Tíminn - 12.08.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.08.1947, Blaðsíða 2
TÍMIIVIV, þriðjmlagiim 12. ágúst 1947 144. blað 2 ÞrifSjjudagur 12. áyúst Iiiga hændur og verka- menn einir að bera byrðarnar? Tvær greinar, sem nýiéga birtust í íslenzkum blöSum um útlent efni, hafa fariö í taug- arnar þess fólks, sem stendur að Víd. Önnur greinin segir frá því, að sænskir verkamenn æski kjarabóta. Hin greinin, sem tirtist í Tímanum, segir frá ráð- stöfunum sænskra bænda til að gæta réttar síns í verðlagsmál- um. Stjórnmálaritstjóra Vísis finnst þetta sýna slíka kröfu- girni af hálfu þessara stétta, að hann ver einni forustugrein til hugleiðinga um það. Þótt umrædd Vísisgrein sé látin snúast mest um sænsk málefni, er henni þó sérstak- lega beint til íslenzkra bænda og verkamanna. Því er haldið fram, aið þéssar stéttir hafa einkum hagnast á dýrtíðinni og hagur þeirra sé með miklum blóma. Hins vegar vegni útveg- inum illa og því sé óhjákvæmi- legt að verkamenn og bændur slaki á kröfum sínum og færi fórnir til að koma útflutnings- framleiðslunni á réttan kjöl. Því skal síður en svo mótmælt, að þessar stéttir þurfi ekki að leggja fram sinn skerf til að rétta hlut framleiðslunnar og gera íslenzkar afurðir sam- keppnishæfar á erlendum mörkuðum. Hins vegar er fyllsta ástæða til að mótmæla strax þeim fullyrðingum, að verka- menn og bændur hafi grætt mest á dýrtíðinni og þess vegna eigi eirivörðungu að beina þeim kröfum til þeirra, að þeir taki á sig byrðarnar, sem fylgja því að koma framleiðslunni á réttan kjöl. Slíkt er hvort tveggja í senn sögufölsun og rangindi. Það er vitað mál, að stríðs- gróðinn hefir að' mjög litlu leyti fallið þessum stéttum í skaut. Laridbúnaðurinn hefir barizt mjög í bökkum seinustu árin og allmargir bændur orðið að eyða þeim inneignum, sem þeir söfnuðu fyrstu stríðsárin, í beinan rekstrarkostnað/ Verka- menn hafa heldur ekki safnað sjóðum, því að næstum allar hinar svokölluðu „kjarabætur", sem þeir hafa fengið, hafa eyðst jafnhárðan aftur, í aukna dýr- tíð og verðbólgu. Þótt þeásár stéttir hafa þann- i^ lítið eða ekkert hagnast á dýrtíðinni, hefir hún fært einni stétt manna mikinn gróða í skaut. Það eru þeir menn, sem fengist hafa við arðgæfuðu miililiðastarfsemina, heildverzl- un, húsasölur, framleiðslu lux- usvarnings o. s. frv. Þessi stétt hefir safnað ofsagróða á kostnað almennings í landinu. Og það er þangað, sem fyrst á að beina kröfunum, þegar þess verður krafizt, að menn fari að taka á sig byrðar vegna ráð- stafana, sem gera þarf til þess að koma framleiðslunni á réttan kjöl. Það er ekki hægt með sann- gjörnu móti að koma til bænda og verkamanna og heimta af þeim, að þeir taki á sig auknar byrðar, meðan haldið- er uppi allt að 300 heildverzlunum, fjöl- mörgum húsa- og lóðabröskur- um, svartamarkaðskaupahéðn- um, óþörfum opinberum em- bættum og öllum nefndabitl- ingunum. Innflutningurinn verður að komast í hendur fárra HALLDÓR KRISTJÁIVSSON: Böðulsstarf brennivínsforsetans Jón Pálmason birti nýlega í blaði sínu hugleiðingar um það, hvers vegna jarðir fari í eyði hér á landi. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að það sé Framsóknarflokknum að kenna, og er sú fjarstæða raunar í fullu samræmi við ályktunargáfu mannsins. Það má þykja ónærgætni að ræða dálítið stjórnmálastarf Jóns Pálmasonar sjálfs í sam- bandi við eyðingu og endurreisn íslenzkra sveita, en hér má hann sjálfum sér um kenna, ef hann svíður í kaunin, því að hann hefir byrjað þessar um- ræður. Hitt er og sennilegra, að honum sé unun að því að um hann sé rætt, og sé kominn á það stig, að þykja sómi að skömmunum. heiðarlegra aðila, sem geta haft það mikla umsetningu, að á- lagningin verði skapleg. Húsa- og lóðabraskið' verður að af- nema með öllu og endurskipu- ieggja allt ríkiskerfið með það fyrir augum að fækka embætt- um og bitlingum í stórum stíl. Það má ekkert láta ógert til að uppræta óþarfa milliliða- starfsemi og sníkjumennsku í bjóðfélaginu. Það er vonandi að verða öll- um ljóst, að það verður innan stundar að gera mjög róttæk- ar ráðstafanir til þe s að koma framleiðslunni á réttan kjöl eftir óstjórn seinustu ára. — Gróðastéttirnar og braskaranir munu vissulega gera sitt til að reyna að koma byrðunum yfir á almenning, eins og Vísisgrein- in ber gleggst merki um. Þess vegna ber alþýðustéttunum að vera vel á verði og taka því að- eins á sig nýjar byrðar^ að gerðar verði róttækar og heið- arlegar ráðstafanir til að upp- ræta óþarfa milliliðastarfsemi og sníkjumennsku og að þeir beri fyrst og fremst byrðarnar í sambandi við niðurfærslu dýr- tíðarinnar. sem mest hafa grætt á henni. Fjármálaþróunin. Höfuðástæða fólksfækkunar í sveitum er blátt áfram sú, að fjármagninu hefir verið beint í aðra átt. Menn sjá hvarvetna fyrir sér ýms merki um ríki- dæmi og efnalega velsæld gróðamanna í kaupstöðum og þá einkum í Reykjavík. Jón Pálmason mun kannast við þrjá bræður, sem hafa t. d. látið byggja sumarbústaði að gamni sínu fyrir fullt togaraverð. Þessi íburðarmiklu hús gnæfa í hálfeyddum sveitum, sem tal- andi tá'^n um þá fjármálaþró- un, sem átt hefir sér stað. Jón Pálmason hefir verið dyggur baráttumaður fyrir fjármála- stefnu bræðranna. Hann hefir lifað á því og til þess að vernda það fjáraflakerfi sem merg- sýgur atvinnulífið í sveitum og við sjó og leggur margt sveitabýlið í auðn. Vel hefir honum verið goldinn málinn og bættur upp með brennivíni, svo sem frægt er orðið að endemum. Ef Jón Pálmason vill í alvöru, að fólk byggi sveitirnar og sæk- ist eftir því að stunda heiðar- leg framleiðslustörf, ætti hann að breyta um stefnu og vinna að því að loka ginnandi gróðaleið- um glæframanna og braskara, endurheimta óhófsfé þeirra til atvinnulífsins og launa störfin að verðleikum. Kaupfélögin og sveitirnar. Þegar Búnaðarsamband Vest- fjarða var að safna fé til kaupa á jarðyrkjuvélum samkvæmt lögum um ræktunarsamþykkt- ir, voru það kaupfélögin á svæði þess, sem björguðu málinu við. Þau lögðu þá fram tugi þúsunda til kaupa á þessum nýsköpun- artækjum landbúnaðarins. Við treystum því, að þau framlög verði til þess að halda við blóm- legum búskap og menningu á ýmsum þeim stöðum, sem eyðst hefðu ella. Þessi stuðningur vestfirzkra kaupfélaga við menningu sveit- anna og framför þeirra er ekki neitt einsdæmi. Svona vinna þau á öðrum sviðum og svona vinna önnur kaupfélög lands- ins. Meðan slíkar sögur eru að gerast, sitja nokkrir stjórn- málamenn suður í Reykjavík og beita valdi sínu til þess, að kaaupfélögin nái ekki eðlileg- um vexti. Þeir neyða þau til þess að kaupa þriðjung vefnað- arvöru sinnar af heildsölum, og er sitthvað eftir því, auk þess, sem kaupfélagsmennirnir eru neyddir til að skipta við kaup- menn. Einn þeirra stjórnmála-- manna, sem fyllir flokk þess- ara óheillamanna og níðinga ís- lenzkra sveita, er Jón Pálma- son á Akri. Færi vel á því, að hann sýndi sig nú til nokkurs annars nýtan í átökum urri við- skipti og verzlunarmál, en þess eins að vera skóþurrka heild- salanna, áður en hann brigzlar okkur Framsóknarmönnum um stefnuleysi. Ræktunarmálin. Annars er rétt að minnast þess, fyrst lög um ræktunar- samþykktir voru nefnd, að þeg- ar stefna þeirrar löggjafar var baráttumál á Alþingi og lá fyrir efri deild fyrir einum fjórum árum, lýstu þeir Eiríkur Einars- son, Kristinn Andrésson og Har- aldur Guðmundsson því yfir, að ástæðulaust væri að fara að byrja á nýrækt utan gömlu tún- anna á íslandi fyrr en í fyrsta lagi árið 1954. Þetta var-í fullu samræmi við stórhug og fram- faravilja flokka þeirra þá og á þeim grundvelli sameinuðust þeir allir gegn Framsóknar- mönnum. Er mér ekki kunnugt um neinar heimildir fyrir því, að Jón Pálmason hafi æmt eða skræmt málstað sveitanna til liðs að því sinni. Söguvísindi Jóns Pálma- sonar. Jón Pálmason vill dæma Framsóknarflokkinn frá lífi og æru vegna sauðfjársjúkdóm- anna. Innflutningur Karakúl- fjárins var ekki flokksmál, og þó að menn hefðu misjafna trú á þeim úrræðum þá, mun þó flestum, sem afkomu sína eiga undir landbúnaði, finnast eðli- legt, að svipazt væri eftir nýj- um úrræðum. þegar ekki feng- ust nema 9 krónur fyrir dilkinn. Hitt er svoxgjinað mál, að menn báru ekki gæfu til að fylgja var- úöarráðum Páls Zóphóníasson- ar, hvernig sem Jón Pálmason vill nú segja þessar sögur. En hingað til hefir hann þó ekki kunnað að minna á varnaðar- orð sjálfs sín í þessum málum, og var hann þó orðinn vel máli farinn og ærið málgefinn á þeirri tíð. En það er stundum háttur lítilla manna og smá- skítlegra, að bíða hlutlausir, þegar ákvarðanir eru teknar, og láta sjá hversu nýjungarn- ar gefast, en eigna sér svo heið- ur eftir á en hinum skömm eftir atvikum. Og trúað gæti ég því, að Jón Pálmason talaði nú meira um hlutdeild sjálfs sín en Páls Zóphóníassonar í inn- flutningi Karakúlfjárins, ef hann hefði gefizt vel. Slysabálkurinn mikli. Jón Pálmason gerist svo djarfur að tala um verðlagsmál. Hann mætti gjarnan rifja upp stjórnmálasögu síns eigin flokks, að því er tekur til af- urðasölumálanna, blóðugan fjandskap við skipulagið 1934,' mjólkurverkfall o. s. frv. alla leið að hinu svokallaða Búnað- arráði, sem einstakur ráðherra átti aö velja eftir geðþótta sín- i um menn til að fara með verð- lagsvaldið. Það er svo sem von i að Jón Pálmason sé hróðugur af i sögu sinni og sinna á því sviði, og mun Framsóknarmönnum varla meiri greiði gerður í sveit- um með öðru, en að halda þeirri „frægðarsögu" á loft. Þar er sá slysahátXur, sem forðar mörg- um sveitamanni frá Sjálfstæð- isflokknum. Böðlar sveitanna. Það eru einmitt menn eins og brefnivínsforsetinn, sem eru böðlar íslenzkra sveita. Þeir bera ábyrgð á því, að þarfir og óþarfir milliliðir eru launaðir svo, að fólk sækiít sér- staklegaa eftir slíkum störfum. Þeir bera ábyrgð á því, að hver milljónin af annarri er Sjötugur: Jón Armannsson bóndi, llrærekslæk. Hann varð sjötugur 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólína Sigurgeirsdóttir, Jónssonar prests í Reykjahlíð og Ármann Egilsson, ísleifsson- ar frá Rauðholti í Hjaltastaða- þinghá, en þar fæddist Jón og bjuggu forfeður hans hver fram af öðrum í Rauðholti. Jón er tvíkvæntur og eru báð- ar konur hans látnar. Fyrri kona hans var Margrét Snorra- dóttir frá Hjaltastað, en síðari Anna Björg Pétursdóttir frá Stóra-Steinvaði. Þeim varð fjögra barna auðið. Ennfremur voru þar alin upp þrjú fóstur- börn. Jón hefir nú verið bóndi í 45 ár. Þar af bjó hann 3 ár í Hallfreðarstaðahjáleigu en rúm 40 ár hefir hann búið að Hræ- rekslæk í Hróarstungu. Enda er sá staður honum orðinn kær. Hann hefir gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Verið hreppsnefndarmað- ur í tæp 20 ár. Formaður sókn- arnefndar, í stjórn búnaðarfé- lagsins um skeið, úttektar og virðingarmaður og áhugasamur fyrir nýjungum í landbúnaðin- um. dregin frá atvinnulífi þjóðar- innara til persónulegrar óhófs- eyðslu tiltölulega fárra manna. Þeir bera ábyrgð á því, að kaupfélögin, helzta brjóstvörn og styrkur íslenzkrar sveita- menningar, fá ekki að vaxa eins og náttúrleg þróun mælir með. Málstaður sveitanna á marga andstæðinga, en ógeðslegastir þeirra allra eru þeir, sem koma með fláu brosi falsarans og vin- arorð á vörum, en eru fjötraðir þrælar þeirra manna, sem eru sníkjudýr og plága á vinnandi fólki. Þeir, sem hafa slæman mál- stað, þurfa að blekkja fólk til fylgis við sig. Þeim hefir löng- um verlð þénanlegt að eiga sér þjóna til að svíkja með kossi og þess háttar ráðum. Slíkir menn hafa verið til á öllum öldum. Ef Jón Pálmason vill mál- efnalegar umræður um velferð ÍFramhald á 4. síOu) Poarl S. Buck: I skugga kynþáttahatursins Þessi grein er þýdd úr bókinni, What America means to me, en sú bók er ritgerðasafn um ýmsisleg efni eftir amerísku skáld- konuna Pearl S. Buck. Fjallar greinin um eitt mesta þjóðfélags- vanndamál Bandaríkjanna — kynþáttahatrið, djúpið, sem stað- fest er milli hvítra manna og svartra. Birtist fyrri helmingur greinarinnar í dag, en hinn síðari á morgun. „Gjörið svo vel að koma inn“, sagði ung stúlka, röddin var lág og þýð. Móðir mín á von á yður. Unga stúlkan var mjög falleg, það sá ég strax við fyrstu sÝn. Hún var blökk, augun dimm og svarta hárið var fallega liðað og gljáandi. Ef hún hefði verið fædd á Samoa eða Filippseyjun- um, mundi hún vafalaust hafa verið kölluð fegurðardrotning, en hún var fædd í Philadelphiu í Bandaríkjunum. Hún var í hvítum kjól, — hann var látlaus og mjög smekklegur — og þar sem hún gekk á undan mér upp stiginn að kyrrláta húsinu, sem stóð við þessa hljóðu götu, þá sá ég, að hún átti þennan einkennilega, töfrandi yndisþokka, sem verð- ur svo oft á vegi manns á Suð- urhafseyjunum. En það var ekk- ert útlendingslegt við málfar hennar, hún talaði hreina ensku. „Viljið þér gjöra svo og koma upp á loft“, sagði hún. Ég gekk á eftir henni upp á loft og inn i fallegt herbergi, og þar settumst við niður og bið- um eftir móður hennar. „Mamma er að tala við ^ ömmu mína“, sagði hún. — „Amma var kölluð í landsímann áðan, það var pabbi, sem hringdi vegna þess, að mæðra- dagurinn er í dag, eins og þér vitið. Pabbi er í hernum, læknir við nýju flugsveitina í Tuske- gee“. Ég fann, að hún var hreykin af föður sínum, en ég gat lika ekki ímyndað mér nokkurn þann föður, sem ekki væri hreykinn af að eiga slíka dóttur, svo fín- gerða, yndislega og aðlaðandi jafnvel við ókunnuga. „Þetta barn“, hugsaði ég, og horfði rannsakandi á hana á meðan hún svaraði spurningum mínum um skólann 'sinn. — „Þetta er hamingjusamt barn“. Hún sagðist vera í mennta- skóla, þar sem væru bæði hvítir og svartir nemendur, og það væri engin óvild á milli þeirra. Henni líkáði vel við skólafélaga sína, sagði hún, og það kom ekki oft fyrir, að hún væri látin gjalda þess, að hún var ekki hvít, — en um leið og hún sagði það, sá ég bregða fyrir örlitlum skugga í svörtu augunum henn- ar. Þess vegna spurði ég hana þegar aftur: „Verðið þið blökkunemend- urnir ekki stundum út undan vegna þess, að þið eruð ekki hvítir?“ Jú, það virtist svo, einkum í efsta bekk. Það hafði lengi verið venja í skólanum, að áð- ur en efsti bekkurinn tók loka- prófið, fór hann skemmtiferð til Washington. Það voru nokk- urs konar verðlaun af hendi þessa ágæta skóla. í reyndinni varð þetta í ósamræmi og mót- sögn við allt það, sem þeim hafði verið kennt. Blökku- stúlkurnar í bekknum gátu ekki farið með vegna þess, að þær hefðu hvergi fengið að koma inn á veitingahús með hinum hvítu bekkjarsystrum sínum. — Það var ekkert það gistihús til í allri Washington, sem fengist hefði til að taka á móti nem- endunum, ef sumir þeirra hefðu verið blökkustúlkur. „Svo hvítu stúlkurnar fara, en við ekki“, sagði þetta barn, svo hógvært og látlaust, „en“ flýtti hún sér að bæta við, „auðvitað viljum við, að þær færi. Við viljum ekki, að þær missi af ferðinni, þó viö getum ekki farið“. , ,,Ég vil, að þú,vitir“, sagði ég, „að ef ég væri hvít stúlka i bekknum þinum, þá myndi ég ekki vilja fara, ef þú gætir ekki farið. Ég skammast mín fyrir þessar hvítu stúlkur, sem geta fengið sig til að fara í skóla- ferðalag án þess að þið séuð með“. Hún svaraði þessu engu, en örlítið sársaukakennt bros lék um varir hennar. „Þetta verður ekkert ágrein- ingsefni í ár“, sagði hún. „Það getur ekkert okkar farið vegna stríðsins“. Móðirin kom inn. Hún var glæsileg kona framkoma henn- ar með afbirigðum fáguð, og dóttirin var sönn eftirmynd hennar. „Hversu lengi hafið þér verið 1 Philadelpiu?“ spurði ég hana. Hún var fædd í Philadelpiu, ættmenn hennar höfðu búið þar í þrjá mannsaldra. Hún var því af gamalli amerískri ætt, upprunnin i Suðurríkjun- um, en einn hinna hvitu ætt- feðra hafði flutzt hingað. Ég sá glöggt ættareinkenni þó nokkurra hvítra ættfeðra í persónu og útliti þessarar konu. Húðin var gulbrún, hárið slétt, og andlitið fíngert. „Segið mér“, spurði ég, „þér hafið mjög blandað blóð í æð- um, er það ekki?“ Hún sagði mér sögu ættarinn- ar síðustu mánnsaldrana. Ef kynblönduhinni var gleymt, þá gat saga hennar verið saga hverrar æruverðugrar ættar, sem var og hefði lifað í virðingu og jafnvel ríkidæmi. Þessi kona bar það með sér, að hún hafði aldrei liðið af skorti eða ör- yggisleysi í lífnu. Maður hennar hafði einnig blandað blóð í æðum, hvítt blóð frá Lancasterhéraði í Pinnsyl- vaniu, þar sem hinir þýzku inn- byggjar voru ekki haldnir nein- um kynþáttahégiljum. „Þetta er mynd af honum“, sagði hún. Það var mynd af lag- legum, þróttmiklum manni. — Hann var í einkennisbúningi. „Hann var líka í siðasta ó- friði“, sagði hún hreykin. „Og honum fannst hann vera að svíkjast frá skyldu sinni, þangað til hann bauð sig fram til herþjónustu aftur. Ég er að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.