Tíminn - 22.08.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.08.1947, Blaðsíða 4
D A G S K R Á er bezta Isíenzka tLmarLtið um þjóðfélagsmál 4 REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarftokksin ser í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 22. ÁGÚST 1947 151. folaö Sigurður Greipsson fimmtugur (Framhald af 2. síðu) skornum skammti til að byrja meg. En híbýlakostur skólans hefir vaxið með árunum jafnt og þétt, og 1945 rífur Sigurður fyrsta skólahús sitt og byggir á grunni þess stórhýsi (8X31 m.)* Þar má sjá einn stærsta og glæsilegasta íþróttasal landsins. Þrátt fyrir þessi nýju, miklu húsakynni, mun hann ekki láta staðar numið, heldur hafa ný á- form um aukinn húsakost. Sennilegt er, að fæstir hinna mörgu gesta, sem að garði ber í Haukadal, sjá hinar miklu byggingar og njóta þar góðrar fyrirgreiðslu, þegar skólanum hefir verið breytt í gistihús, geri sér ljóst, hvílíkt þrekvirki hefir verið unnið þarna á und- anförnum 20 árum. Ekki er heldur víst, að menn geri sér ljóst, hve mikil áhrif Sigurður Greipsson hefir haft, sem æsku- lýðsleiðtogi. Hann hefir sent 500 æskumenn frá skóla sínum um allar sveitir landsins. Sumir hafa komið þangað með bogið bak og of veikan vilja til mann- dáða. Allir hafa farið þaðan upplitsdj arfari og með meiri trú á sjálfa sig og framtíðina. Fáir samtíðarmenn Sigurðar Greips- sonar hafa haft jafnmikil áhrif á vöxt og viðgang íslenzkrar glímu, sem hann. Frá skóla hans hafa komið margir af beztu glímumönnum landsiníj. Allir hafa þeir fengið aukna þjálfun annars staðar. En í skólanum í Haukadal tóku margir þeirra fyrstu glímutökin og lærðu fyrstu brögðin og þar fengu þeir lifandi áhuga fyrir þessari fögru þjóðaríþrótt. Þrátt fyrir daglangar annir við skóla, gistihús og stórt bú, hefir Sigurður Greipsson orðið að gegna mörgum trúnaðar- störfum. Hann tók við for- mennsku Héraðssambandsins Skarphéðins, þegar það var stofnað 1922, og er nú búinn að veita því forystu í aldarfjórð- ung. Var um stund í stjórn U. M. F. L, og er nú stjórnarmaður í í. S. í. Sveitungarnir hafa falið honum . hreppsnefndarstörf í nærri tvo áratugi og fleiri fé- lagsstörf. Skapgerð Sigurðar Greips- sonar er stórbrotin. Hann er drengur góður og höfðinglynd- ur, ómyrkur í máli, ef því er að skipta, og lætur ekki hlut sinn að óreyndu. Hann er ekki met- orðagjarn, en kappsfullur að koma hugðarmálum sínum fram, og þó með mikilli forsjá, eins og afreksmanna er háttur. Honum er létt um að orða. hugs- anir sínar í ræðuformi og vand- ar jafnan mál sitt. Þegar Sigurðar Greipssonar er minnzt og hins mikla starfs, sem hann hefir skilað, nú við lok fimmta tugar ævi sinnar, ber þess vel að minnast, að hann er kvæntur ágætri konu, Sigrúnu Bjarnadóttur bónda á Bóli Guðmundssonar og konu hans Maríu Eiríksdóttur frá Miklaholti. Þeir, sem bezt þekkja, vita, að bak við hið um- svifamikla starf húsbóndans í Haukadal, liggur hennar hljóð- láta starf. Frábær dugnaður hennar, hagsýni og rausn á sinn mikla þátt í velgengni þessa stóra heimilis. Þau hjónin hafa eignazt 6 börn, 5 sonu og eina dóttur, og eru fjórir drengir á lífi, enn á bernskualdri. Ef Sigurður Greipsson hefði verið uppi á víkingaöld, myndi Qttinn við Rússa réði því, að Finn- ar sóttu ekki Parísarfundinn Það vakti allmikla furðu víða um heim er Finnar tóku ekki þátt í Parísarfundinum, sem Bretar og Frakkar efndu til um Marshallstillögurnar. Vafalaust hefðu þeir tekið þátt í ráðstefn- unni, ef þeir hefðu verið sjálfráðir. Óttinn við reiði Rússa réði hann hafa aflað sér fjár og frægðar, og frá honum hefðu komið margar sagnir um hreysti hans og drengskap. Með því starfi, sem að baki honum ligg- ur nú, hefir hann skráð merki- legan kafla í menningarsögu þessa tímabils. Nafn hans mun standa þar, meðal fremstu æskulýðsleiðtoga þjóðarinnar. Þ. S. Bæmlur ákveöa . . . (Framhald af 1. síðu) sínum að lóga sauðfé sínu og geitfé á haustinu 1947, en full- trúaráðsfundurinn krafðist að- eins 75% fjáreigenda, sem gengjust undir þessar skuld- bindingar svo til framkvæmda kæmi. Framkvæmdanefndin á- leit því, að málið hafi fengið þá afgreiðslu að niðurskurður alls fjár á svæðinu milli Héraðs- vatna og Blöndu fari fram á næsta hausti, eins og Varma- hlíðarfundurinn lagði fyrir að tilskyldu atkvæðamagni. Samkvæmt bréfum og sím- skeyti, sem nefndinni hafa bor- izt frá allmörgum þeirra fjár- eignda, sem ekki hafa viljað gangast undir umræddar skuld- bindingar, þá virðist það vera vegna þess, að ekki sýnist tryggt á þessu stigi málsins, að menn fái notið þess stuðnings og styrks, sem lög mæla fyrir um, ef til umræddra fram- kvæmda kemur án samþykkis stjórnarvaldanna. Virðast þeir vera með niðurskurði, ef það öryggi lægi fyrir. Undirbúningur hafinn. Á fundi framkvæmdan/ifnd- arinnar var samþykkt að óska eftir við Kaupfélögin á svæðinu, að þau láti fara fram sem allra fyrst athugun á því, hvert á sínu verzlunarsvæði, hvað margt fé muni koma til förgunar á næsta hausti, miðað við að öllu sauðfé verði lógað. Þar var formanni nefndaf- innar, Hafsteini Péturssyni, falið að tilkynna hlutaðeigandi stjórnarvöldum þessi úrslit og fara þess á leit, að þau veiti þeim fullnægjandi löggildingu. Samþykki stjórnarvaldanna imun enn ekká hafa fengist, enda hafa verið ákveðin fjár- skipti á öðru svæði i haust, og mun ríkisstj órnin ekki telja sig geta lagt fram meira fé til fjár- skipta að þessu sinni. endanlegri afstöðu þeirra. Svar það, sem finnska stjórn- in sendi Frökkum og Bretum viðkomandi boðinu, er ljóst merki um þetta. Þar segir, að Finnar hafi ckki enn gert end- anlega friðarsamninga, og verði meðan þannig sé ástatt að halda sér u^an við deilur stór- veldanna. Marshallstillögurnar hafi orðið deiluefni milli stór- veldanna og Finnar geti því miður ekki tekið þátt í Parísar- fundinum. Jafnframt er það tekið fram í svarinu, að Finnar séu íúsir til að gefa allar upplýsingar um fjárhag og atvinnuvegi lands- ins, sem fundurinn kunni að óska eftir, og að Finnar telji sig þarfnast fjárhagslegrar hjálpar erlendis frá, þótt þeir íslendiiigar sæmdir . . (Framliald af 1. síðu) andör St. Ólafsorðunni: Sr. Friðrik Rafnar vígslubiskup. Riddari af 1. flokki St. Ólafs- orðunnar: Pétur Eggerz, sendi- sveitarritari; Gunnlaugur Briem skrifstofustjóri; Brynjólfur Jó- hannesson leikari; frú Marie Ellingsen, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Þorsteinn M- Jónsson, forseti bæjarstjórnar á Akureyri. Þessir menn voru sæmdir Frelsiskrossi Hákonar VII.: Guð- laugur Rósinkranz yfirkennari, Skúli Skúlason, ritstjóri; Sig- urður Sigurðsson, yfirlæknir og Snorri Sigfússon, skólastjóri. Þessir menn voru sæmdir St. Ólafsorðunni: Helgi Valtýsson, rithöfundur og sr. Björn O. Björnsson. Ennfremur voru eftirtaldir menn sæmdir Frelsisorðu Hákonar VII: Kári Jóhansen, deildarstióri á Akureyri; Sig- urður Oddson, prentari, Akur- eyri og Arthur Guðmundsson, deildarstjóri, Akureyri. Pálmi Einarssoii fimmtugur geti ekki tekið þátt í fundinum. Athyglisvert var einnig, að finnska stjórnin birti um líkt leyti skýrslur um utanríkis- verzlunina á fyrra helmingi þessa árs. Útflutningurinn nam 19.4 mPjörðum marka, þar af voru skaðabótagreiðslur til Rússa 4 miljarðar. Innflutningur inn nam 15.5 miljörðum marka. Bretar keyptu mest af útflutn- ingsvörunum eða 25%. Næst komu Rússar meö 18% og Bandaríkjamenn með 11%. Af innflutningsvörum var mest frá Bandaríkjunum eða 24%, þar næst frá Bretlandi eða 18% og ,frá Rússlandi 12%. Sýna þess- ar tölur, að Finnar eiga við- kröpp kjör að búa af hendi Rússa. Norsku þingmennirnir þakka Norsku stórþingsmennirnir, sem voru á íslandi frá 27. júlí— 3. ágúst, í tilefni af móti hins norræna þingmannasambands, hafa beðiö um, fyrir milligöngu formanns síns, fyrrverandi ráð- herra Sven Nielsen, að flytja sínar hjartanlegustu þakkir til allra fyrir þá miklu gestrisni og vinsemd sem þeim var sýnd hér á meðan þeir dvöldu hér á ís- landi. iSoiiiin Vaiiille Síiróiiii Apiielssii Siikkulaði (jamla Síc \ia Síé Astlaijst HJÓNABAND. (Without Love). Skemmtileg og vel leikin amerísk kvikmynd. Spencer Trace, Katharine Hepburn, Lucille Ball. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tripdi-Síc (vitS Skúlagötu) Soniu* refsinoriiariimar (Son of Fury) Söguleg stórmynd, spennandi og mikilfengleg. Tyrone Power Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Vestræn blómarós Spade Cooley og hljómsveit hans. Sýnd kl. 3 og 5. Tjarnarbíé MIJSIR BÖAMÐ. (Land without music). Hrífandi söngvamynd samin úr óperettu eftir Oscar Strauss. Aðalhlutverkið leikur hinn heimsfrœgi tenorsöngvari Richard Tauber. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Aðgöngumiðasala frá kl. 11. Sími 1182. R O K K U R (Twilight Hour) Mervyn Johns Basil Radford Marie Lohr Sýning kl. 5, 7 og 9. Sláturfélag Suðurlands Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykkús. — Frystiliiis. Aiðnrsnðnverksmiðja. - Bjúgnagerð. t Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viöurkennt fyrir gæði. Frosið köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. — ÚTBREIÐIÐ TÍMANN íslenclingar í Þýzkalamli . . . ■ (Framliald af 1. síðu) greiða fyrir bögglum til Ham- borgar og nágrennis. Þá var ekki um símasamband að ræða við Kaupmannahöfn nema frá Hamborg, og er ekki enn komið símasamband við Lúbeck\ enda þótt Árni eigi von á því á næst- unni að fá leyfi til símtala út úr landinu. Af matarbögglunum fær hver íslendingur einn böggul á mán- uði, og eru bögglarnir af sama tagi og þeir sem aðrir Norður- fandabúar fá, innihalda flest það sem mest skortir á fæðuna, svo sem feitme^i, grjón og sykur. Fyrir jólin 1945 voru föt send frá íslandi, en vegna samgöngu- erfiðleika kom sendingin ekki fram fyrr en snemma í marz 1946. Síðan hafa samgöngur batnað mjög, enda fá nú all- margir landar einnig reglu- bundnar bögglasendingar að heiman. Þessar sendingar eru einnig afgreiddar fyrir milli- göngu Rauða Krossins enda eru samgöngukerfi hans og úthlut- unar hið bezta sem völ er á. Árni Siemsen getur þess og með þakklæti, að Rauði Kross- inn hefir gr'eitt mjög fyrir send- ingu fréifa og upplýsinga um skyldfólk, og hafa nú yfir 400 orðsendingar íslendinga verið afgreiddar til vandamanna á ís- landi. Fyrir þessum sendingum greiðir einnig danski aðalræðis- mað^rinn í Hamborg. Eftir að póststamgöngur komust í lag, (Framhald af 2. síðu) ungsskeið og þeim munt þú vinna af sömu alúð, áhuga og dugnaði meðan dagur endist. Ég vil svo að lokum þakka þér sérstaklega fyrir langt sam- starf og ágæta viðkynningu. Það eru nú 26 ár síðan við fyrst sáumst sem skólapiltaj- við nám í landbúnaðarháskólanum 1 Kaupmannahöfn. Atvikin hafa hagað því þanhig, að spor okkar hafa oft legið saman síðan. Ég hefi lært að meta þig því meira, sem ég hefi kynnzt þér og störfum þínum betur. Um leið og ég árna Pálma Einars'syni og heimili hans allra heilla, vil ég óska þess, að ís- lenzkur landbúnaður fái að njóta hæfileika hans og ^tarfs- orku um langan tímá. Steingrímur Steinþórsson. dró að sjálfsögðu úr þessari starfsemi, en til viðbótar henni hefir komið fyrirgreiðsla, með aðstoð sendiráðs íslands í Kaup- mannahöfn, á alls konar plögg- um, svo sem umsóknum um dvalarleyfi, umferðaleyfi, vega- bréfsáritanir o. fl. Það er ljóst af skýrslu Árna Siemsen að áhugasamir íslenzk- ir sjálfboðaliðar hafa leyst af höndum mikið og nytsamt starf fyrir þjóð sína og notið til þess aðstoðar opinberra stofnana ís- lands og annarra Norðurlanda. SKIPAUTG6RÍD RIKISINS V Skaftfellingur Tekið á móti flutningi til Arnarstapa, Sands, Ólafsvíkur, Grundarfjarðar, Stykkishólms og Búðardals í dag. Menningar- og rainn- ingarsjóður kvenna Látið minningagjafabók sjóðs- ins geyma um aldur og ævi nöfn mætra kvenna og frásögn um störf þeirra til alþjóðarheilla. Kaupið minningarspjöld sjóðs- ins. Fást í Reykjavík hjá Braga Brynjólfssyni, ísafoldarbóka- búðum, Hljóðfærahúsi Reykja- víkur, bókabúð Laugarness. — Á Akureyri: Bókabúð Rikku, Hönnu Möller og Gunnhildi Ry- el.--Á Blönduósi: hjá Þuríði Sæmundsen. Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnframt að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur,sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — „PYRINATE64 Hið nyja ameríska meðal, sem eyðir lúsum og nitum þeirra á 15 mínútum, og er þó hættulaust, líka fyrir börn. P’yrirsögn meðfylgir. 30 grömm (í tinbelg) kr. 6,10, fílabeinskambur kr. 4,50—7,00. Ser.dum um land allt. Seyðisfjarðar Apótek. Kerrupokana sem eru búnir til úr íslenzkum gærum, erum við byrjaðir að sauma. MAGNI H.F. Brunabótafélag Íslands vátryggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrifstofu, Alþýðuhúsi (sími 4915) og hjá umboðsmönnum, sem eru í hverjum hreppi og kaupstað. Yinnið iiíulletfu fi/rir Tímann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.