Tíminn - 26.08.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.08.1947, Blaðsíða 3
153. blað TÉmrV*. ]>riðjiidagiim 26. ágást 1947 3 Hvaö gerist í áfengismálunum í Ameríku? Auðvitað gerist margt í Amer- íku, en eitt af því markverðasta er þetta: Héruð, þorp og bæir, sem hafa fólksfjölda 40,000 og þar fyrir neðan, h?4a bannað algerlega alla sölu á öli og áfangi í ríkj- um, sem nú skulu talin: í Massachusetts ........... 65 í New Hampshire um .... 100 í Vermont ................ 120 í Maine yfir.............. 300 í Wisconsin .............. 350 í Ohio ................... 450 í Pennsylvaniu ........... 650 í Illinois yfir ......... 1000 með samtals tveim miljónum íbúa. í ríkinu Virginia eru nokkur þur héruð, í Louisana .... 16 Minnisota ................. 20 Georgia ................... 67 Alabama ................... 47 Missisippi, af 82 ......... 53 Kentucky .................. 92 og 14 önnur að nokkru leyti þur. Kentucky er heimsfrægt ríki fyrir hið eftirsótta áfengi þess. í Alabama eru aðeins 20 héruð, sem leyfa áfengissölu. í hinu volduga Texasríki eru 139 héruð þur og skoðanakönn- un hefir nýlega leitt í ljós, að 53% af kjósendum eldri en 21 árs eru með algeru banni fyrir allt ríkið. Síðasta Gallup skoðanakönn- unin sýndi að 33% allra kjós- enda í Ameríku eru með áfeng- isbanni fyrir öll Bandaríkin. Þetta sýnir glögglega, hvern- ig þjóðin unir hinu stöðuglega vaxandi áfengisböli sígan bann- lögin voru afnumin. Það er heldur ekki svo langt um liðið að hún sé búin að gleyma, hvei/;u margvíslega blessun — fjárhagslega, siðferðilega og allavega, bannið færði þjóðinni. Ameríkumenn geta líka séð, hvernig bannið gefst þar sem það er og hver munur er á hin- um „þurru“ og „votu“ svæðum. Þeir eru líka teknir að sjá og skilja, a£ engin ráð nema bann duga gegn áfengisauðmagni og áfengisbölinu. Pétur Sigurðsson. Misnotkun fánans Á föstudagsmorguninn voru flögg dregin á stangir á hinu nýja safnahúsi í Reykjavík. Það var verið að halda reisugildi að reykvískum sið. Allan föstu- daginn, laugardagsnóttina og laugardagUm voru flöggin dreg- in við hún, og kom ýmsum í hug, að lengi stæði reisugildið. En hvað, sem um það hefir verið, er það ósiður, og brot á velsæmi að láta fána blakta við hún næturlangt. Þeir, sem draga íslenzka fánann að hún, eiga að sjá til þess, að einhver eða einhverjir séu tiltækilegir til að draga hann niður aftur á réttum tíma, og ekki að mis bjóða virðuleik og helgi fánans með því að láta hann blakta að nóttu til. 23. ágúst. X. gæti verið, að ég fengi þessar tvær sneiðar aftur seinna. Kvöld eitt, er ég gekk inn í bókasafnið til þess að reyna að lesa eitt- hvað, gekk ég með vilja fram hjá skömmtunartöflunni án þess að líta á brauðlistann. Ég fór að leika mér að þeirri til- hugsun, að nú mundi brauð- skammturinn minn aftur verða aukinn það kvöld, og ég sagði við sjálfan mig: „Bráðum geng- ur þú að skránni og hyggur að þessu, en ekki strax“. Svo kom Gerry til mín. Hann leit á töfluna og sagði: „Tuttle, það er búið að auka við þig brauðskammtinn aftur“. Og þar með var þetta kvöld eyðilagt. Ég varð fokreiður og sagði hon- um, að það hefði ég sjálfur ætl- að að komast að raun um. Það liðu nokkrir dagar, þangað til ég gat litið hann réttu auga aftur. Við vorum ekki búnir að svelta í fulla þrjá mánuði, þegar við höfðum misst alla löngun til kvenna. Samtalið í svefnskál- anum snerist ekki lengur um þær. Flestir okkar leituðu ein- veru og forðuðust um fram allt marxneskjur, sem voru með fullu líkamsfjöri. Við vorum raun- verulega hálfdauðir. Þegar við gengum, urðum við alltaf að gæta okkar að hnjóta ekki. Síðast í maí fengum við einn „frídag“. Máltíðirnar, sem við fengum þann dag, eru mér enn í minni, umvafðar einhverjum ævintýraljóma. Til miðdegis- verðar fengum við ofurlítinn bita af hænsnakjöti, ásamt kar- töflum og grænmeti ,og í eftir- mat fengum við súkkulaðiköku með ís. Margir félaga minna misstu vald á tilfinningum sín- um og snöktu hátt, þegar þessi matur var borinn inn. Við vorum þá búnir með fyrri jhe^ming sveltutfiman^. Ég vó nú aðeins 57 kg. og var farinn að tærast upp. Nú var ekki um neina skyldurækni að ræða lengur. Þeir, sem rannsökuðu okkur, vildu nú komast að raun um, hve framtakssamir við vær um af sjálfsdáðum. Það kom ljós, að við gátum ekki tekið okkur, vildu þó komast að raun hátt. Þeir, sem áttu að annast þjónustustörfin, svikust um að þvo svefnskálann. Einn þeirra sagði við mig, að hann sæi vel, að þykkt ryklag væri á öllu, og hann vissi einnig, að hann ætti að sækja sóp og sópa rykið burt, og hann fann til samvizkubits í hvert sinn, sem hann gekk um skálann og sá óhreinindin, en þó lét hann hjá líða að hreinsa til. Fyrstu vikurnar dreymdi mig oft, að ég væri í veizlu og neiÞ aði, þegar mér var boðinn mat- ur. En þegar frá leið, fór ég að snæða svo mikið í draumum mínum að undrum sætti. Mig dreymdi það meira að segja, að ég var að myrða lækna þá, sem höfðu samið matseðil minn. Að lokum vorum við ekki orðnir annað en reikandi beina grindur. Hárið var líflaust, og sumir fóru að fá skalla. Við gát um ekki lengur setið á berum stólunum, heldur urðum að hafa teppi við bak og lendar Hjarta og æðar hafði minnkað töluvert. Við hreyfðum aldrei augun til þess að sjá í kringum okkur. Það mundi hafa orðið allt of mikil áreynsla. Við störðum án afláts fram fyrir okkur, og augnaráð okkar var tómlegt. Allan þann tíma, sem við sultum, urðum við að ganga 42 km. á viku. Einn þáttur þessar ar daglegu göngu fór fram stigmyllu, sem snerist með sex km. hraga á klukkustund. Þar urðum við að ganga hálfa klukkustund á hverjum degi (Framhald á 4. síBuj Erich Kástner: Gestir í Miktagarði sokkar. Vatnskannan var tóm, en úr þvottaskálinni hafði ekki verið hellt. Eftir nokkra stund hafði Kesselhuth lagfært það, sem hann gat lagfært. Að síðustu lét hann þrjá stóra vindla og eldspýtnastokk á borðið. Svo flýtti hún sér niður og inn í herbergi sitt. Þar tók hann mjúkt hand- klæði, öskubakka, lítil teppi, hitapoka, ker með greni- greinum i og þrjú epli. Með þetta í fanginu læddist hann upp bakstigann og inn i herbergi húsbónda síns. Til allrar hamingju mætti hann ekki neinum. Hagedorn leitaði um allt húsið, en hvergi fann hann Schulze. Það mátti helzt ætla, að hann hefði orðið uppnuminn. Loks sneri hann sér til Polters. — Hann er á skautasvellinu, herra doktor, sagði hann ólundarlega. Skautasvellið var bak við húsið. Hagedorn flýtti sér þangað. En hann sá ekki neinn mann á skautum. Svellið var að mestu leyti hulið snjó, og þar voru að- eins tveir menn við snjómokstur. Hagedorn heyrði, að þeir voru í glaðlegum samræðum. Hann ambraði í áttina til þeirra, og þegar hann var kominn í kall- færi, hrópaði hann: — Fyrirgefið — þið hafið líklega ekki séð roskinn mann, hávaxinn, með skauta. Annar verkamaðurinn rétti úr sér. Hann var með rauða skotthúfu, svartar eyrnahlífar og prjóna- vettlinga. — Leitið og þér munuð finna, sagði hann. Hér er maöurinn. — Schulze? hrópaði Hagedorn. Eruð þér að moka snjó? Eruð þér orðinn ringlaður, maður — Síður en svo, svaraði Schulze glaðlega. Dyra- vörðurinn sagði, að ég myndi hafa gott af dálítilli hreyfingu. Og svo sendi hann mig hingað. — En þetta er ósvífni. Þeir mega ekki gera þetta. Gistihúsið hefir sjálfsagt nægu starfsliði á að skipa. Sepp, garðyrkjumaður og umsjónarmaður skauta- svellsins, spýtti í lófa sér og sagði: — Mér var sagt, að þessi maður ætti að hjálpa mér. En auðvitað erum við ekki í neinu mannahraki. — Þér komið strax með mér, sagði Hagedorn. Ég skal lemja dyarvöröinn sundur og saman. — Kæri vinur, sagði Schulze og studdi sig fram á skófluna. Ég óska þess ekki, að þér skiptið yður af þessu. — Eru til fleiri skóflur? spurðí Hagedorn. — Þarna er ein, sagði Sepp. En nú er verkinu svo langt komið, að ég get hæglega lokið þvi einn. Viljið þér ekki fara inn, herra Schulze, og fá yður kaffi? — Er ég mjög milcið fyrir? spurði Schulze. Sepp hló. — Ekki mikið. En þér hafið sýnilega aldrei lært að beita skóflu. Schulze hló líka. Síðan kvaddi hann Sepp, stakk skóflunni í skafl og arkaði heim að gistihúsinu með Hagedorn. — Á morgun fer ég á skauta, sagði hann, þó að ég sé kannske búinn að tína þeirri íþrótt niður. Hér er reyndar enginn skáli, þar sem maður geti hlýjað sér á milli. En það er nú það skemmtilegasta við skautaferðir. — Þér verðið að mótmæla þessari ósvífni strax, sagði Hagedorn. Ég er viss um, að yður verður skipað að þvo stigana í fyrramálið, ef þér látið þetta kyrrt liggja. Þér veröið aö kæra fyrir gistihússtjóranum. — Þetta er áreiðanlega gert með vitund og vilja gistihússtjórans, svaraði Schulze. Þeir eru að reyna að flæma mig burtu úr gistihúsinu. Ég skemmti mér aftur á móti vel við þessar samræmdu hernaðarað- gerðir þeirra. Ég vil ekki kvarta. Þér skiljið kannske seinna, hvernig stendur á því. — Það geri ég ekki ráð fyrir, svaraði Hagedorn, sem þykktist við skapleysi vinar síns. Þér eruð of góðlyndur, og þess vegna hafið þér heldur aldrei orðið neitt í lífinu. Hinn brosti. — Við getum nú ekki allir verið Balkanbarónar. En segið mér nú af ástarævintýrum yðar. Hvernig lyktaði skiptum yðar við svörtu fegurðardísina, sem kom til yðar, meðan þér sváfuð á svölunum? — Það var frú von Mallebré. Hún var að leita sér lækninga — það var bæði sálin og hitt. — Vesalings konan, sagði Schulze. En sú ljóshærða frá Brimum. Þarf hún ekki líka læknis við? — Nei — hún fer ekki slíkar krókaleiðir. Hún segir bara, að við séum bæði ung og höfum ekkert fyrir stafni sem stendur. Henni finnst synd að nota ekki tímann. — Og hvora lízt yður svo betur á? — Hvoruga. En það er einu sinni svo, að konur hafa oftast sitt fram, ef þær ætla sér eitthvað. Viljið þér ekki annars lita eftir mér, Schulze? — Eins og móðir eftir hrösulu barni, svaraði Schulze. Vondar konur skulu engar snörur fá að leggja .fyrir yður. — Þakka yður. ÞAKKARÁVAEP. Öllum seim heimsóttu mig á fimmtugsafmæli mínu, gáfu mér gjafir og sendu mér skeyti, þakka ég hjartanlega. Lifið heil. 9. ágúst 1947. HELGA JÓNSDÓTTIR, HLÍÐ. Alúðarfyllstu þakkir færi ég öllum þeim, sem heiðruðu mig á 50 ára afmælinu með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum. SIGURÐUR GREIPSSON. AUGLÝSING frá Viðskjptanefnd Vegna skýrslugerðar í sambandi við skrásetningu og innköllun leyfa og ýmissa anna i sambandi við það, verður skrifstofa Viðskiptanefndar lokuð vik- una 25/8. til 1/9. n.k. Reykjavik, 23. ágúst 1947. Vtðskiptanefnelin. Lögtak Eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og að undan- gengnum úrskurði uppkveðnum 25. þ. m., verða lögtök lát- in fara fram, á kostnað gjaldenda, til tryggingar ógreid- um slysatryggingariðgjöldum fyrir árið 1946, að átta dög- um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Borgarfógetinn í Reykjavík. Tveir bleikir hestar skagfirzkir, hafa tapazt. Annar járnalaus, stór og mik- ill, styggur, óvíst um mark. Hinn var járnalaus á öðrum framfæti, hár og spengilegur, styggur. Mark: líklega biti fr. bæði eyru. — Þeir, sem hafa orðið annars eða beggja hestanna varir, eru vinsaml. beðnir að gera mér aðvart í síma um Brúarland. Gnðni. Þorláksson, Seljakrekku. jnnnnuuun:: UTBREIÐIÐ TIMANN Saga um samkomuhús . (Framhald af 2. slðuj ur meirihluti, snúist þvíllkt við,' sem þar var gert. Slík vinnu- brögð verðulr að fyrlrbyggja. \ Okkur vantar vandaða áætl- ; un um þörf þjóðarinnar fyrir fundahús, skóla, ellihaali og aðrar stofnanir, sem styrktar eru eða reistar fyrir almenn- ingsfé — um fjölda þeirri, stærð og staðsetningu. —Þar á einnig að flokka framkvæmdirnar eftir því, hve aðkallandi þörfin er á þeim. Þessi áætlun þarf að verða líkt og hún væri lög. Frá henni á helzt ekki að hvika, nema ný viðhorf, eða yfirlýstur almennur vilji, komi til þeirra kasta. ÞaS handahóf, sem ríkt hefir um þessi mál að undanförnu á að taka enda. Sögur eins og sú, er sögð var hér að framan, mega ekki endurtaka sig. 20/7. — 1947. Búöings duft Romm Vanllle Sfitrónu Appelsín Súkkulaöi Idjinnumit iLuídar uorrar uiÉ iandi&. ^JJeitiÉ d diand(j rœ íi iuijóL Jdhrijitoja -Jdiappantíj 2 9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.