Tíminn - 16.08.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.08.1947, Blaðsíða 1
: RITSTJORI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON | ÚTGEFANDI: ( FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSNHÐJAN EX>DA hS. : .rrSTJÓRASKRIF'STOFtrR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Símar 2363 og 4373 AFGREEDSLA, INNHEIMTA OO AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargöw 9A Slml 31. árg. Reykjavík, laugardaginn 16. ágúst 1947 147. blan' Finnst olía í Danmörku? Amerískt félag, swn hefir fengið þar einka- leyfi til bnrana og vinnslu, hefur nlíubnranir í stórum stíl. í seinasta mánuði var hafin í Tvis við Holstebro á Jótlandi stórfelldasta tilraun, sem gerð hefir verið í Danmörku til að bora eftir olíu. Þar hafði verið reistur 46 m. hár borturn, sem getur borið 400 smál. þunga. í turninum er komið fyrir fjórum 260 ha. dieselmótorum, er allir knýja borinn samtímis. Borinn, sem á að grafa 3000 m. í jörð niður, er lengdur smátt og smátt, og tekur það ekki nema örfáar mínútur að lengja hann í hvert feínn. Unnið er að boruninni dag og i nótt og fer það eftir jarð- veginum, hve langan tíma hún tekur. Ný flugfrímerki Næstkomandi mánudag ganga ný flugfrímerki í gildi. Þau eru gerð hjá Thomas de la Rue & Co. í London, eftir teikningum Halldórs Péturssonar, Sýna þau öll flugvél með íslenzkt lands- lag í baksýn, t. d. ísafjörð og Þyril. Frímerkin eru af sex gerðum og kosta 3 kr., 2 kr., 1 kr., 75 aura, 30 aura og 15 aura. Sendiherra Tékka Hinn nýskipaði sendiherra Tékkóslóvakíu á íslandi, dr. Emil Walter, kom hingað til lands með AOA flugvél frá Nor- figi. Sendiherrann er hingað kom- inn til þess að afhenda forseta íslands embættisskilríki sín. Dr. Emil Walter er jafnframt sendiherra Tékka í Noregi og hefir hann aðsetur í Osló. Sendiherrann er íslendingum vel kunnur fyrir ritstörf. Hann hefir þýtt Eddu og fleiri gull- aldlairbókmenntir Lslendinga á tékknesku og talar íslenzku ágætlega. Fyrirtækið, sem annast bor- unina, er amerískt, Danish American Prospecting Com- pany. Það hefir fengið einka- leyfi til að bora eftir málmum og olíu í Danmörku og jafn- framt einkaleyfi til vinnslu, ef einhver verðmæt efni finnast. Réttindi þessi vóru veitt fyrir styrjöldina. Danska ríkið mun leggja ákveðinn skatt á þau hráefni, sem unnin verða, og þau skulu ekki flutt út, nema áður sé búið að fulnægja þörf- um Dana. Fyrst um sinn mun félagið aðeins bora eftir olíu, og verður bráðlega hafnar olíubor- anir á tveimur stöðum öðrum á Jótlandi. Kostnaður • félagsins við boranirnar er þegar orðinn 25 millj. danskra króna, en það hyggst að verja til þeirra öðrum 25 milli. kr., ef líkur þykja til sæmilegs árangurs. Athuganir, sem gerðar hafa verið á jarðlögum í Danmörku, þykja benda til, að þar muni finnast olía og fleiri verðmæti í jörðu. T. d. hafa fundizt all- stór saltlög, og þykir víst, að þar verði hægt að framleiða nóg salt til að fullnægja þörfum Norður- landanna allra. Danir hafa mikinn áhuga fyr- ir því, að olía finnist í Dan- mörku, vegna gjaldeyrisá- stæðna. Þeir kaupa nú árlega olíu og benzín fyrir 140 millj. kr. og kol og koks fyrir 540 millj. kr. Stáltunnugerðin getur búið til eina tunnu á mínútu Hún hefir nýlega fengið fullknmnar vélar frá Ameríku. Stáltunnugerðin hefir nú fyrir skömmu tekið í notkun nýjar vélar til stáltunnugerðar, er munu vera af fullkomnustu gerð. Hefir vélum þessum verið komið fyrir í nýrri byggingu, er verk- smiðjan hefir látið reisa á Ægisgötu 7. ERLENDAR FRETTIR í Indlandi og Pakistan voru mikil hátíðahöld í gær vegna frelsistökunnar. Það skyggði þó nokkuð á hátíðahöldin, að í höfuðborg Panjap fylkis kom til blóðugra óeirða milli Hindúa og Múhameðstrúarmanna. í Rio de Janeiro hófst í gær ráðstefna Ameríkuríkjanna um sameiginlegar landvarnir. 1 Palestínu fundust í gær lík fjögurra Araba, sem talið er, að Gyðingar hafi drepið. Fulltrúi Indónesíumanna á fundum Öryggisráðsins hefir lagt til, að Öryggisráðið skipi sérstaka eftirlitsnefnd 'til að fylgjast með atburðum á Java. Fulltrúi Rússa í Öryggisráð- inu hefir lýst yfir því, að hann muni b*ita neitunarvaldinu til að fella þá tillögu frá Banda- ríkjamönnum, að Júgóslavar, Búlgarar og Albanir beri ábyrgð á óeirðunum í Grikklandi. Full- trúi Bandaríkjanna hefir lýst Stáltunnugerðin á sér langa starfssögu. Er fyrirtækið raun- verulega vaxið upp af Blikk- smjðju J. B. Béturssonar, en blikksmiðjan hefir verið starf- rækt síðan 1882. Tunnufram- leiðslan hófst árið 1928. Voru fyrst framleiddar trétunnur með blikkþynnu innan í. Stál- tunnuframleiðslan hófst ekki fyrr en árið 1934. Framleiðsla verksmiðjunnar hefir frá upphafi verið ætluð sem umbúðir utan um lýsi til útflutnings. Styrjaldarárin var starfsemi verksmiðjunnar mjög þýðingarmikil fyrir útflutning lýsisins, þar sem næstum var ó- mögulegt að afla tunna erlendis frá og því síður að fá þær flutt- ar til landsins. Var á þeim ár- um flutt út lýsi í umbúðum frá Stáltunnugerðinni fyrir tugi millj. króna, sem vafasamt er (Framhald á 4. siSu) Orsakir síldarleysisins: Helztu orsakirnar eru taldar of heitur sjór og of mörg skip á veiðisvæðinu 0 Um 550 skip munu stunda síldveiðar við Norðurland, þar af um helmingur erlend ÚR VELASAU STÁLTUNrVUGERRARIHÍNAR Myndin sýnir þrjár af þeim 12 vélum, er þarf til að framleiða tunnurn- ar í stáltunnugerðinni. Þessar þrjár vélar setja bárurnar á tunnurnar, en þær auka mjög á styrkleika tunnanna. Viðtal viíí Ástvald E.vclal. fulltrúa sílclarút- vegsnefnclar. Sjaldan munu íslendingar hafa bundið eins miklar vonir við síldarvertíðina og í ár. Því miður hafa þessar vonir nú brugðizt nð verulegu leyti. Nú er komið fram yfir miðjan ágústmánuð, en í flestum tilfellum lýkur síldarvertíðinni í ágústlok. Síldar- magnið, sem á land hefir borizt, er hins vegar Iangt fyrir neðan það, sem menn höfðu ahnennt gert sér vonir um. íslendingar hafa þó aldrei haft fleiri skip við síldveiðar en í sumar. Tveir menn sendir til Parísar með uppdrátt af Skagaströnd Hefði ekki verið nær.að reyna að afla fjár til framkvæmclanna þar? Nýlega eru þeir Hörður Bjarnason skipulagsstjóri og Jóhann Hafstein alþm. komnir til landsins eftir að hafa mætt fyrir hönd íslenzka ríkisins á byggingarsýningu, er haldin var í París. Héðan munu þeir hafa haft meðferðis einhverja sýningarmuni og mun pá mest áberandi hafa verið uppdráttur af Skagaströnd, sem var gerður á vegum Nýbyggingaráðs. yfir því, að þeir muni leggja Grikklandsmálið fyrir þing sam einuðu þjóðanna, er kemur saman í september. Uppdráttur þessi mun hafa* verið gerður á þeim tíma, þegar nýsköpunarskrumið var mest, og átti hann að sýna hinar glæsilegu framkvæmdir, sem Nýbyggingarráð hefði í undir- búningi. Um skeið mun upp- drátturinn hafa verið til sýnis í ráðinu, en tekinn ofan, þegar sýni þótti, að fyrirætlanir þess- ar myndu ekki verða annað en skrumið eitt í höndum ráðsins, þar sem alveg hafði verið van- rækt að afla nokkurs fjár til framkvæmdanna. Þegar svo boðin komu til stj órnarinnar um þátttöku í áðurnefndri Parísar- sýningu mun ekki hafa þótt annað hlýða en að niætt væri fyrir hönd íslands með fríðu liði og til að gera veg sendi- mannanna sém mestan, var uppdrátturinn af Skagaströnd dreginn fram að nýju og þeir látnir fara með hann á sýning- una. Það má óhætt fullyrða, að þátttaka íslands í þessari sýn- ingu hafi verið með öllu gagns- laus, og a. m. k. hefði því nægt að senda skipulagsstjórann ein- an. En samkvæmt þeirri reglu, að eyða opinberu fé stjórnlaust með þáttöku í hvers konar ráð- stefnum og sýningum, hefir ekki þótt annað hlýða en að hafa send^mennina, sem fóru með Skagastrandaruppdráttinn, tvo. En líklegt er, að Húnvetningar hefðu álitið hitt betur tilfundið, að ríkisstjórnin hefði fengið (Framhald á 4. síðu) Vísitalan hækkar Kauplagsnefnd og Hagstofa hafa reiknað út vísitölu fram- færslukostnaðar fyrir ágúst- mánuð. Samkvæmt þessum út- reikningi hefir vísitalan hækk- að um tvö stig, eða úr 310 í 312 stig. Liðir þeir, er valda þessari hækkun, eru aðallega fatnaður, hækkun fargjalda áætlunarbíla og verðhækkun á kolum og sápu. Aðal orsökina til þess hve lítið hefir aflazt, álíta flestir of mikinn sjávarhita og of mörg skip á miðunum, sagði Ástvald- ur Eydal, fulltrúi hjá Síldarút- vegsnefnd, er Tíminn átti við- tal við hann i gær. í sumar, sagði Ástvaldur ennfremur, hef- ir síldin aðallega veiðst á svæð- inu austur við Langanes og alla leið austur á Vopnafjörð. Þetta hefir stundum komið fyrir áð- ur, að sildargöngurnar hafa al- gerlega brugðizt hér á vestur- svæðinu, en það hefir þá ör- lagaríku þýðingu í för með sér, að móttökumöguleikarnir á að- al síldarstöð landsins, Siglufirði, notast ekki svo neinu nemi. Reynslan er sú, að ekki hefir reynst mögulegt að salta þá síld á Siglufirði, sem yeiðist. við Langanes. Hins vega/ eru mót- tökumöguleikarnir eystra þar mjög af skornum skammti, og yfirfyllast því fljótt, ef nokkur veruleg síld berst á land, hvort sem er til söltunar eða bræðslu. Þetta hefir sjaldan komið ber- legar í ljós en í sumar. Síldin nú og í fyrra. Alls mun nú hafa veiðst í bræðslu um 1,200,000 ha. en á sama tíma í fyrra 1,042,724 ha. Er því bræðslusíldaraflinn nú nokkru meiri en á sama tíma í fyrra. Hins vegar var búið að salta um 70 þúsund tunnur 9. ágúst í fyrra en ekki nema um 40 þúsund nú, um miðjan á- gústmánuð. Þetta eru þeim mun eftirtektarverðari tölur vegna þess, að í fyrra stunduðu ekki nema 225 íslenzk skip síldveið- ar, en nú munu þau vera um 275. Skipafjöldinn og sjávarhitinn. Eins og áður er sagt, hefir síldveiðin brugðizt næstum al- veg á vestara hluta veiðisvæð- isins í sumar. Samt sem áður virðist mikil síld vera í sjónum. Sannar þaö meðal annars, að Norðmenn, er haf a á þessu svæði um 200 reknetaskip, eru nú búnir að fiska um 110 þý.sund tunnur í salt. Orsökina til þess, að síldin veiðist svo illa í næt- ur, telja menn einkum þá, að yfirborð sjávarins hefir verið mjög heitt. Er meðal sjávarhiti á allt að 20 metra dýpi á yfir- borðinu um 10 stig og hefir ver- ið það um lengri tíma. Það get- ur og haft mjög afdrifaríkar af- leiðingar i þessu sambandi, hversu mörg skip eru á veiði- svæðinu. Alls er áætlað, að um 550 skip stundi nú sildveiðar fyrir Norðurlandi, þar af um helmingur erlend skip. Norð- menn einir hafa um 200 skip. Auk þess erú 60 sænsk skip, þá nokkur finnsk og dönsk skip og (Framhald á 4. siðul Verkstjórasamband Islands Þriðja þing Verkstjórasam- bands íslands var haldið í Vaglaskógi dagana 8.—9. þ. m. Þingið sátu 29 fulltrúar frá 10 félögum. Fyrrverandi forseti sam- bandsins, Jón G. Jónsson, baðst undan endurkosningu, og var Jóhann Hjörleifsson kjörinn for- seti í hans stað. Skipuð hefir verið nefnd af hálfu ríkisstjórnarinnar til að undirbúa stofnsetningu skóla fyrir verkstjórastétt landsins. Þrjár héraðshátiðir Framsókn- armanna um aðra helgi . Héraðshátíðir Framsóknarmanna verða með flesta móti í sum- ar og eru þrjár ákveðnar norðanlands sunnu*laginn 24. ágúst næstkomandi. Þær verða í Reykjaskóla í Hrútafirði, Blönduósi og Varmahlíð í Skagafirði. Samkomurnar í Reykjaskóla og Varmahlíð hefjast kl. 3, en samkoman á Blönduósi kl. 4. Auk þess, sem alþingismenn flokksins í viðkomandi kjör- dæmum flytja ræður og aðrir forvígismenn Framsóknar- flokksins í héruðunum, sýnir Vigfús Sigurgeirsson íslenzkar litkvikmyndir frá ýmsum merk- isatburðum og stöðum í land- inu í Reykjaskóla, en Baldur Georgs skemmtir. með Konna sfjjum á Blönduósi og í Varma- hlíð. Þá verður söngur og ýmsar aðrar skemmtanir. Jafnframt héraðshátíðinni í Reykjaskóla verður þar hald- inn aðalfundur Framasóknar- félags Vestur-Húnvetninga. Framsóknarmenn ív Stranda- sýslu, Húnavatnssýslum, Skaga- firði, Siglufirði og jafnvel víð- ar að, munu fjölmenna á þess- ar flokkshátíðir sunnudaginn 24. ágúst. Framsóknarfélögin á hverjum stað annast allan und- irbúning. Áður hafa þessar héraðshá- tíðir verið haldnar í sumar: Framsóknarfélögin í Eyjafirði og á Akureyri að Hrafnagili 6. júlí, Framsóknarfélag Suður- Múlasýslu i Hallormsstaðaskógi 13. júlí og Framsóknarfélag Rangæinga og Framsóknarfé- lag Árnesinga að Þjórsártúni 3. ágúst. Á öllum samkomunum hafa verið fluttar ræður af for- vígismönnum flokksins í héruð- unum og utan þeirra, auk ým- issa skemmtiatriða. Þær hafa verið fjölsóttar og tekizt ágæt- lega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.