Tíminn - 09.08.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.08.1947, Blaðsíða 2
2 TÍ>I1jV\, laMgardagimi 9. águst 1947 143. blað Luufiardayur 9. áyúst Það verður að breyta tryggmgalögunum Forsætisráðherrann, sem jafn- framt er félagsmálaráöherra, hefir nýlega brugðið sér til Sví- þjóðar til að sitja þar ráð- stefnu, sem félagsmálaráðherr- ar Norðurlanda halda þar um félags- og tryggingamálin Mun það markmið ráðstefnunnar að vinna að því að samræma fé- lags- og tryggingalöggjöf þess- ara landa. Það er vissulega ekki nema gott um það að segja, að for- ráðamenn okkar á sviði trygg- ingamálanna kynni sér erlend- ar fyrirmyndir og hafi þær til hliðsjónar við framkvæmd slíkra mála hérlendis. Af slík- um fyrirmyndum má vafalaust margt læra. Hins vegar má ekki blína um of á erlendar fyrir- myndir, sem eiga að ýmsu leyti við allt aðra staðhætti en hér. Sumir ágallar hinna nýju trygg- ingalaga stafa einmitt af því, að meira hefir verið stjórnazt af erlendum fyrirmyndum en ís- lenzkum staðháttum. Það viðurkenna allir nau$- syn réttlátra almannatrygg- inga og sú andúð, sem nýju tryggingalögin hafa réttilega hlotið, má ekki verða til þess, að menn snúist gegn tryggingum almennt. Hins vegar þarf að vinna að því að bæta úr hinum stórkostlegu ágöllum og rang- indum laganna og sníða þeim stakk í samræmi við getu at- vinauveganna og almennings. Þessir ágallar laganna eru að vísu eðlilegir, þar sem lögin eru pólitískt flaustursverk, því að þeir stjórnarflokkar þurftu að sýna „nýsköpun" á einhverju sviði áður en gengið væri til kosninga. Tryggingalögin voru gott agn og þess vegria var hugsað meira um að setja ein- hvers konar tryggingalög en réttlát tryggingalög. Lögin bera þess lika glögg merki, að flokk- arnir, sem voru fulltrúar launa- stéttanna, héldu miklu fastar á málum umbjóðenda sinna, en Sjálfstæðisflokkurinn. sem átti að |æta hags framleiðendanna. Hann brást þar hagsmunum þeirra eins og oftast áður og þess vegna eru tryggingalögin sérstaklega óbilgjörn í garð framleiðenda og atvinnurek- enda. Gagnger breyting trygginga- laganna er ekki aðeins stórfellt réttlætismál, heldur óhjá- kvæmilegur liður í þeim við- reisnarráðstöfunum, sem gera þarf til hjálpar atvinnuvegun- um. Lögin binda atvinnuveg- unum allt of þunga og rangláta bagga. Það á að afnema flesta þá skatta, sem lögin leggja á atvinnurekendur, enda eru þeir yfirleitt mjög ranglátir, þar sem þeir miðast hvorki við afkomu né efnahag. Framlögin til trygg- inganna eiga fyrst og fremst að koma úr ríkissjóði, er afli tekna til þeirra með álgum, er miðast við efnahag skattþegnanna, eða þá með rekstri arðbærra stofn- ana. Geti ríkið ekki aflað fjár- ins með slíkum hætti, geta at— vinnuvegirnir ekki heldur gert það. \ Jafnframt slíkum breyting- um verður að breyta þeim á- kvæðum, að framleiðendur og atvinnurekendur skuli njóta annarra og minni hlunninda af tryggingunum en launastétt- irnar, sem sumar hverjar eru PAUL WIIVTERTOIV: Stjórnarfarið í Rússlandi Niðurlag. Þegar Rússar — eða við sjálfir — teljum Sovétríkin meðal „frelsiselskandi þjóða,“ þá er það auvitað hreinasta vitleysa. Eins og nú standa sakir, eru Rússar hvorki „frjálsir" né „frelsiselskandi." Ég efast ekki um, að margir rússneskir kommúnistar myndu hæglega geta borið fram margt til varn- ar núverandi skipulagi í Rúss- landi. Það er allt annað. En þeir hafa ekki rétt til að lýsa sjálf- um sér með orðum, sem eiga ekki við þá. Enn eitt orð, sem mjög hefir verið þvælt og misnotað á stríðs- árunum, er „óháður.“ Okkur hefir oft verið sagt, að Stalin óski eftir „frjálsu, sterku og „óháðu“ Póllandi. Hann óskar auðvitað ekki eftir því. Hann betur efnum búnar, t. d. njóta framleiðendur lægri sjúkrabóta og fá alls engar slysabætur. Hlunnindin verða að ná jafnt til allra, en sé einhver mismun- ur gerður, verður hann að byggjast á afkomu og efnahag. Meðan lögin eru óbreytt, er ekk- ert fjarstæðara en að kalla þau almannatryggingalög, held- ur væri öllu réttara að kalla þau lög, sem refsi mönnum fyrir að hafa sjálfstæðan atvinnurekst- ur. — Seinasta Alþingi skoraði á ríkisstjórnina að láta fram- kvæma endurskoðun á trygg- ingalögunum. Vafalavst verður stjórnin við þeim óskum, enda eru nú komnir fram svo miklir ágallar á lögunum, að slíka end- urskoðun má ekki draga lengur. Væntanlega verður það því eitt af verkefnum næsta þings að koma þessari mikilsverðu lög- gjöf í réttlátt og heilbrigt horf. vill Pólland, sem má gera eins og það vill, meðan það gerir ekkert, sem er Rússum á móti skapi. Það er vafalaust eðli- legt markmið og verjandi, en það á ekkert sammerkt við að Pólland verði „óháð.“ Sann- leikurinn er sá, að nú á dögum eru mjög fá lönd i heiminum al- gerlega óHáð. Það orð táknar, að land geri það sem því sýnist, hvort sem öðrum líkar betur eða verr. Sovétríkin eru óháð. Bandaríkin líka og ég vona, að Bretland sé það líka. En Pólland er það ekki. Jafnskjótt að við leyfum að merking, sem ekki á við, sé lögð í eitthvert orð líður ekki á löngu, þangað til við förum að sætta okkur við verknaði, sem ■eru ekki réttlætanlegir. Við skulum taka sem dæmi, er Bretland og Bandaríkin sam- þykktu með samvizkunnar mót- mælum þá kröfu Rússa, að þeir fengju þrjú atkvæði í ör- yggisráðinu — eitt fyrir Sovét- ríkin, annað fyrir Ukrainu og hið þriðja fyrir Byelo-Rússland. Krafan um þetta var byggð á því, að Ukraina og Byelo-Rúss- land væru óháð lýðveldi. En þau eru það ekki. Ekkert lýð- veldanna í Sovétsambandinu er óháð. Satt er það að vísu, að stjórnarskrá Stalins mælir svo fyrir, að lýðveldi geti sagt sig úr sambandinu, alveg eins og hún kveður á'um „friðhelgi einstaklingsins." En í raun réttri er öllum lýðveldum Sovétsambaridsins stjórnað af tveimur stofnunum sem taka við fyrirskipunum frá Moskvu — kommúnistaflokknum og ör- yggislögreglunni. Óháður komm- únistaflokkur er hvorki í Ukra- inu rié Byelo-Rússlandi, né heldur óháð lögregla. Stefna hvors um sig er mörkuð’ af kommúnistaflokknum eða mið- stjórn lögreglunnar. Hvað sem stjórnarskráin segir um þetta, er það víst, að hver sá Ukraini, sem berðist fyrir því að Uraina gengi úr sambandinu eða hver sá Byelo-Rússi, sem gerði það að tillögu sinni, að Byelo-Rúss- land yrði gert að sjálfstæðu ríki, myndi eiga það víst að verða þegar höndum tekinn, annað hvort sem „fjandmaður þjóð- arinnar" eða eitthvað því um líkt eða bara sem „fasisti." Rússar nota ekki orð þessi svo lauslega af fáfræði eða heimsku. Það geta menn reitt sig á. Stalin veit vel hvað orðið „óháður“ þýðir. En Rússar vita, að ef menn segja eitthvað nógu oft, þá munu margir trúa því, hvort sem það er satt eða ekki. Orðið „fasisti“ hefir réttilega verið notað að skammaryrði og svívirðingu um allan heim. Jæja þá, segja Rússar, ef ein- hver ræðst á okkur, móðgar okkur eða er okkur andvígur, þá köllum við hann „fasista." Einhverjir taka áreiðanlega undir það með okkur. Það er tími til þess kominn, að við rannsökum gaumgæfi- lega öll þau nafnorð, lýsingar- orð og atviksorð, sem Rússar beita í áróðri sínum. Úr því að við erum að tala um orð og þýðingu þeirra, lang- ar mig til að benda á annað, sem veldur sífelldum misskiln- ingi hér á landi um það, sem Rússlandi viðkemur. í þessurn tveim löndum er oft notazt við sömu orðin til að skýra mjög frábrugðna hluti. Það er auð- vitað algeng ástæða til misskiln- ings manna og þjóða í meðal, en hvað Rússlandi viðvíkur verður þetta oft algerlega af pólitísk- um ástæðum. Ég skal skýra þetta með dæmi. Fyrir ekki löngu hafði Lundúnablað þetta eftir Moskvu-útvarpinu: „Alls hafa 45.000 hús verið reist í Hvíta-Rússlandi fyrir fjölskyld- ur skæruliða og hermanna, sem misstu heimili sín, meðan á hernámi Þjóðverja stóð.“ Eng- lendingur, sem les þessa setn- ingu, hugsar að líkindum með sjálfum sér: „Þetta er mjög vel af sér vikið á ekki lengri tírna. Hvers vegna getum við ekki byggt hús á eins skömmum tíma og Rússar?“ En hvað er hús? Orðið „hús ‘ kallar fram í huga okkar vissa mynd, sem er að vísu mismun- andi eftir því, hvar í þjóðfélag- inu við stöndum, en hefir á- kveðin, föst einkenni. Við hugs- urn um múrsteina, steinflögu- þök, nokkur herbergi, eldhús og að líkindum baðherbergi. Við gerum ráð fyrir sæmilegum vatns- og skolpleiðslum og hreinlætistækjum. En það voru ekki svona „hús,“ sem Rússar byggðu í Hvíta-Rússlandi. Þeir reistu litla bjálkakofa með fá- um þægindum samkvæmt brezkum venjum. í rauninni eru kofar þeir, sem Rússar reisfu, góðir kofar, úr bezta efni og vel unnir. En þeir eru ekki það: sem við köllum „hús.“ Sams konar misskilningur á sér stað í nær öllu, sem ritað er um Rússland, hvort sem það er frá Rússum sjálfum komið eða öðrum löndum. Þegar við lesum eða heyrum orð, hugsum við okkur það í þeirri merking i, sem við erum vanir að leggja í það. Af þessu leiðir.að við öðl- umst mjög rangar hugmyndir um hvað Rússland er í raun og veru. Við, sem erum vön að sitja í þægilegum sætum í hinurn stóru kvikmyndahúsum okkar, myndum ekki kannast við.þau hús, sem Rússar kalla „kvik- myndahús." í Rússlandi táknar „stræti“ oft sóðalegt, slitlags- laust og 'óslétt sund milli húsa, en við það er venjulega ekki átt hjá okkur. „Sjúkrahús“ er í Rússlandi mjög frábrugðið því, sem við köllum sjúkrahús og sama máli gegnir um „skóla.“ Það er auðvitað ekki Rússum að kenna eða neinum öðrum, að orð hafa mismunandi merkingu hjá mismunandi þjóðum. En það væri gott, ef við gengjum úr skugga um, að við séum að tala og skrifa um hið sama, þegar í hlut á þjóð, sem mun hafa gríð- arlega þýðingu í þróun heims- ins á næstunni. Eitt af því, sem er þrándur í götu fyrir viturlegri og einhuga stefnu Bretlands gagnvart Sovétríkjunum, er að margir menn fá enn glýju í augun, þeg- ar Rússland á í hlut. Þeir geta ekki gleymt því, að fyrir einum mannsaldri virtist það gefa limlestum og vonsviknum heimi nýja von með þjóðfélagsbylt- ingu sinni og hinni þróttmiklu stjórn sinni. Sumir Ííta enn á Rússland sem vörðu á leiðinni til nýs hámarks í réttlæti, ham- ingju og efnalegri velmegun allra manna. Þessir hugsjónamenn hafa ekki fylgzt með tímunum. Þeir hafa varðveitt hugsjónir sínar lengur en Rússar. Árið 1945 er stjórn Sóvétríkjanna frekar í- haldssöm og mjög þjóðernis- sinnuð og hún hefir meiri á- huga fyrir félagslegu jafnvægi en félagslegum umbótatilraun- um og þar er ekki um neina skýjaglópa að ræða. Ég veit varla, hvort það er til mikils, að ég skrifi eitthvað um það, hvernig Rússland er í dag. Mikið hefir verið um þetta efni ritað og engir tveir menn eru sammála í öllu. Bezt væri, að hver fullorðinn Breti færi til Rússlands, lifði þar og starfaði með þjóðinni í a. m. k. eitt ár. Er svo væri komið, býst ég við að ekki mundi verða um mik- inn skoðanamun hjá okkur að ræða. En þar sem slíkir þjóð- flutningar eru ómögulegir, geri ég ráð fyrir að hver upplýsinga- moli verði að nokkru gagni. Ég skýri því hér frá nokkr- um þeirra atriða, sem ég veitti athygli í Jtússlandi á stríðsár- unum. í fyrsta lagi, — þjóðin leggur á sig mikið erfiði, miklu meira en við. Ákvæðisvinna er algeng og í mörgum iðngreinum verða menn að leggja hart að sér til að hafa í sig og á. Jafnvel á friðartímum er andrúmsloftið þrungið baráttu og erfiði. Kon- ur leggja næstum því eins hart að sér og karlar og vinna hin sömu erfiðu störf. Rétturinn til vinnu er næstum hinn eini rétt- ur, sem tryggður er í stjórnar- skrá Stalins, sem hefir orðið að veruleika. Atvinnuleysi er ekk- ert og að. miklu leyti af sömu ástæðuni og ekki var um neitt atvinnuleysi að ræða í Bretlandi á stríðsárunum. En til þess að „útrýma atvinnuleysinu" hefir orðið að beita talsverðri hörku. Yfirleitt hafa þjóðir Rúss? lands fengið minni mat en Bretar bæði í stríði og friði. Skömmtun þeirra hefir ekki verið eins heiðarleg. í Rússlandi er það ríkið, sem rekur „svarta markaðinn" og skammast sín ekki fyrri að selja hinum efnaðri takmarkaðar birgðir munaðarvara fyrir geypiverð. Rússar ganga engan veginn eins vel til fara og við. Fatnað- ur þeirra er lakari að gæðum og ber smekkleysi vitni. Fólk, sem maður sér á götum úti, er ákaflega illa til fara. Híbýlakostur Rússa er mikl- um mun lakari en okkar. Bygg- (Framhald á 3. síSu). Dr. Ricliard C. Cabot: VARNIR LÍKAMANS Eftirfarandi grein er útdráttur úr bókinni „The Art of Min- istering to the Sick“. Er þar lýst hinum margvíslegu varnar- ráðum líkamans gegn sjúkdómum. Aldraður maður með hraust- legt og rjótt andlit steig út á ak brautina og varð þar undir bif- reið. Þetta slys skeði í Boston, og maðurinn var þegar fluttur á rikissj úkrahúsið í Massachu- setts, en þar dó hann eftir eina klukkustund. Þegar kona hans var spurð að því, hvernig heilsu hans hefði verið háttað, skýrði hún frá því, að hann hefði aldrei orðið sjúkur allt sitt líf. Hann hafði ætíð verið starf- samur og fullur áhuga fyrir því, sem hann hafði með höndum. Þrátt fyrri þessa fullyrðingu eiginkonunnar, komu eftirfar- andi staðreyndir í ljós, þegar líkið var krufið: 1. Bris eftir berkla í lungum. 2. Langvinn lifrarbólga, sem neyddi blóðið til þess að renna eftir óvenjulegum leiðum bæði yfir og undir lifrinni. 3. Langvinn nýrnabólga. Bæði nýrun voru eyðilögð að veruleg- um hluta, en þó var svo mikið af vef þeirra óskemmt, að þau gátu starfað. 4. Æðakölkun, sem orsakaði mikla mótstöðu í blóðrásinni og hafði þar af leiðandi í för með sér stækkun hjartans. Það var engum vafa bundið, að þessi maður hafði haft of háan blóðþrýsting. En hann kenndi sér einskis meins þrátt fyrir allt þetta. Hann var hraustur og fjörmikill maður, þótt hann gengi með fjóra sjúk- dóma, sem allir eru taldir al- varlegir og hættulegir. Þegar hjólbarði springur und- ir bifreið úti á þjóðveginum, er varahjólið sett undir bifreiðina. Líkami þessa manns virtist eiga mörg varahjól. Fjögur mikils- verð líffæri voru sködduð, og þó var lifskraftur hans ólamaður. „Ef maður þekkir mannslík- amaprn og varnarkerfi hans nægilega vel, finnst manni meira að segja undarlegt, að nokkrar sjúkar manneskjur skuli vera til“, sagði læknirinn og visindamaðui'inn Walter Cannon einu sinni fyrir löngu. Sérhver læknir veit vel, að hollt matarhæfi og alger hvíld get- ur læknað marga sjúklinga. Á sama hátt og báturinn réttir sig við eftir stormsveipinn, sem buldi á honum, réttir líkami vor sig við eftir þá árekstra og storma, sem heilbrigði manns- ins verður fyrir í ölduróti lífsins. Líffærin hafa varahluti, sem þau geta brugðið fyrir sig, þeg- ar mikið liggur við. Ef maður þjáist af berklaveiki, eyðileggst hluti af lungum hans, en hann á í raun og veru meiri lungna- vef, en hann þarfnast nauðsyn- lega. Hánn getur beitt þessum varahlut sínum og lifað áfram, eins og hinn mikli læknir, Tru- deau, sem vann án afláts í fjöru- tíu ár, þótt sjúkdómurinn hefði aðeins skilið hluta af öðru lunga hans eftir starfhæfan. Tilraunir hafa sýnt, að það má taka burt tvo fimmtu hluta af lifrinni, og þó starfar hún nægilega áfram. Þegar skurð- læknirinn sker í sundur 30—40 æðar og bindur fyrir þær, undr- ast maður að vísu, hvað geti orðið af því blóði, sem átti að renna um þessar æðar. En sannleikurinn er reyndar sá, að við höfum miklu fleiri æðar, en brýn nauðsyn krefur. — Þarm- ar okkar eru um það bil sjö metra langir, og þótt hálfur annar metri sé tekinn af þeim, finnst varla nokkur munur á. Þegar illkynjaður hjartasjúk- dómur myndar bólgu í hjarta- lokunum, skeður hér um bil það sama og þegar dyr að herbergi eru alltaf látnar standa hálf- opnar. Enginn maður gæti lifað lengi með slíkan sjúkdóm, ef hjartavöðvarnir yrðu ekki þykkri og sterkari eftir því sem lokurnar afskræmdust meira. Mannshjarta, sem venjulega er á stærð við krepptan hnefa, get- ur orðið þrisvar eða jafnvel fjórum sinnum stærra — aðeins vegna þess, að það er nauð- synlegt i varnarskyni, Hvernig stendur á þvi, að skurðlæknir þorir að taka ann- að nýrað alveg burt úr sjúkl- ingi? Það er vegna þess, að mönnum hefir orðið ljós sú staðreynd, að þá vex hitt nýr- að svo, að það getur tekið að sér starf beggja nýrnanna. Allt er endurnýjað, og þó er nýra allmiklu margþættara sköpunarverk en nokkuð það, sem gert er af mannahöndum. Hvíldin er líka ein vörn lík- amans. Ef maður vindur á sér úlnliðinn leggur náttúran það þegar i „fatla“ með því að gera liðinn svo auman og stirðan, að varla er hægt að hreyfa ha’in. Ef maður ofreynir slg lík- amlega eða andlega, svo að fer yfir viss takmörk, þá reisir nátt- úran líka á sinn hátt skorður við, með því að láta manninn falla í ómegin. Þegar maður rekur flís upp í fingurinn á sér, verður hann bólginn. Það er eitt af því undraverðasta, sem á sér stað í hinum mannlega likama. — Hvað er gröftur í raun og veru? Hann er lík h’idtu blóð- kornanna, sem hópuðust að, til þess að drepa bakteríurnar, en féllu í bardaganum. Þessi val- köstur hvítu blóðkornanna myndar varnargarð milli hins; heilbrigða vefs og þess, sem bakteriurnar hafa eyðilagt. Svo., að segja hvert einasta tilfeíli af botnlangabólgu mundi hafa . dauðann í för með sér, ef nátt- úran einangraði ekki hið sjúka , líffæri á þennan hátt. Þannig; lokast sýkingin inni, unz lækn- irinn kemur til sögunnar og sker botnlangann burt. Þannig hefir skaparinn séð okkur fyrir óteljandi vörnum, sem ætíð eru til reiðu, hvenær, sem líkaminn þarfnast. í bar- áttu okkar við sjúkdómana er þessi lækningakraftur líkam- ans ætíð að verki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.