Tíminn - 02.08.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.08.1947, Blaðsíða 2
2 lí>lt\\. la»ii»arila»iim 2. ágiist 1947 139. blað Dr. Richard Reck, prófessor: Ættland vort og erfðir Niðurlag. En íslenzkir landnemar, sem hingað ve.stur fluttust báru eigi aðeins í hug og hjarta síns „heimalands mót“; þeir voru, eins og alkunnugt og víðkunn- ugt er, fjarri því að vera for- tíðarlausir. — Þeir áttu sér að baki og fluttu með sér þúsund ára atburðaríka og örlagaríka sögu þjóðar sinnar. Og sú saga varð þeim, í brautryðjendabar- áttu þeirra, uppspretta orku og vængur til flugs yfir fjallgarða erfiðleikanna, alveg eins og hún hafði orðið þjóðinni ís- lenzku orkugjafi og blásið henni byr undir vængi í frelsis- og framsóknarbaráttu hennar. í þeirra sögu erum vér öll, ís- lands börn, hvort sem vér dvelj- um austan hafs eða vestan, sam- eiginlegir hluthafar því að ó- högguð standa orð Matthíasar Jochumssonar: Eitt er landið, ein vor þjóð, auðnan sama beggja, eina tungu, anda, blóð, aldir spunnu tveggja: — Saga þín er saga vor, sómi þinn vor æra, tár þín líka tárin vor, tignarlandið kæra. Og mikil gæfa er það oss, sem af íslenzku bergi erum brotin, að hafa fengið að lifa einmitt þann langþráða dag, þegar frelsisdraumur ættþjóðar vorr- ar, draumurinn, sem hún hafði Tóbakseinkasölunni, en að það gangi oflangt á skattabrautinni Það, sem hér hefir verið nefnt, og margt fleira, gerir það brýna nauðsyn, að þegar sé hafizt handa um endurskoðun skatta- laganna. Það þarf að gera skattakerfið ódýrara og ein- faldara. Það verður að stilla sköttum svo í hóf, að sparnað- arhvöt almennings bíði ekki hnekki. Þegar þannig er komið sanngjarnlega til móts við skattgreiðendur, verður aukn- um ráðstöfunum til að bæta skattaeftirlitið áreiðanlega bet- ur tekið. kærstan átt kynslóðum saman, rættist að fullu með endurreisn hins íslenzka lýðveldis 17. júní '1944. Vafalaust hefir mörgum í hópi þúsundanna, sem þann ógleymanlega dag, áttu því láni að fagna að vera viðstaddir lýðveldisstofnunina, farið eins og mér, að þá fyrst hafi þeim fundizt sem þeim skildist til nokkurrar hlítar, hve merkileg og dáy^mleg saga hinnar ís- lenzku þjóðar er í raun og veru, fágætt dæmi um sigur andans yfir andvígum ytri kjörum. Að vísu er því þannig farið um Þingvelli við Öxará, að þar svífur alltaf sögunnar blær yfir miklum og fornhelgum stöðv- um, hjartastað ættlands vors; þar slá liðnar aldir ljóma á vellina, ,,á hamraþil, á gjár og gil“; þar tala sjálfir steinarnir um afrek kynstofns vors, sorgir hans og sigra; þar á moldin sál, eins og skáldið segir fagurlega. En aldrei hefi ég heyrt vængja- þyt sögunnar eins glögglega og eftirminnilega yfir höfði mér, eins og þá er ég sat að Lögbergi upprisudag hins íslenzka lýð- veldis fyrir þrem árum síðan. Saga þjóðar vorrar frá fyrstu tið blasti mér þá við sjónum eins og opin bók. Ég sá leiðtoga þjóðarinnar á öllum öldum ganga í fylkingarbrjósti, menn- ina, sem voru henni lýsandti eldstólpar á göngu hennar á tímum hörmunga og niðurlæg- ingar; ég sá einnig líða hjá þögla fylkingu hinna mörgu, karla og kvenna, er sagan kann eigi lengur að nafngreina, en sem alltaf héldu vakandi í brjósti sér helgum loga frelsis- ástarinnar og framtíðartrúar- innar, hvað sem á dundi, og áttu þess vegna sína ómetanlegu hlutdeild í frelsisbaráttu henn- ar. Ég blessaði í hljóði nöfn þeirra allra. í eyrum mér ómuðu sem þungt en heillandi undir- spil, meistaraleg lýsing Davíðs Stefánssonar á lífi og örlögum þjóðar vorrar: í þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga. Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk. I hennar kirkju helgar stjörnur loga, og hennar líf er eilíft kraftaverk. Þannig var hún vaxin, sögu- lega arfleifðin, sem íslenzkir landnemar fluttu með sér vest- ur um haf, og lítt var þá að undra, þó hún yrði þeim styrk- ur í brautryðjenda-baráttu þeirra; dæmi forfeðra þeirra, frelsisást þeirra og framtíðar- trú, hafa efalaust hvarflað landnemunum oft í hug og stælt þá í þeirri ákvörðun að láta eigi bugast, hvernig sem á móti blési. Það verður seint fullmetið, hvers virði það er, hugsandi fólki og framgjörnu, að eiga sér slíka sögu að bakhjarli. Samanofinn hinni mikilvægu, sögulegu arfleifð, sem islenzkir landnámsmenn og konur fluttu með sér hingað til Vesturheims, var hinn margþætti menning- ararfur, hertur í eldraumum öld eftir öld, sem skilið hafði gullið frá soranum, kjarnann frá hisminu. Þeim menningararfi og varðveizlu hans var það að þakka, að þjóðin íslenzka hafði eigi týnt sjálfri sér, en haldið áfram að lifa mannsæmu lífi. Eða eins og Davíð Stefánsson orðar það réttilega: Því Ifir þjóðin, að þraut ei ljóðin, átti fjöll fögur og fornar sögur, mælti á máli, sem er máttugra stáli, . geymdi goðhreysti og guði treysti. Við þessar lífslindir hafði þjóð vor næst í blíðu og stríðu öld eftir öld. Íslenzkir frumbyggjar vestur hér sóttu lífsvatn í sama brunn og reyndist það hollur hreystidrykkur í baráttu sinni, eigi síður en feðrum þeirra og mæðrum í þeirra örlagastríði heima á ættjörðinni. Dýrmæt var því sú arfleifð, sem íslenzk- ir landnemar fluttu með sér heiman um haf, og haldgóð reyndist hún þeim, brynja, sverð og skjöldur, í brautryðj- andabaráttu þeirra; um það bera sigurvinningar þeira óræk- an vottinn, að eigi sé lengra seilst eftir rökum þeirri stað- hæfingu til stuðnings. En vegna takmarkaðs tíma hefir hér orðið að fara fljótt yfir sögu, aðeins verið stiklað á allra stærstu steinum, athyglin dregin að nokkrum hátindum í víðlendi hinna íslenzku menningar- erfða. Með ræktarsemi sinni við þær erfðir og ættland sitt, samhliða því. hversu vel þeir urðu við þegnlegum kröfum kjörlands síns, hafa landnemarnir íslenzku hér vestra látið oss í arf fagurt eftirdæmi, sem viturlegt og gagnlegt er að hyggja að oftar en á hátíðisdegi sem þessum: Vakið. Vakið. Tímans kröfur kalla, knýja dyr og hrópa á alla. Þau eggjunarorð skáldsins hafa aldrei verið sannari en á vorri tíð, þessum allra síðustu dögum. Tíminn, þjóðin, sem vér erum hluti af og eigum þegn- .skuld að gjalda, kveður oss til dáða. Aldrei hafa verið gerðar til vor meiri kröfur. Verðum sem drengilegast við þeim með því að sýna sem ávaxtaríkast í verki norrænar manndóms- og mannréttindahugsjónir, frels- isást og framsóknaranda. Ger- um þjóðræknishvöt Stephans G. Stephanssonar að lifandi veru- leika í þjóðlífinu: Nú skal bera á borð með okl’.ur, bót við numinn auð, margar aldir ósáð sprottið íslenzkt lífsins brauð; — Allt, sem lyfti lengst á götu, lýsti út um heim, nú skal sæma sveitir nýjar sumargjöfum þeim. Takist oss það, höfum vér sameinað það þrennt, að vera ræktarsamir við ættlandið, tru- ir hinu bezta í sjálfum oss, og dyggir og gjöfulir þegnar vors nýja fósturlands, fæðingar- og framtíðarlands barna vorra. Það er verðugt hlutskipti kynborn- um íslending, og með því er einnig virðingu ættarinnar fag- ui’legast og varanlegast á lofti haldið. Ég lýk máli mínu með því að endurtaka ljóðlinur skáldsíns, sem bregða upp svo hugstæðri mynd af ættjörð vorri, en éru þó sérstaklega minnisstæðar og (Frnvihald á 4. vrSn) Kristlcifur Þorsteiiisson, Kroppi: Þrír borgfirzkir bændur Lauyardayur 2. áyúst Ný skattalög Þegar lögin um eignakönnun- ina voru til umræðu á Alþingi í vetur, var því lýst yfir af rík- isstjórninni, að hún ætlaði að láta fara fram alhliða endur- skoðun á skattalöggjöfinni, m. a. með það fyrir augum að gera skattaeftirlitið öruggara. Ekk-, ert bólar þó enn á framkvæmd- um í þessum ’efnum, en þær eru vafalaust í undirbúningi. Það er vissulega kominn tími til, að skattalögin séu tekin til heildarathugunar. Það þarf ekki aðeins að tryggja betra skatta- eftirlit, heldur einnig að koma margháttuðum breytingum á sjálft skattafyrirkomulagið. Nú eru t. d lagðir á fjölmargir skattar, bæði beinir og óbeinir. Þetta kostar mikla og dýra skriffinnsku. Það sýnir bezt í hvert óefni skattakerfið er komið í þessum efnum, að sumir skattarnir, t. d. náms- bókagjaldið, munu gera lítið betur en að standa undir skrif- finnskunni, sem leiðir af þeim. Það þarf mjög vel að athugast, hvort ekki er hægt að samræma 'svo til öll opinber gjöld, bæði til ríkis og bæjar- og sveitar- félaga, í einn skatt, sem er lagð- ur á skattþegnana eftir efnum og ástæðum, og síðan er skipt milli ríkisins og bæjar- og sveitarfélaganna eftir vissum hlutföllum. Af þessu myndi hljótast stórsparnaður við skrif- stofuhald og innheimtu. Það eru fleiri rök en ódýrari skrifstofú- og innnheimtukostn- aður, er mæla með því, að skatt- arnir til ríkis og sveitarfélaga séu sameinaðir í einn aðalskatt. Núgildandi útsvarsfyrirkomulag mismúnar mjög sveitar- og bæjarfélögunum. Reykjavík faer t. d. mjög miklar útsvarstekj ur af verzlunarstarfsemi, sem er rekin vegna annarra sveitar- og bæjarfélaga og þeim bæri raun- verulega að fá. Úr því ranglæti þarf að bæta með einum eða öðrum hætti, og er vafasamt, hvort það yrði gert betur með öðrum hætti en þeim, að lagður yrði á einn aðalskattur, sem síð- an væri skipt eftir vissum regl- um milli ríkisins annars vegar og bæjar- og sveitarfélaganna hins vegar. Verði einhvern tíma horfið að því ráði að reyna að hefjast hér handa um viðreisn fjárhagsins og skynsamlega fjármálastjórn, hlýtur það að verða eitt fyrsta verkefnið að gera ríkisrekstur- inn ódýrari og einfaldari. Eitt úrræðið í þeim efnum er sú sam- eining skattanna, sem hér er minnzt á. Þá hlýtur það að koma mjög til athugunar, hvort skattarnir samanlagðir eru ekki orðnir of- háir og standi þannig framtaks- semi og sparnaði manna fyrir þrifum. Fyrir styrjöldina var þessu oft haldið fram í blöðum Sjálfstæðismanna, en síðan hafa þeir átt megin þátt í þvi, að bæði skattarnir til ríkisins og útsvörin hafa stórlega hækkað. Það er vissulega rétt, að unnið sé gegn óeðlilega mikilli auð- söfnun á fáar hendur, en það þarf að gerast með öðrum hætti en þeim, sem getur jafnframt lamað sparnaðarfýsn almenn- ings. Þurfi ríkið á auknum tekjum að hafda, er miklu rétt- ara, að það taki einhverja arð- bæra starfrækslu í sínar hend- ur, eins og það hefir t. d. gert með Áfengisverzluninni og Þorsteinn Guðmundsson, Auðsstöðum. Þorsteinn var fæddur 16. júní 1865 og dáinn 28. júlí 1946. Hann ól allan sinn aldur á Auðsstöð- um i Hálsasveit að fráteknum tveim eða þrem árum, er hann bjó að Krossi í Lundarreykjadal, Foreldrar hans voru Guðmund- ur Sigurðsson, bóndi á Auðs- stöðum og kona hans, Stein- unn Þorsteinsdóttir frá Hurðar- baki í Reykholtsdal. Steinunn var ein af þrettán börnum, er til aldurs komust þeirra Hurð- arbakshjóna, Þorsteins Þiðriks- sonar og Steinunnar Ásmunds- dóttur frá Elínarhöfða. Meðal þeirra Hurðarbakssystkina voru: Þórður og Bjarni á Hurðarbaki, báðir stórbændur og atkvæða- menn á sinni tíð. Svo var og um Guðmund á Auðsstöðum, að hann var gildur bóndi og meðal fremstu bænda í Hálsasveit all- an sinn búskap. Hann var nokkuð hrjúfur við fyrstu sýn, en við nánari kynningu mikill drengskaparmaður, og það svo, að á betri nágranna varð ekki kosið. Ekki var Þorsteinn á Auðsstöðum jafnoki föður síns og móðurbræðra að framtaki og skörungsskap, en ekki lét hann nema gott eitt af sér leiða og manna fljótastur að liðsinna þeim, er hjálpar þurftu með. Kona Þorsteins var Ingibjörg Magnúsdóttir frá 1 Gilsstaðakoti í Villingaholtshreppi í Árnes- sýslu. Hún var greindarkona, og bæði voru þau hjón samhent í vel&erðasemi. Börn þeirra hjóna voru Ingibjörg, ekkja eftir Auð- un Ólafsson frá Gröf í Reyk- holtsdal, og Guðmundur, sem tekið hefir við föðurleifð sinni, Auðsstöðum. Þar hafa nú búið fjórir ættliðir, einn eftir annan, Guðmundur Þorleifsson, Þor- steinnn Guðmundsson, Guð- mundur Sigurðsson og Sigurður Bjarnason, en hann var albróðir Eiríks Bjarnasonar á Þursstöð- um sem var nafnkenndur mað- ur og h?,fa myndazt um hann ýkjukenndar sögur, sem skráðar hafa verið. Frá Sigurði Bjarna- syni á Auðsstöðum er nú komið margt nytsemdarfólk. Má þar meðal annars nefna bændaöld- unginn Sigurð Bjarnason frá Hraunási í Hálsasveit. Jón Þorsteinsson, Úlfsstöðum, Hálsasveit. Jón var fæddur 12. ág. 1867 og lézt 8. ág. 1946. Hann fæddist á Sigmundarstöðum í Hálsa- sveit, en þar bjó þá faðir hans, Þorsteinn Árnason frá Kalmanstungu. Þorsteinn Árna- son var mikill atgervismaður, og hefi ég nokkuð getið ættar hans á öðrum stað, og verður ekki farið út í það mál hér. Hann var þrígiftur. Var Rann- veig Björnsdóttir frá Fitjum í Skorradal fyrsta kona hans. Þeirra son var Árni smiður og fræðimaður á Brennistöðum í Flókadal. Miðkona Þorsteins Árnasonar var Guðrún Jóns- dóttir frá Leirárgörðum. Bræður hennar voru Einar hagyrðingur á Elínarhöfða og Ólafur bóndi á Stóru-Fellsöxl, faðir Sigurðar rakara í Reykjavík og þeirra bræðra. Börn þeirra Þorsteins Árnasonar og Guðrúnar voru Jón á Úlfsstöðum, Þorsteinn, síðast á Uppsölum í Hálsasveit og Rannveig, nú ekkja í Hafn- arfirði. Jón Þorsteinsson missti móð- ur sína, er hann var á barns- aldri, en ólst upp með föður sínum og stjúpmóður, Vilborgu Rögnvaldsdóttur ljósmóður frá Reykjadal í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Jón var strax á barnsaldri hvers manns hug- Ijúfi, svo að orð var á gert. Ent- ist honum sú skapgerð til ævi- loka. Hann vann föður sínum af frábærum dugnaði og trúleik, fyrst á Sigmundarstöðum sem barn og unglingur, og síðan á Hof|ístöðum í Hálsasveit sem fulltíða maður, en þar bjö faðir hans um langt skeið. Árið 1895 reisti Jón bú a,ð Úlfsstöðum, næsta bæ við Hofs- staði. Þar var lítið og kargaþýft tún með óræktarmóum um- hverfis. Eftir fárra ára búskap var hann búinn að breyta' öllu hinu gamla túni í vel ræktaða sléttu. Ekki lét hann þar með staðar numið' við túnræktina. Móana og moldarbörðin braut hann og stækkaði túnið ár frá ári. Var afköstum hans við brugðið, þagar á það var litið, að þetta voru að mestu verk hans eigin handa áður en jarð- yrkjuvélar komu til sögunnar. Þau stakkaskipti, er ábýlisjörð hans tók í höndum hans sönn- uðu, hversu miklu mátti til leið- ar koma með ristuspaða, kvísl og skóflu, þegar saman fór iðni og atorka. En þar við bættist, að Jón var ávallt á takteinum að rétta grönnum sínum hjálp- arhönd, hver sem í hlut átti. Heilsubilaðan bróður sinn, er bjó á örreitiskoti, studdi Jón á Látinn öldungur Nýlátinn er að Reykjaborg í Lýtingsstaðahreppi, Helgi Björnsson, 92 ára að aldri. Hann var orðinn saddur lífdaga, Helgi Björnsson eftir mörg átök við elli hin síð- ustu ár. Elli kerling hafði þreytt hann um skeið og sóttist það vonum seinna, að koma honum á kné, því hann var heilsu- hraustur og vinnandi fram á níræðisaldur, en enginn má við henni sjá, þegar til lengdar lætur. Helgi Björnsson var orð- inn einn eftir í sínu umhverfi, af þeirri kynslóð, sem komst á legg laust eftir miðja síðustu öld. Hann var -10 til 15 árum eldri, en fólk það í sveitinni, er næst honum var að aldri. Þessi kyn- slóð varð hart úti í lífsbarátt- unni. Unnið var hörðum hönd- um frá vöggu til grafar, lífs- kjörin fábreytt, aðeins fullnægt frumstæðustu þörfum, til að draga fram lífið. Árferðí var illt tímum saman síðari hluta ald- arinnar og íravorin urðu minn- isstæð, þegar bjargarskortúr var á flestum heimilum. Faraóttir geisuðu, svo flest það er veik- burða var fölnaði fljótt fyrir eggjum dauðans. Barnadauðinn var ægilegur. Víða fundust hjón, er átt höfðu 10 börn, en aðeins. 2 eða 3 kömust af barnsaldri. En svo voru nokkrir einstáklingar, sem fengu svo mikið táp og hreysti í vöggugjöf, að þeír hörðnuðu við hvert harðræði og kenndu sér ekki meins til hátr- ar elli. Helgi Björnsson var eihn beirra. Ekki verður það sagt um Helga. ýmsa lund. Meðal annars var það, að hann færði honum heim í garð sumar eftir sumar tíu lie.stburði af grænni og góðri töðu. Þetta dæmi ætti áð nægja tii þess að lýsa að nokkru þess- um mæta manni. Ég get ekki annað en bætt hér við öðrum þætti úr sögú Jóns. Fátækur og jarðnæðislaus ekkjumaður átti þrjá syni,. alla vel gefna, en innan við ferm- ingí raldur missir einn þeirra bræðra heilsuna, svo að líkami hans hrörnaði smátt og smátt að ,sama skapi sem Önnur börn þroskast ár frá ári. Ég minnist þess eitt sinn, er ég við Reyk- holtskirkju sá föðurinn leiða þennan sjúka son, fríðan og greindarlegan, en þö orðinn nær magnþrota. Allir hlutu að hrærast til meðaumkvunar, er litu þetta ólæknandi barn, en fáir munu hafá treyst sér til þess að bæta við önnur heimil- isstörf að taka það á sína arma. En þetta gat Jón á Úlfsstöðum. Með aðstoð konu sinnar gekk hann þessum dreng í stað góðr- ar móður, bar hann út og inri, útvegaði honum góðar bækur, meðan hann gat haft þeirra not, og eftir erfiði dagsins var hann óþreytandi við að annast um þetta lifandi lík, allár næt- (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.