Tíminn - 12.08.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.08.1947, Blaðsíða 3
144. blað þrlðjjwdagiim 13. ágúst 1947 3 Hrossin á landbúnaöarsýningunni r- t. Runólfur SVeinsson sand- græðslustjóri skrifar í 122. tlb. Tímans um verðlaunahross á Landbúnaðarsýningunni og út frá því nokkur orð um hrossa- eign þessarar þjóðar. Sann- leiksgildi lýsinga hans á hross- unum læt ég óumtalað, hafði ekki tækifæri til að sjá þau, en gaman þætti mér að sjá sund- urliðaðan reikning hans yfir gagn og skaða af ísl. hrossum. Hér á landi munu vera um 6000 býli. Ef maður gerir ráð fyrir þremur til fjórum hrossum á bæ til allar hestavinnu mun það naumast of í lagt, að minnsta kosti þegar litið er á bilanir þær, sem orðið hafa á hreyfil- tækjum í landbúnaðarvinnu engu aíður hjá búfíræðingum en öðrum, og gerir þá sá hrossa- stóll um 20000 hross. Geri mað- ur sér ennfremur von um 15 ára starfsæfi hvers þeirra að jafnaði — en það mun nú full freklega tiltekið — þá þarf með sennilegum vanhöldum (folöld köfnuð í belg eða köstuð í gjót- ur, hrossasótt o fl.) 1500 merar til þeirrar framleiðslu. Trippin í uppeldi til fimm vetra aldurs verða þá um 7000. Með þessum hætti má fá tölu nauðsynleg- ustu vinnuhrossa niður í 20000 + 1500 4 7000 = 28500. Senni- legri ta'.a er 30000. Þá er eftir allt, sém þarf til slátrunar en það hefir sum ár- in farið upp i 10000 hross á ári. Til þess að fylla þá hít þarf naumast minna enn 12000 mer- ar, og með því nú að þau hross eru drepin á öllum a’.dri, reikna ég með meðalaldri þriggja vetra og eru þá í gangi full 30000 hross þess vegna á hverjum tíma. Niðurstaða mín verður þann- ig þessi: Tamin hross 20000 (öll nauðsynleg), þeim til viðhalds (trippi) 7000 (öll nauðsynleg) og mæður þeirra 1!500 (allar nauðsj'nlegar), ennfremur: sláturhross á ári 10000 (öll að gagni), þeim til viðhalds (trippi) 30000 (öll að gangi) og mæður þeirra 12000. Samtals 80500 hross. En sandgræðslustjórinn telur hrossin 70000 i grein sinni og þykir of mikið. Nú myndi einhver þeirra manna, — en slíkir finnast, — sem enga skepnu geta vitað nema beljur einar, finna sér það til í þessum líkindareikn- ingi mínum að mæðurnar væru oftaldar og gætu falizt í hinum liðunum. Færi þá mjög að nálg- ast útreikningur minn og sand- græðslustjórans, eftir yrði til sundurþykkju helzt þáð, að ég tel þessi hross öll til gagns, en hann telur þau „engum til gagns, en oftast öllum til ó- J gagns“. Samt hefi ég sleppt J öllum skemmtihrossum i borg og byggð og læt ég það svo vera til þess að gefa einhverja for- gjöf í taflinu. Eru þeir hestar þó fjarri því að vera ónytju- gripir nema allir kyrrsetumenn- irnir, sem hafa þá sér til heilsu- bótar og gleði séu fyrst taldir verðlausir með öllu og gleðin af reiðhesti allri annarri gleði verri og engu verði gjaldandi. Menn, sem komnir eru yfir ' miðjan aldur hafa fjölmargir J þá skoðun byggða á minni sínu 1 um beztu hesta fyrr og nú, að j mjög hafi hrakað afköstum * hrossa síðan ráðunautar fóru j að fjalla um þau mál. [ Nær er mér að halda þetta í rétt vera, enda að vonum. — Hestamaður hefir enginn komið að þeim málum, sá er góður væri nema Th. Arnbjörnsson og honum má að miklu þakka hve lengi Skarðs-Nasa naut við og þá um leið kynsældar hans, sem er skilyrðið fyrir miklu af þeirri festu, sem er í hrossa- kynjum í uppsveitum Árnes- sýslu. Það er þessi reynsla en ekki meramont húnvetnskt eða skagfirzkt, sem mun vera or- sökin til að þær sýslur tvær sendu ekki góðhross í langan hrakning til Reykjavíkur undir dóm þeirra manna, sem afsak- anlegt var að vantreysta. Og — hvað hafa Rangvellingar unnið til að mega ekki fylla hina van- heilögu þrenningu? Er það þetta, að þeir eru Sunnlending- ar? Mér gæti eftir sýningarsókn þeirra og kynningu við þá kom- ið til hugar að þeir hefðu þrátt fyrir ærinn útigang, verið hestelskari en svo að níða skepnur sínar á slíku og láta níða þær f>rir sér. En það þyk- ir mönnum reynsla á komin, aö dómar á hrossasýningum byggist meira á skrautfóðrun en sköpunarlagi og svip hross- anna og nærgætni dómara um eðli allt. Eitt má ég að lokum þakka í grein sandgræðslustjóra og það er orðið purka haft um Snældu mína. Purka þýðir gylta. Þar hefir Runólfur, þótt aldrei sæi hann merina, hitt á að benda á einkenni, sem vel má fylgja hverri lýsingu af hryssunni hvar sem er. Hún var holdastál og hrossa þrifabezt í húsi og haga. Hitt má vera að kunnugum hafi löngum gleymzt öll líking við svín þegar til verka hennar kom, hvort heldur var að sjá eða reyna sjálfur. Sigurður Jónsson frá Brún. vona, að hann komi heim áður en hann verður sendur út úr landinu". Þaö var mjög hljótt í húsinu — og það var eins og hún yrði sjálf svo hljóð er hún sagði þetta. „Éruð þið einar hér núna?" „Já, hún átiti eldaú dóttur, sem var i háskóla og var þar í heimavist með hvítum stúlk- um“. Ég bað hana að sýna mér mynd af henni. Þær sýndu mér innrammaða ljósmynd af mjög fallegri stúlku. „En hvað þið eruð falleg fjölskylda“, varð mér að orði. Þær brostu eins og þær heföu oft heyrt þetta áður. Við fengum te, og meðan við drukkum ræddum við um Evrópuferð, sem maður hennar hafði farið til þess að fullnema sig í læknisfræði. „Hveirs vegna fór hann til Evrópu“, spurði ég. Það brá skugga yfir hið falega andlit konunnar. „Það er auðveldara fyrir okkur þar“, sagði hún, en bætti svo við. „Við efuðumst um, hvort okkur yrði ley'ft að vinna það sama hér eins og þar.“ Framh. Auglýsing Rauður hestur tapaðist um miðjan júní frá Neðri-Hjarð- ardal í Dýrafirði. Mark: fjöður framan bæði. — Óafrakaður, járnaður. Verði einhver hestsins var, er hann beðinn að gera undirrit- uðum aðvart. Símstöð Gemlufall. Jóhaimes Davíðsson. - Erich Kástner: Gestir í Miklagarði p mínar eru ekki svo slakar — ef hann aðeins gefur sér tíma til þess að kynnast þeim. Ég hefi að minnsta kosti tröllatrú á þeim sjálfur. En má ég nú ekki skrifa móður minni strax? — Jú — gerið svo vel, svaraði Kesselhuth. Og skilið kveðju minni til móður yðar. — Það er nú kona, sem vert er um að tala, sagði Hagedorn um leið og hann skundaði brott. En eftir á að hyggja, sagði hann og sneri sér við í dyrum — eru kettir í herberginu yðar? — Ekki hefi ég orðið þess var, svaraði hinn. Ég þyk- ist geta fullyrt, að svo sé ekki. Hagedorn hljóp beint í flasið á frú Kasparíus í for- dyrinu. Hún var komin í loðkápu og fóðraða hlífðar- skó. í fylgd með henni var Lenz listmunasali, einnig í loðkápu. — Viljið þér ekki koma líka? spurði frúin. Við ætl- um yfir í dansskálann. — Má ég kynna herrana? — Doktor Hagedorn — herra Lenz. Þeir tókust í hendur. Ýstran á Lenz skalf. — Þér komið auðvitað með, herra doktor, sagði Lenz. Þessi fagra kona óskar þess heitast af öllu að dansa við yður. Og hún er heit í dansi. En ég er þannig vaxinn, að ég fer illa í fanginu á dansmey. — Þér verðið að afsaka það, sagði ungi maðurinn, að ég þarf nauðsynlega að skrifa bréf. — Bréf er hægt að skrifa, hvenær sem er, sagði frú Kaspar,us. En það er ekki hægt að dansa nema á kvöldin. — Bréfið verður að komast í póst strax í kvöld, sagði Hagedorn. Það er leiðinlegt — en það er nauðsynlegt. Frú Mallebré horfði löngunaraugum á eftir Hage- dorn, þegar hann snaraðist inn. Hún hnippti í Keller barón, og Keller barón spratt á fætur, gekk brosandi í veginn fyrir unga manninn, kynnti sig og spurði: — Má ég kynna yður fyrir heillandi konu? — Þakka yður fyrir, svaraði Hagedorn, þótt gremjan syði niðri í honum. Keller settist, þegar hann hafði innt skyldu sína af höndum, en Hagedorn tvísteig við borðið. — Ég er hrædd um, að við séum að tefja fyrir yður, sagði frú von Mallebré. Röddin var öllu dýpri en venju- lega og ljómandi sparisvipur á andlitinu. Keller brosti. Hann þekkti frú von Mallebré. — Ég verð því miður að viðurkenna, áð þér hafið getið yður rétt til, sagði Hagedorn. Bréfaskriftir •— viðskipti... — Þér eruð þó kominn hingað til þess að hvíla yður, sagði frú Mallebré og hristi svarta lokkana. — Það er misskilningur, sagði hann. Ég er kominn hingað af því, að ég sigraði í verðlaunasamkeppni. — Viljið þér ekki tylla yður hérna hjá okkur? sagði frú Mallebré. Allir gestirnir störðu á þau í mikilli eftirvæntingu. — Þakka yður innilega fyrir, sagði Hagedorn. En ég verð að flýta mér upp í herbergið mitt, kæra frú. Verið þér sælar. Keller barón hló. — Þér hefðuð ekki þurft að flýta yður svona aö borða, sagði hann. Frú Mallebré tók upp spegil og skoðaði andlitið á sér vandléga. Síöan púðraöi hún á sér nefiö eftir vand- lega íhugun. — Við sjáum nú til, sagöi hún þurrlega. Þeir Hagedorn og Schulze mættust í stiganum. — Ég er að krókna úr kulda, sagði Schulze. Er her- bergið yðar líka óupphitað? — Nei — siður en svo, sagði Hagedorn. Viljið þér líta inn? Ég ætla að skrífa móður minni bréf. — Hvaöa láni haldið þér annars, að ég hafi orðið fyrir. Upp á því getið þér áreiðanlega ekki getið. — Ég hefi talað við mann, sem nauðþekkir Tobler gamla leyndarráð og talar meira að segja við hann daglega. — Maður gæti freistazt til að halda, að þetta væru ýkjur, sagði Schulze hvimandi. Þeir urðu nú samferða inn í herbergi Hagedorns. Hagedorn kveikti. Schulze ætlaði varla að trúa sínum eigin augum. Hann var kominn inn i stóran sal með persneskum gólfteppum, og til annarrar hliðar viö hann var svefnherbergi og baðherbergi með hvítu flísagólfi. Varla hafði þó verið svona mikill munur á úrlausnum þeirra í verðlaunasamkeppninni! — Viljið þér ekki drekka eitt glas með mér? spurði ungi maðurinn. Hann beið ekki eftir svari, heldur hellti frönsku konjakki í tvö glös. Síðan skáluðu þeir. í þessari andrá var drepið á dyrnar. — Kom inn, hrópaði Hagedorn. Þetta var þernan. — Ég ætlaði aðeins að spyrja, hvort doktorinn kysi að ganga strax til sængur. Það er viðvíkjandi múr- steininum. Hagedorn hleypti brúnum. — Viðvíkjandi hverju? — Viðvíkjandi múrsteininum, endurtók stúlkan. Ég Útvegum nicð stuttiim fyrírvara ngidaire kæliskápa frá Ameríku, ^e^'n “ jalilevi'is- o"' mnflutiiliigsleyfiim. Samband ísl. samvinnufélaga j Dýrasýningin Bta í Orfirisey Dausaó í kvöld frá kl. 10. Tilkynning frá Síldarverksmiðjum ríkisius um verð á síldarmjöli Ákveðið hefir verið, að verð á 1. flokks síldarmjöli á inn- lendum markaði verði krónui' 82.57 per 100 kíló fob. verk- smiðjuhöfn, ef mjölið er greitt og tekið' fyrir 15. septem- ber næstkomandi. Sé mjölið ekki greitt og tekið fyrir þann tima, bætast vextir og brunatryggingarkostnaður við mjölverðið. Sé mjölið hinsvegar greitt fyrir 15. september, en ekki tekið fyrir þann tíma, þá bætist aðeins bruna- tryggingarkostnaður við. Allt mjöl verður að vera pantað fyrir 30. september og greitt að fullu fyrir 1. nóvember næstkomandi. Pantanir óskast sendar oss sem fyrst. Siglufirði 9. ágúst 1947. Síldarverksmiðjur ríkisins iitittixtxtttiiiiixitiiiixtxtxittxiittxtxxtxxtixittxttxxtxxitxxxiixttxtiitxtitxxxtttittxtixxiitiittiittit :: AUGLÝSING frá Viöskiptanefnd Viðskiptanefndin vill hér með vekja athygli á því, að vegna gjaldeyrisörðugleika eru engar líkur til þess að unnt verði í náinni framtíð að veita gjaldeyrisleyfi til náms- dvalar erlendis á sama hátt og verið hefir undanfarin ár. Menn eru því alvarlega varaðir við því að innrita sig í skóla erlendis án þess að hafa fyrirfram tryggt sér gjald- eyrisleyfi. Reykjavík, 8. ágúst 1947. VIÐSKIPTANEFNDIN. « :s :: 1 1 s ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■ •♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦• H 8 « í:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::*- AUGLÝSING frá Vlðskfptanefnd uan gjjaldeyrisleyfi til ferSalaga. Viðskiptanefndin mun ekki sjá sér fært, vegna gjald- eyrisörðugleika, að veita nein leyfi til ferðakostnaðar er- lendis í náinni framtíð. Er því algerlega þýðingarlaust að sækja um slík leyfi til nefndarinnar nema um sé að ræða mjög aökallandi fer'ðir í sambandi við markaðsleit eða viðskipti. Reykjavík, 8. ágúst 1947. VIÐSKIPTANEFNDIN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.