Tíminn - 07.08.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.08.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI. FRAMSÓKNARFLOKKURINN \ Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. S TTST JÓRASKRrFSTOFUR: ' EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötd 9A < Siml 2831 31. árg. Reykjavík, fiiiiintudagiiin 7. ágúst 1947 141. blað Sænskir bændur láta hart mæta hörðu Þeir neita að sá haustkorniim, ef ekki verður fallizt á. sanngjarnar nskir |»eirra Um langt skeið hafa fáir atburðir vakið meiri athygli á Norð- urlöndum en áskorun, sem bændasamtökin í Svíþjóð beindu ný- iega til félagsmanna sinna. Áskorunin var þess efnis, að bændur voru beðnir um að sá ekki haustkorninu, nema þeir fengju um j<að frekari fyrirmæli frá samtökum sínum. Sérprentaðar greinar um handritamálið Næstu daga verða til sölu í bókabúðum bæjarins tvær sér- prentaðar greinar, sem fjalla um rétt íslendinga til handrita þeirra, sem geymd eru í dönsk- um söfnum. Það er Landssam- band stúdenta, sem gefur þess- ar sérprentanir út. Önnur þessara.sérprentana er hin ýtarlega gein Sigurðar Nor- dal prófessors: Hver á handrit- in, sem hann skrifaði í Nordisk Tidsskrift för Vetenskap, konst ock Industri. Hin sérprentunin er hið opna bréf, sem 49 lýðháskólastjórar í Danmörku sendu dönsku ríkis- stjórninni og þinginu, þar sem þeir skora á stjórnarvöldin að skila íslendingum hvndritunum aftur. Forsætisráðherrann erlendis Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra fór flugleiðis til Stokkhólms í fyrrakvöld. í Stokkhólmi koma saman til fundar allir félagsmálaráðherr- ar Norðurlanda og verður for- sætisráðherra á fundi þessum. — Hann gerir ráð fyrir að verða um þriggja vikna skeið ytra. Síðan snemma í vor hefir staðið yfir hörð deila í Svíþjóð um verðlagsmál landbúnaðar- ins. Verðlagsnefnd sú, sem eink- um fjallar um þessi mál, féllst á, að verðlagið á vörum land- búnaðarins þyrfti að hækka. Hins vegar féllst h,ún ekki á þær kröfur, sem bændasamtök- in báru fram. Mál þetta kom síðan fyrir ríkisstjórnina og þingið og voru tillögur nefnd- arinnar samþykktar í aðalatrið- um. Samkvæmt hinum nýju verð- lagsákvörðunum munu bændur fá samanlagt 140 milj. kr. meira fyrir afurðir sínar á næsta verðlagsári en þeir hefðu getað fengið, ef verðið hefði verið óbreytt. Bændur telja sig hins vegar þurfa að fá 200 milj. kr. Kröfur sínar rökstiðja þeir m. a. með því, að kaup verka- fólks í sveitum fari hækkandi og verði líka að hækka, því að fólkið haldist ekki í sveitunum, nema það fái þar svipað kaup og við aðra vinnu. Fvrvn að þessu hefir kaupgjald verið stórum lægra í sveitunum en í borgunum, en sá munur fer stöðugt minnkandi. Þar sem ekki hefir verið fall- izt á áðurgreindar kröfur bænda, sem þeir töldu mjög hófsamar, hafa þeir nú gripið til þ/irrar ráðstöfunar að sá ekki haustkorninu, nema frek- ara verði gengið til móts við óskir þeirra. En Svíar geta ekki án kornsins verið, því að bæði er erfitt að fá það annars stað- ar, og þá skortir gjaldeyri til að (Framhald á 4. síðu) 500 umferðabrot í Reykjavík á tveimur mánuðum í júlímánuði fjallaði umferðardómstóllinn svokallaði um mál 224 manna, sem gerzt höfðu sekir um brot á umferðarreglunum. Til samanburðar má geta þess, að í mánuðinum þar á undan, ]i. e. júnímánuði, fjailaði dómstóllinn um mál 273 bifreiðastjóra, sem brotið höfðu umferðarreglurnar. ERLENDAR FRETTIR Stjórn Attlees lagði í fyrradag fnftnvarp fyrir þingið, þar sem hún æskir stóraukins heimild- arvalds til þess að gera róttæk- ar ráðstafanir með það fyrir augum að vinna bug á gjaldeyr- iserfiðleikunum og fjárhags- vandræðum yfirleitt. Morrison hóf umræðurnar, en þær héldu áfam í gær og voru harðai með köflum. Deildu andstæðinga1’ stjórnarinnar fast á hana. Bretar hafa látið handtaka ýmsa kunna forustumenn Gyð- inga í Palestínu, þar sem þeir eru grunaðir um samvmnu við skesjmdarverkamenn. í Bret- landi ber á vaxandi andúð gegn Gyðingum. Öryggisráðið hóf í fyrradag umræður um kæru Egipta á hendur Bretum. Egiptar krefj- ast, að brezki herinn sé fiuttur Nýja síldarverksmiðjan á Siglufirði er gott vitni um vinnubrögð fyrrverandi ríkisstjórnar ÍTÖLSK BÖM I DANMORRIJ Langflest umferðarreglubrot- in voru þau, að menn skildu bif reiðar sínar eftir á ólöglegum svæðum, eða skildu við þær á aðailumferðargötunum og létu þær standa þar óleyfilega lengi Þá var nokkuð algengt brot, að menn höfðu ekið of hratt, með of marga farþega og loks vegna kæruleysis um að mæta með bifreiðar til skoðunar á tilsett- um tíma og vöntunar á skrá- setningarmerkjum. Umferðardómstóllinn hefir starfað frá því í byrjun júní- mánaðar. Dómstóllinn fjallar aðeins um minni háttar um- ferðarbrot, en öll þau mál, sem krefjast rannsóknar, fær saka- dómarinn í Reykjavík til úr- lausnar. í Danmörku dvelja um þessar mundir um 1000 ítölsk börn á vegum ýmissa hjálparstofnana. Munu þau verða þar sumarlangt. Myndin er tekin af einum barnahópnum á járnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. Hóflaus stofnkostnaður, hrunin mjölskemma, síginn lýsisgeymir og ónýtt síldarmjöl vitna þar um stjórnarhætti seinustu ára Stuðningsmenn ríkisstjórnar Ólafs Thors reyndu mjög að halda því fram í valdatíð þeirrar stjórnar, að Tíminn héldi uppi ofharðri og ranglátri gagnrýni gegn henni, og þó einkuni ýmsuin svokölluðum „nýsköpunar“-framkvæmdum hennar. Jafnframt hömruðu þeir mjög á því, að þessi gagnrýni gæti ekki stafað af öðru en því, að Tíminn væri andstæður „nýsköpuninni". Hefir sjaldan verið gengið lengra í pólitísku ofstæki og ófyrirleitni hér á landi en þegar gagnrýni umbótaflokks, sem vildi þannig vinna að bættri stjórnarstefnu og heilbrigðri framkvæmd um- bótanna, var stimpluö sem fjandskapur við þær. Hvalveiðistöðin í Hvalfirði á að vera tilhúin næsta vor llún ú að j»eta uiiiilð úr 5—6 livöluin ú 12 klst. í Hvalfirði er nú unnið að byggingu Hvalveiðistöðvar, sem á að vera tilbúin næsta vor. Hvalveiðifélag, sem var stofnað hér síðastl. vetur, keypti nokkurn hluta af olíustöð Bandaríkjanna í lívalfirði og fékk með því stórbætta aðstöðu fyrir hvalveiðistöð- ina, m. a. geyma, frystihús og bryggju. Gert er ráð fyrir, að hval- veiðistöðin geti fullbúin unnið úr 5—6 hvölum á 12 klukkustundum ár eíjn samkv. samningnum frá 1939. Umræðum um málið var frestað. ítalir hafa fengið 23 milj. burtþi, en Bretar benda á, að dollara viðreisnarlán í Banda- þeim sé leyfileg herseta þar i 9 ríkjunum. Eins og áður hefir verið sagte frá, var stofnað hér síðaskl. vet- j ur hvalveiðafélag, sem nefnist Hvalur h.f. Félagið hefir fest kaup á skipi, sem nú liggur í Noregi, en mun væntanlega hefja hvalveiðar, þegar bræðslu- stöðin í Hvalfirði er tilbúin. Sama fyrirkomulag og í Hvalveiðiskipum. Bræðslustöð sú, sem verið er að reisa í Hvalfirði er útbúin á sama hátt og hvalveiðimóöur- skip. Hvalurinn er dreginn upp á þak hússins, skorinn þar, og hvalspikið látið í sérstakar rennur, sem flytja það beint í bræðslupottana. By^gð hefir verið sérstök renna fyrir þeim gafli hússins, sem veit að sjó, og verður hvalurinn dreginn upp eftir henni. Sérstaklega öflugri vindu verður komið fyr- ir í sambandi við rennuna og vindan dregur hvalinn upp. Hvalur h. f. hefir keypt fjóra af olíugeymum þeim, sem i Hvalfirði eru frá tímum setu- liðsins og verða þeir notaðir til lýsisgeymslu. Ef nauðsyn krefur og þessir fjórir geymar reynast ekki nógir fyrir stöðina, mun hún festa kaup á fleiri geymum, sem eru í Hvalfirði og enn falir. Ennfremur hefir Hvalur h.f. keypt frystihús, sem er í Hval- firði og verður það væntanlega notað til þess að frysta hval- kjöt. Ekki er ráðiö á hvaða hátt annan kjötið verður hagnýtt. Vélarnar, sem notaðar verða (Framhald á 4. síðu) Engin síl seinustu dagana Samkvæmt viðtali, sem blaðið átti við Si_glufjörð í gær, var sama og engin síldveiði fyrir Norðurlandi í gær, og hafði engin síld borizt til Siglufjarðar síðastl. tvo sólarhringa. Veiði- veður var að vísu ekki sem bezt í gær. Nokkur þoka var á mið- unum og bræla. Rigndi mikið á Siglufirði í gær, einkum fyrri hluta dagsins. í fyrradag var hins vegar gott veiðiveður, en þá veiddist heldur engin síld. Flotinn var allur úti á mið- unum í gær á svæðinu frá Skagafirði og að Langanesi. 45. Svíþjóðarbáturinn Fertugasti og fimmti Sviþjóð- arbáturinn og þar með sá síð- asti, sem smíðaður er þar sam- kvæmt samningi ríkisstjórnar- innar frá 1944 kom á þriðjudag- inn til Akureyrar. Bátur þessi heitir Haukur fyrsti og er frá Hrísey. Eigandi hans er hlutafélagið Haukar. Báturinn er 100 smálestir að stærð. Er hann farinn á sild- veiðar. Skipstjóri hans er Garð- ar Ólafsson. Of væg gagnrýni. Reynslan er nú byrjuð að leggja dóm sinn á þessa gagn- rýni Tímans og staðfestir það alltaf betur og betur, að hún hafi ekki aðeins haft við fyllstu rök að styðjast, heldur verið of væg. Meðferð gjaldeyrismál- anna er þegar búin að skapa meira öngþveiti á því sviði en nokkur lét sig óra fyrir og er bað versta þó ekki komið fram enn. Verðbólgan, sem skapaðist á þessum árum, er að sigla allri framleiðslunni í strand. Til viðbótar kemur svo það, að næstum allar opinberar fram- kvæmdir, sem gerðar voru á þessum tíma og stefndu í rétta átt, voru gerðar af slíku handa- hófi og kæruleysi, að einstætt má telja. Hinar nýju síldarverksmiðjur ríkisins eru gott dæmi um þetta. Áætlanir, sem aldrei stóðust. Það hefir áður verið rakið hér i blaðinu, hve mikið stofnkostn- aður þessara verksmiðja hefir farið fram úr áætlun. Sumarið 1942 voru fyrst sett lög um þessar nýju verksmiðjur. Var þar gert ráð fyrir, að sex nýjar verksmiðjur, sem þá var ákveðið að reisa, myndu kosta um 10 milj. kr. Það var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar Ólafs að ákveða, að ekki skyldu reistar fyrst um sinn nema tvær af þessum fyr- irhuguðu verksmiðjum, þ. e. á Siglufirði og á Skagaströnd. Jafnframt var lánsheimildin vegna þessara verksmiðjubygg- inga hækkuð upp í 20 milj. kr., þar sem dýrtíðin hafði tvöfald- ast þá stuttu stund, sem Ólafur var forsætisráðherra 1942. Það sýndi sig þó fljótt, að þessi áætlun myndi ekki standast. Vorið 1946 fékk stjórnin hana hækkaða upp í 27 milj. kr. Jafn- framt fullyrti þá ráðherrann, sem þetta heyrði undir, Áki Jakobsson, að stofnkostnaöur verksmiðjanna yrði ekki meiri en þetta. Stofnkostnaðurinn verður alltaf yfir 50 milj. króna. Strax eftir þingkosningarnar i fyrra, kom hins vegar nýtt hljóð í strokkinn, og eitt fyrsta verk Áka á haustþinginu var að leggja til, að lánsheimildin yrði hækkuð upp í 38 milj. kr. Við nánari athugun reyndist þetta þó ekki nóg og var lánsheimild- in því hækkuð upp í 43 milj. Fullljóst er nú, að þessi upphæð muni þó ekki nægja. Stofn- kostnaður þessara tveggja verk- smiðja verður ekki innan við 50 milj. kr., þegar búið er að endur- reisa mjölhúsið, treysta grunn síldargeymisins, sem er að sökkva, og gera aðrar endur- bætur. Þessi gífurlegi kostnaður staf- ar fyrst og fremst af því, hve illa og slælega þetta verk var unnið á allan hátt. Hvorki bygg- ingarnefndin né Almenna bygg- ingarfélagið, sem framkvæmdi verkið, mun hafa sýnt neina viðleitni til að draga úr kostn- aðinum, né haft um það minnsta aðhald frá ríkisstjórninni. Hóf- leysið og bruðlið var eins mikið á öllum svoðum og það gat mest orðið. Mjölskemman, sem hrundi. Hirðuleysið um tilkostnaðinn væri þó fremur afsakanlegt, ef vinnan við verksmiðjubygging- arnar hefði að öðru leyti verið vel af hendi leyst. Því virðist hins vegar síður en svo að heilsa, heldur rekur hvert óhappið annað, sem leiðir af því, að ber- sýnilega hefir verið mjög lítið hugsað um að leysa verkið vel af hendi. Fyrsta óhappið gerðist, þegar (Framhald á 4. síðu) Snöggklæddur jb ingmaður Sænski þingmaðurinn og bóndinn Anders Poulsen vakti nýlega mikla athygli á þing- fundi, þegar hann brá sér úr jakkanum og sat snöggklæddur í sæti sínu. Þetta gerðist, þegar hitarnir voru mestir í Stokk- hólmi í sumar. Myndin var tekin af Poulsen við þetta tæki- færi og sýnir hún, að býsna margir þingmenn hafa heldur kosið að flýja salinn en fylgja í fordæmi hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.