Tíminn - 26.08.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.08.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, fcrlfSjMdagiim 26. ágúgt 1947 153. blað Þriðjudatfur 26. áyúst Kenningar Einars og aðvörunin frá Moskvu Eins og kunnugt er, var Einar Olgeirsson höfundur þeirrar „nýsköpunarplötu," sem fyrr- verandi ríkisstjórn byggði stefnu sína og starf á. Megin- efni „plötunnar“ var það, að ekki þyrfti annað að gera en að kaup^a ný skip og tæki fyrir 300 milj. kr. Þá væri allur vandi á sviði fjárhagsmálanna og at- vinnumálanna leystur. Þá þyrfti ekki að hugsa um að sporna gegn dýrtíðinni og lækka fram- leiðslukostnaðinn, því að hin nýju skip yrðu svo miklU ódýr- ari í rekstri en gömlu skipin, að íslendingar gætu hæglega keppt við aðrar fiskframleiðsluþjóðir, þótt verðlag og kaupgjald væri miklu hærra hér en þar. Þá þyrfti ekki heldur að hugsa um að spara gjaldeyririnn, þegar búið væri að taka frá þessar 300 milj. kr„ því að þá væri „ný- sköpunin“ búin að fá sitt, og svo myndu hin nýju tæki afla svo mikils gjaldeyris, að þjóðin myndi geta lifað áhyggjulausu lífi í framtíðinni. Svo öruggur grundvöllur und- ir framtíðarafkomu þjóðarinn- ar voru þessar „nýsköpunar“- kenningar Einars Olgeirssonar taldar, að öll varnaðarorð voru kölluð afturhald og hrakspá- dómar. Bæði Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn kepptust við að gexa þessar kenningar Einars að sínum kenningum og helzt leit út fyrir, að það gæti orðið stjórnarsam- starfinu að aldurtila, hve ákaft stjórnarflokkarnir kepptust um að sverja á sig faðernið. Þegar Framsóknarmenn vöruðu við dýrtíðinni og afleiðingum henn- ar, voru þeir kallaðir aftur- haldsmenn og hrunstefnumenn af stjórnarliðinu í einum kór. Þegar Framsóknarmenn vöruðu við gj aldeyriseyðslunni og lögðu til að 540 milj. kr. af gjaldeyris- inneigninni yrði alltaf varið til kaupa á framleiðslutækjum, ætlaði stjórnarliðið alveg að tryllast yfir þeim hrakspádóm- um, að 300 milj. kr. myndu ekki nægja til „nýsköpunarinnar.“ í vímu þessara „nýsköpunar“- kenninga Einars Olgeirssonar var svo landinu stjórnað í tvö ár. Reynslan sýnir nú, að aldrei hefir þjóðin látið blekkjast meira en þegar hún ginntist til að trúa því, að þetta væri lausn- in á vandamálum hennar. Þótt enn sé toppverð á útflutnings- vörunum, þarf atvinnurekstur- tnn miklu hærra verð fyrir af- urðir sínar og alger stöðvun vofir því yfir honum, því að ekki endist ríkið lengi til að borga verðmismuninn. Öll hin mikla gjaldeyrisinneign hefir farið í súginn og þó er „nýsköpunin" komin skammt á leið. Um langt skeið hafa ekki verið daprari horfur í fjárhagsmálum og at- vinnumálum þjóðarinnar en nú, ekki einu sinni á tímum markaðshrunsins og verðfalls- ins fyrir styrjöldina. Þetta er afleiðingin af því, að þjóðin lét „nýsköpunar“-kenningar Ein- ars Olgeirssonar blekkja sig til andvaraleysis og aðgæzluleysis í fjárhagsmálum sínum. Þrátt fyrir þessa reynslu, heldur Einar Olgeirsson víst enn, að hann sé sjálfkjörinn til að vera spámaður þjóðarinnar og hún muni falla fram og dýrka kenningar hans eins og lýðurinn, sem dáðist að nýju fötunum keisarans forðum. Ein- ar hefir því skrýðst nýjum „keisarafötum," sem eru enn „billegri“ en „nýsköpunar“- skrúðinn forðum. Nú fyllir hann heilsíður Þjóðviljans dag eftir dag með lopa um það, að þjóðin þurfi ekki að hafa áhyggjur út af framleiðslukostnaðinum, dýrtíðinni og gjaldeyriseyðsl- unni. Það sé til öruggt ráð við öllu þessu. Ráðið sé að gera „við- skiptasamninga við Austur- Evrópuríkin til margra ára.“ Það er með þessar kenningar Einars, eins og þær fyrri, að ólukkans staðreyndirnar eru honum helzt til óþægilegar, því að nú er hætt við, að þjóðin gagnrýni kenningar hans betur, vegna fenginnar reynslu. Það liggur nefnilega fyrir sú yfir- lýsing frá stjórnarmönnum Sovétríkjanna í viðræðum við íslenzka samningamenn í vetur, staðfest af einum aðalleiðtoga Sósíalistaflokksins, Ársæli Sig- urðssyni, að þeir „sem góðir kaupmenn, geri kaupin þar, sem þau séu hagstæðust." Og þeir bættu því við í umræðunum við íslenzku samningamennina, að „við(þ. e. íslendingar)yrðum að vera samkeppnishæfir í verði ef við vildum selja varning okkar. Verðlagsmálin á ísiandi þóttu þeim vera vandi stjórnarinnar þar, en ekki Ráðstjórnarinnar í Moskvu.“ Það eru því engar líkur til, að íslendingar geti fengið hag- stæðara verð fyrir afurðir sínar þar en víða annars staðar, enda benda ekki heldur seinustu viðskiptasamningar til þess. Hins vegar er rétt að halda áfram að selja vörur þangað, en gera sér jafnframt ljóst, að það getur ekki leyst þann vanda, að þjóðin verður að koma fram- leiðslu sinni á samkeppnisfær- an grunrívöll. Aðvörunin, sem rússneska stjórnin gaf íslenzku samningamönnunum, er nógu skýr í þeim efnum. Einar Olgeirsson mun því ekki auka við frægð sína með þessum nýju kenningum sínum. Trúi hann þeim sjálfur og hafi hann einnig trúað nýsköpunar- kenningum sínum, er hann ber- sýnilega einhver mesti skýja- glópur og fjármálaóviti, sem hefir fæðst í þessu landi. Stafi þessar kenningar hans hins vegar af hreinum loddaraskap og hann ætli nú að afsaka hinar hörmulegu afleiðingar, sem hljótast af „nýsköpunar“kenn- ingum hans, með því, að ekki hafi verið gerðir „langvarandi viðskiptasamningar við Sovét- ríkin,“ er hann hinn mesti og ósvífnasti loddari, sem íslend- ingar hafa haft kynni af. Hvort heldur, sem er, ættu kenningar og spádómar þessa manns ekki að blinda þjóðinni lgngur sýn og leiða hug hennar frá þeim verkefnum, sem hún verður nú óhjákvæmiléga að snúa sér að, en það er að koma framleiðsl- unni á samkeppnishæfan grundvöll. Sú aðvörun valdhaf- , anna 1 Moskvu á að vera okkur meira leiðarljós en fteipur Ein- ars Olgeirssonar, að „við verff- um aff vera samkeppnishæfir í verffi, ef viff viljum selja varn- ing okkar.“ Kerrupokana sem eru búnir til úr islenzkum gærum, erum við byrjaðir að sauma. MAGNI H.F. Vinnið Htullega ft/rir Tímann. HELGl HAMESSON, RAUÐALÆK: SAGA UM SAMKOMUHÚS I. Holtamannahreppur, hét frá fornu fari, vestasta sveitin í Rangárþingi. Þingstaður var þá í Þjóðólfshaga — hinu forna sýslumannssetri, — sem næst miðri sveit. — Nokkru fyrir aldamótin 1890 var þessum stóra hreppi skift í Ása- og Holta- hreppa. Þá voru þingstaðir sett- ir að Ási og Marteinstungu, sem mjög voru miðsvæði hreppanna. Næst var Áshreppi skipt í Ása- og Djúpárhreppa, nokkru fyrir 1940. — Þá lenti þingstað- urinn, Ás, það nærri hrepps- enda, að meiri hluti hreppsbúa undi illa við. Því auk þess að fjöldi þeirra átti þangað óþarf- lega langa leið, var um vondan veg og blautan að fara fyrir alla nema Áshverfinga sjálfa. Þann- ig var og ástatt, að þinghúsið var ónýtt og þurfti að endur- byggjast. Þá óskaði þorri hrepps_ búa þess, að þingstaður yrði færður frá Ási, og hið nýja þinghús reist við þjóðveginn hjá Selsandi. Hreppsfundur var haldinn um málið, og hafði þinghússfærslan fylgi meiri- hlutans. Liðu þó svo nokkur ár, að ekki var frekar aðhafzt. Olli því stríðið og ýmislegt fleira. Hreppsfundir voru haldnir í nýlegu húsi, sem ungmenna- félagið átti í Ási, nægilega stóru við þess hæfi. — Og yfir- leitt sættu menn sig við þaff. n. Þinghús Holthreppinga varð um þessar mundir alveg ónot- hæft. Mjög fundu menn þá og til þarfar sæmandi samkomu- húss, fyrir vestustu sveitir sýsl- unnar. Þá varð það að ráði vor- ið 1944, aö Holthreppingar hófu húsbyggingu við sundlaug sína að Laugalandi. Varð það vegleg bygging, nálægt 200 fermetra gólfrúm með 50 fermetra kjall- ara undir sýnisviði. Húsið er vandað, sem bezt má verða og hið vistlegasta, hitað upp með sírennandi laugavatni. Því er fyrst og fremst svo fyrir komið, að verið geti góður íþróttastað- ur. En jafnframt er þar um að ræða einn hinn ágætasta sam- komusal í sveit á íslandi. Og til hvers sem er, fullnægir það fyr- irsjáanlegri húsrýmisþörf sveit- anna milli Þjórsár og Rangár ytri. Þar að auki stendur það við þjóðveg og svo miðsveitis, sem bezt verður kosið. Því miður var hús þetta að mestu leyti byggt í skuld. Voru í upphafi gefnar góðar vonir um mjög mikinn styrk frá íþrótta- sjóði. Hugðu menn að hálfur kostnaður endurgreiddist það- | ah. En miklum mun ganga þær ! greiðslur seinna en vonað var. | Og ekki m^m meir en áttundi hluti þessa hefðarhúss hafa ; greiðst úr þeim sjóði hingað til. íþróttahúsið að Laugalandi kostaði kring um 260 þúsund krónur. Enn er þó óreistur íbúðarskáli, sem nauðsynlegur er, því unga íþróttafólki, sem ráðgert er að dvelji þar við | yðkun sunds og fimleika ýmsa tíma ársins. Hann hlýtur að fullgera þriðja hundraðið þús- unda. — Það er mikil fjárhæð fyrir miðlungsstóra sveit, eink- um þó ef vonirnar um ríkis- styrkinn ættu nú að bregðast alvarlega. — III. Um það leyti, sem lokið var við Líiugalandshúsiff, hófust handa nokkrir unglr Áshverf- ingar og lögðu undirstöðu að engu minna íþróttahúsi. Að því húsi stendur meirihluti ung- mennafélags, en minnihluti íbúa hins einkar litla Ása- hrepps. Meirihlutinn er af tveim ástæðum andvígur. í fyrsta lagi fyrir það, að húsið er reist að Ási, þeim afskekkta þingstað, er menn vildu fúsir flýja. Auk þess fannst flestum það ofmikið gáleysi, að byrja nú á svo stóru húsi, þar sem bæði vantaði byggingarefnið og féð til að byggja -fyrir. Þinghús vildu þeir byggja, og töldu sig hafa efni á. En íþróttahús sem kosta mundi fimmtán hundruð krónur á hverft nef hreppsbúa, fárra mínútna ferð frá hinu vandaða Laugalandshúsi, fannst þeim fullmikið ráðleysi. — Ás- hverfingar létu sig hinsvegar engu skipta, álit meirihlutans, og héldu áfram að byggja. Hlóðu hplsteinsveggi og komu húsi þessu undir þak haustið 1946. Var þá miklu meir en lokið fjármagni þvi er von gat verið um, að fást mundi fyrst um sinn, til framhalds byggingunni. Enda hafði það aldrei verið mikið. Nokkur þúsund krónur mun ungmennafélagið þó hafa átt í sjóði. Þá seldi það hið ný- lega samkomuhús sitt, til nið- urrifs, fyrir sex þúsund krónur. En stærsti fjárhlutinn og það, sem alveg tvímælalaust ýtti hinum ungu fullhugum af stað út í ófæruna, var níu þúsund króna fjárveiting úr íþrótta- sjóffi íslands. Þótti kunnugu fólki það furðanleg fjárveiting. Enda lítt í samræmi við loforð og áætlanir, er áður var til sögu komið, í sambandi við íþrótta- hús að Laugalandi. Nú var byggingarféð búið, en húsið þó vart þriðjungað. Þá gerðu hinir ungu menn harða hríð að hreppsnefnd sinni og vildu koma húsi sínu á hrepps- sjóðinn. Ekki tókst það þó að því sinni. Hins vegar samþykkti hreppsnefndin 10 þús. króna framlag til íþróttahúss að Ási. IV. Nú hófst nýr þáttur þessa máls. — Fjárveitingin úr hreppssjóði verkaði líkt og olía á eld. Meir en helmingur full- orðinna hreppsbúa andmælti henni skriflega, en fékk ekki afstýrt. Hinn óánægði meiri- I hluti lét þó ekki þar við lenda. , Til þess að sýna í verki vilja sinn og getu safnaði fólk það fé og vinnu og lagði undirstöður að stóru fundarhúsi handa hreppsbúum, um Jónsmessu- leytið í vor. Það hús er nú að komast undir þak. Stendur það í þjóðbraut, austanvert við Sel- sand, óneitanlega betur sett en ungmennaféHagshúsið. En eigi að síður minnisvarði mikils ósamlyndis. Þannig er þá ástandið í Ása- hreppi. Þar búa kring um þrjá- tíu fjölskyldur. Víða er þar mikil vöntun viðunandi heima- húsa. Og enginn veit nær það böl verður bætt. — Þetta fá- menna hreppsfélag hefir nú skipzt í tvo andvíga flokka, sem berjast fyrir sitt samkomu- húsið hvor. Hið minna hús meirihlutans rúmar í einu alla hreppsbúa. Ekki væri sveitinni það ofvaxið, ef óskipt stæði, að gera það svo úr garði, að virðu- legt samkomuhús verði. En vit- að er, að svo vaskir menn standa þar í stafni, að þetta hús verður nothæft fyrr en langt um líður. I Áshúsið er svo stórt, að þar mundi sveitin öll geta sofið. — I Og þrátt fyrir mikiö kapp og i fórnarl<)ind hins fámenna hóps, sem að því stendur, verður það aldrei fullgert, nema miklu fé úr sameignarsjóði þjóðfélags- ins verði til þess varið. Svo mjög hafa foringjar þessa flokks reist sér hurðarás um öxl. Þar við bætist að þetta hús er ekki nauðsynlegt. Sem íþróttahús er það óþarft. Fyrir þeirri þörf margra sveita var séð, er íþróttahúsið var reist að Laugalandi. Sá staður hefir meðal annars laugarnar um- fram Ás. — Sem fundahús hreppsins verður það einnig þarflaust. Til þess mun Sel- sandshúsið þykja betur fallið. Hvað á þá að gera við það sem þegar er komið, af því stóra ; íþróttahúsi að Ási? Einfaldast er að bændurnir þar í hverfinu fái það til sinna þarfa. Nokkuð af því mætti nota til íbúðar, hitt fyrir geymslu. Þá kemur það í góðar þarfir og enginn skaði er skeður. Hitt er hóflaust, að halda áfram þeirri stórbyggingu, sem þarna er formuð, eins þarflaus og hún er, og illa undirbúin, allavega. V. Framanskráð frásögn er hér sögð, ef vera mætti til varhygð- ar eftirleiðis. — Víðar en i Ása- hreppi gæti slíkt óhapp orðið, að lítill hópur hreppsbúa, hygði á framkvæmd félagsmála, öðru vísi en almenningi er hollast. Víðar en þar, gætu nokkrir óbil- gjarnir angurgapar byrjað að byggja barnaskóla eða fundar- hús, í trássi við þörf og vilja almennings. Og víðar gæti vélt- (Framhald á 3. síðu) Kcnneth Tuttle: Þannig er aö svelta Þátttakandi í langvarandi sveltutilraun, sem gerð var af vís- indastofnun, lýsir hér göngu sinni á vegum dauffans og síffan til lífsins aftur. Þegar ég les um þær miljónir manna, sem svelta um allan heim, verður mér alltaf hugsað til ^ess, er ég lifði við þau kjör. Ég veit það af sárri reynslu, hvaða líkamlegar og andlegar þjáningar sá, sem sveltur verð- ur að þola. Árið 1945 gaf ég mig af frjálsum vilja fram til þess að taka þátt í sveltutilraun ásamt 35 öðrum mönnum. Þessar til- raunir áttu sér stað við háskól- ann í Minnesota, og tilgangur þeirra var sá, að rannsaka til hlítar ástand manns, sem svelt- ur. Þessi sveltutilraun hófst hinn 12. febrúar. Fæðan var sams konar og í hungurhéruðunum. Það var allt annað en girnilegur matseðill: Soðnar kartöflur, rófur, kál, vatnsgrautur og brauð. Af og til fengum við hálf- an bolla af mjólk, ofurlítið af sultu og ávaxtahlaupi. Sykur- skammturinn var ein teskeið á dag. Þegar við hófum tilraunina vó ég 82 kg. og var það um það bil níu kg. of mikið miðað við stærð mína. Þann tíma, sem ég var að léttast um þessi nlu kg. sem ofaukið var, var ég betur fyrir kallaður og fjörmeiri en áður. En þann tíma, sem ég var að losna við fituna, tóku vöðvar hinna, sem magrari höfðu verið, að rýrna, og þeir urðu önugir og óstyrkir og áttu bágt með að hafa hemil á skaps- munum sínum. Dag nokkurn, er við sátum að morgunverði, ætlaði ég að kasta bréfsnepli í bréfakörfuna. Hann lenti þó utan hjá körfuni, og ég gekk að henni og reyndi aftur. Þá sagði einn félaga minna: „Já, þú veizt sýnilega ekki, hvað þú átt að gera við kraftana“, og þeir horfðu allir reiðilega á mig. Þegar ég hafði létzt svo, að ég var 68 kg. að þyngd, fór ég sjálfur að finna til geðvonzku, þegar maður með fulla líkams- krafta var í nánd við mig. Svo greip okkur alla eitthvert söfnunaræði, og það, sem við söfnuðum, átti alltaf eitthvað skylt við mat. Einn okkar hafði alveg sérstakan áhuga fyrir að safna brauðristum og steikar- pönnum, annar fór að nema alls konar kælitækni ST matvælum, og enn aðrir fengu aldrei nóg af matreiðslubókum. Mér fannst aftur á móti alls ekki sæmandi að hugsa svo mikið um mat, svo að ég safnaði bókum um stjórn- mál, heimspeki og sögu. Ég komst yfir nær þrjátiu bindi, en las þau aldrei öll. Ég fann að- eins til óslökkvandi löngunar til að eiga eitthvað, eitthvað, sem gæti leitt hug minn frá hinum nagandí sulti. Ég sýslaði við þessar bækur mínar eins og nurlari, taldi þær aftur og aft- ur, strauk þær mjúklega um kili og spjöld og þrýsti þeim að brjósti mér. Eftir því sem sulturinn varð ágengari, átti ég örðugra með að hafa hemil á skapi mínu. Það var erfitt að byrja á einhverju nýju, en þegar maður var kom- inn af stað, vildi maður ekki láta trufla sig við það. Við vor- um allir með alls konar móður- sýkikreddur og ímyndaða sjúk- dóma. Skinnið á sköflungi mínum varð alveg tilfinningalaust, en það er kvilli, sem ekki átti sér neinar líkamlegar orsakir. Það var alveg eins og gúmmíhúð væri á fætinum, og það bagaði mig ekkert, en þó olli þetta mér miklum kvíða. Á mörgum öðrum bólgnuðu hné og öklar, stundum svo brátt, að limurinn varð á hálfri klukkustund þrisvar sinn- um digrari en eðlilegt var. Margir áttu við svima og yfirlið að búa. Fyrri áhugamál okkar áttu engin ítök i okkur lengur. Við gátum ekki einbeitt okkur að neinu. Við sátum í bókasafn- inu með hlaða af bókum fyrir framan okkur en lásum ekkert, heldur létum okkur dreyma um það, að við hefðum nægan mat og allt til alLs. Okkur var alltaf kalt, jafnvel þótt 32 stiga hiti væri í húsinu, og ég hafði ætið mörg teppi of- an á mér á nóttunni. Smámunir, sem áður höfðu verið einskis virði í okkar aug- um, urðu nú óþolandi. Heyrnin varð ótrúlega næm. Dag nokk- urn varð ég æfur af reiði við bezta vin minn, Gerry, án nokk- urs teljandi tilefnis. Það atvik gefur góða hugmynd um geð- styggðina, sem sækir að hungr- uðum mönnum. Ég hafði ekki létzt eins ört og stofnunin ósk- aði helzt eftir, og þess vegna var brauðskammtur minn, sem hafði verið sex sneiðar, minnk- aðar um tvær. Ég vissi, að vel

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.