Tíminn - 28.08.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARDíN ÞÓRARINSSON
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Símar 2353 og «373
PRENTSMIÐJAN KDDA hX
I oITSTJÓRASKRnrSTOFnR:
EDDUHÍISI. Lindargötu Ð A
Slmar 2363 og 4373
APGREIÐSLA, INNHKIMTA
OG AUOLÝSINGASKRIPSTOPA:
EDDUHÚSI. LindargÖtu 9A
Slml
31. árg.
ReykjaVík, fiinmtudaginn 28. ágúst 1947
155. blað
Nýja strandferbaskipih
tilbúih næsta vetur
Strandferðabátarnir nýju eiga að heita
Skjaldbreiður og Herðubreið.
Pálmi Loftsson forstjóri segir fréttir
frá Danmörku.
Eins og áður hefir verið skýrt frá, hefir Skipaútgerð ríkisins
nú þrjú ný skip í smíðum. Eitt skipanna er af svipaðri gerð og
Iisja, en þó nokkru stærra og vandaðra, auk þess, sem það mun
verða hraðskreiðara. Það skip er verið að smíða í Álaborg í Dan-
mörku. Hin tvö skipin eru um 400 brúttó smálestir að stærð og
eru ætluð til vöruflutninga með ströndum fram. Þau eru smíð-
uð í Skotlandi.
Pálmi Loftsson forstj. Skipa-
útgerðar ríkisins er nýlega kom-
inn heim frá Danmörku, en
þangað fór hann í erindum
varðandi hið nýja farþegaskip.
Er Tíminn innti Pálma eftir
því í gær, hvenær hið nýja skip
Pálmi Loftsson.
myndi verða tilbúið, tjáði hann
blaðinu, að gert hefði verið ráð
fyrir því upphaflega, að það yrði
tilbúið í haust. Nú er hins veg-
ar ekki útlit fyrir að skipið geti
orðið tilbúið fyrr en komið
verður fram á vetur. Veldur
þessari töf ýmislegt. Smíði
skipsins hefir gengið tregar en
upphaflega var gert ráð fyrir.
Erfiðlega hefir gengið að út-
vega efni til skipsins í Dan-
mörku. Er slíkt ekkert einsdæmi
um það land, heldur er það
sama sagan alls staðar annars
staðar í heiminum. Nú hefir
hins vegar tekizt að útvega allt
aðalefni til skipsins, ásamt vél-
um, en ennþá vantar ýmislegt
til að unnt sé að ljúka við
smíði þess. Þar á meðal er
saumur, mahogny og fleiri sér-
stakar viðartegundir, er þarf
til innréttingar skipsins. Senni-
legt er þó, að úr rætist í þeim
efnum áður en langt um líður
og að endanleg afgreiðsla skips-
ins þurfi því ekki að dragast
lengi af þeim ástæðum.
Erfiðleikar Dana.
Pálmi kvað Dani eiga við
margháttaða erfiðleika að etja.
Eitt örðugasta viðfangsefni
ERLENDAR FRETTIR
Öll brezku samveldislöndin
hafa nú lýst yfir því, að þau
muni gera sitt ítrasta til að
hjálpa Bretum til að komast
yfir þá fjárhagserfiðleka, sem
þeir hafa nú við að etja.
Þingið í Búlgaríu hefir nú
samþykkt lög um að banna
Bændaflokkinn. Rússar hafa
neitað að verða við beiðni Breta
og Bandaríkjamanna um að
óska eftir nýrri rannsókn Pet-
kovsmálsins. Sjálfur hefir Pet-
kov sótt um náðun, en vafa-
samt þykir, að hún verði veitt.
þeirra er hinn tilfinnanlegi
gjaldeyrisskortur er þjóðin á
við að búa. Ýmsar mjög róttæk-
ar ráðstafanir hafa þegar ver-
ið gerðar og aðrar eru í undir-
búningi til að ráða bót á gjald-
eyrisvandræðunum. Allar inn-
fluttar vörur, svo og vörur
framleiddar innanlands, sem
unnt er að selja á erlendum
markaði, eru stranglega
skammtaðar. Kjötskammturinn
er svo lítill af nauta- og svína-
kjöti, að vikuforðinn fyrir hvern
einstakling er ekki meiri að
magni, en sem svarar einni
venjulegri kjötmáltíð hér
heima.
Kjötið safnast fyrir.
Nú fyrir skömmu upplýstist
það hins vegar, að sáralítið af
kjötmagninu var selt til ann-
arra landa undanfarna mánuði,
heldur hafði það safnazt sam-
an í geymslum útflutnings-
verzlananna og sumt af því var
orðið skemmt vegna tilfinnan-
legrar vöntunar á kælingu. Or-
sökin til þess, að kjötið hef-
ir ekki verið seljanlgt á er-
lendum markáði, eru hinir miklu
og langvarandi þurrkar á meg-
inlandi Evrópu og í Englandi.
Vegna þessara miklu þurrka er
tilfinnanlegur skortur á fóðri
fyrir allan búpening á þurrka-
svæðinu, sem orsakar svo aftur
það, að mun meira kjöt kemur
þar á markaðinn en annars. —
Pálmi sagði, að af þessum á-
stæðum hefði verið í ráði. að
afnema algerlega skömmtun á
fFramhald tí 4. .tfflu I
Skaölegur misskilningur leiöréttur:
Verðlagsnef ndinni, sem ákveður af urðaverð-
ið, eru dýrtíðarmálin alveg óviðkomandi
NIEMÖIXER OG KONA HANS.
Nefndinni er aðeins ætlað að finna þann
verðgrundvöll, sem tryggi bændum svip-
aðar tekjur og öðrum vinnandi stéttum
í Morgunblaðinu birtist í gær ritstjórnargrein um störf verð-
lagsnefndar þeirrar, sem vinnur nú að því að ákveða verðlag
íandbúnaðarins. í greininni er margt sagt réttilega um dýrtiðina
í landinu, en jafnframt virðist þar koma fram sá misskilningur,
þótt ekki sé hann sagður berum orðum, að verðlagsnefnd land-
búnaðarins eigi að miða ákvarðanir sínar við aðstæðurnar í dýr-
tíðarmálunum. Hér er á ferðinni stórfelldur misskilningur, sem
nauðsynlegt er að leiðrétta tafarlaust.
Mynd þessi var tekin af hinum fræga þýzka kennimanni, Niemöller, og
konu hans, er þau voru á f erð í Danmörku fyrir skömmu. NiemöIIer
var frægur kafbátsforingi á fyrri heimsstyrjaldarárunum, en gerffist síð-
an prestur, og varð sá kennimaður Þjóðverja, sem talaði opinskáast gegn
nazistum eftir valdatöku þeirra. Þeir settu hann því í fangabúðir og var
hann í þeim, unz Bandamenn leystu hann úr haldi.
Margar stórbyggingar í
smíðum á Akureyri
Byggingafélög hafa forustu um íbúðabygg-
ingar.
Frá fundi Alþjóðlegu
Olympiunefndarinnar
Forseti Í.S.Í., Benedikt G.
Waage, mætti á fundi alþjóð-
legu Olympiunefndarinhar
(CIO), sem haldinn var í Stokk-
hólmi í sumar. Þar voru alls
mættir fulltrúar frá 28 þj$ðum.
Það helzta, sem gerðist, var
þetta:
Þrir nýir fulltrúar valdir í
CIO, frá Austurríki, Kanada og
Kína. Hlýtt var á skýrslu brezku
Olympíunefndarinnar um fyrir-
komulag Olympíuleikanna í
London 1948, og hún samþykkt.
Tekin ákvörðun um það hvar
vetrar Olympíuleikarnir 1952
skyldu háðir. Þrjár þjóðir höfðu
sótt um að mega halda þá:
Norðmenn, Bandaríkjamenn og
ítalir. — Samþykkt va,r að
halda vetrar Olympíulleikana í
Oslo (Noregi) 1952. — Um sum-
ar Olympíuleikana höfðu sjö
borgir sótt um að halda. Sam-
þykkt var að halda leikana í
Finnlandi (Helsinki) árið 1952.
Loks voru umræður um áhuga-
mannareglurnar, en frestað að
taka ákvörðun um þær, þar til
á næsta reglulegu Olympíuþingi,
sem verða á í London 1948.
Ein miljón símtala hér
á landi á síðastl. ári
Á árinu 1946 voru send til út -
landa 110 þúsund símskeyti frá
íslandi, auk 984 skeyta, er er-
lendir hermenn sendu. Frá út-
löndum komu hingað á árinu
rúmlega 106 þúsund símskeyti.
Símtól við útlönd á árinu
1946 voru 4806. TVla innan-
lands skeyta var 341,600 og sím-
tala 1,046,200 og voru rúmlega
60 þúsund fleiri en árið áður.
Frá þessu er skýrt í skýrslu
Landsbankans fyrir árið 1946.
Barnaskólarnir taka
til starfa um mánaða-
mótin
Barnaskólar Reykjavikur
taka til starfa þann fyrsta sept.
Þá hefja nám við skólana nem-
endur yngstu deilda þeirra, í
þeim eru börn, sem fædd eru á
árunum 1937 til 1940. Aðstand-
endum barnanna verður svo
gert aðvart í blöðum bæjarins,
um hvenær þau skuli mæta til
læknisskoðunar.
Flóra Reykjavíkur
Tveir kunnir grasafræðingar,
Ingólfur Davíðsson og Ingimar
Óskarsson, hafa tekið sér fyrir
hendur aö semja yfirlit yfir þær
plöntur, sem vaxa í görðum hér
í Reykjavík, jafnt þær, sem eru
af erlendum uppruna og inn-
lendum uppruna.
Bæjarstjórnin mun veita
þeim styrk til þessa starfs.
Um þessar mundir er verið að
reisa allmargar stórbyggingar á
Akureyri. Meðal þeirra er fjórð-
ungssjúkrahúsið, heimavistar-
hús menntaskólans og frímúr-
arahús. Enn fremur eru í smíð-
um viðbótarbygging við barna-
skólann og KEA hefir í bygging-
um stórt verzlunarhús. Þá eru
og í byggingu mörg íbúðarhús,
bæði einstaklinga og félaga.
iFjórðungssjúkrahúslð er nú
begar risið af grunnit> og verður
bað hið myndarlegasta hús.
Frímúrarahúsið er nær fullgert,
en önnur hús eru mismunandi
langt á veg komin.
Þá hefir Samvinnubyggmg-
arfélagið Garður reist tvö íbúð-
arhús við Grænugötu, op eru
þar átta íbúðir. Enn fremur er
verið að reisa nokkur sænsk hús
á vegum félagsins.
Loks hefir Byggingajrfélag ^k-
ureyrar í smíðum yfir 20 íbúðar-
hús, og eru sum þeirra fullgerð,
en önnur eru í smíðum. Var
byrjað á byggingum fyrstu hús-
anna hjá félaginu í fyrravor,
Enn fremur hafa nokkrir ein-
staklingar samvinnu um íbúðar-
húsabyggingar, og vijana rmkið
að smíði þeirra sjálfir.
Starfsgrundvöllur verðlags-
nefndarinnar og gerðar-
dómsins.
J í 4. gr. laganna um fram-
leiðsluráð, er ákveðið eftir
hvaða reglum landbúnaðar-
verðið skuli ákveðið. Þar segir
svo:
I „Söluverð landbúnaðarafurða
á innlendum markaði skal mið-
ast við það, að heildartekjur
þeirra, er landbúnað stunda,
verði í sem nánustu samræmi
við tekjur annarra vinnandi
stétta".
í 5. grein laganna er það svo
nánar tekið fram, að verðlags-
nefnd bænda og neytenda skuli
byggja verðákvörðun sína á
þessum grundvelli, en nái hún
ekki samkomulagi, skuli verðið
ákveðið af sérstökum gerðar-
dómi í samræmi við 4. grein lag-
anna.
Það er því ljóst mál, að það
eina, sem verðlagsnefndin á að
miða ákvörðun sína við, er að
tryggja bændum sambærilegar
tekjur við aðrar stéttir. Önnur
sjónarmið getur hvorki nefndin
né gerðardómurinn lagt til
grundvallar, nema með því að
brjóta skýlaus ákvæði laganna.
Skaðlegur misskilningur.
Samkvæmt skoðun þeirri, sem
virðist koma fram i Mbl., á verð-
lagsnefndin og gerðardómurinn,
ef til kasta hans kemur, að
leggja allt annað sjónarmið til
grundvallar en lögin mæla fyr-
ir um. Samkvæmt þessari skoð-
un á úrskurður þessara aðila að
fara eftir því, hvaða áhrif hann
hefir á dýrtíðina i landinu.
Samkvæmt lögunum kemur
þetta sjónarmið nefndinni og
gerðardóminum ekkert við. Hafi
verðákvarðanir þessara aðila ó-
heppileg áhrif á dýrtíðina í
landinu, er það annarra aðila en
þeirra að gera ráðstafanir í til-
efni af því. Og leiði slik áhrif
af verðákvörðuninni, ef hún er
rétt, stafar það ekki af því, að
bændum hafi verið skammtað
of ríflega, heldur hinu, að hlut-
ur annarra stétta hefir verið
orðinn of ríflegur með tilliti til
þjóðarafkomunnar. Þá ber líka
að skerða hlut allra hlutfalls-
lega jafnt, en ekki bændanna
einna.
Umrædd skoðun er því ekki
aðeins hin mesta vantúlkun á
lögunum, heldur myndi hún
skerða ranglega kjör bændanna,
ef hún væri tekin til greina,
og meina þeim það jafnrétti,
sem allir þegnar þjóðfélagsins
eiga að hafa.
Dýrtíðarmálið er verðlags-
nefndinni óviðkomandi. .
En í tilefni af þessum skrifum
Mor/unblaðsins og öðrum slík-
um misskilningi, sem verðlags-
nefndin kann að verða fyrir,
þykir rétt að árétta það enn, að
dýrtíðarmálin eru henni óvið-
komandi. Hún er ekki sett til að
leysa þau og henni er ætlað það
hlutverk eitt að ákveða land-
búnaðarverðið á þann veg, að
tekjur bænda „verði í sem nán-
ustu samræmi við tekjur ann-
arra vinnandi stétta". Önnur
sjónarmið en að reyna að
tryggja þetta jafnræði, má hún
(Framhald á 4. síBu)
Myn.d.asamkeppn.L
sameinuðu. Jpjóbanna
Nýja vatnsveitan til-
búin í september
Það er nú talið fullvíst, að
hin nýja kaldavatnsleiðsla til
borgarinnar verði tekin í notk-
un seinnipart septembermán-
aðar.
Undanfarið hefir verið unn-
ið við lagningu leiðslunnar og
er nú komið niður undir Kringlu
mýri. Enn er leiðslalíi ekki al-
veg samfelld, því um 300 m. af
pipum vantar í kafla fyrir ofan
Elliðaár, en talið er víst, að
ekki muni þær tefja fyrir &-
framhaldandi framkvæmdum.
Merkið, sem hlaut fyrstu verðlaun.
Urslit í myndasamkeppni
þeirri, er efnt var til meðal
Sameinuðu þjóðanna, hafa ný-
lega verið birt. Alþjóðadóm-
nefnd í Lake Succes dæmdi um
myndirnar. Formaður nefndar-
innar var Sir Norman Angell.
Þrjátíu þjóðir, af fimmtíu og
fimm, sem eru meðlimir S. Þ.,
tóku þátt í samkeppninni.
Fyrstu verðlaun, 1500 dollara,
hlaut Henry Eveleigh, Kanada.
Mynd hans sýnir tvær hendur
sem eru að gróðursetja ungt tré.
Lauf trésins eru þjóðfánar
fimmtíu og fimm þjóða. Mynd
þessi verður send út um allan
heim í náinni framtíð.
Önnur verðlaun, 1000 dollara,
(Framfiald á 4. síðu)