Tíminn - 31.07.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.07.1947, Blaðsíða 2
2 TÓHTVX, fimmtnalagiiiii 31. jiilí 1947 137. blað Fimmtudafiur 31. }úlí Greinin í „Manchester Guardian” Greinin um fjárhagsmál ís- lands, sem nýlega birtist í Manchestot; Guardian, mætti vissulega vekja íslendinga til alvarlegrar umhugsunar. Fá blöð í veröldinni njóta slíks á- lits fyrir áreiðanleika og sann- sögli og þetta enska blað, sem einkum er þó útbreitt meðal þeirra manna, er fást við fjár- mál og viðskipti. Álit þess og dómar ráða mjög miklu um skoðanir slíkra manna. Þótt dómur Manchester Guardian um fjármálastjórn ís- lendinga seinustu árin sé þung- ur, verður að horfast i augu við þá staðreynd, að hann er rétt- látur., Undir þeirri stjórnarfor- ustu. sem sóaði 1300 milj. kr. af erlendum gjaldeyri á tveim- ur árum, hafa íslendingar sýnt slíkt gáleysi og .andvaraleysi, að fá dæmi sýna betur, hvernig skjótfengin og óvænt auðæfi eru oftlega misnotuð. Þess vegna er þjóðin nú ekki aðeiœns gjald- eyrislaus, með hallarekna fram- leiðslu og fjárhagslegt hrun íramundan. Þess vegna er hún einnig á góðum vegi með að glata því áliti útlendinga á fjár- málastjórn sinni, sem sjálfstæð þjóð þarf að hafa. Um það vitna ummæli Manchester Guardian bezt. Verðlag það, sem íslendingar þurfa nú að fá fyrir útflutn- ingsvörur sínar, mun vissulega hjálpa til að ríða þessu áliti að fullu. Það mun þykja'öruggur og óvilhallur mælikvarði á fjár- málastjórn íslendingg, að þeir þurfa að heimta allt að tvöfallt hærra verð fyrir afurðir sínar en aðrar þjóðir telja sig þurfa að fá fyrir hliðstæðar vöru. Hér blasir við ein afleiðingin af þeirri stjórnarstefnu, sem fylgt hefir verið seinustu árin. Álitið á getu íslendiijga til að annast fjármálastjórn sína er á förum. Meira en flest annað get- ur það grafið grunninn undan sjálfstæði þjóðarinnnr. Þjóðin fær hér nýja sönnun þess, hví- lík óhamingja það var» að stöðv- unarstefna Framsóknarflokks- ins skyldi ekki sigra á strísár- unum. Jafnvel þótt það hefði ekki orðið fyrr en haustið 1944, myndi afkoma og framtiðar- horfur þjóðarinnar vera nú með allt öðrum hætti. Ur0 orðna hluti dugir hins vegar ekki að sakazt, þótt þjóð- in verði að læra af þeim og skipa sér í flokka eftir fenginni reynslu. Það, sem nú gildir, er að reyna að bjarga því, sem bjargað verður. Viðnámið og viðreisnin verður að hefjast taf- arlaust. Með niðurfærslu dýr- tíðarinnar verður að koma fram- leiðslunni á samkeppnisfæran grundvöll. Þar verða allar stétt- ir að leggja fram sinn skerf, enda treysta þær með því hag sinn til frambúðar. Útgjöld ríkisins verða að lækka á þann veg, að komið sé á hagkvæmara rekstri og óþörf tildurembætti afnumin, t. d. í utanríkisþjón- ustunni. Trú almennings á hag- sýni og sparnað verður að vekja aftur' til lífsins, því að ekkert tryggir betur endurreisn fjár- hagsins. Fyrsta og helzta boðorðið í baráttu annarra þjóða gegn dýrtíð og verðbólgu er að hvetja almennning til sparnaðar og sparifjársöfnun- ar. Það sama þarf að gera hér. Etagiias* Luiulborg, fijgóbréttarfræðingur: Eiga íslendingar að gefa Dönum Grænland? Nýlega birtist í einu dagblaðanna grein eftir hinn fræga sænska þjóðréttarfræðing dr. jur. Ragnar Lundborg. Er greinin lituð i tilefni af „Síðustu Grænlandsbók Jóns Dúasonar" og að nokkru Ieyti ritdómur um hana, („Réttarstaða Grænlands, nýlendu íslands,“ fyrri hluti). Þar sem hér er um stórmikilvægt mál að ræða, sem væntanlega kemur mjög á dagskrá í sambandi við yfirstandandi lokauppgjör íslands og Danmerkur, leyfir Tím- inn sér að taka upp þessa ágætu grein. Fer hún hér á eftir með nokkrum leturbreytingum - Nú á dögunum kom út byrj- unin af .hinni nýju bók Dr. Jóns Dúasonar um Grænland. Er það mikið rit. Það, sem nú kom út, eru 766 blaðsíður, og af samhenginu má ráða, að ekki minna en helmingur bókarinn- ar sé enn óprentaður. Sá, sem þetta ritar, hefir áður við ýms tækifæri skrifað rit- dóma um rit Jóns Dúasonar um Grænland, m. a. í American Journal og International Law og í Archiv fúr Rechts-und Wirtschaftsphilosophie, einkum þó um doktorsritgerð hans í Oslo 1928, „Grönlands stats- retslige Stilling í Middelalder- en.“ Sjálfur hafði ég áður að- eins lauslega gefið mig að at- hugun á réttarstöðu Græn- lands í sambandi við önnur mál, og í likingu við fleiri, er hreyft hafa þessu máli, var ég þeirrar skoðunar, að Grænland hefði verið konungslaust land, stofn- að af íslendingum, en síðar sj&ifetætt lýðveldi, unz það kom undir Noregskonung. En eftir að hafa lesið hina nefndu ritgerð Jóns Dúasonar og það, sem hann hefir síðar ritað um málið, og kynnt mér aðal heimildarritin, sem hann vitnar í, álít ég það fullsannað mál, að Grænland hafi alla tíð, allt frá því, að það byggðist, verið íslenzk nýlenda. Það stóð undir íslands lögum, og kom með móðurlandi sínu undir Noregskonung við gerð Gamla Sáttmála. Skoðunum mínum um þetta mál hefi ég haldið fram í riti mínu „Islands völkerrechtliche Stellung,“ er út kom 1934, og síðar var þýtt á islenzku. I hinni nú nýútkomnu bók hefir Jón Dúason rannsakað málið mjög rækilega og af mjög miklum lærdómi. Hann hefir rökstutt skoðun sína með sæg af tilvitnunum í bækur og rit er sýna hinn mikla fræðimann- lega rannsóknaráhuga hans. heldur því fram, að fyrstu land- námsmenn Grænlands, sem komu frá íslándi, voru í einum hóp undir sameiginlegri stjórn. En hópur samþegna, er fara með þjóðfélagsvald, nema þann- ig eigandalaust land, segir Jón Dúason, fylgir þegnskaparband- ið við þjóðfélagið (réttarsam- félagið ,,lögin“) með, og þegar þegnar þessir hafa tekið sér bú- stað fyrir sig og eftirkomend- urna og taka að fara með þjóð- félagsvald „laga“ sinna yfir hinu nýja landi, segir Jón Dúa- son, færast landsyfirráð réttar- samfélagsins eða „laganna" (móðurlandsins) yfir hið nýja land, svo að það verður hluti af landssvæði (territorium) þess þjóðfélags eða „laga“, sem landnámsmennifnir eru í. Grænland tilheyrði einnig ís- lenzka réttarsvæðinu samkvæmt þeim lögum er svo kváðu á (sbr. upphafið á Úlfljótslögum), að ísland (íslenzk landsyfirráð) næðu til yztu sjónvíddar frá landi. Meðal hinnna ítarlegu sann- ana, sem Jón Dúason færir fyrir því, að Grænland hafi verið ó- aðskiljanlegur hluti íslands, mætti auk þess nefna, að Grágás þekkir ekki Grænland sem sér- stakt þjöðfélag, heldur aðeins sem hluta úr „várum lögurn." í þeirri lögbók er hvergi nokkurt orð, er bendir á grænlenzkan þegnrétt, en hún talar þó um enska menn, færey$ka menn (Færeyjar voru þá sérstakt þjóðfélag), sænska menn, nor- ræna menn, o. s. frv. Lög íslands voru í gildi í Grænlandi og þeg- ar Grágás segir, að Grænland sé i „várum ,lögum,“ er þar með sagt, segir höf., að Grænlan og ísland höfðu sama lögþing, sömu lög, sama þegnskap og sömu dómstóla. Og þegar í lög- um er tilgreind vernd fyrir lífi útlendra manna innan hins ís- lenzka réttarsamfélags, eru upp taldar hinar erlendu þjóðir, en Grænlendingar eru þar ekki með. Enginn getur ímyndað sér þann möguleika, að Grænlend- ingar þeirra tíma, er voru ná- skyldir íslendingum, hafi einir allra þjóða verið réttlausir og hafi verið réttdræpir á íslandi, án þess að við lægi nokkur refsing. ‘ Þetta er sterk, óbein sönnun fyrir því, að Grænlend- ingar hafi verið íslenzkir þegn- ar. Grænlenzkir dómar giltu á íslandi og það enda svo, að dóm- ur á Grænlandi gat vikið ís- lenzkum manni úr Islenzka þjóðfélaginu og svift hann öll- um rétti og mannhelgi innan þess. Grágás og síðari lögbækur telja öll lönd fyrir austan ís- lands erlendis, teiknað frá miðju hafi, en öll lönd og ■ höf fyrir vestan ísland innanlands. í heimildum finnst ekki, að sekur íslendingur hafi komið til Grænlands eða nokkurs lands í vestri, né sekur Grænlendingur til íslands. Auk þess má nefna, að á alþingi Grænlands finnst getið allra þeirra stofnana, sem voru sérkennandi fyrir íslenzkt dómþing, en ekkert er bendi á lögþing. Við fornleifarannsókn- ir hafa menn nú fundið á ný á þingstaðnum allt það, sem tilheyrir dómsþingi á íslandi, en ekki fundið nokkur minnstu merki eftir lögþing. Heit þau, sem Grænlendingar gáfu Nor- egskonungi á 13. öld voru sama eðlis og þau, sem bændurnir á íslandi gáfu fram til vorsins 1262. Gamli Sáttmáli gilti milli Noregskonungs og alls hins ísl. réttarsamfélags, „várra laga“, þannig eo ipso fyrir Grænland. í lögbókinni Jónsbók, er lögtek- in var 1281, er talað um Græn- land sem innanlands, og sér- hvern möguleika fyrir því, að hið grænlenzka alþing hafi ver- ið lögþing afmáir Jónsbók með því að segja, að innan réttar- svæðis sé lögþingið haldið við Öxará (á Þingvöllum) á þing- stað réttum. Einungis eitt lög- þing getur verið í sama réttar- samfélagi. Enginn konungur hefir heldur nokkru sinni látið hylla sig á Grænlandi. Hylling- in á íslandi hefir þannig verið nægileg. Mér virðist, að ekki ætti leng- ur að leika nokkur vafi á rétt- arstöðu Grænlands í fornöld. Það var íslenzk nýlenda, hluti úr hinu íslenzka réttarsvæði, „várum lögum.“ í þeim hluta af réttarstöðu Grænlands, sem út er kominn, er Jón ekki kominn lengra en til síðari hluta miðaldanna. Það, sem ég nú skrifa hér á eftir, eru mínar eigin ályktanir í Græn- landsmálinu. Eftir minni skoðun, sem ég hefi margoft látið í Ijósi við hin ýmislegustu tækifæri, var ísland samkvæmt Gamla Sátt- mála, einnig eftir sameining- una við Noreg og síðar Dan- mörku de jure fullvalda og þjóð- réttarleg persóna. Að staða þess, er tímar liðu, varð í framkvæmd « á annan veg, stafaði af því, að beitt var ofbeldi. Ofbeldi getur aldrei skapað varanlegan rétt. ísland hélt alltaf fast við hina sjálfstséðu réttarstöðu sína. Þar sem Grænland kom sem íslenzkt land með íslandi í sambandið við Noreg og Danmörku, glataði ísland ekki sínum áður fengna rétti til Grænlands. Það ætti að vera algerlega ljóst mál. en enn kom ofbeldið með i leikinn. f hinum nýja sáttmála, sem gerð- ur var 1918 milli íslands og Dan- merkur, er enginn fyrirvari sett- ur um rétt íslands til Græn- lands. ■ En að ísland hafði þó ekki þar með gleymt sínum gömlu landsyfirráðum yfir Grænlandi kom í Ijós, er harðna tók i Grænlarf/dsmálinu fyrir nokkrum árum vegna þess, að Noregur gerði kröfu til Austur- Grænlands. Ágreiningnum var stefnt fyrir fasta alþjóða-dóm- stólinn í Haag, sem með dómi uppkveðnum’ 1933 ógilti kröfu Noregs. Hann gerði það enn- fremur satt og sannað, að þau landsyfirráð, sem í fornöld voru stofnuð yfir Grænlandi, hefðu aldrei glatazt (blaðsíða 47—48 í hinni opinberu útgáfu Græn- landsdómsins, Leyden 1933). Að vísu leit dómurinn í samræmi við samhljóða staðhæfingu beggja málsaðila, svó á, að Grænland hefði verið sjálfstætt lýðveldi, sem gengið hefði undir Noreg, en hið sama hlýtur einn- ig að gilda viðvíkjandi landsyf- irráðum yfir Græn^andi í eig- inleika þess sem íslenzkrar ný- lendu. Hvað gerði ísland eftir að Grænlandsmálinú hafði ver- ið skotið til Haag? Ekkert opin- bert! En að Grænlandsmáíið var alls ekki gleymt á íslandi má sjá á því, að þegar deilan milli Noregs og Danmerkur var hafin, bar fyrrverandi forsætis- ráðherra Jón Þorláksson fram tillögu til ályktunar á Alþingi þess efnis, að þingiff skoraffi á landsstjórnina að gæta hags- muna íslands A gangi málsins milli Danmerkur og Noregs. Hann hélt því fram, aff ísland ætti bæffi réttar og hagsmuna aff gæta á Grænlandi. Eftir með- ferð í þinginu var málið lagt fyrir utanríkismálanefnd. Síffar samþykkti Alþingi þingsálykt- unartillögu, þar sem skoraff var á landsstjórnina aff gæta máls- staffar íslands í Haag. Er ekk- er.t heyrðist um gang málsins, kom fram fyrirspurn á Alþingi til landsstjórnarinnar um, hvað gert hefði verið í málinu. Þessari fyrirspurn var ekki svarað. Ef íslenzka stjórnin skyldi hér eftir taka upp samninga við Danmörku um Grænland eða réttarstöðu íslendinga þar, er það eftir minni skoðun nauff- synlegt, að ísland standi fast á sínum sögulegu landsyfirráffum yfir Grænlandi. Þaff er fastur og öruggur grunnur til fram- dráttar málstað Íslands. Það er mögulegt, að við samninga á þeim grundvelli geti náðst sam- komulag til gagns fyrir bæði ríkin. En án fyrirvara um sinn (Framhald á 4. síðu) Jassies Burnliain: EÐLI KOMMÚNISMANS James Burnham er einn af þekktustu og virtustu höfundum, er um stjórnmál rita í Ameríku. Bækur hans um þau efni hafa vakiff alheimsathygli. í seinustu bók sinni, „The struggle for the World,“ dregur hann upp ófrýnilega mynd af framtíðinni og fullyrffir, aff þriffja heimsstyrjöldin sé í raun og veru hafin. Greinin er lauslega þýddur kafli úr bókinni. Þess vegna væri það óhyggileg- ast af öllu óhyggilegu, ef enn yrðu gerðar einhverjar þær ráðstafanir, sem ykju vantrúna á gjaldmiðilinn. Það yrði ekki bjargráð, heldur vísasti vegurinn til enn rryúra fjár- hagslegs og siðferðilegs öng- þveit/s. Raunhæfar aðgerðir í þess- um málum má ekki draga á langinn. Ríkisstjórnin verður að taka forustuna í þessum málum með manndómi og festu. í stjórnarsamningunum, sem gengið var frá fyrir sex mán- uðum, var því heitið, að kvödd yrði saman ráðstefna stéttar- samtakanna um þessi mál. Framkvæmd þessa fyrirheits ætti ekki að fresta öllu lengur, svo að niðurstaðan af starfi slíkrar ráðstefnu gætji legið fyr- ir, þegar þingið kæmi saman í haust. Það kann að vera enn tími til að bjarga við fjárhag þjóð- arinnar og vinna upp það mikla álitstap, sem stjórnarfar sein- ustu ára hefir bakað þjóðinni, eins og greinin í Manchester Guardian er óljúgfrótt vitni um. En sá tími er naumur og þjóðin á nú meira undir þy! en oftast áður, að forustumenn hennar bregðist fljótt og, vel við vand- anum. Ein algengasta orsök til mis- sýna varðandi eðli stjórnmála- hreyfinga, er trúnaður sá, sem menn leggja á orð þeirra manna, sem tala. máli stefn- anna. Mönnum hættir svo til að taka gott og gilt það sem stjónmálamennirnjr segja um tilgang sinn og markmið. Orð eru að vísu ekki alltaf þýðing- arlaus, og stundum flytja þau meira að segja einhvern sann- leik. Tíðara er þó hitt, að orð stjórnmálamannanna eigi enga samleið með sannleikanum. — Hlutverk þeirra er fremur hitt t ö breiða yfir leyndar óskir. — Orð þau, sem kommúnistar nota venjulega um sjálfa sig og verk sín, eru sérstaklega skýr dæmi um þetta, því að þau hafa venjulega inni að halda vísvit- andi blekkingar, auk hinna venjulegu sjálfsblekkinga þeirra. Flestar bækur um kommún- ismann og Ráöstjórnarríkin eru fullar af tilvitnunum úr ræðum og ritgerðum heittrú- aðra kommunista er lofsyngja ráðstjórnskipulagið. Þar er líka venjulega að finna orðmargar greinar úr lögum og reglugerð- um Ráðstjórnarríkjanna. Og þeir sem hafa átt við lýðræðis- þjóðfélag að búa hafa vanizt því að líta á orð laganna sem boð, er fylgt væri. Það er því ofur eðlilegt, að þeim verði á að álíta, að standi það í lögum Ráðstjónarríkjanna, að þar sé íoenningarlegt og stéttarlegt jafnrétti, þá sé það óyggjandi staðreynd. Þegar kommúnistar fullyrða það í ræðu og riti, að þeir trúi á lýðræðið, viður- kenni frjáls stéttarsamtök, borgarleg réttindi og þjóðernis- legt sjálfstæði, þá göngum við ekki aðeins út frá því sem gefnu, að svo sé, heldur einn- ig, að þeir vinni sjálfir að þeim markmiðum. Þegar þaö var fullyrt að fimm ára áætlunin svonefnda hefði bætt lífsaf- komu verkamanna mjög mik- ið, þá trúðu menn þvi, að slíkt hefði í raun og véru átt sér stað. Þegar stjórnmálamenn Ráöstjórnarríkjanna tala um afvopnun og bann við fram- leiðslu atómsprengja. þá lítur heimurinn svo á, að þeir séu í raun og veru fylgjendur frið- ar og afvopnunar. ■ Til þess að skilja stjórn- málahreyfingar til hlítar, verða menn að grannskoða stað- reyndirnnar sjálfar og ganga úr skugga um, að hve miklu leyti orð og athafnir fara- saman. Við verðum að rann- saka stjórnmálastarfið sjálft, sögu hreyfingarinnar og mark- mið. Orð og gerðir verður' að bera nákvæmlega saman. En ef við látum kommúnismann ganga undir það próf, þá komust við brátt að raun um, að orð og athafnir eru sitt hvað, og orð- unum er alls ekki ætlað að vera upphaf athafnanna. NiðurstaÖ- an verður sú, að fái maður ekki ljósar sannanir fyrir orðum þeirra, verður að líta svo á, að þau séu ósönn. Stundum er sagt, að kommún- isminn sé ung og óreynd stefna og þess vegna sé ekki rétt að dæma hana aö svo komnu. Þessi fullyrðing er borin fram til þess að hindra það, að við dæmum hann eins og málefni standa til. Kommúnisminn er hvorki ung- ur né óreyndur. Afbrigöi hans má sjá í flestum myndum hins menningarlega og pólitíska samfélags okkar. Hánn birtist í smáu sem stóru, í stríði sem íriði, og kynning okkar af hon- um er ætíð á einn veg. Unggæð- isháttur kommúnismans er ekki gild afsökun til þess að skjóta honum undan dómi. Ef það er gert, er aðeins um að ræða fávizku eða þrjózku við að horf- ast í augu við staðreyndirnar. Ameríkumönnum og Englend ingum — og raunar öllum þeim, sem vanir eru lýðræðisskipulagi, verður því harla erfitt að skilja eðli kommúnismans. Jafnvei þótt viöurkennt sé að kom únsminn sé gerólíkur öðrum stjórnmálahreyfingum, er ó- sjálfrátt litið á hann sem hvern i ióinmálaflokk í lýö- ræðislöndunum. Maður álítur, að kommúnisti eigi eitthvað skylt við venjulegan íhalds- mann eða jafnaðarmann .Hann hafi aðeins hallazt að annarri skoðun, sem hafi önnur mark- mið, en sé annars lík að eðli. (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.