Tíminn - 31.07.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.07.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÖKNARMENN! Mimib að koma X ftokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í Edduhúsinu víð Lindargötu. Sími 6066 31. JtíLÍ 1947 137. blaS ísl. stúlka drukknar í Svíþjóð Það sviplega slys vildi til í Svíþjóð þann 12. júli síðastl., að yngri dóttir Jóns Leifs tón- skálds drukknaði, er hún var að synda við baðströnd á vest- urströnd Sviþjóðar. Stúlkan, er hét Líf, var stödd í sjávarþorpi á vesturströndinni ásamt kennara sinum í fiðlu- leik og nokkrum öðrum nem- endum hans, er slysið vildi til. Hún hafði að vanda farið að synda í sjónum aö morgni þess 12. júlí, en kom ekki til lands aftur. Hennar var síðan leitað og fannst líkið eftir viku tíma og höfðu þá bæði flugvélar og skip leitað þess. Líf heitin var aðeins 17 ára gömul og talin mjög efnilegur nemandi í fiðluleik og áleit kennari hennar, að hún myndi hafa komizt langt á listamanns brautinni, hefði henni enzt ald- ur til. Barn drukknar Það sviplega slys vildi til á fimmtudagskvöldið á Norður- eyri við Súgandafjörð, að þrigsjja ára drengur, Guðmund- ur Sturla Þorleifsson að nafni, drukknaði. Drengurinn hvarf heiman að frá sér um klukkan 3 um dag- inn, en fannst örendur í fjör- unni klukkan -10 um kvöldið. Talið er, að drengurinn hafi ætlað sér að komast út í pramma, sem lá þarna við bryggju, en fallið niður á milli í sjóinn. Síldveiðin í gær hélzt áfram góð síld-' veiði á Þistilfirði og báðum meg- in Langaness, enda var veður sæmilega hagstætt. Var margt skipa þar á miðunum og ölf- uðu þau yfirleitt vel. Allmörg skip komu í gær til Raufarhafnar, en færri til Eyjafjarðar og Siglufjarðar, því að stormur var þar úti fyrir og gerði skipunum örðugt fyrir. Á Grímseyjarsundi hefir orð- ið vart talsverðar síldar og eitt skip fékk þar í fyrradag 700 tn. í einu kasti. Á vestursvæðinu hefir hins vegar ekki verið síldar vart um skeið, svo að teljandi sé. Maour deyr (Framhald af 1. síðu) kvöldið kenndi hann slappleika. Héraðslæknirinn á Selfossi kom til Guðjóns hei/ins kl. 5 mánudaginn eftir og var hann þá meðvitundarlaus. Lézt hann svo aðfaranótt þriðjudagsins. Það er mjög sjaldgæft að menn látist af þessum sökum hér á landi, en hins vegar al- gengt erlendis. Lánsviðskipt L (Framhald a/ 1. síðu) geta látið þeim matvæli í té. Málum þeirra er hins vegar þannig komið, að þeir hafa litla kaupgetu eins og er, nema að greiðslufrestur fáist. Ekkert gat Acheson sagt um það, hvenær líklegt væri, að Þjóðverjar yrðu þess megnugir að greiða, en Bandaríkin eru fús til að taka að sér ábirgð á nokkrum hluta verðsins. Boðskapur sá sem Acheson hefir að færa, er í fáum orðum sá, að íslendingar eiga þess kost, að selja eins mikinn fisk og þeir geta framast framleitt til Þýzkalands, gegn því að um lánsviðskipti sé að ræða. Verðið hvað Acheson vera algjört auka- atriði, og yrði ekki hætt við nein matvælakaup til Þýzk^- lands, þó að verðið yrði nokkuð hátt. Er hér um að ræða viðskipti sem að.nokkru leyti byggjast á tillögum Marshalls og ferðast Formaðnr íslendinga- félagsins (Framhald af 1. síðu) eru, eru konur giftar norskum raönnum. Þér eruð þá nokkurs konar kvenfélagsformaður? — Það má segja svo, en kon- urnar lofa nú oftast mönnun- um að koma með á fundina. — Þér hljótið að hafa verið eins konar sendiherra í Osló þangað til íslenzka sendiráðiö kom — Nei, nei, en vikadrengur ef til vill, ég hefi stundum snú- ist dálítið fyrir íslendinga. Hug- stæðast er mér þegar íslending- ar söfnnuðust saman að stríð- inu loknu. Finsen sendihetra í Stokkhölmi sendi mér skeyti og bacf mig að hóa löndum saman þ. a. a. s. tilkynna þeim að skip yrði sent að heiman til Hafnar og Gautaborgar. Ég bað blaðadeild hersins að koma boðunum á framfæri og næsta dag voru þau í öllum norskum blöðum og útvarpinu. Fyrir- spurnum frá löndum rigndi yfir mig, mig hafði aldrei grunað að svo margir landar væru í Noregi. — Hvernig kunnuð þér við yður í Osló? — Ég kann vel við mig. — Langar yður ekki heim? — Komið getur það fyrir, en ég á dálítið annríkt svo ég má helzt ekki vera að því að hugsa um það. — Hvers sakna landar helzt í Noregi? — Ástkæra málsins, en hvað mig snertir Austfjarðarfjall- anna að auki. Ætlið þér ekki að heimsækja Austfjarðarfjöllin innan tiðar? — Ég hefi lengi haft hug á því, en þið eruð of dýrir fyrir mig heima. Og svo er önnur hlið á málinu. Ég á tvo syni, annar þeirra, Haraldur Bene- dikt, sem er 20 ára les mál við háskólann, en Avid, sá sem er með mér á þessari mynd (Guðni sýnir mér nú líka mynd, sem ég hafði ætlað handa blaðinu) er 18 ára og gengur á verzlun- arskóla. Ég held að ég verði að neita mér um heimför þangað til námi þeirra er lokið. Landar í Osló eru mjög stoltir af því að hafa fengið sendiráð hingað, þess höfum vér beðið með óþreyju síðan ófriðnum lauk. Það er gott að vera ís- lendingur í Noregi, Norðmenn eru okkur mjög vinveittir og við erum fljótir aö samlagast þeim. Ég verð að kveðja Guðna, því að Gunnar Rockstad, Norðmað- urinn sem talar íslenzku svo að segja eins og innfæddur og kona hans, frú Kristín Björns- dóttir, hafa boðið mér heim. Að undanförnu hefir Þjóð- ræknisfélagið boðið mörgum góðum íslendingum vestan um haf heim til íslands. Mér þætti vel til fallið ef Þjóðræknisfélag- ið og ríkisstjórnin minntust 25 ára afmælis íslendingafélags- ins í Oslo, sem er 1. des. 1948, með því að bjóða Guðna Bene- diktssyni að sjá Austfjarðafjöll- in sín á ný. Ólafur Gunnarsson frá Vík í Lóni. WSSSSSÍSÍSSSÍWSSSÍSSSSSÍSÍSSSSSSSSSSÍSSSSSSSS^^ Útvegum allar stærSir og gerðir af sjálfvirkum, raf- knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús og heimili. Aðalumboðsmenn fyrir: Thomas Ths. Sabroe & Co. A/S Samband ísl. samvinnuf élaga Norræna þmgmaima- fundinum lauk í gær (Framhald af 1. síðu) þessa samstarfs verði bezt hátt- að svo . að sem mestu gagni komi fyrir fiskveiðarnar. 3) Það er álit fundarins, að hinar stórtæku nútíma fisk- veiðar og vöntunin á nægilega friðuðum uppeldissvæðum feli í sér mikla hættu fyrir fiskistofn- inn í hinum norðlægu höfum, og beinir því þess vegna til hinna háttvirtu ríkisstjórna, að þær taki það mál til athugun- ar, hvernig koma megi á nor- rænni og alþjóðlegri samvinnu til þess að koma í veg fyrir efnahagskreppu, sem eyðilegg- ing fiskistofnsins mundi hafa í för með sér. Þá var samþykkt, að næsti fulltrúafundur norræna þing- mannasambandsins skyldi hald- in í Helsingfors 1949. í gærkveldi hélt ríkisstjórnin veizlu að Hótel Borg fyrir full- trúana og ýmsa gesti, en í dag fóru þeir í boði Alþingis austur fyrir fjall. Bæjarstjórn Reykja- víkur hélt þeim veizlu i fyrra- kvöld í Sjálfstæðishúsinu og skemmti Karlakór Reykjavíkur þar með söng, en Guðmundur Jónsson söng einsöng. í ríkis- stjórnarveizlunni í gær skemmti Einar Kristjánsson með söng. Kerrupokana sem eru búnir til úr íslenzkum gærum, erum við byrjaðir að sauraa. MAGNI H.F. Bókhald Garðastræti 2, sími 7411. Bókhald & bréfaskriftir f3 ölritun, vélritun og þýðingar. Dr. Achesqn um Norðurlöndin og víðar um norður álfuna til þess að kynna sér undirtektir þjóðanna um þessi viðskipti og fá upplýsingar, hve mikið hver þjóð getur af hendi látið. Hefir hann að undanförnu dvalist í Hollandi og Belgíu og fengið þar góðar undírtketír, en héðan fer hann væntanlega til Oslóar, Stokkhólms og Helsingfors. Hryggilegt slys Sá atburður gerðist hér að- faranótt sunnudagsins, að Krist- ján Jónasson læknir, andaðist með mjög sviplegum hætti. Hann kom seint heim um nótt- ina. Mun hann ekki hafa viljað vekja konu sína og dóttir og því lagst til svefns á legubekk í stofunni. Þegar faðir hans, Jón-~ as Kristjánsson læknir, kom heim úr ferðalagi frá Heklu snemma um morguninn, var stofan full af reykjarsvælu legubekkurinn var að mestu brunninn, en Kristján lá örend- ur á gólfinu. Mun hafa kviknað í legubekknum eftir að Kristján sofnaði, og Kristján kafnað í reykjarsvælunni. Hins vegar hefir eldurinn ekki náð að breiðast ut, og konu og dóttir Krisíjáns sakaði ekki neitt. Kristján var 32 ára gamall, efnismaður hinn mesti. Eiga íslendingar ao' gefa Dönum Grænland? (Framhald af 2. síðu) sögulega eignarétt til Græn- lanðs má fsland ekki byrja neina samninga viðkomandi Grænlandi, því að það mundi vera hægt að skoða slíkt sem sönnun fyrir því, að ísland hefði gefið Grænland upp og viður- kennt landsyfirráð Danmerkur yfir því. Hvernig dr. Jón muni hand- leika Grænlandsmálið í áfram- haldi bókar sinnar er mér ó- kunnugt. Það skyldi þó undra mig, ef ekki einnig hann drægi sömu ályktanir og þær, sem ég hér á undan hefi gert um á- framhaldandi landsyfirráð yfir Grænlandi, íslandi til handa. Allt, sem hann hefir ritað um Grænlandsmálið bendir á það. Með mikilli eftirvæntingu bíða menn þess, að þessu síðasta, umfangsmikla, og í vísindalegu tilliti, mjög fullkomna verki hans verði lokið. Ragnar Lundborg. (jamla Síé Lokaö til 4. r s agust tlý'a m (viö Skúlagötu) i * f—----------- Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. Við Svanafljjót Hin fagra músíkmynd í eðli- legum litum, um ævi tónsálds- ins STEPHAN FOSTER. Sýnd kl. 9. Kötturinn læðist Dularfull og spennandi mynd. Aðalhlutverk: NOAH BEERY og LOIS COLLIER. Sýnd kl. 5 og 7. — Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Tjatnatbíó Sakamaour < Appointment vith Crime) William Hartnell Robert Betatty Joyce Howard Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð innan 16 ára. Klukkan 9: sýning frú Brun- borg: Englandsfarar Bönnuð innan 16 ára. Aðgangur 10.00 kr. -------.. * I Vinniif ötulleuu furir Tímunn. Auglýsið í Timanum. Bíoli kommúnismans (Framhald af 2. síðu) i Ef litið er á málið frá þessu sjónarmiði, virðist auðsætt að koma fram við kommúnista sem ! flokksmann hvers annars stjórn málaflokks sem vera skal, og einnig að láta sömu umgengnis- venjur gilda um Ráðstjórnar- ríkin, sem hvert annað ríki í heiminum. Kommúnistaflokkn- um er leyft að starfa í fullu frelsi víðast hvar, og Ráðstjórn- arríkin eru boðin velkomin i félagsskap allra þjóða. Venju- legir borgarar kynoka sér ekki við að starfa frjálsmannlega að margs konar félagsmálum með kommúnistum, og þeir eru ekki á nokkurn hátt settir hjá, þótt þeir kvarti oft sáran um mis- rétti í sinn garð. En þetta sjónarmið er álger- lega rangt, því að þegar frá er skilin hin ytri líking á komm- únisminn ekkert skylt við lýð- ræðislega stjórnmálaflokka. Þingræðisflokkarnir, sem við könnumst við, eru félagskerfi frjálsra einstaklinga. Það, að vera flokksbundinn íhaldsmað- ur er lítið meira en þaö, að greiða félagsgjald sitt og kjósa með flokknum við kosningar. Að öðru leyti er það ekki bind- andi, og um flokk má skipta hvenær, sem löngun stendur til. Þetta er frjálst val. Fiokksmað- urinn er algerlega sjálfráður um það, hve mikið eða lítið hann leggur af mörkum til flokksstarfsins, og hann getur átt mörg önnur og kærri áhuga- mál og sinnt þeim að vild. En þessu er á allt annan veg farið um kommúnista, að minnsta kosti innan Ráðstjórn- arríkjanna. Þar á einstakling- urinn engan heim utan flokks- ins. Allt sem hann á, heimili, starf, vinir og skemmtanir, er á vegum flokksins. Hann er ekki aðeins kommúnisti á kosn- ingadaginn heldur alltaf og ætíð. í hans augum eru aðeins til tveir .flokkar manna, komm- únistar og andkommúnistar. Ef við eigum að skilja eðli kommúnismans rétt verðum við um fram allt að hætta að yf- irfæra reynslu okkar af lýð- ræðislegum stjórnmálaflokkum á kommúnisma. Ef við gerum það ekki, fer fyrir okkur á sama hátt og ef við gerðum engan greinarmun á sólu og tungli, af því að bæði senda frá sér birtu. Að öllu þessu athuguðu kpm- umst við að raun um, að komm- únisminn er víðtæk heimshreyf ing, sem stefnir að því að koma á einveldi. Málum sínum hyggj- ast kommúnistar að koma fram með ofbeldi og múgsefjun. — Kommúnismi og fasismi eru tvær greinar á sama stofni. Báðar reyna þessar hreyfingar að staðfesta sem mest djúp á milli orða og athafna, af þvi að boðendur þeirra hafa kom- izt að raun um, að fólk i lýð- ræðislöndunum hefir ekki áttað sig til fulls á þeirri blekkingu enn og trúir af gamalli reynslu i heimalandi sinu, að orð séu í samræmi við athafnir. Þessar tvær stefnur eru aðeins eins og tveir afbrýðisamir biðlar sömu brúðar. Það slagorð kommún- ista, að þeir séu í broddi fylk- ingar í baráttunni við fasism- ann, er hjákátleg firra. Þegar Byrnes og aðrir full- trúar Öryggisráðsins sitja á fundum með Gromyko, undrast þeir stöðugt framkomu hans og finnst hún með öllu óskiljanleg. Þeim skilst það seint, að hann situr þar ekki vegna þess, að hann hafi áhuga á þvi að koma á friði í heirninum, heldur miklu fremur til þess að tefja allt i þeim efnum. Ráðstjóirnarríkin taka í orði kveðnu þátt í efna- hagslegri viðreisn ýmissa ríkja, sem orðið hafa hart úti í styrj- öldinni, en vinna aðeins að því eftir megni að torvelda hjálp- ina til þeirra, svo að þau rísi ekki upp sem sterk og óháð veldi. Kommúnistar beita alls- staðar sömu aðferðinni að lát- ast vilja annað en hið raun- verulega markmið þeirra er. Þurrkaður og pressaður saltfiskur Nýskotinn svartfugl lækkað verð. FISKBÚÐIN Hafliði Baldvinsson. Hverfisgötu 123. Sirrii 1456.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.