Tíminn - 06.08.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.08.1947, Blaðsíða 3
340. blað TfilIIiVY. miðvikMdagiim 6. ágwst 1947 3 Kveð j uorð: Ólöf Snæbjörnsdóttir „Skjótt hefir sól brugðið' sumri“. Þessi orð flugu mér í hug, þegar ég frétti lát Lollu á Bak- aírinu, en það var hún ávallt kölluð í kunningjahópi. Ég var iengi að átta mig á þessari and- látsfregn, svo ótrúleg fannst mér hún og geigvænleg í allri sinni myrku ógn. Ég fann hana fyrir fáum dögum, að því er virtist alheilbrigða, brosandi og glaða, eins og hún ævinlega var. Hvorugt okkar mun þá hafa komiö í hug, að svo örskammt yrði að bíða umskiptanna og að þetta yrði siðustu samfundir okkar hérna megin húmtjalds- ins mikla. Svo varð þó, og má enginn að sköpum renna. Fullu nafni hét hún Ólöf, dóttir hjónanna Ólínu Björns-, dóttur og Snæbjörns heitins Sigurgeirssonar bakara á Sauð- árkróki. Þar ól hún aldur sinn utan hvað hún dvaldi að heim- an til þess að aíla sér mennt- unar. Nú var hún nýkomin frá Danmörku og hugðist irinan' skamms yfirgefa æskuheim- kynnið og stofna eigið heimili með með unnusta sínum. En ör- lögin spinna sinn eigin þráð, oft torskilin en aldrei tilgangs- lausan. Jarðarför Lollu fór fram að Sauðárkróki laugardaginn 2. júlí s.l. Hún var geysifjölmenn. Heita mátti, að allur bærinn drúpti höfði í hljóðri sorg. Við, sem áttum því láni að fagna að þekkja Lollu, undrumst það ekki. Framkoma hennar öll og viðmct var með þeim hætti, að ;þeir, ^eni kynntust henni ,hlutu að binda við hana vináttu. Þar var alltaf að mæta sama bjarta sólarbrosinu, sömu heiðríkjunni yfir svipnum. Hún var prýöi- lega gefin, én' fyrst og síðast var hún þó góð stúlka í beztu merkingu þess orðs. Við höfum nú kvatt Lollu — í bili. Öll munum við fagna því að finna hana á ný. Þangað til j skulum við leitast við að vinna i í þeim anda, sem hún gerði! sjálf: að fækka skuggum mann- lífsins. m. í»b*íb" liæiidiiB* (Frámhald af 2. siðu) Reykdal, sem hefir verið tals- vert áberandi og mikils metinn þar vestra. Kona Sigurðar Jónssonar var Jónína Geirsdóttir, sy.stir Þórð- ar lögregluþjóns í Reykjavík. Börn þeirra hjóna, fimm að tölu ,eru þroskamikil og stað- gott fólk. Þau hjón bjuggu síð- ustu áratugi á Þaravöllum, Innri-Akraneshreppi. En efri byggðir Borgarfjarðar, en þó einkum heiðar og jöklar inn af þeirri byggð, voru óska- og draumalönd Sigurðar. Sigurður andaðist á Þaravöll- um, þar sem hann bjó með að- stoö konu sinnar og sona. Þara- vellir voru að fornu fari hjá- leiga frá Jnnri-Hólmí, sem er kirkjustaður. Er lítill spölur milli þeirra bæja. En svo var átthagatryggö Sigurðar sterk, að hann kaus sér legstað í Reykholti, en þar á næstu grös- um er æskuheimili hans, Úlfs- staðir í Hálsasveit. Nú hafa allir þessir öldruöu bændur hlotið hvílurúmið í Reykholti. Þangað áttu þeir kirkjusókn, og þar voru þeir fermdir af Þórði prófasti Þórð- arsyni, barnavininum nafn- kennda. Um alla þessu gömlu sveitunga mína hefi ég eftir margra ára kynningu ekkert annað en gott eitt að segja. Sem þakkarvott fyrir allt og allt vil ég láta þessar fáu línur samgilda einum blómknappi á gröfum þeirra. Stóra-Kroppi, 7. apríl 1947. Ný k(>Binai'i9(l(‘!ld (Framliald af 2. síðu) konum í handavinnu er ætlað að nema. Kennarar myndlista- deildarinnar munu kenna teiknun, meðferð lita og mynzt- urgerð. Um aðra kennslukrafta dei.darinnar er enn ekki að fullu ráðið. Að forfallalausu mun kennsl- an hefjast í byrjun okt. n.k., en umsóknarfrestur fyrir nem- endur er til 1. sept. n.k. Til sérkennaranáms í handa- vinnu telpna í barnaskólum þarf minnst eitt ár, en minnst tveggja ára nám til þess að geta orðiö kennarar í handa- vinnu kvenna í skólum gagn- fræðastigsins og í húsmæðra- kólum. Að því er stefnt að inntöku- skilyrði í kennaradeild Hand- íðaskólans skuli veröa, að nem- andi hafi áður lokið almennu kennaraprófi. Vegna skorts á körlum og konum, er hafi kenn- arapróf frá Kennaraskólanitm, mun fyrst um sinn verða veitt undanþága frá þessu ákvæði enda færi umsækjandi sönnur á að 'hann eftir öðrum leiðum hafi aflað sér þeirrar almennu menntunar, er teljast megf næg undirstaða að sérkennaranámi Umsóknir nemenda skal senda skólastjóra Handiöaskólans eða til skrifstofu fræðslumálastjóraj er veita nauðsynlegar upplýs- ingar um nám þetta. Næsta sumar er . í ráði að halda 6—8 vikna námsskeiö fyrir starfandi kennara í handa vinnu kvenna, er kynni að óska eítir viðbótarnámi. Auk sérkennaramenntunar í handavinnu kvenna mun hin nýja kennaradeild síðar, — væntanlega um miðjan n.k. vetur, — efna til námskeiða fyrir konur almennt í ýmsum greinum handavinnu. með svip- uðu sniði og verið hefir í teiknun, trjásmíði, tréskurði og fleiri greinum í teikni- óg smíðakennaradeildum skólans. Námskeið þessi hafa að jafnaði verið siðdegis og á kvöldin. Bókhald Garðastræti 2, sími 7411. Bókhald & bréfaskriftir fjölritun, vélritun og þýðingar. Kerrupokana sem eru búnir til úr íslenzkum I gærum, erum við byrjaðir að sauma. MAGNI H.F. * Gjalddagi TÍMANS var 1. júlí. Þeir, sem ekki hafa greitt blaðið, eru áminntir um að gera það sem fyrst. Erich Kástner: Gestir í Miklagarhi stikaði frammi í fordyrinu. Hann var með póstkort í hendinni og gekk rakleitt að stúku Polters. — Hypjið yður burt, sagði Schulze. Kesselhuth hlýddi með ólund, en settist þó við borð í fordyrinu, svo að hann gæti fylgzt meö því, sem gerðist. Hann var orðinn sótsvartur í framan. Á næsta augnabliki hlaut að bera saman fundum millj- ónamæringsins, sem fólk hélt, að væri fátæklingur, og snauða mannsins, sem fólk hélt, að væri milljónamær- ingur. Það var eins og andrúmsloftið væri hlaðið raf- magni. Athygli unga mansins beindist óðar að Schulze, og hann heilsaði honum vingjarnlega. Schulze kinkaði líka kolli. Hagedorn hvimaði í kringum sig. — Fyrrigefið, sagði hann. Ég er nýkominn hingað. Getið þér kannske sagt mér, hvar póstkassinn er? — Ég er líka nýkominn, svaraði Schulze. En mér sýnist póstkassinn vera þarna við dyrnar. — Já, alveg rétt, hrópaði Hagedorn, fleygði póst- kortinu niður í hann og sneri sér svo að Schulze. — Eruð þér búinn að fá herbergi? spurði hann. —- Nei, svaraði hinn. Það virðist ekki ráðið, hvort ég fæ gistingu á þessum ágæta stað. Hagedorn brosti. — Hér er allt hugsanlegt, sagði hann. Ég held, að við höfum hafnað i óvenjulega skemmtilegu gistihúsi. — Það fer líklega eftir því, hvaða skilningur er lagð- ur í orðið skemmtilegt. Ungi maðurinn virtist ekki gefa neinn gaum að þessum orðum. — Þér megið ekki misviröa það við mig, sagði hann. En ég vildi gjarna vita, hvað þér heitið. Hinn færði sig ofurlítið fjær honum. — Þér skulið geta upp á því. — Ég gefst upp, ef ég j?et ekki rétt í fyrsta sinn, sagði ungi maðurinn. En mér dettur dálítið skrítið í hug. Ég held, að þér heitið Schulze. Er það ekki rétt? Hinn var sýnilega forviða. — Jú — það er hárrétt. Ég heiti Schulze. En hvernig vitið þér það? — Ég veit dálítið meira, sagði ungi maðurinn veit, að þér unnuð önnur verðlaun í samkeppni Gljá- verksmiðjanna. Þarna sjáið þér, hvort ég veit ekki lengra en nef mitt nær. Ég les nefnilega í hug manna. Viljið þér geta yður til um mitt náfn? Scrulze hugsaði sig um. Svo birti allt í einu ;yfir hqnum. — Ekki vænti ég, að þér heitið Hagedorn? hrópaði hann. -— Hárrétt, svaraði ungi maðurinn. Við erum glúrn- ari en 'ætla mætti að óreyndu. Þeir hlógu báðir og tókust í hendur. Síðan settist Schulze á tágakistuna sína og bauð hinum sæti hjá sér. Þannig sátu þeir lengi í innilegum 'samræðum um auglýsingatækni. Það var eins og þeir hefðu þelckzt árum saman. Herra Jóhann Kesselhuth lét eins og hann væri að lesa í blaði, en virti þá þó fyrir sér. í huga sér lagöi hann á ýms ráð. Loks reis hann upp og gekk að lyft- unni. Hann ætlaði að sjá herbergi sitt — því átti að fylgja baðherbergi og svalir. Svo þurfti hann líka aö taka upp úr ferðakoffortinu, svo að nýju kjólfötin tækju ekki i sig hrukkur. Gistihússtjórinn og Polter áttu með sér langa ráð- stefnu, og þegar þeir birtust loks í forsalnum, sátu sigurvegararnir tveir á gömlu, blautu tágakistunni, niðursokknir í samræður sína. Polter stirðnaði af skelfingu og þreif í öxlina á gistihússtjóranum. — Sjáið þér bara, veinaði hann. Þarna sitja millj- ónamæringurinn og flækingurinn hlið Við hlið. — Hreinn og beinn skepnuskapur, sagði Karl hinn hugumstóri. Þetta var það, sem við máttum alltaf eiga von á. Ég vista Schulze i vinnukonuherberginu, sem autt er. Og þér gefið milljónamæringnum til kynna, hve átakanlegt er, að hann skuli hafa rekizt á þennan umrenning, einmitt í gistihúsinu okkar. En hann hlýtur að skilja, að við getum þó ekki rekið Schulze á dyr. En hann fer kannske af frjálsum vilja eftir einn eða tvo daga — hann gerir það vonandi, vil ég segja. Annars eigum við á hættu, að hann hrekji alla hina gestina héðan. — Doktor Hagedorn er bara barn, sagði Polter af föðurlegum strangleik. Ungfrúin, sem símaði til okk- ar frá Berlín, sagði það sjálf. Flýtið yður burt með þennan Schulze — áður en gestirnir koma út úr mat- salnum. — Velkominn, sagði gistihússtjórinn við Schulze. Má ég vísa yður á herbergið yðar? Þeir félagarnir á tágakistunni stóðu upp. Schulze hóf hana í fang sér. Hagedorn leit vingjarnlega á þennan nýja kunningja sinn. — Jæja, kæri Schulze — við sjáumst vonandi aftur, sagði hann. Gistihússtjóri tók að sér að svara þessari frómu ósk. — Hera Schulze er áreiðanlega þreyttur eftir langa ÚtvejJuiBB íueð slutíiiui fyrirvara Frigidaire kæliskápa frá Ameríkií, SSegu jíjjaldeyris- og’ iiiiiflutiiiiigsIeyfuiH. j Samband ísl. samvinnufélaga | Tilkynning Húsmæðraskólinn. á Blönduósi hefst 1. okt. og stendur til maíloka 1948. Væntanlegar námsmeyjar endurnýi umsóknir sínar o gséu þær komnar í hendur formanns skóla- nefndar, Runólfs Björnssonar, Kornsá, fyrir lok ágústmánaðar n. k. og verður þá hlutaðeigendum send tilkynning fyrir 15. septembr n. k. um skólavist. Taka þarf fram hvenær hlutaðeigandi hefir áð- ur sótt um skólavist í Blönduósskólanum . SkólauefueliiB. LOKAÐ Skrifstofnin sölubBÍðuin félags- ins verður lokað kl. 4 í dag. KRON TILKYNNING írá fjárhagsráði Skrifstofa Fjárhagsráðs er í Tjarnargötu 4. Síma- númer 1790 (4 línur). Viðtalstimi alla virka daga kl. 10—12 f.h., nema laugardaga. Ráðsmeðlimir eru ekki til viðtals um erindi, er Fjárhagsráð varða, á öðrum tímum, hvorki heima né annars staðar. Athygli skal vakin á því, að Við'skiptanend hefir með höndum veitingu innflutnings- og gjaldeyris- leyfa og ber mönnum að snúa sér beint til hennar um öll erindi því viðvíkjandi. Reykjavík, 6. ágúst, 1947 fjArhagsrAð itvegum með stuttum fyrirvara frá WINPOWER MFG..CO. iewton, Iowa, USA: Heimilisþvottavélar og kæliskápa Mjaltavélar Rafmagnsgirðingar Benzínrafstöövar 12 og 32 volta, stærð 350—2500 kw. Dieselrafstöðvar 110 og 220 volta, stærð 3—9.5 kw. (aflvél dieselstöðvanna er Lister dieselvél). Uraboðs- og raftækjaverzlun Islands h.f. Hafnarstræti 17 — sími 6439 — Reykjavík UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.