Tíminn - 21.08.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.08.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Simar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hX '. .XTSTJÓRASKRIFSTOPUR: EDDUHÚSI. Llndargðtu 9 A btrnar 2353 og 4373 AFGRKTÐSLA, INNHEIMTA OQ AXJGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDTJHÚSI, Lindargöw 9A ! Siml 31. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 21. ágúst 1947 150. blað Nýja brúin á Jökulsá á Fjöllum opnuð í næsta mánuði Mývetningar biia sig undir að taka á móti feroamönnum Horfur eru nú á því, að nýja brúin á Jökulsá á Fjöllum verði opnuð til umferðar seint í næsta mánuði, en við það styttist hílleiðin til Austurlands um 70—80 km. Brú þessi verður lengsta hengibrú á landinu, um 104 m. Hún er smíðuð af sömu ensku verksmiðjunni og smíðaði nýju Ölfusárbrúna. — Þessi nýja Jök- ulsárbrú er, sem kunnugt er, byggð fyrir fé úr Brúasjóði, en hann var stofnaður fyrir atbeina Austfjarðaþingmanna. Friðbjörn Aðalsteins- son látinn Friðtajörn Aðalsteinsson skrif- stofustjóri Landssímans, and'- aðlst aðfaranótt þriðjudagsins. Varð hann bráðkvaddur. Friðbjöm heitinn var fgsddur. á Akureyri. Hann lauk gagn- j fræðaprófi þar árið 1907 og j lagði síðan stund á símritun og . loftskeytafræði og þótti manna fróða.stur í þeim efnum. Hann ; var fyrst ritsímastjóri á ísafirði, og síðan loftskeytastöðvarstjóri, í Reykjavík árið 1917. Hann var skrifstofustjóri Landssímans frá árinu 1934. Fniðbjörn Aðalsteinsson var mjög vel látinn og vinsæll mað- ur, meðal samstarf smanna sinna og annarra, er kynntust honum, lipurmenni og höfðingi í lund. Hann kvæntist í sumar Elly Thomsen. I Maður finnst örendur S.l. sunnudag fannst örendur maður í báti, sem var á reki skammt undan Dysjum í Garða- hverfi á Reykjanesi. Maðurinn, sem í bátnum var, hét Júlíus Nikulásson, Lækjar- götu 1, Hafnarfirði. Hann hafði að venju róið til þyrsklinga- veiða á laugardagskvöldið. Er menn í Garðahverfi sáu bátinn á reki, fóru þeir að rannsaka það nánar, og fundu Júlíus örendan í honum. Líkur eru taldar á þvi, að hann hafi fallið útbyrðis, en tekizt ao" komast upp í bátinn aftur, og hafi þá verið orðinn örmagna. Þegar að bátnum var komið, lá Júlíus á borðstokkn- um, með höfuð, herðar og ann- an fótinn innanborðs, en hinn fótinn lafandi í sjónum. ELISABET OG MOUNTBATTEN ERLENDAR FRETTIR Öryggisráðið hefir samþykkt að mæla með inngöngu Pa- kistan í sameinuðu þjóðirnar. Hins vegar var inntökubeiðni Albaníu hafnað og Rússar beittu neitunarvaldi til að fella inntökubeieðni írlands, Portú- gal og Transjordaníu. í Indónesíu haldast stöðugt nokkur vopnaviðskipti. Örygg- isráðið hefir enn ekki getað orðið sammála um neina til- raun til að koma á samkomu- lagi. f Cadiz á Spáni var ægileg sprenging í tundurduflasmiðju ríkisins síðastl. þriðj udags- kvöld. Breiddist þaðan mikill eldur, sem náði yfir stórt svæði í borginn, og tók það á annan sólarhring að ráða niðurlögum hans. Óttast er, að um þúsund manns hafi farizt. Eignatjón varð stórkostlegt. Öryggisráðið hefir samþykkt að skora á Grikki, Albani, Júgó- slava og Búlgari að reyna að (Framhald á 4. síOu) I fyrra var byrjað að vinna að stöplagerð tarúarinnar og frá því í júní í vor hafa á milli 40 og 50 manns unnið að staðaldri við uppsetningu brúarinnar, þar á meðal fagmenn frá verksmiðju þeirri, sem smíðaði brúna. Verk- .stjóri við tarúarbygginguna er Sigurður Björnsson frá Reykja- vík. Lagður hefir verið vegur frá Reykjahlíð um Námaskarð að brúarstæðinu á Jökulsá, og að, austan hefir verið gerður af-' leggjari frá brúnni upp á veginn J hjá Grímsstöðum. Gistihúsum fjölgar í Mývatnssveit. Fullvíst má telja, að ferða- mannastraumur um Mývatns- sveit muni enn aukast veru- lega eftir að hin nýja leið milli fjórðunganna er fær orðin, enda auka nú Mývetningar mjög gistihúsakost sinn. Hvorki meira né minna en þrjú íbúðarhús, sem öll verða væntanlega notuð til gistihússreksturs að meira eða minna leyti, eru nú- í smíð- um í Reykjahlíð einni, og voru þar þó tvö ágæt gistihús fyrir. Pétur Jónsson, hinn þjóðkunni dugnaðarmaður — bóndi, veit- ingamaður og vegagerðarstjóri — er rekið hefir greiðasölu á nýbýli sínu, Reynihljö, undan- farin ár, eða síðan nýbýlið var upphaflega reist í landi Reykja- hlíðar, — byggir nú ásamt son- um sínum nýtt veitingahús þar á .staðinim til viðbótar húsa- kosti þeim, sem hann hefir þar fyrir. Verður hægt að hýsa 30 næturgesti í hinum nýju húsa- kynnum, en veitingasalurinn á að n'jma 1—200 manns. Auk þe.ss verða gestaherbergi í hinu nýja íbúðarh^si, er Sigurður Einars- son bóndi í Reykjahlíð á nú í smíðum, en hann er einnig þjóðkunnurf og ágætur taóndi og gestgjafi. Mynd þessi var tekin af þeim Elísabetu krónprinsessu og Mountbatten herforingja rétt eftir aS þau opinberuðu trúlofun sína. veðrið í Danmörku veldur erfiðleikum í Danmörku er nú óvenjulega mikið góðviðri, en það hefir líka Kínar dökku hliðar, engu síður en hið erfiða tíðarfar hér. Segir bvo um þetta í bréfi frá fréttaritara Tímans í Kaupmannahöfn, dagsettu í byrjun þessarar viku. í Danmörku hafa verið miklir* hitar í sumar, en síðastliðna viku tók alveg út yfir allan þjófabálk. Dag eftir dag var allt að þvi 30 stiga hiti í forsælu og afleiðingin er sú, að haglendi og akrar hafa skrælnað. Kýrn- ar naga þurran moldarsvörð enda geldast þær nú óðum og er því mjólkurskortur í Kaup- mannahöfn eins . og stendur. Hætt er við að rófnauppskeran eyðileggist ef ekki kemur rign- ing næstu daga. í Kaupmannahöfn kviknaði i stórhýsi sökum hita og nemur skaðinn allt að því einni milj. króna. Venjulegur búningur karla er einar stuttbuxur, enda eru Danir brúnir eins off Eskimóar. Kvehfólkið hefir líka valið stuttbuxurnar, en auk þess pínulitla dulu til að skýla með miðhluta brjóstanna. Börn (Framhald á 4. siðul Tveir menn dæmdir fyrir nauðgun Nýlega hefir sakadómarinn í Reykjavík kveðið upp dóm yfir tveim mönnum, sem voru ákærðir fyrir nauðgun. Var annar þeirra dæmdur í eins árs fangelsisvist, en hinn í 10 mánaða fang- tlsi. Loks var þeim gert að greiða stúlkunni, sem fyrir árásinni varð, 10 þús. kr. og málskostnað. Vélbátur sekkur Áhöfnin bjjargast nauðulega Aðfaranótt mánudagsins sökk vélbáturinn Víðir frá Gerðum á bátalegunni i Sandgerði. Fimm menn, sem voru á bátnum, björguðust á seinustu stundu. Hafði komið leki að bátnum með þeim hætti, að „kalfastið" sem er milli borðanna í skrokk skipsins, hafði farið úr og því myndast rifa á bakborðssíðuna, er báturinn hafði lagst á hana við stórstraumsfjöru á sunnu- daginn. Skipverjar höfðu farið um borð á sunnudagskvöldið, og urðu þá ekki neins varir, en vöknuðu um nóttina við það, að sjór flaut í kojur þeirra. Þeir náðu þegar sambandi við loft- skeytastöðina í Reykjavík, og reyndi hún síðan að ná síma- sambandi við Keflavík og Sand- gerði, en þa ðtókst ekki. Að lokum náðist í samband við símstjórann i Gerðum, Pétur (Framhald á 4. síOu) Hinir dæmdu heita Ólafur Gunnar Grímsson og Óskar Lúðvík Grímsson. Málavextir eru þeir, að laust fyrir kl. 8 að morgni 2. maí s.l. voru þeir Ólafur og Óskar staddir með bifreiö hér í miðbænum. Kom þar að drukkin stúlka og fór upp í bifreiðina með það fyrir augum að fá bifreiðina til þess að aka henni heim, þar sem þetta var stöðvarbifreið. Fóru báðir mennirnif einnig inn í bifreiðina og ók annar þeirra. En í stað þess að aka stúlkunni heim óku þeir inn fyrir bæinn og upp að Vatnsendahæð. Þar nauðgaði Gunnar stúlkunni inni í bílnum, og Óskar gerði tilraun til nauðgunar. Eftir þessa lík- amsárás komst stúlkan til manna sem • voru að vinna skammt frá loftskeytastöðinni og aðstoðuðu þeir hana til þess að komast í bæinn. Fyrir þessa árás var Ólafur Gunnar dæmdur til 1 árs fang- elsisvistar, en Óskar Lúðvík í 10 mánaða fangelsi. Þeir voru báðir sviftir kosningarétti og kjörgengi til opintaerra starfa og annarra almennra kosninga. Þeir voru báðir sviftir ævilangt leyfi til þess að stýra bifreið og loks var þeim gert að greiða stúlkunni kr. 10265.00 auk máls- kostnaðar. Það skal tekið fram, að mennirnir voru báðir ó- drukknir er þeir frömdu þetta níðingsverk. Þá hefir sakadómai nýlega dæmt allmarga menn fyrir þjófnaði og brot á umferðalög- gjöfinni. Mesta þrekraun landnámsáranna var að standa í skilum Fyrir 60 árum tók ferðin til Winnipcg margar vikur, en 18 klst. nú i Viðtal við frú Oddnýju Johnson I í dag fara héðan tveir Vestur-íslendingar, er dvalið hafa hér síðan 15. júní. Það eru þær mæðgurnar frú Oddný og Lára Johnson frá Winnipeg í Manitoba. Frú Oddný fluttist vestur um haf 1888, þá 23 ára og hefir aldrei komið til íslands síðan, fyrr en nú, eða samtals í 60 ár. Timinn átti viðtal við frú og góíf í flestum tilfellum. Voru Oddnýju í gær að heimili þau Wý og ehtust allvel. Munu tengdasonar hennar, Ragnars þau haía verið mun hlýrri en Ólafssonar lögfræðings. Hún er fædd að Lundum i Stofholts-! tungum 19. júlí 1865. Foreldrar hennar voru hjónin Ásgeir Finnbogason og Ragnhildur Ólafsdóttir. Erfiðleikar landnámsáranna. Frú Oddný giftist skömmu eftir að hún kom vestur, Hinriki Johnson. Hann var eirinig fædd- ur hér heima en fluttist vestur á unga aldri. Hann var fæddur í Önundarfarði árið 1855. Reistu þau hjón fyrst bú í Lundar- tayggðinni en fluttu sig seinna lengra' vestur, eða um 200 mílur vestur af Winnipeg og reistu sér þar bú á ónumdu landi. Þar bjuggu þau samfleytt í 40 ár eða þangað til að maður frú Oddnýjar andaðist á síðastliðnu ári. Þá fluttist hún til Winnipeg. Frú Oddný kvað einna mestu erfiðleika fyrstu landnámsár- anna hafa verið þá að geta staðið í skilum, því að allt varð að reisa upp frá grunni. All- margir íslendingar höfðu fengið land hjá stjórninni á sömu slóð- um og þau hjónin og urðu þeir að greiða 10 dollara fyrir landið. Var svæði það, sem land þetta var á, skammt frá, þar sem nú er íslendingabyggðin Baldur. Heitir það svæði Pipestone- hérað. Er íslendingar komu á þessar slóðir var þar algerlega ónumið land. Var það síður en svo nokkuð glæsilegt og langt frá því að vera eins og stjórn- arvöldin höfðu sagt að það væri. Meðai annars var land þetta mjög grvtt. Áður en langur tími leið, fór líka svo, að flestir land- anna undu þar ekki hag sínum og hurfu þaðan flestir nema Oddný og maður hennar. Fyrstu byggingarnar. Á þessu svæði var erfitt um trjávið, þar sem landið var að mestu trjálaust sléttlendi. Tóku því flestir er námu þarna land þaS ráð, að byggja fyrstu bæi sína úr torfi. Ytri veggir voru hlaðnir úr torfi, en þekjan var úr trjáviði og tyrft yfir. Að inn- an voru þessi hús þyljuð í hólf Komið í veg f yrir leyf - islausan vöruinn- f lutning Viðskiptanefnd hefir nú gert ráðstafanir til að koma i veg fyrir, að vörur séu fluttar inn, án innflutnings- og gjaldeyris- leyfa. Hefir nefndin ákveðið að óheimilt sé að taka vörur til flutnings í erlendri höfn, nema tilgreint sé númer á innflutn- ingsleyfi hér heima. Þetta hef- ir verið tilkynnt öllum skipafé- lögum, sem hlut eiga að máli. Þetta gildir um allar vörur, sem hér eftir verða tilkynntar til flutnings. Vill nefndin benda inriflytjendum á að gera nú þegar ráðstafanir til þess, að tilkynna erlendum selj endum leyfisnúmer sín. Frú Oddný Johnson og: Lára dóttir hennar, er þær komu hingað til lands. bjáikahúíin, er víðast voru bú- staðir fyrstu landnemanna, þar sem auðvelt var að afla efni- viðs til þeirra. Þau hjónin Odd- ný og Hinrik byggðu sinn fyrsta bæ þar vestra á þennan hátt. Einnig tayggðu þau gripahús úr sama efni. Bjuggu þau í þess- um húsakynnum um 10 ára skeið. Þar fæddust hin fyrstu börn þeirra hjóna, en alls eign- uðust þau 11 börn og eru 10 þeirra á lífi. Ræktunin hefst. Land það, er íslendingarnir fengu fyrir 10 dollara, var 160 ekrur að flatarmáli. Þau hjón hófu þegar ræktun þess lands. er þeim var úthlutað, strax er þau höfðu flutzt á staðinn. En jafnframt keyptu pau land til viðbótar og áttu alls um 640 ekrur, er þau brutu og ræktuðu. Ennfremur leigðu þau talsveröa landspildu og afgir;,,; hana sem (Framhald á 4. siðul Danir veröa að hætta að verzla í Svíþjóð Síðan stríðinu lauk hafa Dan- ir farið margar ferðir til „fyrir- heitna landsins" þ. e. Svíþjóðar. Ef Dana áskotnaðist sænskur túkall hvað þá meira, fór hann með ferju til Málmeyjar eða Helsingjaborgar og keypti fyrir peningana. Nú er heldur en ekki komið babb í bátinn. Svíar hafa bann- að Dönum alla verzlun í Svíþjóð nema þeir dvelji þar í minnst 4 daga. í raun og veru er þetta sama og að stöðva ferðir Dana yfir sundið, þvi þeir Danir, sem hafa efni á að dvelja 4 daga í Svíþjóð eru auðtaldir. Síðasta daginn sem Danir máttu fara í einsdagsferð yfir sundið var mikið um að vera. Kyenfólkið brá sér yfir í sin- um lélegustu brókum, keypti nýjar í Svíþjóð og fleygði þeim gömlu í garða og stiga stórra húsa. Ekki er þess getið, að hinir strönyu sænsku tollþjón- ar hafi klætt dömurnar úr nýju buxunum en slitnu flíkunum var safnað saman og þær brenndar á mi>lu báli í Málmey. Danir verða nú að láta sér nægja að líta öfundaraugum til frænda sinna hinum megin við sundið og það svíkjast þeir heldur ekki um. Ó. G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.