Tíminn - 09.08.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.08.1947, Blaðsíða 3
143. blað TÍMliyiV, laugardaginn 9. ágúst 1947 3 ! Flóttinn frá landbúnaðinum Það er víðar en á íslandi ,sem fólkið virðist flýja sveitirnar. í norska blaðinu „Bergens Tid- inde“, er nýlega sagt frá skoð- anakönnun, sem fram hefir ver- ið látin fara af hálfu norsku Gallup-stofnunarinnar um á- stæðurnar fyrir flóttanum úr norskum sveitum. í greininni er sagt frá því, að ílutningur fólks úr sveitum 4 bæi sé að vísu mik- ill, en hið gagnstæða eigi sér þó stað, þótt í miklu minni mæli sé. Til þess að komast að niður- stöðu í þessum efnum, lagði stofnunin eftirfarandi spurn- ingu fyrir ákveðinn fjölda sveitafólks í öllum landshlut- um: Eruð þér alinn upp í sveit, eða hafið þér flutt þaðan úr kaup- stað? Niðurstaða svaranna varð sú. að \1% sveitafólks hafði flutt úr kaupstað í sveit, en 89% voru fæddir þar og upp aldir. ,Næsta spurning var: „Hafið þér í hyggju að flytja í kaupstað?“ Svörin sýndu, að 12% sveita- fólks hafði i hyggju að flytja í kaupstað, 7% gáfu ekki á- kveðin svör, en 81% ætlaði að dvelja í sveit áfram. Þeir, sem svöruðu því, að þeir hefði í hyggju að flytja í kaup- stað, voru síðan spurðir að því, hver væri ástæðan til þess, að þeir hefðu þessa ráðabreytni í hygg'ju. Niðurstaða þeirra svara varð svo sú, að flestir vildu flytja þangað, vegna þess, að þar voru betri atvinnuskilyrði, meirí líf.sþægindi og fjölbreytt- ari .skemmtanir. Þegar spurt var um það, hvað helzt vantaði í sveitunum, reyndust svörin nær einróma á þá lund, að það væri rafmagn og ýmis önnur þægindi á heim- ilinu, auk þess sem vinnufólks- ekla og vélakostur torvelduðu búskapinn mjög. Samkvæmt könnunínni kom í ljós, að 12. hver sveit^maður í Noregi hafði í hyggju að flytja í kaupstað. Við nánari athugun kom í ljós, að þetta var nær allt . ungt fólk og frá þelm héruðum ,.og sveitum, þar sem strjálbýli var mest og framfarir minnstar. Sannaði það, að þéttbýli, auk- in ræktun og meiri lífsþægindi eru þess megnug að láta fólkið una ánægt við landbúnaðinn ekki síður en aðrar atvinnu- greinar. En sveitirnar verða að geta boðið upp á eins mikil lífs- þægindi og kaupstaðirnir, ef það á að takast. Heilsuvernd Fyrsta hefti þessa árgangs er nýlega komið út. Fyrsta grein- in fjallar um stofnun heilsu- hælis eða hressingarhælis, sem Náttúrulækningafélag íslands hyggst að koma upp að Gröf í Hrunamannahreppi. Höfundur- ínn er hinn síungi brautryðjandi náttúrulækninga, Jónas Krist- jánsson. Auk þess segir hann frá heimsókn hjá dönskum kven- lækni, dr Kirstine Nolfi, sem er þekkt á sviði náttúrulækn- inga. Þá birtist grein eftir hana: Krabbamein læknað með matar- æði. Þá er þýdd grein um melt- inguna. Hálfættræð kona, Sól- veig Jónsdóttir, segir frá því, hvernig hún hafi læknast af ek- semi og gigt með böðum og breyttu mataræði. Björn L. Jóns- son segir frá því, hvernig hann læknaðist af skeggsýki með heit- um böðum. Loks eru ýmsar frá- sagnir frá starfsemi Náttúru- Aækningafélagsins, sem gefur Heilsuvernd út. Ástæður í þessum efnum virð- ast vera mjög líkar hér og í Noregi, og getum við því dregið af þesfyum niðurstöðum Gallup- stofnúnarinnar í Noregi sömu á- lyktanir og þeir. Elzta naut á landinu Nýlega var svo að orði kom- izt í Tímanum, að Máni frá1 Kluftum myndi vera elzta naut á landinu, ellefu og hálfs árs.; Svo er þó ekki, því að Vestri frá í Stekkadal á Rauðasandi er eldri.! Hann er fæddur 4. desember \ 1934 og því tólf og hálfs árs.1 Vestri er eign Nautgriparækt- arfélags Mosvallahrepps í Ön- unöarfirði. Tilmæli Ég hefi nýlega fengið nafn- laust bréf frá íslendingi í Norð- ur-Ameríku. Tilefni bréfs þessa eru fréttaþættir úr Lýtings- staðahreppi, er birtust í Tíman- um 1945 og 1947. Ég þakka kær- lega fyrir þetta bréf. Mér þótti það bæði bróðlegt og skemmti- legt. Það eru vinsamleg tilmæli mín, að bréfritarinn láti mig vita um nafn sitt og heimilis- fang. Þá bið ég hann einnig að láta mig vita um nafn og heim- ilisfang gamla mannsins, sem dvaldi í Lýtingsstaðahreppi fyr- ir 70 árum. Björn Egilsson, Sveinsst. Stjjórnarfarið í Rússlandi (Framhald af 2. siðu) ingarefnin eru lakari og sama er að segja um þá, sem reisa byggingarnar, Fátækrahverfjn í Moskvu eru jafn slæm og þau lökustu annars staðar í hejm- inum. Heildarsvipur rússneskra borga er að þær eru óhreinar, .sóðalegar og leiðinlegar, Aðal- götum einum er haldið við, Hreinlætí allt og heilbrigð- ishættir eru mun lakari en hjá okkur. Jafnvel í stærstu borg- unum er hreínlætið á mjög frumstæðu stigi og sama er að segja um hætti og venjur íbú- anna. Flutningatæki Rússa eru á okkar mælikvarða — jafnvel hægfara, yfirfull og ófullkomin eftir mælikvarða okkar á stríðstímum. Heilbrígðisstarfsemi Rússa, sem svo mjög hefir verið dáð, er lélegri en hjá okkur að mörgu leyti. Hreinlæti og vinnuaðferð- ir í rússneskum sjúkrahúsum eru yfirleitt langt fyrir neðan það, sem tíðkast í sjúkrahúsum okkar. Hvað læknisfræðina snertir, getum við lítið sem ekk- ert lært af Rússum. Kennslumál Rússa eru ekki á eins háu stigi og hjá okkur. Rússneskir skólar hafa ekki eins gott húsnæði eða kennslutæki og skólar okkar. Menningin er enn á mjg lágu stigi og almenn- ingur hefir ekki eins góð tæki- færi til að skemmta sér og hafa ofan af fyrir sér og í Bret- landi. Ég hefi talið hér upp dálítið af því, sem mundi vekja mesta athygli hvers manns, sem fer til Rússlands nú á dögum. 'Auð- vitað eru aðstæðurnar i Rúss- landi allgóðar, þegar þær eru með bezta móti, en yfirleitt er Rússland langt að baki okkur í (Framhald á 4. síöu) t * i 1 /• Erich Kástner: Gestir í Miklagarhi En veiðikænska kattarins naut sín ekki lengur að sinni, því að nú settust frú Mallebré og Keller barón við næsta borð. Og innan lítillar stundar sátu hvirf- ingar forvitinna gesta við öll borð i grennd við Hage- dorn og frú Kasparíus. — Ég þoli ekki þennan hræðilega hávaða, sagði frú Kasparíus. Sýnið þér mér nú kettina yðar. — Ég gæti bezt trúað, að þeir svæfu, sagði hann. — Við skulum bara fara nógu hægt — þá vekjum við þá ekki, sagði hún. Ég skal forðast allan hávaða. Því lofa ég yður. En nú kom þjónninn og rétti honum naínspjald, sem á var letrað: „Undirritaður, sem er í tengslum við Tobler-hringinn, vill gjarnan fá að tala við doktor Hagedorn í fáeinar mínútur. — Kesselhuth." Ungi maðurinn reis á fætur. — Þér megið ekki reiðast mér, frú, sagði hann. Ég hefi fengið boð frá manni, sem getur orðið mér innan handar um mikinn greiða. Þetta er í sannleika sagt furðulegt gistihús. Svo hneigði hann sig fyrir frú Kasparíus. Og frú Kasparíus horfði á eftir honum með leiftrandi brosi, sem í voru fólgin mikil fyrirheit. Hún vildi gjarna vera honum innan handar líka. En frú Mallebré lét ekki blekkjast. Hún dæsti sæld- arlega og ætlaði að taka stinningsþétt um stólbakið, Kasparíus. En það er ekki hægt að dansa nema á tók hún í handlegginn á Keller barón. Hann stundi við, því að frúin var handþétt, þegar hún vildi heiðra forsjónina^ — Er þetta nauðsynlegt? spurði hann. Herra Kesselhuth gat þess fyrst, að þeir Hagedorn hefðu komið til Miklagarðs i sama hópnum. Síðan árn- aði hann honum allra heilla með verðlaunin, sem hann hafði unnið i samkeppni Gljáverksmiðjanna. Þessu næst bauð hann unga manninum glas af séniver. Þeir völdu sér sæti úti í horni i barnum. Marekssystkinin sátu á háum stólum við afgreiðslu- borðið, ásamt Sullivan, enska nýlenduliðsforingjanum. Þau drukku viský og töluðu ensku. Hjónin frá Chemnitz sátu á litlum leðurbekk og gældu hvort við annað. Aðrir bargestir skemmtu sér aðallega við ástarorðin, sem þau létu falla, enda túlkar ekkert tungumál innilegar tilfinningar jafn yndislega og Saxaþýzkan. Jafnvel Jónsi í barnum gat ekki að sér gert að brosa, og hann hafði þó séð og heyrt ýmis- legt á þessum stað um dagana. En af því það þykir ekki henta, að starfsmennirnir hlægi að gestunum, reyndi hann eftir getu að grúfa sig yfir ískassann. — Ég skal segja yður, hvers vegna ég gerði orð eftir yður, sagði Kesselhuth. Ég ætlaði að spyrja yður, hvort ég gæti gert yður greiða þér afsakið, þó að ég spyrji blátt áfram. Yður bæri ef til vill að komast í sæmilega stöðu, ef það stæði til boða? —> Ég kapn bezt við hreinskilni, sagði Hagedorn, og ég er í sannjeika sag't hjálparþurfi. Ég hefi nefnilega verið atvinnujaus i mörg ár, og forstjóri Gljáverk- smiðjanna óskaði mér bara góðrar ferðar, þegar ég ætlað'i að víkja talinu að atvinnumöguleikum. Ég get ekkj lifað lengur á þrældómi gamallar og fátækrar móður minnar, Kesselhuth virti hann vingjarnlega fyrir sér. — Tobjer-hringurinn á margar verksmiðjur aðrar en Gijáverksmið^urnar, sagði hann, Og ekki aðeins verksmið'jur, heldur mörg fyrirtæki önnur, Yður er augiýsingastarfsemi hug'þékkust? — Einmjtt, sagði Hagedorn. Og ég held, að ég sé allvej fær á því svið'i, ef ég má segja sjíkt um sjálfan mig, Kesselhuth kinkaði kolli, — Má ég bera fram uppástungu? hélt ungi maöur- inn áfram, Ég skrifa móður minni og bið hana að senda hingað þær skyssur og auglýsingahugmyndir, sem ég hefi hripað niður. Þða yrði komið hingað á þriðja degi í síðasta lagi, Hafið þér gefið yður að auglýsingastörfum, herra Kesselhuth? En Kesselhuth hristi höfuðið. — Ég vil samt gjarna sjá þetta, og svo læt ég það ganga til... Hann þagnaði, en tók sig svo á. Og svo sendi ég Tobler leyndarráði það. Hagedorn lagði undir flatt. — Sendið hverjum það? spurði hann. — Tobler leyndarráði. Ég hefi þekkt hann i tuttugu ár. — Þekkið þér hann vel? — Ég hefi verið samvistum við hann hvern dag í tuttugu ár. Það lá við, að ungi maðurinn gleymdi að draga andann. — Hvílíkur dagur! sagði hann. En góði maður — þér megið ekki leika neinn skollaleik við mig. Haldið þér, að leyndarráðið lesi annars bréfin yðar sjálfur? — Hann hefir mikið dálæti á mér, sagði Kesselhuth og var sýnilega upp með sér. — Honum mun áreiðanlega skiljast, að hugmyndir ttvcgnm rncð stuttum fyrirvara FB H ■ ■ rigiaaire frá Amcríkn, Íícgn fSjjaldeyris- og mnflutningslcyfum. Samband ísl. samvinnufélaga TILKYNNING frá fjármálaráðuneytinu Fjármálaráðuneytið veknr athygli á |»ví, að ríkisskuldabréf |»au, er um ræðir i I. kafla laga nr. 67, 5. júní 1947 um eignakönnun, verða einungis seld til 15. |>. m., sbr. 4. g'r. þeirra lag'a. — Frestur þessi verður ekki lengdnr. l*eir, sem eig'i hafa keypt bréf fyrir áðurg’reindan dag, geta því eigi notið þess hag'ræðis í sambandi við skatta- framtal, sem bréfakaupum þessum fylgir. F jármálarábuneytib 8. ágúst 1947 ADALFUNDUR Skógræktarfél. Reykjavíkur /erður haldinn í Félagsheimili Verzlunarmanna, Vonar- stræti 4, föstudaginn 15. ágúst 1947, kl. 8,30 slðdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögunum. STJÓRNIN. tmj»: *........—■♦♦♦♦♦♦•♦♦.- — Tilkynning frá Viðskiptanefnd u « § 1» « ♦♦' « ♦♦ » !Í Að gefnu tilefni vill Viðskiptanefndin alvarlega « vara innílytjendur við því að' festa kaup á vöru er- |{ lendis og flytja til landsins án þess að hafa áður |l tryggt sér gjaldeyris- og innflutningsleyíi. 7. ágúst 1947. Viðskiptanefndin. « :«í«Kí««:««::««:«:««:««««:«::::::j::::;::::t::::::::::jjt«:j:j{j:::t:jj;j.j{aj;.jm}S Dýrasýningin í Örfirisey Ilansað í kvöld frá kl. 10. VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.