Tíminn - 01.08.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.08.1947, Blaðsíða 2
2 1ÍMIM, föstiidagiim 1. ágiist 1947 138. blað Dr. Ricliard Beck, prófessor: Ættland vort og erfðir Ræða flutt að meginmáli á 60 ára landnámshátíð að Lundar, Manitoba, 6. júlí 1947. Hér birtist fyrri hluti ræðunnar, en siðari iilutinn birtist á morgun. Kvebja tii Norðmanna að Reykhoíti 20.júlí 1947 Þér hæstvirtu gestir, að heimsókn í íslands dölum, ! vér hyllum yður í dag. — Með bróðurhönd flettuð þér fornum íslenzkum skjölum, þar funduð þér glæsibrag hins norræna kyns í ætt og uppruna sínum — þess eldskírðu manndómsgull, ;■ og settust í ilminn frá andans glitrandi vínum við orðsins dýrlega full. — Hinn norræni meiður á bróðurhug undir berki, ( hann býr þar að gamalli rót, ! á greinum og kvistum sjást þess margs konaf merki í minjum við aldanna fljót. — Því næðir um brjóst vor, er náungans veggur brennur, en neistarnir valda því, ; að blóðið til skyldunnar aldrei örara rennur. — Það er eldgömul saga og ný. Það birtir um ísland, er svipbrigði sögunnar fára með sólbros um Noregs strönd, — Því forðum var seilzt héðan, norðan af'nyrzta hjara, í nágrannans framrétta hönd: Þar fögnuðu stórmenni íslenzkum aufúsugesti, sem átti þar frændaskaut, en stundum var orðlistin ein það veganesti sem opnaöi honum braut. J — Vér fögnum og þökkum, að vitjið þér dala vorra með veglega minjagjöf. Og gott er í dag að mætast í minningu Snorra, það mjókkar hin breiðu höf. ! Og þér hafið sýnt, að strengja má stranda milli , hið sterkasta frændsemisband. — Og vel fer á því, er snilli mætir hér snilli: Þeir Snorri og Vigeland. . Halldór Helgason. Fiistudugur 1. ágúst Knattspyrnan Seinustu dagana hefir verið rætt margt og mikið um heim- sóknir erlendra knattspyrnu- manna hingað og keppnina við þá. Þær raddir hafa heyrzt all- margar, að íslendingar ættu að spara sér að vera að bjóða góð- um knattspyrnuliðum heim, meðan þeir gætu ekki staðið sig betur en raún bæri vitni. Og sitthvað misjafnt um ís- lenzka knattspyrnumenn hefir fylgt þessum dómum. Greinarhöfundi finnst rétt í tilefni af þessu að ryfja upp smáatvik, sem kom fyrir hann á Sólaflugvellinum í fyrrahaust. Hann átti þar m. a. tal við norskan póstafgreiðslum., sem sagði fljótlega eftir að samtalið byrjaði: Haldið þér ekki, að þið tapið landsleiknum með 10:0? Spurning þessi kom mér nokk- uð á óvart, því að ég hafði ekki heyrt talað um, að þessi lands- leikur stæði til og fékk þarna fréttir af því í fyrsta sinn. En það var auðheyrt á Norðmann- inum, að honum fannst það mikið dirfskubragð af íslend- ingum að ætla að heyja lands- keppni við Norðmenn í knatt- spyru og spáði þeim reglulegu ,,bursti.“ Af þessu litla atviki má margt læra. í fyrsta lagi sýnir það, hve áhuginn viða erlendis er mikill fyrir knattspyrnunni og hve vel er fylgzt sem öllu, sem þar gerist eða er í vændum. í öðru lagi sýnir það, að almennt hefir verið búist við því í Noregi og víðar, að íslendingar myndu fá reglulegt „burst.“ Reynslan varð sú, að íslendingar töpuðu ekki landskeppninni nema með 2:4, sem eru engan veginn slæm úrslit (Norðmenn töpuðu ný- lega landskeppni við Svía með 1:8) og gerðu seinna jafntefli með næstum óbreytt lið Norð- manna frá landskeppninni. Það er áreiðanlegt, að þessi úrslit eru íslendingum stó/um hagstæðari en almennt hefir verið búizt við erlendis. Keppn- in við Norðmenn verður tví- mælalaust til að auka álit ís- lendinga erlendis sem íþrótta þjóðar. Meðal fjölda útlend- inga verður það líka góð aug- lýsing fyrir sjálfstæði lands- ins, að það skyldi heyja milli- landakeppni í knattspyrnu. Án þess að rýra neitt gildi Snorrahátíðarinnar og norræna þingmannafundarins er það tví- mælalaust, að fréttirnar af þess- um knattspyrnuleikjum verða ekki lesnar af færri mönnum en fréttirnar af þeim atburðum og munu ekki verða þjóðinni neitt lakari landkynning. Það er því éngin ástæða til að vera neitt óánægður yfir framgöngu íslenzkra knatt- spyrnumanna, þótt sigurinn félli þeim ekki í skaut. Keppnin við hin útlendu lið hefir líka yafalaust þá þýðingu að örfa . áhugann fyrir þessari góðu og skemmtilegu íþrótt og kenna íþróttamönnunum margt nýtt, sem kemur þeim að haldi síðar. Það er áreiðanlega rétt, að ís- lenzku knattspyrnumennirnir voru yfirleitt betri seinustu árin fýrir stríðið en nú. Ein aðal- ástæða . þess var tvímælalaust r £ú, að hingað komu þá útlend knattspyrnulið og íslenzk knatt- 'spyrnúlið fóru utan. Það- skapaði réynslu, þekkingu og áhuga, sem kom fram í betri árangri. Þetta féll eðlilega niður Þær tilfinningar, sem sterk- ast hræra hjartastrengi vora á þessari söguríku hátíð, eru minningin og þökkin. — Með djúpu þakklæti minnumst vér á þessum degi landnámsmann- anna og kvennanna íslenzku, sem hér ruddu mörkina og brutu öðrum brautina, lögðu grundvöllinn að þessum byggð- um og því félags og menningar- lífi, sem hér hefir þróast um 60 ára skeið. Oss klökknar hugur, er vér minnumst harð- sóttrar baráttu þeirra á frum- býlingsárunum, því að land- nám, hvar sem er á hveli jarð- ar, er keypt við dýru verði svita, blóðs og tára; en jafn- framt hleypur oss kapp í kinn, er vér minnumst þess, að þeir létu ekki erfiðleikana „smækka sig“ eða yfirbuga sig, en gengu sigri hrósandi af þeim hólmi, eins og ságan vottar og verkin sýna. Skín af vinningum, skipað er minningum oss allt í kringum. Heill íslendingum! Þau fögru og markvissu orð Guttorms skálds Guttormsson- ar í kvæði hans fyrir minni ís- lenzku landnemanna í Nýja íslandi má hiklaust einnig heimfæra upp á þjóðbræður þeirra og sytstur, sem landið námu á þessum slóðum. Stríðs- og sigursaga þeirra var svo lík- um, og að mörgu leyti sömu örlagaþáttum ofin. Skáldið gerir einnig í um- á stríðsárunum og því hefir komizt stöðvun í knattspyrnuna. Þess vegna er lika hægt að fullyrða það, þótt ekki sé gert lítið -úr framgöngu islenzkra knattspyrnumanpa nú, að þeir geta gert betur. Þeir þurfa að leggja sig fram um að reyna að ná enn betri árangri. Það þarf jafnframt að gera nýtt átak til þess að auka þátttöku æsku- manna í knattspyrnunni. í Reykjavík eru nú ekki fleiri knattspyrnufélög en meðan íbúatalan var meira en helm- ingi lægri. Víða út um land eru skilyrði til meiri knattspyrnu- iðkana en nú eiga sér stað. Það er ekkert nema grýla, þegar menn eru að afsaka slæman árangur með fámenninu. Næst- um allir landsliðsmenn Norð- manna eru frá smábæjum, og slík dæmi mætti lengi nefna. íþróttahæfni er ekki frekar en •skáldiskapargáfa bundin við höfðatölu. Hins vegar þarf sem almennasta þátttöku í íþrótt- um, svo að hinir góðu kraftar komi fram. Það er engin ástæða til ann- ars en að vera ánægður yfir heimsókn norsku knattspyrnu- mannanna. Þeir kynntu sig sem góða iþróttamenn og framkoma íslenzku knattspyrnumannanna var vel sæmileg. Móttakan fór vel úr hendi og eiga þeir menn, sem hún mæddi mest á, þakkir skyldar. Nú er að læra af reynsl- unni og vinna að bættum árangri og aukinni þáttöku í þessari góðu íþrótt. Góður árangur þar væri mikilvæg landkynning og uppeldismenn- ingu þjóðarinnar ómetanlegur styrkur. Bretar hafa ekki sagt það út í bláinn, að þeir hafi únnið styrjaldarsigra sína á knattspyrnuvöllunum. ræddu kvæði sínu giögga grein fyrir því, undir hvaða merki íslenzkir frumherjar í landi hér sigruðust svo glæsilega, eins og raun ber vitni, á örðugleikum frumbýlingsáranna, er hann segir: Voru þeir að verki undir víkings merki að nýjum sáttmála allt til náttmála, í fiskiveri á flæðiskeri, með hönd á plógi í hrikaskógi. í anda og krafti síns íslenzka og norræna manndóms- og menningararfs unnu íslending- ar vestur hér sigur í harðvítugri brautryðjandabaráttu sinni; úr óslökkvandi eldi þeirra erfða höfðu þeir hitann og þróttinn, þegar naprast næddi og brekka andstreymisins lagðist þyngst í fang. Þess sannleika er verðugt og lærdómsríkt að minnast á þeim tímamótum, sem hér eru hátíðleg haldin, eins og vera ber. Baráttu- og sigursaga ís- lenzkra landnema í Vesturheimi verður aðeins rétt lesin ,og skilin í ljósi sambands þeirra við ætt- landið og erfðirnar þaðan. Öllum, sem um það hugsa, hlýtur að verða það augljóst mál, hve náin eru tengslin milli manns og moldar, hvernig landið mótar börn sín, svip- merkir þau að ásýnd og sálar- legum sérkennum; á það eigi sízt við um eins hrikafagurt og sérstætt land eins og ísland er að náttúrufari. Þetta hafa skáld vor skilið manna bezt, eins og vænta mátti, því að þau eiga skyggn- ari augu, en allur þorri vor hinna, sem ósjaldan „sjáandi sjáum eigi“ það, sem fyrir sjón- ir vorar ber. Snilldarlega lýsir Gunnar Gunnarsson hinu ná- tengda og lífræna sambandi milli íslands og barna þess, er hann segir: Okkur ferðalögunum, Arna Bjarnasyni frá Akureyri og mér, þótti það tilhlökkunarefni, er við fréttum að halda ætti sex- tíu ára landnámsafmæli ís- lenzku byggðanna við autan- vert Manitóbavatn að Lundar hinn 6. júlí. Við þóttumst vita að þar myndi í senn skemmti- legt og fróðlegt að vera. Og ekki dró það úr tilhlökkun okkar, þegar Árni G. Eggertsson lög- maður — sem eins og flestir munu vita er ættaður frá Leirá í Leirársveit og því Borgfirð- ingur — gerði okkur orð og bauð okkur að vera sér og frú sinni, Maju, dóttur Gríms verzlunarstjóra Laxdal, sam- ferða út í byggðirnar við Mani- tóbavatn á laugardaginn fyrir hátíðina og gista hjá svila sín- um og mákonu, Sveini E. Björns syni lækni í Ashern og konu hans, Maríu, sem einnig er dótt- ir Gríms heitins Laxdal. — „Sál okkar er steypt í móti dala og fjalla, frá kynslóð til kynslóðar, hvort sem okkur er það Ijóst eða hulið; lund okkar er skilgetið afkvæmi íslenzkra árstíða. Innra með okkur búa vor íslands, vetur og sumur, ekki bara þau, sem við höfum lifað, heldur einnig vetur, vor og sumur langt fram úr öldum; arfur, er við ávöxtum í lífi okk- ar og breytni, eins og við erum menn til, hver og einn, og sem líf okkar og breytni er ávöxtur af. Við erum bundin þessu landi, eins og rímið Ijóðinu. Hvað það snertir, erum við undir álögum, sem ekki verður hrundið. Það er enginn sá íslendingur fædd- ur, tjr sér að skaðlausu geti slit- ið bönd við land og þjóð.“ En í bundnu máli hefir eigi annað skálda vorra túlkað bet- ur eða skáldlegar hin djúpstæðu sálarlegu tengsl vor við ætt- jörðina, en Stephan G. Step- hansson í þessum ódauðlegu ljóðlínum: Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjalls-hlíð öll þín framtíðar lönd! Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus vor-aldar veröld þar sem víðsýnið skín. Og einmitt þessa dagana skartar hún sínum fegursta sumarskrúða vor sameiginlega móðir, eða ættmóðir, hlær við sjónum í „nóttlausri vor-aldar veröld“, bókstaflega talað. Aldrei gleymi ég þeirri sýn, er ég var staddur á Hólmavík á Ströndum fyrir 3 árum síðan, um miðjan júlí, og sá miðnæt- ursólina lauga sæ og fjöll geisla- gulli sínu. Þá skildist mér til fullnustu andríkið og fegurðin i þessum erindum úr kvæði Davíðs Stefánssonar „Norrænn, dagur“: í fjarska blika jöklarnir í fannahvítum logum og fjöllin spegla tindana í silfurbláum vogum, Ungir vinir vaka Fimmti maöur í förinni var Halldór Metúsalemsson, er hér í landi nefndist oftast Dóri Swan, ættaður frá Burstafelli í Vopna firði, meistari í boglist og og brautryðjandi í þeirri íþrótt í þessu landi. Þessi ferð varð jafnvel enn skemmtilegri en okkur hafði órað fyrir. Ferðafélagarnir voru slíkir, að ekki hefði annars betra verið hægt að óska sér — Árni lögmaður hæglátur og skemmtinn, frú hans ein mesta glæsikona að yfirbragði og framgöngu, gáfum og alúð, Halldór frá Burstafelli hjálp- fýsin sjálf, glaður og reifur og fróður um marga hluti og gagn- kunnugur heima á íslandi, þrátt fyrir langa fjarvist. — Viðtökurnar hjá læknishjón- unum í Ashern voru frábærar, enda eru þau víöþekkt fyrir einstaka gestrisni,, höfðings- skap og hlýtt viðmót. Þau voru og villtir fuglar kvaka. í blænum syngja bjarkirnar svo björgin undir taka. Veit nokkur annað fegra en næturnar á vorin er náttúran er vöknuö, frjáls og endurborin, og svanir yfir sundum og sól í grænum lundum. Þá hefir nóttin fangið fullt af fögrum óskastundum. í fjarska blika jöklarnir og frítt er upp til dala, og frjálsborinn er sonurinn, sem norðrið hét að ala. Hann elskar allar þjóðir, er allra manna bróðir, en höfði sínu hallar áður í Árborg, en eru svo til nýkomin til Ashern. Sveinn er Vopnfiiðingur aö ætt og ram- ur íslendingur, skáld gott, hæg- ur mjög í framgöngu, en af- burða skemmtinn. Margar vís- ur hans eru mjög hnittnar, og á hann það til að láta fjúka í kviðlingum á gleðifundum. — Kona hans, María, er skörungur mikill, fríð sýnum og svipmikil. Hún tekur mjög mikinn þátt í félagsmálum íslendinga vestra — til dæmis var hún nýkomin heim af þingi sambands ís- lenzkra frjálstrúarkvenna, er við heimsóttum hana. En hún er forseti þess félagsskapar. — Maður hennar hefir einnig tek- ið góðan þátt í félagsmálum íslendinga í Vesturheimi, þrátt að hjarta þínu, móðir. Fagurlega og drengilega er hér lýst hinni sönnu ættjarð- arást, sem ekkert á skylt við þröngsýnan og digurbarkaleg- an þjóðarrembing, þeirri ást, sem ann öllum þjóðum og vill eiga við þær bræðralag, en finnur jafnhliða glöggt til þess hve nánum og órjúfánlegum böndum barnið er tengt sinni móðurmold. Það er sama göf- uga og mannlega hugsunin, sem Stephan G. Stephansson færði í- þennan ógleymanlega ljóðabúning: i Til framandi land'a ég bróður- ; hug ber, fyrir það annríki, er hann hefir átt við að búa vegna starfs síns. Sonur þeirra hjóna, Svein- björn, aðstoðarlæknir föður síns, var einnig heima, og þar hittum við einnig hina ungu konu hans, Helgu, dóttur Sig- urðar V. Sigurðssonar útvegs- manns í Riverton og víðar. Dóttir þeirra, Jóna, er aftur á móti farin af heimilinu. Hún er búsett í Regina í Saskatchew- an-fylki, Gift Benedikt Verne Benediktsson, veðurfræðingi. Margt íslenzkra manna, sem búsett er í Ashern, var boðið á heimili læknishjónanna þetta kvöld, og yrði það of langt upp að telja, enda gefst mér máske tækifæri til þess siðar. (Framhald á 3. síðu) (Framhald á 4. sídu) Af slóðuni Vestiir-fslemlingsi III. Eftir sextíu ár Hinn 6. júlí s.l. var haldið hátífflegt sextíu ára afmæli íslenzku úyggffanna austanvert við Manitobavatn. Fór hátíffin fram viff Lundar. Jón Helgason blaðamaffur, sem ferffast um byggffir íslend- inga vestan hafs um þessar mundir, lýsir hátíffinni í eftirfarandi grein. Skrúðförin á Lundar hefst. Þorfinnur karsefni (Jón Sigurðsson) í stafni víkingaskipsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.