Tíminn - 31.07.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.07.1947, Blaðsíða 1
RTTSTJÓRI: þórarinn' þórarinsson ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN \ Simar 2353 og 4373 \ PRENTSMIÐJAN EDDA hS. \ : „ITSTJÓRASKRIPSTOFDR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, DíNHEIMTA OG AtJGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargöta 9A simi am >t 31. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 31. júlí 1947 137. uluð Formaður islendingafélagsins í Oslo í 23 ár Viðtal við Guðna Beiiecliktsson Allir íslendingar, sem dvalið hafa í Oslo lengri eða skemmri líma, þekkja Guðna Benediktsson og allir að hinu sama — góðu. Guðni hefir í meira en tvo áratugi verið óþreytandi hjálparhella og ráðgjafí landa í höfuðborg Noregs, en hann hefir unnið störf sín í kyrrþey og ekkert er fjarri honum en að minnast á það, sem hann hefir gert fyrir aðra. Ég hringdi til Guðna og bað hann að koma til mín á gisti- húsið og Guðni, sem vafalaust hefir haldið, að ég þyrfti á ein- hverri aðs'jtoð að halda kom strax. Guöni Benediktsson og sonur hans. Meðan við drukkum norskt „Solo" spurði ég þennan kurt- eisa og geðfelda mann um æfi hans og störf. — Ég er f æddur á Ormstöðum í Breiðdal en er alinn upp á Fáskrúðsfirði sagði Guðni. — Ég lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla en fór 22 eða 23 ára til Björgvinar, þar var eg í 6 mánuði og vann í Hansa Bryggeri. Mér fannst ekki nóg að sjá Bjórgvin, svo ég fór til Osló og gerðist bókhaldari hjá Shell, þar er ég enn. — Hvenær urðuð þér formað- ur íslendingafélagsins í Osló? — Þegar það var stofnað hinn . des. 1923. Ingimundur Eyjólfsson ljósmyndari kallaði landa saman þennan dag og var þá stofnað íslendingafélag. — í .fyrstu stjórn félagsins voru kosnir: Björn Benjamínsson, sem er gjaldkeri enn í dag. Bjarni Ásgeirsson söðlasmiður, sem er dáinn fyrir rúmlega 10 árum, Jón Gunnarsson verk- fræðingur og ég. Ingimundur Eyjólfsson, sem var aðalhvata- maðurinnn að stofnun félags- ins, dó árið 1930. — Hversu margir eru nú í félaginu? Af búsettum íslend- ingum 30—40 en auk þeirra farfuglar okkar, á ég þar eink- um við námsmenn, sem koma og fara. — Hefir félagið starfað óslit- ið öll þessi ár? Nei, á stríðsárunum var allur félagsskapur bannaður en nú er allt að komast í gamla horf- ið aftur. Hversu oft haldið þið fundi? Við reynum að hittast einu sinni í mánuði en sá þrándur er í götu eins og stendur að illmögulegt er að fá húsnæði til fundahalda. — Hvað hafið þið helzt til skemmtunar á fundum? Við höfum hvorki ræðumenn, upplesara né söngvara í okk- ar hópi svo við verðum að láta okkur nægja að borða, spjalla, syngja og dansa saman. Meiri hluti þeirra íslendinga, sem hér (Framhald á 4. síðu) Frá finnsku íþróttahátíhinni Mynd pessi er frá setningu finnsku íþróttahátiðarinnar, sem Ármenning- arnir tóku þátt í. Myndin sýnir íþróttaflokkana, er þeir ganga fylktu liði inn á íþróttavöllinn. íþróttamennirnir í þessari göngu skiptu mörgum þúsundum. Amerísk nefnd komin hingað vegna afurðasölunnar tii Þýzkalands Um þessar mundir dvelur hér amerísk sendinefnd, sem er komin hingað til viðræðna við ríkisstjórnina um vörusölu til hernámssvæða Bandamanna í Þýzkalandi. f tilkynningu frá rikisstjórninni segir svo um verkefni nefndarinnar: Ákvörðun um nýtt verðlag á landbúnaðarvörum frestað Síjjórnin gefur íit bráðabirgðalög Ríkisstjórnin hefir ákveðið að gefa út bráðabirgðalög, þar scra ákveðið er að ekki þurfi að ákveða nýtt verð á landbúnaðar- afurðum fyrr en 30. ágúst næstk. Samkvæmt afurðasölulögun- um, er samþykkt voru á seinasta þingi, átti nýja verðið að ganga í gildi 1. ágúst næstk. Leitað eftir lánsviðskiptum við Þýzkaland l)r. Acheson eriiiclreki Bandaríkjastjóriiar ifiefir raett við íslenzk stjómarvöld um fisk- sölu þangað. Dr. Acheson, sem undanfarna daga hefir dvalið hér á landi í umboði Bandaríkjastjórnar, vegna fisksölumála til Þýzkalands fcr héðan aftur í dag ásamt aðstoðarmönnum sínum, en kemur að öllum líkindum aftur, að nokkrum tíma liðnum. Ræddi hann í gær við blaðamenn. — Samkvæmt tilkynningu ut- anríkisráðuneytis Bandríkjanna var dr. Edward É. Acheson snemma í júlí skipaður sérstak- ur erindreki Trumans forseta með sendiherraumboði til að veita forstöðu viðskiptasendi- nefnd Bandaríkjanna til margra Norðurálfuríkja þar á meðal ís- lands. Hlutverk nefndarinnar er að rannsaka að hve miklu leyti hægt er að nota framleiðslu Evrópulanda til að bæta úr mat- arskortinum á hernámssvæði Breta og Bandaríkjamanna í Þýzkalandi. Dr. Acheson, er bróðir Dean G. Acheson, fyrrum aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er prófessor í fjármála- fræði við George Washington háskólans, en starfaði á stríðs- árunum við framkvæmd láns- og leigulaganna og einnig við hagfræðideild herforingjaráðs Bandaríkjanna. Dr. Acheson kom til ísland frá Bretlandi, en þangað kom hann frá hernámssvæðinu í Þýzkalandi. í för með honum eru tveir sérfræðingar í fiski- málum. Hefir hann þegar hafið viðræður við íslenzk stjórnar- völd um erindi sitt. Ríkisstjórnin hefir skipað fjögra manna nefnd til þess að annast þessar viðræður af hálfu íslendinga. í nefndinni eru: Björn Ólafsson, Kjartan Thors, Kristján Einarsson og Hafsteinn Bergþórsson. Tilefni bráðabirgðalaganna er það, að verðlagsnefndin hefir ekki getið lokið starfi sínu á tilsettum tíma vegna Tpess, hve seint hefir gengið að afla ýmsra upplýsinga. Eins og kunnugt er, skipa verðlagsnefndina fulltrúar bænda og neytenda. Fulltrúar stéttasambands bænda eru þeir Sverrir Gíslason -í Hvammi, Steingrírriyir Steinþórsson bún- aðarmálastjóri og Sigurjón Sig- urðsson Raftholti. Fulltrúar neytenda eru þeir Sæmundur Ólafsson (Sjómannafél. Rvíkur), Ingólfur Gunnlaugsson (Alþýðu- sambandið) og Einar Gíslason (Landssamband iðnaðarmanna). Ákvörðun nefndarinnar um verðlagið nær ekki gildi, nema allir nefndarmennirnir séu sammála. Verði nefndin ekki sammála, sker sérstakur gerðar- dómur úr ágreiningnum. Skal ham skipaður einum fulltrúa frá hvorum aðila og hagstofu- stjóra. Þeir aðilar, sem einkum hafa aðstoðað nefndina við söfnun upplýsinga, eru hagstofustjóri og formaður búreikningaskrif- stofunnar. Verðið á nýja kjötinu. Þar sem ákveðið hefir verið að leyfa slátrun eftir 10. ágúst, þurfti að setja sérstök ákvæði inn 1 bráðabirgðalögin um verð- ið á nýja kjötinu fram til 30. ágúst. Er framleiðsluráði land- búnaðarins heimilað að ákveða verðið með tilliti til gildandi verðlags og framleiðslukostnað- ar. Samkvæmt lögum, er fyrr- verandi stjórn setti, kemur verð- ið á nýja kjötinu ekki inn í vísitöluna meðan nóg er til af gamla kjötinu. Eins og kunnugt er, ferðast Dr. Acheson um Norðurlönd og víðar með sérstöku sendiherra- umboði Trumans forseta, til að kynna sér matvælaframleiðslu þjóðanna og athuga, hvaða möguleikar eru á því að auka matvælaframleiðslu þeirra með Þýzkalands markað fyrir augum. Matvælaástandið í Þýzka- landi er mjög bágborið og hafa Bandaríkin og Bretland því á- kveðið að reyna að koma á auknum matvælaflutningi þang að, frá þjóðum sem eitthvað geta af mörkum lagt. Verður látið heita svo, að viðskipti þessi verði við þýzka aðila, en Banda- rikin og Bretland telja sig að nokkru leyti skuldbundin til á- birgðar gagnvart þeim. Hefir helzt verið hugsað um að á þennan hátt yrðu fluttar til Þýzkalands þær matvörur er norðurlandaþjóðirnar gætu auk- ið framleiðslu sína á og er eink- um rætt um aukinn fiskinn- flutning. Þjóðverjar þurfa ca. 250 þús. smál. af fiski til að hægt sé að auka matarskammt- inn um 1 kg. af fiski á mann á viku. Annars er fiskþörf Þjóð- verja það mikil, að henni verð- ur ekki fullnægt í náinni fram- tíð, hversu mikið sem fiskveiði- þjóðirnar legðu að sér til þess. Þegar Acheson var spurður um viðræður sínar við íslenzk stjórnarvöld, sagði hann að bezt væri að snúa sér til þeirra beint varðandi upplýsingar um ár- angur viðræðnanna. En -hann kvaöst hafa leitað eftir upplýs- ingum um hve mikið íslend- ingar gætu af mörkum lagt af fiski Þýzkalandsmarkað, með þeim skilyrðum að greiðslufrest- ur fengist að verulegu leyti á ándviröi fisksins. Hugmynd Bandaríkjanna er sú að koma sem fyrst á fót viðskiptum Þjóð- verja sjálfra við þjóðir þær sem (Framhald á 4. síðu) ERLENDAR FRÉTTIR Fulltrúi Rússa i Öryggisráðinu hefir beitt neitunarvaldi sínu til að hindra samþykkt tillögu frá Bandaríkjamönnum um skipun nefndar, sem annist gæzlu á landamærum Grikk- lands og nágrannaríkja þess. Þetta er í 11. sinni, sem Rússar beita neitunarvaldinu. Indverska stjórnin hefir á- kveðið að leggja deilumál Indó- nesíumanna og Hollendinga fyr- ir Öryggisráðið, þó ekki fyrst um sinn. Forráðamenn hins nýja ind- verska ríkis, sem Hindúar mynda, hafa ákveðið að sníða stjórnskipun sína eftir stjórn- skipmn Bretlands. Brezku hernaðaryfirvöldin í Palestínu létu nýlega hengja þrjá skemmdarverkamenn. Sam- tök skemmdarverkamanna hafa nú hótaö að láta hengja tvo enska liðþjálfa, sem þeir hafa i haldi. í Brest varð mikil sprenging í ensku skipi á mánudagskvöld- ið var. Um 20 menn fórust og 200 særðust. Skemmdir urðu mjög miklar. Sumarhátíð Fram- sóknarmanna í Rang- árvalla- og Árnessýslu Framsóknarfélögin í Árnes- og Rangárvallasýslu gangast fyrir sameiginlegri skemmtun að Þjórsártúni, sunnudaginn 3. ágúst. Meðal dagskrárliða verð- ur: Ræða, Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra, karla- kórssöngurv upplestur, Tómas Guðmundsson skáld, og ræða, Pálmi Hannesson rektor. Síðar mun verða dansað. , Árnesingar og Rangæingar munu eflaust fjölmenna á þessa sameiginlegu skemmtun hérað- anna og keppast um að gera hana sem glæsilegasta. Maður deyr af sólsting Ungur maður i Hveragerði, Guðjón Guðmundsson, lézt af sólsting um fyrri helgi. Guðjón var 19 ára gamall. Guðjón fór fyrra sunnudag í sólbað í fjallshlíð, sem er skammt frá Hveragerði. Um (Framhald á 4. síöu) Norræna þingmannafund- inum lauk í gær Norræna þingmannafundinum lauk siðdegis í gær. Hann hófst kl. 10 árdegis með framsöguræðu, sem Bögholm ritstjóri flutti um sameinuðu þjóðirnar og þingmannasamböndin. Spunnust af því fjörugar umræður, sem komu víða við, og tóku margir til máls. Síðar á fundinum var borin upp og samþykkt tillaga um fiskveiðamálin, er var undirbúin af nefnd, sem kosin var dag- inn áður. I Tillaga þessi, sem var eina til- lagan, er fundurinn samþykkti, hljóðar svo: 1) Fundurinn lýsir yfir á- nægju sinni á því vísindastarfi, sem unnið hefir verið af hálfu Norðurlanda á sviði hinna al- þjóðlegu hafrannsókna, og jafn- hliða því sem hann beinir þakk- læti sínu til forgöngumann- anna á þessu sviði, leggur hann áherzlu á nauðsyn þess, að þessu starfi verði haldið áfram og það aukið, svo að það koirii að sem allra mestu gagni fyrir Norðurlandaþ j óðirnar. 2) Fundurinn leggur áherzlu á þýðingu tilraunanna til þess að auka efnahagslegt samstarf á sviði fiskiveiðanna, sem hafið hefir verið af norrænni hálfu og siðar hlotið stuðning frá öðrum þjóðum, m. a. frá ráð- stefnunni í Bergen í sept. 1946. Fundurinn beinir þeirri áskor- un til ríkisstjórnanna á Norð- urlóndum, að þær taki til at- hugunar, hvernig áframhaldi (Framhald á 4. síðu) t hópi hinna norrœnu þingmanna eru þrjár konur. Tvœr þeirra, Astrid Skare frá Noregi (t. v.) og Ingeoorg Hansen frá Danmörku sjást hér ó myndinni. (Ljósm.: Guðni Þórðarson).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.