Tíminn - 31.07.1947, Blaðsíða 3
137. blað
TÍ>1IA\. fimmtudagiiui 31. júlí 1947
i
Erich Kástner:
Gestir í Miktagarhi
Það voru stórar, bláhvitar snjóhettur á götuluktun-
um. Girðingarnar umhverfis garða þorpsbúa voru
huldar mjöll, og á þökum lágra húsanna voru miklar
snjódyngjur. Það var orðið hálfdimmt, en eigi að síður
fannst herra Schulze, að hann grillti í fjöllin.
Og hann blístraði: „Vorið er komið ...."
Vagnarnir námu staðar. Vinnumenn gistihússins
báru farangurinn inn. Lyftudrengurinn opnaði dyrnar
og fagnaði gestunum brosandi. Polter og' gistihússtjór-
inn hneigðu sig og sögðu: Hjartanlega velkomin í
Miklagarð.
Fordyrið var fullt af forvitnu fólki, því að nú hlaut
hérvillingurinn ríki að koma.
Hjón frá Saxlandi og ungfrú frá' Póllandi höfðu
beðið um herbergi fyrir framan. Þeim var fyrstum
vísað inn í lyftuna. Jóhann Kesselhuth frá Berlín og
' ungur maður með lurfulegt koffort og slitinn vetrar-
frakka komu næstir. Kesselhuth vildi láta unga-mann-
inn ganga fyrir.
— Nei, kemur ekki til mála, sagði ungi maöurinn.
Ég get beðið.
Herra Kesselhuth þakkaði fyrir.
— Ég vildi helzt fá gott og sólríkt herbergi,- sagði
hann við Polter. Og baðherbergi og svalir.
Gistihússtjórinn sagði, að það væru mjög fá herbergi
laus. En Poi,ter gamli skoðaði lengi uppdráttinn af
gistihúsinu, eins og lifrarveikur hershöfðingi, sem er
að undirbúa sig undir meginsókn.
— Skiptir engu máli, hvað það kostar, sagði Kessel-
huth.
En svo sótroðnaði hann allt í einu.
Polter lét eins og hann hefði ekki heyrt þessa árétt-
ingu.
— Herbergi þrjátíu og eitt er laust ennþá, sagði
hann loks. Það er gott herbergi við yðar hæfi. Viljið
þér gera svo vel og skrifa nafnið yðar í gestabókina?
Kesselhuth mundaði pennann, sem honum var
réttur, hallaði sér fram á borðið og innti þessa skyldu
af höndum.
En nú beindust allra augu að unga manninum, og
sér í lagi þó hinum slitna frakka hans. Karl hinn
hugumstóri ræskti sig. Hann titraði allur af æsingi.
— Hvað getum við gert fyrir herrann? spurði hann
og hneigði sig..
Ungi maðurinn ók sér, brosti vandræðalega og sagði:
— Tja, það er nú svona með mig — ég er hálfgerður
vandræðagripur. Ég heiti Hagedorn, og ég vann fyrstu
verðlaun í samkeppni Gljáverksmiðjanna. Yður hefir
vonandi verið gert kunnugt um það?.
Gistihússtjórinn hneigði sig aftur.
— Okkur er kunnugt um það allt, sagði hann hátiö-
lega. Séuð þér hjartanlega velkominn á þennan stað.
Það -er okkur mikil ánægja að gera yður dvölina eins
ánægjulega og kostur er.
Hagedorn gapti af undrun. Hann litaðist um og sá,
að allt í kring stóðu veizlubúnir gestir, sem störðu á
hann eins og naut á nývirki. Og Kesselhuth hafði lika
orðið litið við.
— Hvaða herbergi var það, sem við höfðum ætlað
herra Hagedorn? sagði gistihússtjórinn.
— Við- munum hafa ætlað honum herbergi sjö,
svaraði Polter.
Gistihússtjórinn kinkaði kolli. Burðarkarl þr'eif
koffort Hagedorns og spurði:
— Er hérrann með mikinn farangur?
— Ekki annað en þetta, svaraði gesturinn. Því ætti
rriaður líka að vera að flytja einhver ósköp með sér?
Polter og gistihússtj órinn brostu smeðjulega.
— Viljið þér ekki láta bursta af yður ferðarykið?
spurði Kúhne. Og svo væntum við þess, að herrann
komi til kvöldverðar innan stundar. Það er nautakjöt
og englatítur í dag.
—. Ég slæ svo sem ekki hendinni á móti því, sagði
Hagedorn. En ég er saddur núnrf
Kesselhuth leit enn einu sinni á unga m'anninn.
Burðarkarlinn tók lykilinn og rogaðist með koffort
Hagedorns inn í lyftuna.
— Við sjáum þó vonandi herrann að stundu liðinni?
sagði Karl hinn hugumstóri hér um bil bænarrómi.
— Að sjálfsögðu, sagði Hagedorn.
Svo valdi hann sér póstkort, bað um frímerki, borg-
aði hvort tveggja, þótt Polter vildi endilega skrifa það,
og ætlaði síðan að fara.
— Áður en ég gleymi því, sagði Polter fljótmæltur
— leggur herrann ef til vill stund á frímerkjasöfnun?
. Og um leið dró hann fram umslag, sejn hanh hafði
safnað í útlendum frímerkjum, og hvolfdl úr því fyrir
framan unga manninn.
Hagedorn horfði út undan sér á gamla manninn. Svo
leit hann lauslega yfir frímerkin, þótt hann bæri
ekkert skyn á þau.
— Ég á engin börn, sagði hann loks. En ég eignast
kannske einhvern tíma börn.
— Ég ætti með öðrum orðum að halda til haga frí-
Borgarf jarðarf erðir
Ferðir m.s. Laxfoss um verzlunarmannahelgina verða
þannig:
Frá Frá Rvík Frá Bn. Frá Akr.
^::
0 <?
Laugardagur
Sunnudagur
! Mánudagur
2. ág. 7.30 kl. 9
-------12 — 13.30
-------15 kl. 18 — 20
3.
4.
-------7.30
-------12
-------15
18
9
13.30
20
Llvegiim með stuttum fyrirvara
Frigidaire
kæliskápa
frá Ameríku,
gegn gjalcleyris- oj» imiflntiiiiigsleyfum.
Samband ísl. samvinnuf élaga
— 7.30 — — 9
— 12 — — 13.30
— 15 — 18 — 20
— 21.30 — 33
v ATHUGIÐ, að farmiðar sem gilda með ferðunum kl.
12 og 15 á laugardag, verða seldir fyrirfram á afgreiðslu
skipsins í Reykjavík, sími 6420.
•??^?????????????????????????????????????????????????•?•???????•????????????????????????^??^????{????^
????
•*??
»????•???????•???????•????????•?????????????•??•?????????????????????'
:???<
???•
'??????•????????????<
:???•
???
??????????????
??????????????
H
H.f. Skallagrímur
Reykjavík - Kaupmannahöfn
Nokkur sæti laus til Kaupmannahafnar þann
4. ágúst.
Upplýsingar í skrifstofu vorri, sími 1485.
1
::
??
??
8
::
.;.„—„-.„———.,_—._.„-.„—„-_„«_„«>„—„—„—.„-.„-.„—„—.-.„-.„_„_„«?,.>' sjm::««:::«:««n:::«:«:««««»::::«:«:««:::jj::::««««:«::«««:«:::::n:::::::«::
Loftleibir kf
•?????*????????????????????????????????????????•??????????????????'
Sjómannaútgáfan
ILKYNNIR
5. og 6. bok útgáfunnar komin ut
Áskrifendur í Reykjavík eru vinsamlega beönir að vitja bókanna
til Bókaútgáfu Guðjóns Ó. Guöjónssonar, Hallveigarstíg 6A.
¦ v _____________ ' ' ...
Enn gefst mönnum kostur á að gerast áskrifendur Sjómanna-
útgáfunnar og fá bækur hennar frá upphafi. Út eru komnar
f.iórar skáldsögur og tvær myndskreyttar ferðasögur, samtals
tim 90 arkir. Áskrifendur fá bækurnar fyrir 100 kr. óbundnar
og 150 kr. í sterku samstæðu bandi. Lítið í bókabúðir næstu
daga og athugið bækur Sjómannaútgáfunnar. — Bækurnar eru
þessar:
1. Hvirfilvindur, skáldsaga eftir Josep Conrad.
2. Ævintýri í Suðurhöfum, skáldsaga eftir Edgar Allan Poe.
3. Indíafarinn Mads Lange, eftir Krarup Nielsen.
4. Worse skipstjóri, skáldsaga eftir Alexander L. Kielland.
5. Garman og Worse, skáldsaga eftir Alexander L. Kieiland.
6. Nordenskjöld, eÝtir Sven Hedin.
Nordenskjöld *
i»rjár ekta sjómannabækur koma út í sumar. Þær heita:
Margt skeður á sæ, eftir Claes Krautz, úrval sannra sjóferðasagna.
f sjávarklóm, skáldsaga eftir Ch. Nordhoff og J. N. Hall.
Hornblower skipstjóri, skáldsaga eftir C. S. Forester.
Eignizt bækur
Sjómannaútgáfunnar
frá upphafi
Ég undirrit----- gerist hér með áskrifandi að
bókum Sjómannaútgáfunnar (ób) (í bandi).
•jnpuajusis^ ^suao
Nafn
Heimilisfang
Sendið 'til Bókaútgáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar,
Hallveigarstlg 6A, Reykjavík,