Tíminn - 09.08.1947, Síða 1

Tíminn - 09.08.1947, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDÐA h.I. : -ITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A > sunar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A í Simi 2333 ' 31. árg Reykjjavík, laugardagiiiii 9. ágúst 1947 143. blað Keflavíkurvöllurinn er einhver bezti flugvöllur í heimi ViJltal við ISyron Moore flngstjjóra á Ilekln Flugtækninni í heiminum fleygir ört fram. Með hverju árinu, sem líður verða farþegaflugvélarnar fleiri, stærri og hraðfleygari, en um leið styttast raunverulega vegalengdirnar á jarðkúlunni. íslendingar eignuðust í sumar flugvél af svokallaðri Skymaster- gerð, en þær eru nú meðal stærstu og fullkomnustu farþegaflug- véla, sem notaðar eru. Er hér átt við HEKLU, flusyél Loftleiða. Tíðindamaður Tímans hitti nýlega flugstjórann á Heklu, Byron IVioore, sem er amerískur og átti viðtal við hann um starf hans hér og flugmál yfirleitt. — Mér er sagt, að þú sért enginn viðvaningur í fluglist- inni? — Ég hefi flogið síðan 1925, en þá útskrifaðist ég af flug- skóla hersins i Bandaríkjunum, um svipað leyti og Lindberg flugkappi, en við vorum skóla- bræður og kunningjar. Seinna Byron Moorc. réðist ég í þjónustu ameríska flugfélagsins American Airlines og hefi starfað sjá því félagi að heita má óslitið síðan, þar til nú, áð ég hefi ráðið mig til eins árs starfs hjá Loftleiðum. Að þvi loknu býst ég við að fara aftur tíl fyrra félags míns. — Þú hefir þá ekki tekið þáþt í starfsemi flughersíns á styrj- aldarárunum? — Nei, ekki sem hermaður, en ég flaug þó í þjónustu hersins. Meðal annars flaug ég framan af stríðinu á áætlunarleiðinni milli Bandaríkjanna og Ástral- iu, með viðkomu í Honululu. í stríðslokin flaug ég fyrir félag mitt til Evrópu, aðallega til Þýzkalands og kom þá oft við hér á landi. Þá kynntist ég ís- landi og íslendingum og tók ástfóstri vjð land og tijóð. Þess vegna er ég nú kominn hér. — Hvað viltu segja mér um ísland og þýðingu þess fyrir Atlantshafsflug? — ísland hefir stórkostlega yfirburði fram yfir önnur lönd, sem vlðkomustaður í Atlants- hafsflugi. í Þýzkalandsfluginu reyndum við ýmsar suðlægari leíðir, en leiðin um ísland reyndist okkur ævinlega bezt. — Og hvað um flugvellina? — Þið hafið tvo ágæta flug- velli. Keflavíkurflugvöllurinn er •^inhver bezti flugvöllur i heimi og þar geta örugglega lent hvað stórar flugvélar, sem er og i j hvaða vindátt sem er, og einnig hafið sig til flugs. Umhverfi Keflavíkurflugvallarins er mjög heppilegt og auðveldlega hægt að koma að honum úr hvaða átt sem er, vegna þess að engin fjöll eru nálæg. Reykj avíkurf lugvöllurinn er ERLENDAR FRÉTTIR í gær fóru fram framhalds- umræður í brezka þinginu um tillöguT verkamannastjórnar- innar. Churchill var frummæl- andi. af hálfu stjórnarandstæð- inga. einnig ágætur. Hann er nógu stór til að lenda á honum stór- um vélum, svo sem Skymaster, og lika í lang flestum tilfellum nógu stór til að hefja flugið, nema þegar vindáttin er þannig að fljúga þarf yfir Öskjuhlíðina. Þó að veður séu oft slæm hér við land, er venjulegast alltaf Hægt að komast inn, þó að stundum verði að bíða stund og stund eftir réttu lagi. — Hvað viltu segja mér um flugmál okkar íslendinga? — Ég vil fyrst og fremst segja það, að ég tel íslendinga yfir- leitt ákaflega vel fallna til að vera flugmenn. Ég hefi séð fjöl- marga unga menn hér, sem ég er sannfærður um, að yrðu úr- ræðagóðir og .snjallir flugmenn. Ég er búinn að kynnast þeim það mörgum, að ég held að ég sjái það no.kkuð á mönnum. Annars eru þeir íslenzku flug- menn, sem ég hefi kynnzt, góðir og áhugasamir. En það er afar áiríðandi að til flugstarfanna veljist gáfaðir og úrræðagóðir menn. íslendingar þurfa að gera miklu meira en gert er til að örfa unga menn til að nema flug og aðrar sérgreinar í sam- bandi við það, svo sem flugvéla- virkjun, sem engu síður er nauðsynleg. Sannleikurinn er sá, að hér heima er hægt að læra allt það í þessum greinum sem kennt er erlendis. Ég tel það mjög þýðingarmikið fyrir bróun flugmálanna hér á landi, að ríkið eða flugfélögin í sam- einingu komi upp litlum flug- skóla, sem mennti flugmenn ykkar. En þá verður líka að vera fyrir hendi fast námskerfi, svo þeir, sem læri geti stefnt að ákveðnu marki. Ég er þeirrar skoðunar, að íslendingar geti átt glæsta framtíð fyrir sér í loftinu, t. d. að sínu leyti eins og Norömenn á sjónum. Það er ekkert því til fyrirstöðu, að íslendingar komi upp stórum loftsiglingaflota með eigin áhöfnum, er annist flugþarfir að einhverju leyti fyrir aðrar þjóðir. ísland ligg- ur svo einstaklega vel við flug- samgöngum milli hins gamla og nýja heims, að það hlýtur að hafa yfirburði fram yfir önnur lönd til að reka slíkan flug- flota. F. í. flytur 183 farþega á einum degi í fyrradag fluttu flugvélar Flugfélags íslands alls 183 far- þega. Er það með mesta fjölda, sem flugfélagið hefir flutt til þessa á einum degi. Flestir farþegar voru fluttir milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja, alls 89 farþeg- ar. Á milli Reykjavíkur og Akureyrar voru fluttir 22 far- þegar, Rvikur og Keflavikur 22, Rvíkur og Hólmavíkur 3, Rvíkur og ísafjarðar 20, Akureyrar og Ísafjarðar 13 og frá Reykjavík til Prestwick 14. GRISKU KONUNGSHJÓNIN Mikil óöld ríkir nú í Grikklandi, eins og oft áður, og vaða skæruliðar kommúnista víða uppi og valda skemmdum og spellvirkjum. Grisku kon ungshjónin, sem sjást á þessari mynd í nýrri amerískri bifreið, virðast þo glöð í skapi, þar sem þau heilsa þremur börnum við veginn. Páll Grikkja konungur kom til valda í vetur, þegar Georg bróðir hans Iézt. Búizt við góðum árangri á meistaramóti íslands ^æstiiBii sallir bo/lu fi\*álsíbrótlaim»iin lantlsins taka þátt í l>ví Meistaramót íslands í frjálsunt íþróttum hefst á sunnudaginn og fara aðalkeppnir þess fram þá og á mánudagskvöldið. Alls verður keppt á mótinu í 22 greinum og eru þátttakendur 57 frá 10 héraössamböndum og íþróttafélögum. Eru flestir beztu frjáls- iþróttamenn landsins meðal þátttakenda á mótinu og má yfirleitt búast við mjög harðri keppni og góðum árangri, ef veður verður iiagstætt. Mótið hefst á sunnudaginn kl. 2 og verður þá keppt í 200 m. hlaupi, hástökki, 800 m. hlaupi, spjótkasti, 5 þús. m. hlaupi, langstökki og 400 m. grinda- hlaupi. Á mánudagskvöldið heldur mótið áfram kl. 8,15, og verður þá keppt í 100 m. hlaupi, Síldveiðin í fyrrakvöld var allmikil síld á Vopnafirði og við Langanes, en í fyrrinótt versnaði veður og síldin hvarf að mestu. í gær barst því mjög lítil sild til verk- }njðjanna. Þó komu allmörg skip með sild til Raufarhafnar og verksmiðjanna við Eyjafjörð í gær, en sú síld hafði aðallega veiðst austan Langaness í fyrri- nótt. í fjyrakvöld var alls búið að salta um 2000 tunnur á Rauf- arhöfn. Örlitil veiði var og við Grímsey í fyrrinótt og fengu skip allt að 150 mál í kasti. Sú síld var söltuð á Siglufirði. stangarstökki, kringlukasti, 400 m. hlaupi, þrístökki, 15 þús. m. hlaupi, sleggjukasti, og 110 m. grindahlaupi. Síðar verður keppt í 4x100 m. boðhlaupi, 4x400 m. boðhlaupi fimmtar- þi’aut, 4x1500 m. boðhlaupi, 10 þús. m. hlaupi og tugþraut. Þátttakendur í 200 metra hlaupi eru 9, og mun þar að vænta harðastrar keppni milli Finnbjarnar Þorvaldssonar og Hauks Clausens. í kúluvarpi eru þátttakendur 8, þar á meðal Vilhj^lmur Vilmundarson og Sigfús Sigurðsson. í hástökki eru keppendur 4, og er Skúli Guðmundsson þar efalaust snjallastur, en Kolbeinn Krist- insson og Sigurður Friðfinnsson heyja sennilega harða keppni um annað sætið. í 800 m. hlaupi eru þátttakendur 4, og berjast þeir Óskar Jónsson og Kjartan Jóhannsson þar um meistara- tignina. í spjótkasti eru 4 þátt- takendur, þar á meðal Jóel Sig- urðsson og Hjálmar Torfason. í 5000 m. hlaupi eru líka 4 þátt- takendur, þar á meðal Þórður Þorgeirsson og Sigurpríir Ársæls- Enn vantar 21 þús. smál.afsíldar- lýsi til þess að tryggja söluna á hraöfrysta fiskinum Lrsisfrainleiðslan er mi um 16 liús. smál. Um seinustu helgi munu síldaverksmiðjurnar liafa verið búnar að framleiða um 16 þús. smál. af síldarlýsi, og er það helmingur af því, sem þarf að fást til að tryggja söluna á hraðfrysta fisk- inum. Síðan um helgi hefir sáralítil síld veiðst og inun lýsis- framleiðslan því sama og ekkert aukast þessa vikuna. Uppsögn samninga á kaupskipaflotanum Sjómannafélag Reykjavíkur hefir nýlega sagt upp samning- um á kaupskipaflotanum og fer fram á svipaða kauphækkun fyrir hásetana og Dagsbrúnar- menn hafa fengið. Samninga- viðræður munu vera í þann veg- inn að hefjast. Kauphækkun á Bíldudal Kaupdeila, sem staðið hefir á Bíldudal frá mánaðamótum leystist í fyrradag. Verkamenn fengu kauphækk- un í ýmissi vinnu. Almenn vinna karla hækkar í kr. 2.56 úr 2.40, skipavinna úr 2.5 í 2.85, skipavinna við kol, salt, sement ; og uppstöflun sements í húsi í 3.25 úr 2.75. Kaup kvenna og drengja hækkar í hlutfalli við þetta. Sumardvöl barna í sumar eru það alls 210 drengir og telpur, sem dvelja í sveitum landsins á vegum Rauða Kross íslands. Flest af þessum börnum eru við Silungapoll, eða 110, þar af 37 telpur. Að Kolviöarhóli dvelja alls 52 börn, þar af 35 drengir. Að Löngumýri í Skágafirði dvelja 30 telpur og að Sælings- dal í Dalasýslu 28 drengir. D Eii>s og kunnugt er, hafa Bretar samið við okkur um kaup á 12. þús. smál. af síldarlýsi gegn því, að þeir fái iy2 smálest af lýsi með hverri smál. af hrað- frystum fiski, er þeir kaupa af okkur. Þarf þannig rúmar 18.000 smál. af síldarlýsi til þess að tryggja þessa fisksölu til Bret- lands. Þá hafa Rússar einnig samið við okkur um kaup A 10 þús. smál af hraðfrystum fiski með sviþuðum skilmálum. Þarf því um 15 þús. smál. af síldarlýsi til að tryggja þessa fisksölu þang- að. Þá þarf ennfremur 4y2 þús. smál. af síldarlýsi til þess að tryggja fisksölu til annarra landa, sem gerðir hafa verið við svipaðir samningar. Lýsisfram- leiðslan þarf því alltaf að verða 37 y2 þús. smál. til þess að tryggja þá fisksölu, sem búið er að semja um. Okkur vantar því mun meira en helming eða rúm- lega 21 þús. smál. af síldarlýsi til þess að geta fullnægt gerð- um samningum. Ef við getum ekki afhent um- samið magn af síldarlýsinu, eru hinir samningsaðilarnir ekki skuldbundnir til að kaupa þann hluta af fiskinum, sem ekki er hægt að láta síldarlýsi með. Og þótt þeir fengjust til að kaupa þennan fisk, myndu þeir greiða mun lægra verð fyrir hann, því að hið umsamda, háa verð hefir eingöngu byggzt á því, að þeir fengju síldarlýsið. Meðan ekki gengur betur með síldveiðarnar, er þannig allt í óvissu með mikinn hluta fisk- sölunnar og horfur á, að hún ætli aö ganga mun verr en vonir hafa staðið til. Sést vel á þessu, {hve mikið þjóðin á undir þvi, | að betur rætist úr með síldveið- I arnar en nú er útlit fyrir. Norsku knattspyrnumennirnir róma gestrisni Islendinga Álit Dalils á íslcnzkri knattspyrmi Norsku knattspyrnumennirnir, sem voru hér í fyrra mánuði, láta mjög vel af íslandsförinni. Ilafa mörg norsku blöðin átt við- S:al við þá og róma þeir alls staðar viðtökurnar hér. Páll á Ásólfsstöðum látinn Páll Stefánsson bóndi frá Ás- ólfsstöðum andaðist að heimili sinu hér í bænum aðfaranótt fimmtudagsins. Hann var á 71 aldursári. Páll gekk heiþ. til ’nvílu um kvöldið, þótt hann hafi átt við vanheilsu að stríða hin síðari ár var hann orðinn hress. — Hann andaðist í svefni. Páll Stefánsson var þjóð- kunnur maður. Hann bjó lengi rausnarbúi að Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, en brá búi fyrir nokkrum árum og tók þá sonur hans, Ásólfur, við jörðinni. (FramhalcL á 4. síBu) A Ný Islandsmet Nýlega hafa verið sett tvö ís- landsmet í íþróttum. Á drengja- mótinu setti Haukur Clnusen íslandsmet í 400 m. hlaupi á 50.4 sek., en gamla metið, sem var 50.7 sek., setti Kjartan Jó- hannesson. Þá setti boðhlaups- sveit úr Í.R. nýlega met á inn- anfélagsmóti í 4x800 m. boð- hlaupi. Rann hún skeiðið á 8.10,8 mín., en gamla metið var 8.20,4 mín. Í.R. sveitin var ‘ þannig skipuð: Örn Eiðsson, Pétur Eiðsson, Óskar Jónsson, Kjartan Jóhannsson. Morgenbladet í Osló heíir átt tal við Reidar Dahl, formann norska knattspyrnusambands- ins og fararstjóra knattspyrnu- mannanna, sem komu hingað. Hann segir þar, að norskir knattspyrnumenn hafi farið margar skemmtilegar ferðir, en íslandsförin sé alveg einstæð. Okkur fannst alltaf, sagði hann, að við værum heima hjá okkur og gestrisninni og vinsemdinni, sem þeir mættu hjá háum og lágum, munum við aldrei gleyma. Um íslenzku knattspyrnuna, segir Dahl, að hún standi á lægra stigi en knattspyrna Norðmanna. Hún minni á knatt- ‘spyrnu Norðmanna fyrr á ár- um, þegar mikið var lagt upp úr löngum spyrnum, hraða og hörku. Þó bregði oft fyrir góðri tækni og Albert Guðmundsson sé sönnun þess, að íslendingar geti orðið góðir knattspyrnu- menn, en hann sé með beztu knattspyrnumönnum í Evrópu. Þá segir Dahl frá viðtali sínu við Gibbs, enska knattspyrnu- dómarann, en hann lauk sér- sttóku lofsorði á þrjá knatt- spyrnumenn Norðmanna, þá Gunnar Thoresen, Gunnar Andresen og Knut Brynildsen. Yfirleitt hlýtur Alþert Guð- mundsson mikið lof í íiorsku blöðunum. Aftenposten líkir honum t. d. við Nordahl ssgnska, en hann er af mörijrum talinn bezti miðframherjinn i Evrópu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.