Tíminn - 02.08.1947, Síða 1

Tíminn - 02.08.1947, Síða 1
\ RITSTJÓRI: ) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON • n. - \ ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN \ \ Símar 2353 og 4373 ■ '■•• • i PRENTSMIÐJAN EDDA hl. : .rTSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A > Simar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A \ Simi 2SSS 31. árg. Reykjavík, laugardagiim 2. ágúst 1947 139. blað Islendingar hefðu getaö unniö landskeppnina við Norðmenn Viðtal við Albcrt Guðmiindssoii Albert Guðmundsson, sem almennt er talinn bezti knattspyrnu- maður okkar íslendinga, er nú farinn utan og hefir um skeið ráðið sig sem atvinnumann, hjá einu bezta knattspyrnufélagi Frakka, er Nancy heitir og er í samnefndri borg. Tíðindamaður blaðsins hitti Albert daginn áður en hann fór og átti við hann stutt viðtal, sem hér fer á eftir. — Hvað viltu segja mér um fyrirætlanir þínar? — Ég fer nú til Frakklands til að undirrita samninga við franska atvinnuliðið Nancy ög ætla ég samkvæmt samningum, að keppa með því a. m. k. eitt ár. Hvað ég tek fyrir eftir það, fer eftir því, hvernig mér líkár í Frakklandi, og hve heimþráin Albert Guömundsson verður sterk. Jafnframt knatt- spyrnunni ætla ég að halda áfram námi mínu í viðskipta- fræði. Annars er það meiri vinna að vera atvinnuknatt- spyrnumaður en margur hygg- ur. Þó að ekki sé kejppt nema einu sinni í- viku eða einu sinni í hálfum mánuði, verða liðs- menn að stunda stöðugar æf- ingar og er venjulega varið til þeirra 4—5 klst. á dag, hjá at- vinnufélögunum í Englandi og Frakklandi. — Er ekki mikið upp úr því að hafa að vera atvinnumaður í knattspyrnu? — Jú, yfirleitt er atvinnu- mönnum i knattspyrnu borgað vel. í Englandi hafa knatt- spyrnumenn t. d. fjórum sinn- um meira kaup en verkamenn, og í Frakklandi mun hlutfallið vera svipað. Ég hefi, eins og þú veizt, leikið tvo undanfarna vetur sem áhugamaður með brezkum atvinnuliðum. í fyrra lék ég með Arsenal, sem er eitt af allra beztu liðum Breta. Fór ég m. a. með því til Frakklands ög’ hlaut ég góða dóma þar. Síð- an hefir þetta franska félag, sem ég er nú ráðinn til, verið á hnotskóg eftir mér og réðist ég til þess nú fyrir skömmu. — Hvernig líkar þér við Bret- ana? — Vel. Þeir eru gæddir mikl- um íþróttaanda og knattspyrn- an stendur sennnilega hvergi framar en í Englandi, enda er hún þar sannkölluð þjóðar- íþrótt. Brezku knattspyrnu- mennirnir eru harðir af sér í leik og úthaldsgóðir, en jafn- framt heiðarlegir og drenglund- aðir. — Hvað viltu segja mér um knattspyrnuna hér heima í sumar? — Ég held ennþá fast við þá skoðun mína, að knattspyrnu- menn okkar geti staðið öðrum þjóðum á sporði, aðeins ef þeir æfa nógu vel og eru nógu strangir við sjálfa sig. Ég tel, að við hefðum getað unnið fyrsta leikinn við Norðmennina, ef út- haldið hefði verið svolítið meira. Framan af leiknum, held ég, að við höfum staðið okkur nokkuð vel, en þegar liða tók á leikinn fóru okkar menn yfirleitt að þreytast og þá komu ýmsir gall- ar í ljós, svo sem að einstakir liðsmenn gættu ekki mótherj- ans eins vel og skyldi, og svo framvegis. Ég tel því, að marka7 fjöldinn í fyrsta leiknum gefi ekki rétta hugmynd um styrk- leika liðanna, sem ég held að hafi verið mjög jöfn. Norska liðið er gott, þó að það sé mun lakara en brezka liðið, sem við (Framhald á 4. síðu) Veglegar minningartöflur um þá, sem fórust með ,Goðafossi’ og ,Dettifossi’ Þær cru gcfnar af íslenzkuiii kaiipsýsliimöiin- iiin. er voru í New York á stríösárunuin í gær voru Eimskipafélagi íslands afhentar tvær fagrar minn- ingartöflur um þá, sem fórust með Goðafossi og Dettifossi. Gef- endurnir voru íslenzkir kaupsýslumenn, sem dvöldu í New York á stríðsárunum. Ætlast er til, að töflurnar verði framvegis í anddyri Eimskipafélagshússins eða í aðalskrifstofusal félagsins. Töflurnar voru afhentar Eim- skipafélaginu í gær í hádegis- verðarboði, sem gefendurnir efndu til. Hannes Kjartansson stórkaupmaður hafði orð fyrir gefendunum. Hann fór miklum viðkenningarorðum um störf ísl. sjómannanna á stríðsárun- um og kvaðst fáa hafa haft betri aðstöðu til að meta þáu en íslendinga þá, sem dvöldu í New York, því að íslenzku skip- in voru eini tengiliðuf þeirra við föðurlandið. Þeir hefðu því viljað með nokkrum hætti láta viðurkenningp sína og þakklæti koma í ljós.' Guðmundur Vil- hjálinsson forstjóri þakkaði gjöfína fyrir hönd Eimskipafé- lagsins. Að lokum færði Garðar Gíslason stórkaúpmaður Eim- skipafélaginu árnaðaróskir sín- ar. Töflurnar, sem eru gerðar í New York, eru hvorttveggja í senn látlausar og fagrar,- Þær eru gerðar úr bronce. Á þær eru letruð nöfn skipverja og farþega, sem fórust með skip- unum. Smekklegur rammi um- lýkur nöfnin og lokast hann að ofa'n með nákvæmri mynd af hlutaðeigandi skipi, nafni þess og dagsetningunni, þegar það fórst.. í öðru horni rammans að neðan er íslenzki fáninn í eðli- legum litum, en Eimskipafé- lagsfáninn í hinu horninu. DANSKIR STJÓRNMÁLALEIÐTOGAR Vilhelm Buhl Hedtoft Hansen Á norræna þingmannafundinum, sem haldinn var hér í bænum i þess- ari viku, mættu m. a. nokkrir af þekktustu stjórnmálaforingjum Dana. Hér að ofan eru myndir af tveim aðalforingjum radikalaflokksins, þeim Bertil Dahlgaard, fyrrv. innanríkisráðherra, og Jörgen Jörgensen, fyrrv. mcnntamálaráðherra, og tveimur aðalforingjum jafnaðarmanna, þeim Vil- helm Buhl, fyrrv. forsætisráðherra, og Hedtoft Hansen, fyrrv. félags- málaráðherra. Glingurvörukaup íslendinga til umræðu í útlendum blöðum Frásögn tlanska hlaÖsins „Inforiiiatioiieii“ í danska blaðiiiu „Informalionen“ birtist 22. f. m. grein um ffjaldeyrismálin á íslandi. Þar er því lýst á mjög svipaðan hátt og í „Manchester Guardian“, hve gálauslega íslendingar hafi eytt gjaldeyri sínum eftir styrjöldina og sé því svo komið, að þeir verði nú að fleyta sér á gjaldeyrisláni frá Br)ftum, þótt þeir liafi verið ein tiltölulega ríkasta Evrópuþjóðin í stríðslokin. * Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum Meistaramót ísland í frjáls- um íþróttum fer fram á í- þróttavellinum í Reykjavík dagana 10.—16. ágúst n.k. Þetta er að því leyti merkasta meistaramót, sem hér hefir verið háð, að það er jafnframt óbein keppni við Norðmenn, Dani og Finna. En á meistara- mótum þessara þjóða verða valdir úr menn á Norðurlanda- keppni, sem fram fer í Stokk- hólmi fyrstu vikuna í septem- ber. Því móti verður þannig háttað, að fjögur Norðurlöndin, ísland, Noregur, Danmörk og Finnland keppa sameiginlega á móti Svíum. Sex menn keppa í hverri grein, þrír frá Svíum og þrír frá hinum Norðurlöndun- um sameinuðum. Héðan frá ís- landi verða aðeins valdir úr þeir menn, sem ná einhverjum af þremur beztu áröngrum á Norðurlöndum (utan Svíþjóð- ar) í sinni grein. Er þess naum- ast að vænta, að hægt verði að senda marga menn héðan, en (Framhald á 4. síðu) í áframhaldi greinarinnar er vikið að viðskiptum Dana og íslendinga og segir þar á þessa leið: — Þessi þróun gjaldeyrismál- anna á íslandi hefir haft al- varlegar afleiðingar fyrir mörg dönsk fyrirtæki, einkum út- flutningsfyrirtæki, sem stofn- uð voru í lok stríðsins og verzl- uðu aðallega við ísland. Jafnvel á s.l. ári fluttu íslendingar nær takmarkalaust inn frá Dan- mörku. Þeir vildu kaupa allt einnig óhófsvarning, s. s. til- búin blóm, jólatrésskraut, ódýr málverk, skreytingar, glergling- ur (glerkýr!!), leðurvörur og m. fl. Starfsemi margra danskra útflutningsfyrirtækja jókst mjög. Um nýárið voru þó að lok- um lagðar hömlur á þennan innflutning og á fyrstu mánuð- um ársins mátti heita, að hann stöðvaðist með öllu, það kom þá í ljós, að ýmis íslenzk fyrir- tæki, sem staðið höfðu í þeirri trú, að „gullöldin" tæki aldrei enda, höfðu flutt inn án inn- flutnjngsleyfa, og vörurnar hlóðust því upp á hafnarbakk- anum í Reykjavík, en komust ekki í gegnum tollskoðun. En á síðustu vikum hefir þó verið opnað fyrir eitthvað af þessum (Framhald á 4. síðu) Ný viðskiptanef nd tekur við stjórn innflutnings- og gjaldeyrismála lliin imiiisí eiiinig' verðlagseftirlitið í gær gaf ríkisstjórnin út reglugerð um starfsemi fjárhags- ráffs, innflutningsverzlun, gjaldeyrismeffferff og verfflagseftirlit. Reglugeröin gekk þegar í gildi og fell þar meff niffur störf ný- byggingaráffs og viffskiptaráffs. Heyra nú öll þessi mál undir fjárhagsráð og sérstaka viffskiptanefnd, er annast störf hinnar uýju innflutnings og gjaldeyrisdeildar, sem er sett á stofn sam- kvæmt fjárhagsráffslögunum. Hin nýja .viðskiptanefnd er skip^ið fimm mönnum og eiga sæí\ i henni Sigurjón Guð- mundsson skrifstofustjóri, Frið- finnur Ólafsson viðskiptafræð- ingur, Óskar Jónsson, Sverrir Júlíusson útgerðarmaður og Sig- urður B. Sigurðsson stórkaup- maður. Hlutverk viffskipta- nefndarinnar. í reglugerðinni eru störf við- skiptanefndar ákveðin í höfuð- atriðum þessi: 1. Að gera 'tillögur til fjár- hagsráðs fyrir ár hvert um heildaráætlun um útflutning og innflutning þess árs, magn og verðmæti. Skal áætlun þessi miðast við það að hagnýta sem bezt markaðsmöguleika og full- nægja sem hagkvæmast inn- flutningsþörf landsmanna. 2. Að úthluta í samræmi við áætlun fjárhagsráðs til inn- flytjenda innflutnings- og gjaldeyrisleyfum fyrir þeim vör- um, sem háðar eru leyfisveit- ingum og setja þau skilyrði um þau, sem nauðsynleg kunna að vera vegna viðskiptasanuiinga eða í f öðrum ástæðum. Úthlut- un leyfa skal við það miðuð, að verzlunarkostnaður og gjald- eyriseyðsla verði sem minnst. Reynt verði eftir því sem frek- ast e>j unnt að láta þá sitja fyrir innflutningsleyfum, sem bezt og hagkvæmust innkaup gera og sýna fram á, að þeir selji vörur sínar ódýrast í ‘landinu. Skal þetta gilda jafnt um kaup- mannaverzlanir og samvinnu- verzlanir og miðað við það, aö neytendur geti haft viðskipti •ín þar, sem þeir telji sér hag- kvæmast að verzla. 3. Að úthluta öðrum gjald- eýrisleyfum en þeim, sem í 2. tölulið greinir. 4. Að ákveða vöruskömmtun og sjá um framkvæmd hennar. Þegar skömmtun er ákveðin skal ætíð fyrst leita samþykkis fjárhagsráðs. 5. Að ráðstafa, ef nauðsyn ber til farmrými í skipum, er ann- ast eiga vöruflutninga til lands- ins, og eru eign íslenzkra aðila eða á vegum þeirra. 6. Að fara með verðlags- ákvarðanir og verðlagseftirlit. 7. Önnur störf, er fjárhags- ráð kann að fela henni. Verðlagseftirlitið. Ákvæði reglugerðarinnar um verðlagseftirlitiö eru í höfuðat- riðum á þessa leið: — Viðskiptanefnd hefir með höndum verðlagsákvarðanir og eftirlit með öllu verðlagi. Miða skal hún verðlagsákvaröanir við þörf þeirra fyrirtækja, sem hafa vel skipulagðan og hag- kvæman rekstur. Nefndin hefir bæði af sjálfs- dáðum og að fyrirlagi fjár- hagsráðs eða ríkisstjórnar vald og skyldu til að ákveða há- marksverð á hvers konar vörur og verðmæti, þar á meðal há- mark álagningar, umboðslauna og annarrar þóknunar, sem máli skiptir um verðlag í land- inu. Svo getur og viðskipta- nefnd úrskurðað um aðra kostnaðarliði, sem máli skipta um verðlagningu á vörum. Þá getur nefndin ákveðið gjöld fyrir flutning á landi, sjó og lofti, þar með talin farmgjöld og afgreiðslugjöld, enn fremur greiðslur til verkstæða fyrir alls konar verk, svo sem pípu- og rafla^nir, smíðar, málningu og veggfóðrun, saumaskap, prent- un og því um líkt. Þá getur við- skiptanefnd ákveðið hámarks- verð á greiöasölu, veitingum, fæði, snyrtingu, fatapressun og aðgöngumiðum að almennum skemmtunum og öðru slíku. Á hinn bóginn hefir nefndin ekki vald til verðákvörðunar á þeim vörum, sem verðlagðar eru samkvæmt sérstökum lögum, né vöru, sem seld er úr landi, eða launa fyrir verk, sem á- kveðin hafa verið með samn- ingum stéttarfélaga. Síldveiðin Slæmt veiðiveður var á síld- veiðimiðunum fyrir Norðurlandi í gær. Lítil síld veiddist því. Nokkur skip urðu þö sildar vör á Grímseyjarsundi og var vitað um tvo skip, er fengu þar full- fermi, en það voru Keflvíking- ur og Siglunes. Fá skip komu til Siglufjarðar með síld í gær. Hátíöahöld verzlunar- manna hefjast í dag Hátíðahöld verzlunarmanna í Reykjavík, sem verzlunar- mannfélagið gepgst fyrir hefj- ast eftir hádegi í dag. Hátíðahöldin hefjast í Tivolí í dag kl. 5 með því að hátíðin verður sett. Þá fara fram sýn- ingar trúða, en um kvöldið verða aftur sýningar þeirra, en auk þess syngur þá Pétur Jóns- son óperusöngvari, kvikmynda- sýning verður og aö lokum dans til kl. 2 e. m. Á morgun verður svo efnt til skemmtiferðar út í Viðey. Verð- ur lagt af stað frá Félagsheimili verzlunarmanna í Vonarstræti kl. 12,30 og ekið í bílum inn í .Vatnagarða, en þaðan verður farið með ferju yfir sundið. í Viðey fer fram hátíðleg athöfn, þar sem Skúla fógeta verður minnst. Verður haldin guðs- þjónusta í Viðeyjarkirkju, þar sem biskupinn messar. Er fólk áminnt um að ganga vel um eyna og spilla þar engu. Um kvöldið verður svo aftur skemmtun í Tívolí, þar sem trúðar sýna, Einar Kristjánsson syngur og að lokum dansað til kl. 2 e. m. Á mánudaginn verða skemmt- anir i Tívolí með svipuðu sniði og daginn áður, og lýkur þeim með stórfenglegustu flugelda- sýningu, sem haldin hefír ver- ið hér á landi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.