Tíminn - 19.08.1947, Síða 2

Tíminn - 19.08.1947, Síða 2
2 TIMINN, þrigjmlagiim 19. ágnst 1947 148. blað Þriðjudafíur 19. áyúst „Aftur niður á jörð veruleikans” Þannig hljóðaði fyrirsögnin á forustugrein Alþýðublaðsins síð- astl. sunnudag. Efni hennar var í stuttu máli það, að íslendingar hefðu lifað um efni fram sein- ustu árin og búið sér til miklar skýjahallir, þar sem þeir héldu sig geta búið óhulta við glaum og glcði um ókomin ár. Nú væri þetta ævintýri búið og þjóðin yrði að leggja hart að sér, ef ævintýri seinustu ára ætti ekki að fá illan endi. Fyrsta skrefið á þeirri leið væri að komast „aftur niður á jörð veruleikans." Það er vissulega ekki ó- skemmtilegt fyrir Framsóknar- menn að lesa nú þessar og aðrar þvílíkar hugleiðingar í blöðum þeim, er á sínum tíma studdu ríkisstjórn Ólafs Thors. Fram- sóknaramenn voru þá stimplað- ir afturhaldsmenn og hrun- stefnumenn i þessum blöðum vegna þess, að þeir vildu halda sig við jörð veruleikans og því ekki taka þátt í ævintýradans- inum. Illu heilli lét Alþýðu- flokkurinn ginnast út í þennan dans með Kommúnistum og Ól- afsdeild Sjálfstæðisflokksins og tók þátt í þeim hrópum gegn Framsóknarflokknum, sem áður er lýst. Nú fær fyrsta ríkis- stjórnin, sem er mynduð undir forustu Alþýðuflokksins, að taka afleiðingunum af hinni miklu Jörvagleði Ólafs og kommúnistanna. Vissulega mega þeir Alþýðu- flokksmenn, sem réðu því, að flokkurinn gerðist hjálpar- kokkar kommúnista og Ólafs- deildarinnar 1944, harma það, að þeir skyldu þá ekki heldur taka sér vígstöðu með Fram- sóknarflokknum á jörð veru- leikans og vinna gegn því, að flanað yrði út í ævintýrið. Slík samstaða þessara flokka hefði bá bjargað miklu. Án með- hjálpar Alþýðuflokksins hefði kommúnistana og Ólafsdeildina brostið kjark til að gera það, sem gert var. Það, sem Alþýðublaðið segir nú, hefir líka mörgum Alþýðu- flokksmönnum verið ljóst áður, og sá ávinningur, sem flokkur- inn hlaut í seinustu kosningum, stafaði fyrst og fremst af þvi, að ýmsir yngri menn flokksins höfðu dug og vaskleika til að gagnrýna stjórnarstefnuna, sem fylgt var. T. d. lýsti Jón Blöndal því í mjög snjallri blaðagrein, að stefna Ólafsstjórnarinnar væri hvort tveggja í senn skýja- borgastefna og fjárglæfrastefna. Þeir, sem þá kunna að hafa talið þetta harðan dóm, gera það vissulega ekki lengur. En nú er æfintýrinu lokið, hvort sem menn vilja það eða ekki. Nú verða. menn að leitast við að komast aftur niður á jörð veruleikans. Nú verða menn að marka sér þá stefnu, sem þeir telja vísasta til við- reisnar. Og þar má ekki hafa nema eitt leiðarljós. Það eru málefnin ein, sem eiga að ráða. Vprði þau látin ráða, ætti að vera auðvelt fyrir þá flokka, sem vilja vinna að sem beztum hag almennings í landinu, að eiga samleið. Beri þessir flokk- ar hins vegar ekki gæfu til að standa vel saman og öfgamenn frá hægri eða vinstri fá tæki- færi til að ráða stefnunni, getur tekið við annað æfintýri, sem verður jafnvel verra hinu fyrra, ÓLAFIIR JÓHANNESSO\, PRÓFES SOR: Um neitunarvaldið í Oryggisráöinu í fréttum frá útlöndum heyr- ist oftlega minnst á neitunar- valdið. Frá því er skýrt, að Dessi eða hinn hafi beitt neit- unarvaldinu og hafi með þeim hætti komið í veg fyrir álykt- anir eða aðgerðir Öryggisráðs- ins. Ég hygg, að ýmsum sé ekki fyllilega, eða a. m. k. ekki nægi- lega ljóst, hvað neitunarvaldið er, í hverju það er fólgið og á hverjum grundvelli það hvílir. Mig langar þess vegna til að skýra það hér með nokkrum orðum. allra stórveldanna, enda þótt þau eigi hlut að máli. í reynd- inni þýðir þetta auðvitað það, að slíkjum aðgerðum verður aldrei beitt gegn stórveldun- um. Er það að sjálfsögðu til- finnanleg takmörkun á valdi og getu Öryggisráðsins. Meðan stórveldin halda saman og eru sammála, kann það að geta leyst hlutverk sitt af hendi. En þegar stórveldin gerast frið- rofar eða eiga hlut að milli- ríkjadeilum, er það vanmátt- ugt og hefir eigi heimild til að alls ekki fallast á, að það væri bundið við þvingunar- eða refsiaðgerðir. Mörg ríki töldu hins vegar að hverfa yrði með öllu frá neitunarvaldinu, ef takast ætti að koma á fót alls- herjarstofnun, sem varðveitt gæti friðinn, Bentu fulltrúar þeirra á, hversu Þjóðabanda- lagið gamla varð máttvana og þýðingarlaust. Þeir töldu, að ekki þýddi að setjá aftur upp valdalausa stofnun, heldur yrði hin einstöku ríki að fórna nokkru af sjálfsákvörðunarrétti ÞAÐ ER SVO MIKIÐ um einsetu- karla í bænum núna, að undrun sætir. Auk þessara gömlu, sem eru það ár og síð og alla tíð, hefir fjöldi nýrra bætzt við. Þeir eru aðeins gest- ir í Paradís nokkrar frjálsar sumar- vikur, því konan og börnin hafa ver- ið send í sveit. Sumir þeirra kalla þetta sumarfrí, aðrir eitthvað annað ■— þeir um það — öllu má nú nafn gefa. Þessir stundarlausingjíjr eiga nú samleið með piparsveinunum á ný, og þeir geta rifjaö upp gömul kynni, sem rofnað höfðu að nokkru við leiðaskil á götuhorni. Þessir menn eru nú tíðir gestir saman á veitingahúsum og mj.tsölustöðum. Margir giftu mannanna í fríinu eru UMHVERFIÐ ER MJÖG FAGURT, iitauðugt, allgróið hraun með grös- ugum og skjólsælum dældum. Templ- arar hafa girt þarna um 20 ha. lands og plantað í þaö skógi, sem þroskast vel. Ef templurum tekst að koma þvi í framkvæmd, sem þeir hafa í huga á Jaðri — og það er ekki að efa, því að vilji þeirra og dugnaður er mik- ill — þá mun Jaðar og Heiðmörkin verða eftirsötir griðastaðir fyrir þá sem vilja njóta góðrar hvíldar stutta sólskinsstund á sunnudegi eða virku kvöldi. Slíkan stað hefir áreiðanlega vantað í næsta nágrenni Reykjavíkur. Á vetrum lánar Reglan þetta hús til skólahalds fyrir börn úr Reykjavík, sem eru vanþroska eða olnbogabörn Eins og kunnugt er, eiga ell- efu ríki sæti í Öryggisráðinu. Af þeim eru sex kjörin af allsherj- arþinginu til tveggja ára í senn, en stórveldin fimm, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Ráðstjórnarríkin rússnesku, eiga þar fast sæti. . Um atkvæðagreiðslu í Ör- yggisráðinu eru fyrirmæli í 27. gr. stofnskrár Sameinuðu þjóð- anna. Segir þar, að hver full- trúi ráðsins hafi eitt atkvæði. Ennfremur er mælt svo fyrir, að til lögmætra ákvarðana Ör- yggisráðsins í málum varðandi fundarsköp og starfstilhögun ráðsins („procedural matters") þurfi jákvæð atkvæði sjö full- trúa ráðsins. Til lögmætra á- kvarðana í öllum öðrum málum þarf jákvæð atkvæði sjö full- trúa, endo séu í þeirri tölu full- trúa, enda séu í þejrri tölu full- fast sæti eiga í ráðinu. Þegar um er að tefla ákvörðun um friðsamlega lausn deilumála, skal þó deiluaðili sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Svo sem sjá má af þessu, er greint á milli málefna várðandi fundarsköp ráðsins og starfstil- högun annars vegar og allra annarra málefna hins vegar. Til ályktana í hinum fyrrnefndu málum þarf samþykki sjö full- trúa ráðsins. En þar skiptir ekki máli hverjir þessir sjö eru. í síðarnefnda tilfellinu verður' lögmæt ályktun því aðeins gerð, að öll stórveldin samþykki hana og a. m. k. tveir af hin- um kjörnu fulltrúum að auki. í þessari reglu felst hið svo- nefnda neitunarvald stórveld- anna. Er með ákvæði þessu gerð mikilvæg undantekning frá meginreglunni um jafnræði allra ríkja í bandalagi Samein- uðu þjóðanna. Með þessari reglu er hverju stóryeldanna, sem er, fengið vald og aðstaða til þess að hefta hvers konar ákvarðanir og aðgerðir Örygg- isráðsins. Það þarf ekki að beygja sig fyrir meirililutanum. Eitt stórveldanna getur komið í veg fyrir ályktanir, sem allir hinir meðlimir ráðsins, tíu að tölu, eru samþykkir og telja nauðsynlegar. Eina undantekn- ingin frá þessu neitunar- eða stöðvunarvaldi stórveldanna er sú, að þegar ráðið tekur .á- kvörðun um friðsamlega lausn deilumála, skal deiluaðili sitja hjá, enda þótt hann sé eitt stór- veldanna. í því tilfelli geta þau ekki beitt neitunarvaldi. En ná- ist ekki lausn deilu með frið- samlegum hætti, og þurfi að grípa til einhverra þvingunar- eða refsiaðgerða, þarf samþykki þótt langt sé þá jafnað. Þetta mun mjög fara eftir því, hve fljótir sumir þeirra, sem um hríð hafa dvalizt í skýjaborgum, verða að átta sig, þegar þeir koma aítur niður á jörð veru- leikans. grípa til nruðsynlegra ráðstaf- ana til varðveizlu friðarins. Þegar mest liggur við, getur þetta mikilvæga tæki orðið ó- starfhæft. Ljóst er af þessu, að samheldni og samstarf stórveld- anna er forsenda fyrir starf- semi Sameinuðu þjóðanna. Án slíkrar samvinnu getur banda- lagið í sinni núverandi mynd ekki þrifizt. Neitunarvaldið er í sjálfu sér ekki nýtt eða óskiljanlegt fyrir- bæri í þjóðaréttinum. Þjóða- rétturinn hvílir einmitt á meg- inreglunni um fullveldi ríkja. En í fullveldi fellst það, að ríkið er ekki selt undir neitt æðra vald. Fullvalda ríki verður að- eins bundið af eigin ákvörðun. Það verður ekki skuldbundið af fyrirmælum annarra ríkja eða ríkjasambanda, nema samþykki þess komi til. Þessum sjálfsá- kvörðunarrétti hafa ríkin jafn- an verið ófús á að afsala sér. í gamal Þjóðabandalaginu var algerlega byggt á þessari megin- reglu. Til lögmætra ákvarðana í þjóðabandalagsráðinu þurfti samþykki allra meðlima ráðsins. Það ráð gat ekki beitt viðskipta- hömlum gegn árásarríki, nema það væri samþykkt samhljóða í ráðinu. Deiluaðiljar höfðu þó þar ekki atkvæðisrétt. Þeir gátu aldrei beitt neitunarvaldi. En allir aðrir meðlimir ráðsins höfðu í rauninni neitunar- eða stöðvunarvald. í þingi Þjóða- bandalagsins var einnig megin- reglan sú, að aðeins ályktanir, sem samþykktar voru sam- hljóða, voru bindandi. Frá þeirri reglu voru þó allmargar und- antekningar. í bandalagi Sameinuðu þjóð- anna gilda um þetta aðrar reglur. í allsherjarþinginu bindur meirihlutinn minnihlút- ann. (Að vísu þarf oft aukinn meirihluta — tvo þriðju.). En í Öryggisráðinu gildir sú skipun, sem lýst hefir verið. Þar hafa því öll önnur ríki en stórveldin fimm, játazt undir að hlíta lög- mætum ákvörðunum meirihlut- ans. Þau hafa afsalað sér néit- unarvaldi sínu eða sjálfákvörð- unarrétti að þessu leýti. Stór- veldin hafa hins vegar ekki viljað afsala sér neitunarvald- inu. í reyndinni hafa því at- kvæði þeirra í öryggisráðinu miklu meira gildi en annarra meðlima ráðsins. Skipulag þetta á rætur að rekja til samkomulags þeirra Churchills, Roosevelts og Stal- ins á fundinum í Yalta í febrú- ar 1945. Þar varð þó aðeins samkomulag um það í meginat- riðum. Á ráðstefnunni í San- Francisco var þetta eitt mesta deilumálið, það var ekki að- eins, að hin smærri ríki gagn- rýndu neitunarvaldið yfirleitt, heldur var og nokkur ágreining- ur milli stórveldanna sjálfra um hversu víðtækt það skyldi vera. Rússarnir vildu hafa neitunar- valdið sem víðtækast og vildu sínum, tii þes að bandalagið hin sameiginlega .stofnun þeirra, gæti tryggt friðinn. Margir fulltrúar töldu og ó- sanngjarnt, að stórveldin nytu hér sérréttinda. Að lokum voru núgildandi reglur um atkvæða- greiðsluna í Öryggisráðinu sam- þykktar með 30 atkvæðum gegn 2. 15 ríki sátu hjá. En áður höfðu stórveldin þann 7. júní 1945 gefið út yfirlýsingu þess efnis, að enginn meðlimur Ör- yggisráðsins skyldi geta komiö í veg fyrir það, að deilumál væri tekið til meðferðar í Öryggis- ráðinu, eða að deiluaðili fengi tækifæri til þess að tala þar máli sínu og skýra sitt sjónar- mið. En yfirlýsingu þessa munu þau vilja túlka misjafnlega nú, enda auðvitað vafasamt um lagalegt gildi hennar. Ákvæði þau um atkvæða- greiðslu í Öryggisráðinu, sem lýst hefir verið stuttlega hér að framan, eru því miður hvergi nærri nægilega skýr. Þess vegna hefir ýmis konar ágreiningur risið um skýringar þeirra. Það er t. d. ekki nægilega glöggt, hvaða málefni það eru, sem eru eingöngu formlegs eðlis („pro- cedural matters“), og stórveld- in hafa því ekki neitunarvald um. Leyst hefir verið úr ágrein- ingi um það atriði með at- kvæðagreiðslu. En í þeirri at- kvæðagreiðslu voru sórveldin talin hafa neitunarvald. Niður- staðan verður því sú, að stór- veldin geta í reyndinni beitt neitunarvaldinu um svo að segja hvaða ályktun sem er, og í hvaða málefni sem vera skal. En vitaskuld getur slikt verið frekleg misbeiting á þessum rétti stórveldanna. Það er einn- ig óskýrt hvenær telja á ríki deiluaðila, og hvenær það af þeirri ástæðu á að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í Öryggisráð- inu. Það getur meira að segja verið 'vafamál, hvenær um deilu í þessum skilningi er að tefla. Vafamál getur það einnig verið, hverjar afleiðingar það hafi, ef stórveldi situr hjá við at- kvæðagreiðslu. Eftir orðanna hljóðan, þar sem krafizt er já- atkvæðis (án affirmativs vote) 7 meðlima, þar með stórveld- anna, til gildra ályktana, lægi næst að líta á slíkt, sem beit- ing neitunarvalds, og telja því ályktun ólögmæta, ef stórveldi sæti hjá. Sá skilningur sýnist þó ekki hafa verið lagður til grundvallar, og verður að telja það vel farið. Ýms fíeiri vafa- atriði mætti nefna. Þörf er á nákvæmari reglum um atkvæða- greiðsluna, en ennþá mun ekki hafa náðst samkomulag um þær. Á hinum stutta starfstíma Öryggisráðsins hafa stórveldin eða í öllu falli sum þeira beitt neitunarvaldinu alloft. Hér er ekki að sinni kostur á að rekja þau tilfelli. Gæti þó slíkt verið fróðlegt. En það er ýmsra álit, óánægðir með matinn, því að konurn- ar hafa komið þeim upp á alls konar keipar. Þeir segjast meira að segja fá í magann af þessu veitingahúsa- mataræði, og ekki halda þetta út leng- ur og sækja konuna þegar á morgun. En af einhverjum ástæðum dregst þetta samt dag frá degi. Piparsvein- arnir brosa í kampinn, segja ekki mikið, en eru skilningsdrjúgir á svip- inn. EN ÞAÐ KEMUR STUNDUM fyrir, að þessir gömlu og nýju hittast á sunnudegi og rabba saman. Þegar líð- ur á daginn, hverfur hugurinn ósjálf- rátt að því, hvar muni nú vera beztan kvöldverð að fá. Svo var þetta s 1 sunnudag. Yið sátum þrir saman, og þegar talið barst að kvöldverðinum, sagði einn: „Mér er sagt, að á Jaðri sé bezti matur landsins". Jaðri? Hvar var það? Norður á Ströndum eða austur á Hólsfjöllum? Nei, það er hérna upp við Elliðavatnið. Það er dvalarheimili og veitihgas,taður templ- ara. Hvernig væri að fara þangað? Einn hafði bíl, og hann bauð að aka þangað. Því var tekið með þökkum. VIÐ ÓKUM INN FYRIR ELLIÐA- ÁR og upp Suðurlandsveginn, beygð- um síðan inn á afleggjarann í Rauð- hólana. Rauðhólarnir eru fagur og einkennilegur staður, en með rauða- náminu þar hefir verið farið illa með þá. Námið virðist hafa veriö svo handahófskennt og skipulagslaust, að furðu sætir. Svo komum við heim að Jaðri. Það er einkar fallegt og vin- gjarnlegt þarna í hraunjaðrinum við vatnið. Að Jaðri er reisulegt, tvílyft steinhús. Þarna rekur Reglan mynd- arlegt dvalí^heimili og veitingastað, og þarna er margt um manninn, þótt sólskinið sé ekki eftirlátt. Þegar við ökum í hlaðið, stendur einn af eldri forvígismönnum Reglunnar fyrir dyr- um úti. Það er Jóhann Ögm. Odds- son. Hann tekur þegar upp neftó- baksdósirnar og býður í nefið, og er bað vel þegið. Við segjumst vera komnir til þess að borða góðan mat. Hann kveður matinn góðan, en hús- rýmið sé lítið, og komist færri að en vilji. Síðan sýnir hann okkur húsið. Það er tvær hæðir, — gengið inn í miðja hlið. Á neðri hæð er borðsal- ur í hvorum enda, en á efri hæð setustofur. Sextán svefnherbergi fyrir gesti eru í húsinu, og geta þrír búið í hverju. Allt er vistlegt og heimilislegt. Þarna er allmargt dval- argesta, mest hjón og ailmörg börn. EN HÚSRÝMI ER EKKI NEMA fyrir dvalargestina, það vantar veit- ingasal fyrir gesti, er vilja skjótast þangað úr bænum á góðviðrisstund, njóta sóiskinsins í hrauninu og fá sér hressingu. En Reglan hefir í hyggju að bæta úr því, með því að reisa sumar-gildaskála við húsið, og er það vel farið. af erfiðum heimilisástæðum. Þar er og ekki síður fyllt autt rúm. Það er ánægjulegt að koma að Jaðri, Það vekur bjartsýni og trú á lífið. I SVO VAR HRINGT TIL KVÖLD- VERÐAR. Af góðsemi þjónustufólks- ins hafði okkur verið búið borð, þótt þegar mætti segja fullskipað. Matur- inn var mjög góður og við nutum hans í ríkum mæli, og þar að auki var hann mun ódýrari en sams konar mál- tíð á veitingahúsum inni í borginni. Að lokinni máltíð kveðjum við stað-. inn með hlýrri þökk og höldum í bæinn. Á LEIÐINNI RÆÐUM VIÐ MARGT saman. Okkur verður tíðrætt um starf Reglunnar og skylda mannúð- ar- og menningarstarfsemi. Annar samferðamaður minn fer að segja. mér frá félagsskap, sem starfi í Ame- ríku og reki mörg veitingahús. Starfsfólk þessara Veitingahúsa er allt saman fólk, sem hefir sokkið til botns í kviksyndi áfengisbölsins og siðspillingar stórborgarlífsins, en ver- ið hjálpað til manndóms og heiðar- legs lífs á ný. Þetta fólk reynist ekki aðeins nýtt og dugandi starfsfólk, heldur sýnir það undraverða hæfi- leika og getu til þess að hjálpa sams konar olnbogabörnum lífsins á réttan kjöl á ný. Á kvöldin fer þetta fólk út í afgötur stórborganna og leitar uppi úrhrök mannlífsins, fer með þau heim og reynir að veita þeim við- fangsefni og láta þau finna tilgang í lífinu á ný. MÉR KOM í HUG AÐ ÞETTA STARF væri af öðrum toga en af- skipti íslenzka ríkisvaldsins af sams konar fólki í Reykjavík. Á kvöldin tínir lögreglan þetta fólk af knæp- unum í Hafnarstræti og götunni og hendir því í „kjallarann" alþekkta, þar sem það fær að liggja við illan aðbúnað af nóttina. Með morgninum er því svo hent út á ný og þá skreið- ist það upp á Arnarhólstún og sezt á garðinn að norðanveröu. Síðan er farið að „slá“ og er nm það hin Dezta samvinna. Þegar búið er að „slá1' fyrir flösku, er hún tæmd í fé- lagi, og þar með er hringrásin hafin á ný Kjallarinn á kvöldin, Arnar- hólstúnið á morgnana og gatan á daginn. Fyrir ýmis smáafbrot !*ru svo þess- ir menn sektaðir. En þeir greiða eng- ar sektir, og þegar . sektirnar hafa náð vissri krónutölu, er maðurinn sendur austur á Letigarð, og þar dvelur hann nokkurn tíma, en að því lc£nu er honum hleypt út fyrir hliðið, og sagt að fara hvert sem hon- um þóknast. Hvert fer hann? Það er víst ekki vandráðin gáta. Ríkisvaldið hefir öflugar klær til góðs eða ills, eftir því sem vilji og manndómur stendur til. Þetta er að beita öfugum klónum. Krurami. að' neitunarvaldinu hafi verið herfilega misbeitt. Það hefir þess vegna síður en svo dregið úr gagnrýni á því. Kom slíkt glöggt fram á þingi bandalags- ins í New York 1946. þar voru fluttar margar tillögur varð- andi þetta efni. Fólu flestar þeirra í sér gagnrýni á neitun- arvaldinu eða beitingu þess. Sumar fóru fram á þreytingu eða endurskoðun á þessu á- kvæði stofnskrárinnar. Aðrar gengu skemmra en lýstu þó óá- nægju yfir ákvæðinu og notkun þess. Þrátt fyrir áberandi óá- nægju einkanlega yfir beitingu ákvæðýíþas, þótti þó meirihluta fultrúanna ekki rétt eða heppi- legt að stofna til breytinga á þessu fyrirmæli stofnskrárinn- ar a. m. k. ekki að svo stöddu. Ekkert stórveldanna vildi fall- ast á niðurfelling ákvæðisins, enda þótt sum þeirra gagnrýndu nokkuð, hvernig því hefði ver- ið beiti. í stjórnmálanefndinni, .sem mál þetta fékk til meðferðar, var að lokum samþykkt ályktun frá fulltrúa Astralíu, en á San-Francisco-ráðstefnunni hafði einmitt fulltrúi Ástralíu, dr. Evatt, verið einn af skel- eggustu gagnrýnendum neitun- (Framhald á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.