvöldlestin frá Múnchen nam staðar í Bruckbeuren. Um fjörutíú menn klöngruðust út úr henni og sukku upp í hnésbæ’tur í nýfallinn snjó. Þeir lilógu. Koffortin . voru tekin úr farangursvagninum. Og lestin hélt áfram. Burðarkarlar, bílstjórar og vikadrengir hirtu farangurinn og báru hann út á torgiö. Gestirnir skálm- uðu á eftir þeim og flykktust upp í vagnana og sleðana, sem biðu þeirra. Jóhann Kesselhuth frá Berlín leit áhyggjuaugum á roskinn mann, fátæklega búinn, sem stóð einn sér í hnédjúpúm snjónum og; burðað’ist með gamla og skaddaða, tágakistu. :j — Ætliö þér í Miklagai'Ö? spurði einn bílstjórinn. Kesselhuth steig hikanöi upp í vagninn. Flautur gullu, og svipur smullu. Fátæklegi maðurinn varð einn eftir. Hann glápti upp í himininn og brosti ankannalega, dró andann djúpt og sveiflaði kistunni upp á vinstri öxlina. Svo j , arkaði hann af stað upp þorpsgötuna. Hvergi sást ; votta fyrir gangstétt né akbraut, því að allt var hulið snjó. Fyrst reyndi gamli maöurinn að þræða hjólför bílanna. En hann hrasaði. Þá özlaði hann út í snjóinn. Hann ætlaði sýnilega að komast leiðar sinnar, hvað sem taútaöi. Og hann var ekki áhyggjufyllri en það, að hann blistraði fjörugt lag. Útvegum með stuttum fyrirvara rigidaire kæliskápa frá Ameríku, gegn gjaldeyris- og innflutnlngsleyfiim. Samband ísl. samvinnufálaga Innilega þakka ég öllum þeim er glöddu mig á sextugs- afmæli mínu þann 9. júlí, með heimsóknum, gjöfum og heillaóskaskeytum. Guð blessi ykkúr öll. HELGA EGGERTSDÓTTIR, MELUM. Framhaldsnám Fræðsluráð Reykjavíkur hefir í hug að halda uppi framhaldskennslu fyrir þau börn, sem luku fullnðarprófi sl. vor, en haia ekki fengið loforð um skólavist næsta vetur. Þeir, sem óska að njóta þessarar kennslu sendi skriflega umsókn fyrir 20. ágúst til fræðslufulltrúa Reykjavíkur Hafnarstræti 20. Fræðsluráð Reykjavíkur Við þökkum hjartanlega Kaupfélagi Vestur-Húnvetn- inga á Hvammstanga fyrir 4 daga ánægjulega skemmti- ferð, svo og þökkum við Húnvetningafélaginu í Reykjavík hið skemmtilegasta kaffisamsæti, ásamt öllum öðrum er sýndu okkur gestrisni og góðvild. ♦ KONUR FRÁ HVAMMSTANGA. JÚLÍ 1947. Reikningar á Landbunaðarsýninguna j Þeir sem eiga kröfur á okkur, eru vinsamlega beðnir að framvísa reikningum á skrifstofunni í Kirkju- stræti 10, eigi síðar en föstudaginn 1. ágúst n.k. \ | Landbúnaðarsýningin w'rv'r'rv'r ▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼ „ Siáturfélag Suðurlands Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag Reyklms. -— Frystihús. Aiðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soöið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar áskurö á brauð, mest og bezt úrval á landinu. / Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkemit fyrir gæði Frosið köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyilstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.