Tíminn - 16.08.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.08.1947, Blaðsíða 3
147. blað TtMINN, laagardaginn 16. ágúst 1947 3 Erich Kástner: Gestir í Miktagarði — Þið eruð sennilega gamlir viðskiptavinir. — Sennilega? sagði Kesselhuth þóttalega. Ég er aðaleigandi stórs gufuskipaflota. Við eigum báðir sæti í félagsstjórninni. Sitjum þar hlið við hlið. — Hvaða gufuskipafélag er það — með leyfi að spyrja? — Ég kæri mig ekki um að tala frekar um það, drafaði Kesselhuth. Svo skáluðu þeir. Hagedorn gretti sig. — Ég er óvanur áfengi, sagði hann. Mér finnst vera megnasta sápubragð að þessu konjakki. — Það á það líka að vera, sagði Schulze. — Þér vilduð kannske eitthvað annað? sagði Kesselhuth. — Þjónn — komið með eitthvað, sem ekki er sápubragð að. Innan lítillar stundar var komið með kampavíns- flösku í ískeri og tvö glös. Gistihússtjórinn kom sjálf- ur að borðinu og sagði: — Ég leyfi mér að drekka ykkur velkomandaminni. — Hvers vegna fæ ég ekki glas líka? spurði Hage- dorn sakleysislega. Gistihússtjórinn sótroðnaði, en þjónninn flýtti sér að sækja þriðja glasið. Það hafði misheppnazt að hundsa Schulze. — Skál — og hjartans þakkir, sagði Schulze og reis úr sæti sínu. Gistihússtjórinn flýtti sér brott. Þeir félagarnir þrír hófu samræður sínar að nýju. — Ég má ef til vill spyrja yður að því, herra Kessel- huth, sagði Hagedorn, hvort þér gætuð ekki líka gert. eitthvað fyrir vin minn, Schulze? — Ég skal leggja að Tobler að ráða Schulze líka í sína þjónustu, svaraði Kesselhuth. Hvað myndi yður henta bezt, • herra minn? — Auglýsingastarfsemi, svaraði Schulze. — Ég hlakka til, ef okkur á að auðnast að vinna saman, sagði Hagedorn. Ég kvíði ekki samkomulagi okkar. Og það gæti líka hugsazt, að Toblerfyrirtækin færu að blómgast svo um munaði. Auglýsingarnar hjá þeim eru fyrir neðan allar hellur, leyfi ég mér að segja. — Hvers konar náungi er þessi Tobler annars? — O—jæja, sagði Kesselhuth. Mér finnst hann við- felldinn karl. Aðrir hafa kannske aðra sögu að segja. — Við kynnumst því vonandi betur seinna, sagði Hagedorn. Nú skulum við drekka skál hans. Skál Toblers karlsins! Þeir klingdu glösum. — Tobler lengi lifi, sagði Kesselhuth og hvessti aug- un á Schulze. Kesselhuth gufuskipaeigandi bað um meira kampa- vin, þvi að nú höfðu þeir tæmt flöskuna, sem Karl hinn hugumstóri hafði lagt til. Þeir fundu ekki til neinnar þreytu, þrátt fyrir hina löngu ferð. Þeir þökk- uðu það hinu heilnæma fjallalofti. Loks kjöguðu þeir inn í ölkrána, þar sem þeir gæddu sér á Bæjarabjúg- um og drukku bjór. Þeir áttu þar þó aðeins skamma viðdvöl. Pólska kon- an, sem komið hafði um kvöldið, sat þar hjá herra Bryan inni í skuggsælum krók. — Ég er hræddur um, að við torveldum viðskipti þessara þjóða með návist okkar, hvislaði Hagedorn. Og þar eð þeir voru allir á einu máli um þetta, af- réðu þeir að leita annað. Barinn var nú enn þéttskipaðri en áður. Frú Malle- bré og Keller barón sátu að kokkteildrykkju og bruddu kaffibaunir. Frú Kasparíus og Lenz hinn feiti voru líka komin þangað. Háværir og rauðnefjaðir Hollend- ingar sátu í hvirfingu við stórt borð. Og hjónin frá Saxlandi hentu gaman að hinu klúra og Ijóta mál- fari Hollendinganna. Slíkt geta Saxar leyft sér. Svo varð einum Hollendingnum á að setjast á stól mannsins, sem lék á slaghörpuna. Og af því að hann var líka Hollendingur, auk þess sem hann var örlynd- ur hljóðfæraleikari, þá spratt hann náttúrlega á fæt- ur, og svo hófst ósvikinn, hollenskur þjóðdans í barn- um, þrátt fyrir alla smókinga og þess háttar. Sullivan liðsforingi frá Indlandi skrönglaðist niður af stólnum. Ungfrú Marek vildi ekki af honum vita lengur, svo að hann varð að leika einleik i þessu skemmtiatriði, þótt valtur væri á fótunum. Á þessu gekk í tuttugu minútur, en þá áuðnaðist slaghörpuleikaranum að vinna stól sinn aftur. — Dansið þér við einhverja af þessum fallegu kon- um, sem eru alveg að falla í stafi af aðdáun á yður, sagði Schulze. Ég get ekki horft á þessar augnagotur þeirra lengur. En ungi maðurinn hristi höfuðið. — Það er ekki við mig, sem þær vilja dansa. Það er þessi Balkanbarón eða stjórnarerindreki frá Rúss- landi eða hvaðan hann er nú. En nú datt allt skyndilega í dúnalogn. Herra Heltai, prófessor i dansvísindum, gekk út á gólfið, klappaði saman höndunum og hrópaði: — Virðulegu gestir! Ég leyfi mér að lýsa yfir dömu- fríi. Hann endurtók þessa tilkynningu á ensku og frönsku. r! RAFAEL SABATINI sagnfræðingurinn og skáldið heimsfræga var fæddur á Ítalíu árið 1875. Fyrsta rit hans kom út árið 1904, og síðan hefir hann ritað meira en 40 bækur. Meðal annars hefir hann ritað margar skáldsögur sögulegs efnis og hcfa fær náð mestri hylli allra bóka hans, enda hefir hann hlotið heimsfrægð fyrir þær. Síðan Dumas ritaði „Skytturnar," cr talið að enginn annar en Sabatini hafi komist í .samjöfnuð við hann í samningu sögulegra ■ káldsagna, enda hefir hann verið nefndur Dumas vorra t:'má. Vinsældir böka hans má marka af þvi, að árið 1929 höfðu í Englandi einu selst 700,000 einsök af „Sægamm- inum“ (kom fyrst út 1915), 700,000 eintök af „Scara- mouche“ (1921) og 500.000 eintök af „Víkingnum“ (1922). Auk þessa hafa sögur han.s verið þýddar á flest tungu- mál vei'aldar, margar þeirra kvikmyndaðar, og sumar oft, eins og t. d. „Víkingurinn“ (Captain Blodd), sem ýnd var síðast hér á landi (í Tjarnarbíó) sumarið 1946. Sumar .sögur hans hafa áður verið þýddar á íslenzku bf TjM og birlar neðamr.áls 1 dagblöðunum í Reykjavík, en ðan gefnar út sérnrcntaðar. — Eru þær fyrir löngu með : 'í'*" 1 öllu upp.seldar. Frentsmiðja Aurturlands h.f., hefir ákveðið að gefa J. V út 12 hinna bez!u af sögulegum skáldsögum Sabatinis. H..fa nokkrar þeirra komið t áður, en aðrar eru nú . þýddar á fslenrku í fyrsta sinn. Koma þær út í tveim ’%W \1 ílokkv.m, 6 bcckúr í hv.orum flokki. í fyrri flokknum, { % ‘J v, 3.1 kcmur út á þessu ári, eru: jpi mBmI jhB Víkingurinn, í hylli konungsins, Leiksoþpur örlaganna, Æfintýriprinsinn og Sægammurinn, Drabbari. Eru fjórav hinar fyrsttöldu þegar komnar í bókabúðir víðast hvar á landinu, en hinar tvær koma út fyrir ára- mót. I síðari flokknum, sem kemur út á næsta ári, verða: Sendiboði drottningarinnar. Ástin sigrar, Hefnd og Hetjan hennar, Scaramouche, Kvennagullið. Þýðingarnar hafa annazt hinir færustu menn, svo sem: Arni Óla, ritstjóri, Jón sál. Björnsson, skáld, Axel Thorsteinsson, skáld, Theódór Árnason, rithöfundur, Sigurður Björgúlfssoon, fyrrv. ritstj., Sigurður Arngrímsson, fv. ritstjóri, Kristmundur Þorleifsson, rithöf. Bækurnar verða um 20 arkir að stærð áð meðaltali og munu kosta krónur 25.00 heftar. Bækur þessar eru hver annari betri og eiga allar sammerkt í því, að þær eru bæði skemmtilegar og fróðlegar. Þær eru að vísu aðaallega ætlaðar til skemmtilesturs, enda svo heillandi, að erfitt er að opna þær ári þess að lesa þær til enda. Þó eru þær vel þess virði, að þær séu lesnar hvað eftir annað. Það má því ætla, að marga fýsi að eiga þær innbundnar, og hefir þess vegna verið ákveðið að gefa þeim, sem vilja eiga þær allar, kost á að kaupa þær í al- rexín bandi með egta gyllingu, á 32 krónur hverja bók. — Er þá bandið selt allmiklu fyrir neðan kostnaðarvrð. Innbundnar verða bækurnar þó aðeins seldar fyrir þitta verð, þeim, sem skuldbinda sig í upphafi til þess að kaupa allar bækurnar í öðrum hvorum eða báðum bókaílokkunum. Áskriftarlistar að öllu ritsafninu liggja frammi hjá bóksölum um allt land. Sérstök athygli skal vakin á því, að vegna skorts á bókbandsefni verður ekki bundið inn meira en menn skrifa sig fyrir. Þeir, sem þess óska geta tryggt sér að fá bækurnar innbundnar jafnóöum og þær koma út með því að útfylla neðanskráðan pöntunarseðil, sem hægt er að láta ófrím:-rktan í póst: UMBOÐSMAÐUR PREIVTSMIÐJU AUSTURLAJVDS Suðnr^ötn 4 — Reykjavík. Ég undirritaður óska að gerast áskrifandi að sögu- legum skáldsögum R. Sabatine, báðum bókaflokkunum fyrri siðari bókaflokknum (Strykið út það, sem ekki á við) inn- bundnum í al-rexínband og skuldbind mig til að greiða andvirði bókanna, kr. 32, pr. bók, að viðbættu burðargjaldi við móttöku. Nafn: Staða: Heimili: Póststöð: Nýkomnir standlampar með skáp, bæði póleraðir og málaðir. Raftækjaverzluiiin GLÓÐIN Skólavörðustíg 10. Sími 6869. Kerrupokana sem eru búnir til úr íslenzkum gærum, erum við byrjaðir að sauma. MAGNI H.F. Gjalddagi TÍMANS var 1. júlí. Þeir, sem ekki hafa greitt blaðið, eru áminntir um að gera það sem fyrst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.