Tíminn - 15.08.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.08.1947, Blaðsíða 2
2 TÓIIW, föstwdaginn 15. águst 1947 146. hlað ÁRNI VILHJÁLMSSON, SEYÐISFIRÐI: Síldveiðarnar Mörgum verður að vonum hugsað til síldveiðanna í sumar. Mikið af þeirri síld, sem veiðzt hefir í sumar, hefir náðst við Langa.nes eða sunnan þess. En engin stórvirk verksmiðja er til á Austurlandi. Hafa skipin því orðið að sigla alllanga leið með afla sinn. Af þessum sökum hafa komið fram allákveðnar radd- ir um það að flýta verði byggingu síldarverksmiöju á Austfjörð- um. — í eftirfarandi grein er þetta mál allýtarlega rætt. Föstudafíur 15. áyúst HótunMorgimblaðsins Rithöfundum Morgunblaðsins hefir brugðið illa við grein Hall- dórs Kristjánssonar, sem nýlega birtist hér í blaðinu og var svar við mjög ómaklegri og illkvitt- inni árás Jóns Pálmasonar á Framsóknarflokkinn. Jón hafði nýlega skrifað grein í ísafold, þar sem því var haldið fram, að Framsóknarflokkurinn bæri á- byrgð á eyðingu sveitanna og innflutningi karakúlpestarinn- ar í landið. Grein Halldórs var ekki aðeins rökstutt svar við þessari ómaklegu árás, heldur var sýnt fram á með tilgreind- um staðreyndum, að Jón Pálma- son hefði jafnan stutt þá menn, sem hefðu verið sveitunum ó- þarfastlr og veitti þeim enn fulla fylgd sína. Þess hefði mátt vænta, að annaðhvort yrði gert af hálfu Morgunblaðsmanna að leitast við að hnekkja eitthvað rök- semdunum í grein Halldórs ell- egar að þegja alveg, sem hæft hefði málstaðnum bezt. Hvorug þessara leiða er valin. í stað þess er ráðizt gegn Hall- dóri og starfsmönnum Tímans og þeir kallaðir rógberar, lyg- arar, methafar í sóðalegri blaða- mennsku og öðrum slíkum nöfn- um. Engin viðleitni er þó sýnd til að finna þessum orðum stað, nema helzt sú, að Jón var nefndur brennivínsforsetinn í grein Halldórs og verður það ekki með öllu talið ómaklegt meðan Jón berst fyrir því með hnúum og hnefum, að þingfor- setar og ráðherrar njóti sér- stakra áfengishlunninda á kost®að almennings, eins og glöggt kom fram á þingi í vet- ur, er Skúli Guðmundsson bar fram tillögu um afnám þessara furðulegu sérréttinda. Jón beitti þá m.a. forsetaaðstöðu sinni til að svæfa tillöguna. Mættu rit- stjórar Mbl. vel við una, ef þeir hefðu aldrei valið andstæðing- um sínum ósæmilegri nafngift af minna tilefni en brennivíns- forsetanafnið í grein Halldórs. Rithöfundar Mbl. láta sér þó ekki nægja að bera Halldóri og starfsmönnum Tímans öll hin framangreindu og fullkomlega órökstuddu brigzl á brýn. Því er bætt við, að Tíminn sé að stofna núverandi stjórnarsam- vinnu í hættu, þar sem hann hafi ekki þagað við þeirri ákæru Jórs Pálmasonar, að Framsókn- arfkjkkurinn væri valdur að eyðingu sveitanna! Mbl. er með öðrum orðum að hóta því, að stjórnarsamstarfið skuli rofið, ef Framsóknarmenn nota sér ritfrelsið til þess að svara lognum og svívirðilegum ásökunum, sem á þá eru bornar. Hér er sami hugsunarhátturinn og fram kom í þeim ummælum eins forkólfs Sjálfstæðisflokks- ins, að eiginlega hefðu Fram- isóknarmenn ekki mátt bjóða fram í Vestur-Skaftafellssýslu vegna stjórnarsamvinnunnar. Framsóknarmenn eiga að vera auðmjúkir og bljúgir og mega ekki einu sinni svara, þegar Jón Pálmason segir í blaði sínu, að Framsóknarflokkurinn sé „sá fíokkur, sem mest ógæfa hefir af hlotizt“ (sbr. ísafold 5. þ. m.). Slíkt hlutskipti ætla Sjálfstæð- ismenn Framsóknarflokknum í þeirri stjórnarsamvinnu, sem nú stendur yfir. Það ér bezt að segja þessum góðu herrum strax, að Fram- sóknarmenn hafa ekki barizt Að vonum bíða menn með eftirvæntingu eftir því hvernig síldarvertíðin verður að þessu sinni, þar sem nú er svo komið með afurðasölu okkar, að sala fiskjar fer nú svo mjög eftir því, hve mikið verður hægt að flytja út af síldarlýsi og mjöli, að til verulegra vandræða horfir ef síldin verður nú ekki með mesta móti. Þar að auki hafa aldrei áður jafn margir menn og nú leitað sumaratvinnu sinnar við síldveiðarnar. Þannig hefir líklega aldrei fyr verið jafn mikið undir því komið, að vel gangi með síldveiðarnar hér hjá okkur íslendingum. Enn þá einu sinni hagar síld- in göngu sinni þannig, að á- stæða er til að minna á það, að það má teljast óhyggilegt fyrir þjóðarbúskap okkar ís- lendinga, að láta lengur vanta stórvirka síldarbræðslu á Aust- fjörðum. Á síðasta Alþingi náð- ist loks samþykki til þess að byggja síldarverksmiðj u austan Langaness, og var ætlunin að hefjast þegar handa. Ekki hefir orðið vart við neinar fram- kvæmdir í þá átt enn. Það sýn- ir sig nú, að það hefði verið búið að ná miklu meiri síld á land, ef þessi bræðsla hefði verið komin, þar sem nú um stund hefir öll aðalveiðin verið á austurmiðunum og suður með Austfjörðum, allt suður á móts við Reyðarfjörð hafa sézt stór- fyrir réttri stjórnarstefnu á undanförnum árum til þess að hlaupa svo frá henni, er mest reynir á. Þeir eru ekki komnir í stjórnarsamvinnu til að bjarga stríðsgróðamönnum og bröskur- um, heldur til að bjarga sjálf- stæði þjóðarinnar og afkomu al- mennings, -sem búið er að stefna í fyllstu tvísýnu. Þátttaka þeirra í stjórnarsamvinnunni mun eingöngu miðast við þetta. Og það er ekki Framsóknar- manna að sýna auðmýkt, held- ur þeirra, sem hafa stjórnað bannig, að þjóðin er að komast fjárhagslega á vonarvöl, þótt hún weri ein ríkasta þjóð Evr- ópu fyrir tveimur árum. Framsóknarmenn vita, að aldrei hefir þjóðina skipt meira máli en nú, að þeir séu stefnu sinni trúir. Allar hótanir við þá, eru því þýðingarlausar. Það skulu þeir, sem vilja hafa sam- starf við þá, gera sér ljóst. Framsóknarmenn munu heldur ekki láta það hafa áhrif á af- stöðu sina til annarra flokka, þótt menn eins og Jón Pálma- son ati þá auri og ósannindum, heldur aðeins svara þeim á hæfilegan hátt. Slíkir menn verðskulda vissulega ekki að vera teknir svo alvarlega, að af- staða þeirra eigi að ráða nokkru um stjórnarsamvinnu í landinu. Og almenningur í landinu mun geta dæmt fullvel um, hvort það er heiðarlegri blaðamennska hjá Halldóri Kristjánssyni að flytja mál sitt með einurð og fullum rökum, ellegar hjá Morgunblaðinu að svara rökum eingöngu með upphrópunum um saurblaðamennsku og hóta slitum stjórnarsamvinnunnar, ef sannleikurinn er- sagður. ar síldartorfur, en þar eru eng- ir til að veiða, sem ekki er von, þegar ekki er hægt að losna við veiðina fyr en norður á landi. Má öllum ljóst vera, hvaða þýð- ingu það hefir fyrir veiðiskipin að þurfa að sigla alla þá leið með aflann yfir sig hlaðin og eru ekki fær um að mæta neinni teljandi báru. Raufarhafnar- verksmiðjan er þá fljót að fyll- ast, þegar síldin er á austur- miðunum, og getur ekki til hálfs fullnægt því, sem að landi berst og gæti borizt þar. Reynslan sýnir, að það er meira en vafsamt að hafa staðbundið á Siglufirði jafn mikla vinnslumöguleika og raun ei á, þar sem við aðra eins du;Iungaskepnu og síldina er að eiga. Enginn veit, hvar hún sýn- ir sig þetta eða hitt árið. Er þar skemmst að minnast síldveið- anna við Faxaflóa síðastliðinn vetur. Það hefði víst engum dottið í hug, að það mundi koma fyrir. Einnig má minna á síldina, sem gekk í Austfirðina veturna 1931 til 1934. Síðan hef- ir verið mikil síld í Berufirði flesta vetur. Af þessu er auð- sætt, að það verðmæti, sem síldin í raun og veru er, þarf að vera hægt að hagnýta sem víðast kring um landið, en ekki einblína á Norðurlandið eitt, eins og valdhafarnir hafa gert til þessa, þegar um síldariðnað- inn er að ræða. Fyrir 10 árum var reist lítil síldarverksmiðja á Seyðisfirði, og hefir hún verið starfrækt öll árin síðan með mjög sæmilegum árangri. Þessi ár hafa færeysk skip aflað handa henni, aðal- lega, og hafa þau jafnan verið Þjóðleiðin frá ísafjarðarkaup- stað til Súgandafjarðar liggur um Dagverðardal og Botnsheiði. Þegar af heiðinni kemur, Súg andafjarðarmegin, stendur þar neðst í dal bær á háum hóli, við botn fjarðarins, og liggur túnið á hólum niður að árdöl- um á einn veg, en að mýrar- drögum og börðum á hina. Þar inn af til heiðarinnar liggur all- langur og seigbrattur dalur með vegi í suðurhlíðum. Er dalur- inn grösugur vel og kjarri vax- inn og að klettaupsum hátt í hlíðum norðan megin. Þar er berjaland og slægjur drjúgar. Er þarna í dalnum mikil fjöl- breytni í gróðri, og telur Þor- valdur Thoroddsen að óvíða kenni jafnmargra grasa sem á þessum stað, allt frá engjunum, er teygja sig upp frá ánni og til giljadraganna, sem liggja hátt til hlíða. En mjög breytist dalurinn er hausta tekur og snjóa leggur að. Má heita, að með haustnóttum leggi yfir fannahjúp, sem um- lykur og hylur mishæðir allar. Er hann þá þungur undir fót til ferðar, og hefir mörgum ferðamanninum þótt þæfings- legt og þreytugjarnt upp undir með aflahærri skipum, og veitt svo að segja alla síldina við Langanes og sunnar. Einnig var á Norðfirði komið á stað síldar- vinnslu, upp úr beinamjölsverk- smiðju, sem þar var um nokkur ár. Þangað barst einnig mikil síld til bræðslu, og mig minnir, að togarinn Brimir, sem þá var þar og stundaði síldveiðar, væri að minnsta kosti eitt árið með allra aflahæstu skipunum í flotanum þá. Þetta sýnir, að það er ekki nein fjarstæða að reisa stóra síldarbræðslu til þess aö hagnýta þessa veiöi sem bezt. Það verður að telja, að ekki sé ráðlegt að leggja meiri áherzlu á síldarbræðslubyggingar á Norðurlandi en orðið er, fyr en búið er að tryggja síldveiðun- um góða aðstöðu með verk- smiðjubyggingum annars stað- ar. Vil ég þar til nefna, að það á að halda við verulegum vinnslumöguleikum á Vest- fjörðum og Austfjörðum og svo Suðurlandinu, a. m. k. við Faxa- I flóa, þar sem það er sýnt, að síldin getur veiðzt á öllum árs- tímum einhvers staðar við þetta land. Annars eru til allmörg sjón- armið um hagnýtingu síldar- innar, svo sem að hafa stór skip útbúin með síldarbræðsluvél- um í líkingu við það, sem aðrar þjóðir gera við hvalveiðarnar. Einnig gæti maður hugsað sér að hafa stór flutningaskip til þess að taka af veiðiskipunum á hafinu og flytja í verksmiðj- urnar, svo veiðiskipin þá yrðu fyrir minni töfum við að sigla til lands með aflann. Þetta er óathugað en vafalaust myndi þetta kosta mikið, og yrði þá sá kostnaður til frádráttar á síldarverðinu til veiðiskipanna, en mundi þó bæta verulega það veiðitap, sem skipin nú verða fyrir við það, að bíða marga daga eftir því að geta losnað við aflann. Hvað sem þessu öllu líður, þá verða veiðiskipin af og Leiti, — undir Aurbrekku, — þar til náð hefir verið Hvíld- arklgtti. — En þessi leið he'fir verið alfaraleið svo langt menn muna, póstleiðin, og leið allra þeirra, sem með vörðuðum vegi hafa fetað í slóð póstsins, til læknisvitjana eða meðalasókn- ar, í verzlunarerindum og þá i einkaerindum öðrum, sem síður hafa auglýst verið. Mörgum þreyttum og magnþrota ferða- manni hefir því þótt gott að koma að bænum undir heiðinni og hljóta þar hressingu, eins og það var styrkjandi að koma þar við til hvíldar áður en lagt var á brattann á norðurleið. Frá unglingsárum mínum og síðar minnist ég Botnsheimilis- ins og þeirra hjóna, er þá voru gestgjafar, í orðsins fyllstu merkingu, á þessari leið. Það eru hjónin Sveinbjörg Her- mannsdóttir og Guðmundur Ág. Halldórsson. En því minnist ég þeirra nú, að bæði áttu þau merkileg tímamóta afmæli á ár- inu 1946. Sveinbjörg varð þá sextug, en Guðmundur 75 ára. Ég hafði búizt við, að einhver minntist þessara virðulegu og veitulu hjóna á þeim tímamót- um, en þar sem ég hefi ekki orð- HjórLLn frá Botni í Súgandafirbi til að koma að landi til þess að ná í nauðsynjar sínar, olíu, vist- ir o. þ. h. Þegar talað er um síldveið- arnar er vert að minnast þess, að síldarsöltun hefir ekki verið leyfð að neinu ráði á Austfjörð- um undanfarið, enda þótt þar veiðist og þangað geti borizt fullkomlega söltunarhæf síld, og það sé vitað, að síld sem veiðist austan vio Langanes sé hiklaust söltuð þegar hún berst til Rauf- arhafnar eða jafnvel alla leið til Siglufjarðar, Fitnar hún í skipunum á leiðinni norður? Enginn skilji mig svo, að ég ætlist til þess, að Austfirðing- um eða öðrum verði leyft að salta síld, sem alls ekki er sölt- unarhæf, en ég tel sjálfsagt að búa þannig að þessu á allan hátt, að það komi að sem mest- um notum fyrir þjóðarheild- ina. Hefir þjóðin ráð á“því að láta ónotaða síldveiðimöguleikana' hvar sem er við landið? Ég held ekki: Getum við horft á það öllu lengur, að síldin vaði aust- an Langaness, án þess að sköp- uð sé fullkomin aðstaða í landi til hagnýtingar? Ég held ekki: Getum við horft á það að síld- veiðiskipin. hlaði sig svo að segja í lsaf, og ætlað þeim að sigla fyrir Langanes, og ef til vill alla leið til Siglufjarðar? Ég held ekki: Er ekki ábyrgðar- hluti að stofna þannig lífi sjó- Molar Nýtt læknisráð í baráttunni við berklana. Ameríski lœknirinn, Alan L. Barach er farinn að nota nýtt ráð í barátt- unni við berklana. Það er í því fólgið, að lungu sjúklingsins eru látin hætta að starfa tíu mínútur á hverjum degi í fjóra mánuði. Barach , læknir notar gervilunga sem sett er í samband við blóðrásina. Samtímis því eru svo lungu sjúklings- ins látin hætta öndun, og sú hvíld sem fæst með þessu, þótt ' ekki sé nema í tíu mínútur, er talin mjög þýðingarmikil í baráttu líkamans við bakteríurnar. Indíáni, sem er 137 ára gamall. Navajo-Indíáni einn, sem álitinn er elzti maður í Ameríku, varð nýlega 137 ára gam'all. Hann á heima í Ruidoso-fjöllunum í New-Mexico. Hann hefir nú nýlega tekið tennur í þriðja sinn og er frár á fæti enn, þótt hann styðjist við staf. En elzti maður i heimi er álitinn vera Valissy Sergevitsj frá Kirgas í Ráðstjórnarríkjunum. Hann er 142 ára gamall. En áður var Hailil Aga frá Saya í Tyrklandi taíinn elztur. Hann dó í sept. s.l. 157 ára að aldri. Alltaf Amber. Hin fræga saga amerísku skáldkon- unnar Kathleen Windsor, Alltaf Amber er nú komin í hálfgert af- greiðslubann. Þ. e. a. s. það er bannað að senda hana með pósti frá Banda- ríkjunum til annarra landa, því að póstyfirvöldin líta svo á, að hún hafi I skaðlegar lýsingar inni að halda. Er þetta gert í krafti lagagreinar, sem mælir svo fyrir, að póstkerfið eigi ekki að útbreiða sorpbókmenntir. mannanna, skipi og farmi í hættu? Áreiffanlega: Hve mikiff getur maffur hugsaff sér aff glat- ist af verffmæti, þegar veiðin gefst á miffunum, sem liggja svo fjarri verksmiffjunum, sem nú eru afkastamesitar? Þaff mun erfitt aff svara því til fulls: Þannig mætti lengi telja, en ég læt hér staffar numiff. Að öllu þessu athuguðu er það tvímælalaust skylda valdhaf- anna, að hefjast nú þegar handa, og láta reisa stóra, af- kastamikla síldarbræðslu á Austfjörðum, sem verði tilbúin að taka til starfa fyrir næstu síldarvertíð, eða nánar tiltekið fyrir júlíbyrjun 1948. Seyðisfirði, 30/7. 1947. Dúfur valda húsbruna. Nýlega kom upp mikill eldur í loft- hæð stórbyggingar einnar í Washing- ton. Þeir sem rannsökuðu upptök elds- ins gátu lengi vel ekki áttað sig á því, hvernig á þeim hefði getað staðið. En eftir langar og miklar rannsóknir, hafa þeir helzt látið í ljós þá skoðun, að dúfa hafi kveikt í húginu. Það er álitið, að dúfa hafi tekið vindlinga- stubb með eldi í og borið hann upp í hreiður sitt undir þakskegginu. 400 millj. af grammófónplötum. ( Amerísk félög, sem framleiða grammófónplötur, ætla að vera sér- ^ staklega stórvirk í ár. í fyrra fram- I leiddu þau alls 275 millj. plötur, en í ! ár ætla þau að auka afköstin upp í 400 millj. Á 70% af þessum plötum mun verða alþýðleg hljómlist. Talið er, að notkun hljómþráðs muni út- rýma grammófónplötum að veru- legu leyti með tímanum. Sveinbjörg Ilermannsdóttir og Guðmundur Ág. Haiidórsson. ið var við það, vil ég nú með nfjlkkrum orðum þakka þann beina, er ég, einn af mörgum, þáði af borðum þeirra, meðan þau voru í þjóðbraut og létu bæ sinn standa opinn hverjum vegfaranda. Er Sveinbjörg fædö 3. ágúst, en Guðmundur 12. ágúst. Guðmundur er ættaður frá Hóli í Önundarfirði, einn úr hópi margra, fjölhæfra og greindra systkina. Tók hann við búsforráðum hjá ekkjunni Guð- finnu Danielsdóttur, er bjó í Botni með sex börnum sínum ungum og voru tvö þau elztu um eða rétt yfir fermingu. Féll þar í skaut Guðmundar mikið vandaverk, en hann innti það af hendi með elju og samvizku- semi, svo að vel fór. Eignuðust þau einn son, Eirík, nú búsettan að Reykjahvoli við Álafoss. En sambúð þeirra Guðfinnu varð ekki löng. Hún lézt á bezta aldri, tæplega fimmtug, 1912. — Svein- björg er ættuö innan úr ísa- fjarðardjúpi. Kom hún til Súg- andafjarðar og gerðist ráðskona hjá Gúðmundi og giftist honum nokkru síðar. í Botnsheimilinu voru þá að jafnaði um og yfir 15 manns. Það kom brátt í ljós, að þau Sveienbjörg og Guð- mundur voru í ríkum mæli gædd þeim hæfileikum og kost- um, sem húsbændum í þjóð- braut mega teljast mikilsvirði, jafnvel nauðsynlegir. Þau voru bæði af heilum huga gestrisin og veitul, hóglát og fróðleiks- fús, þægileg í framgöngu,, glöð og léttandi spor ferðamannsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.