Tíminn - 29.08.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.08.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARFLOKKDRINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMEDJAN EDDA hl. I iITSTJÓRASKRIFSTOPDR: EDDUHÚSI. Lindargötu Ð A Simar 23S3 og 4373 APGRECÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRD?STOFA: EDDTJHÚSI, Lindargötu 0 A Siml 31. árg. Reykjavík, föstudaginn 29. ágúst 1947 156. blað ERLENT YFIRLIT: Meiri matarskortur í Vestur- Evrópu en á stríðsárunum Mintlra Rússar samtök sameinuðu þjóð- anna til að skipuleggja matvælafram- leiðsluna í heiminum? Frá löndum Vestur-Evrópu berast nú yfirleitt þær fréttir, að bú- ast megi við meiri matvælaskorti þar á komandi vetri en þegar hann var mestur á stríðsárunum. Frá Asíulöndunum berast jafnframt þær fregnir, að engar horfur séu á því, að rætast muni fram úr matvælaskortinum, heldur séu þvert á móti horfur fyrir hungursneyð í stórum héruðum í Indlandi og í Kína. Skorturinn í Vestur-Evrópu. Orsakir aukins matvælaskorts í Vestur-Evrópu eru einkum tvær. Önnur er sú, að þar hefir orðið verulegur uppskerubrest- ur, bæði vegna kuldanna á síð- astliðnum vetri og þyrrkanna í sumar. Hin er sú, að útflutning- ur á kornvörum frá Bandaríkj- unum mun dragast verulega saman. Maísuppskeran brást þar og verða því bændur að nota hveiti til skepnueldis. Það er nokkurt dæmi um upp- skerubrestinn, að búist er við því, að kornuppskeran i Frakk- landi verði þriðjungi minni en í fyrra. Þar hefir þegar verið fyrirskipuð strangari korn- skömmtun, en líklegt er þó talið, að takmarka verði hana enn meira. Góð uppskera í Austur- Evrópu. í Austur-Evrópu eru horf- urnar stórúm betri, því að korn- uppskeran verður þar víðast hvar með betra móti. Þar var hins vegar mjög léleg uppskera í .fyrra og hefir víða verið þar mikil hungursneyð, einkum í Ukrainu og Rúmeníu. Það mun því bæta úr mikilli þörf þar, að uppskeran verði sæmileg, en hinsvegar er ekki búizt við verulegum kornútflutningi það- an. — Þing F. A. O. Fyrir nokkru síðan kom sam- an í Genf þing FAO (matvæla- og landbúnaðarstofnunar sam- einuðu þjóðanna). Forseti FAO, sir John Royd Orr, hefir nýlega haldið þar ræðu, þar sem hann lýsti framtíðarhorfunum mjög dökkum litum. Hann lýsti ekki aðeins hinu dapurlega ástandi nú, heldur sýndi fram á, að gjaldeyriserfiðleikar og fjár- hagserfiðleikar myndu valda því í framtíðinni ,að hungurs- neyð yrði ríkjandi í mörgum löndum, jafnvel þótt framleiðsl- an yrði næg til að fullnægja (Framhald á 4. síðu) Danir og Norðmenn takmarka innflutning kvikmynda í Danmörku og Noregi eru nú í undirbúningi nýjar ráðstaf- ' anir til að draga úr gjaldeyris- 1 eyðslunni. M. a. hafa Norðmenn ákveðið að minnka gjaldeyris- leyfi til útvegunar á kvikmynd- um um 50%, en Danir ætla að- eins að verja 4 millj. kr. í þessu skyni í stað 12 millj. kr. áður. Þá verður aukin tóbaksskömmt- un í Danmörku. Sparnaðarráðstafanir Breta vegna gjaldeyrisskortsins Brezka stjórnin birti í fyrrakvöld nokkrar sparnaðarráðstaf- anir, sem hún hefir ákveðið til að draga úr gjaldeyriseyðslunni. Báðstafanir þessar eiga að spara 228 millj. punda á ári. Helztar af umræddum ráð- stöfunum eru þessar: Kjötskammturinn verður minnkaður um 15%, innflutn- ERLENDAR FRÉTTIR í Norður-Noregi varð mikið flugslys nú í vikunni. Flugvél rakst á fjall í dimmviðri og fórust þar alls 35 manns. Stjórn Ástralíu hefir boðað víðtækar ráðstafanir til )?ess að draga úr innflutningi Wedemayer, einn kunnasti hershöfðingi Bandarikjanna, hefir nýlega birt skýrslu um á- standið í Kína, en þar hefir hann dvalið undanfarið. Hann áfellist "bæði kommúnista og stjórn Chiang Kai Shek, sem hann telur afturhaldssama og háða spilltum fjármálaöflum. Hann skorar á stjórnina að taka upp róttækari stjórnarhætti og á kommúnista að hætta sundr- ungarstarfi sínu. ingur lostætis bannaður og dregið úr teskammtinum. Frá 1. okt. verður sama fyr- irkowulag á bensínsölu og var á stríS^árunum, þ. e. þeir einir fá benzín á bíla sína, sem þurfa að nota þá atvinnu sinnar vegna. Frá sama degi fá engir gjald- eyri til skemmtiferðalaga til útlanda. Önnur ferðalög verða mjög takmörkuð og fá yfirleitt ekki aðrir gjaldeyri til ferðalaga en þeir, sem sækja alþjóðamót eða íþróttamót erlendis. Dregið verður úr kostnaði við brezka herinn erlendis. Eins og áður segir, eiga þess- ar sparnaðarráðstafanir að lækka greiðsluhalla Breta við útlönd um 228 millj. punda. Ár- legur greiðsluhalli er nú 600 millj. punda, og er því þörf frek- ari aðgerða. Þá segist brezka stjórnin vinna að undirbúningi hinna jákvæðu aðgerða á þessu sviði, þ. e. aukningu útflutningsins. Hún telur þó, að svo geti farið, að matvælainnflutningur verði skertur enn frekar en þegar hefir verið gert. Landbúnaðarráðh. gerir ráðstafanir til að tryggja bændunum á óþurrkasvæðinu FKA FUNDI NORRÆNNA RÁÐHERRA nægan fóðurbæti Bændur þurfa a. m.k. 10,000 smálestir af síldarmjöli og 18,000 smál. af erl. föðurbæti Bjarni Ásgeirsson landbúnaðarráðherra hefir gert ráðstafanir til tryggingar því, að bændur á óþurrkasvæðinu geti fengið næg- an fóðurbæti á komandi vetri. Báðherrann hófst strax handa um þessar ráðstafanir í byrjun þessa mánaðar, þegar sýnt þótti, að heyskapurinn myndi verða mjög lélegur á Suðurlandi og Vest- urlandi, en hann hefir þó gengið enn verr en vonir stóðu þá til. Um þessar mundir stendur yl'ir norrænn utanrikisráðherrafundur í Kaup- mannahöfn. Myndir þær, sem hér fylgja, voru teknar þegar slíkur fund- ur var haldiim seinast, en það var í júlímánuði og var þá rætt um Mars- hallstillögurnar. Á efri myndinni sjást frá vinstri: Axel Kristensen birgðamálaráðherra Ðana, Thorkil Kristensen, fjármálaráðherra Dana, Gustav Basmussen, utanríkisráðherra Dana og Fr. Hvass, skrifstofustjóri. Á neðri myndinni sjást Iengst til vinstri Halvard Lange, utanríkisráð- herra Norðmanna og Östen Undén, utanríkisráðherra Svía. Skipasmíðastöð Landssmiðjunn- ar verður breytt í saltfisksverk- unar- og þurrkunarstöð Landssamband ísl. útvegsmanna hefir leigt stöðina til fimm ára. Landssamband íslenzkra útvegsmanna hefir fengið skipa- smíðastöð Landssmiðjunnar við Elliðaárvog leigða til fimm ára, og er ætlun þess að koma þar upp saltfisksverkunar- og þurrk- unarstöð. Mun heitt vatn frá hitaveitunni verða notað til að þurrka fiskinn, þegar afgangur verður á því frá upphitun í bænum, en hann verður alltaf mjög mikill yfir sumarmánuð- ina. „_________ Það hefir lengi verið talið nauðsynlegt að koma upp slíkri saltfiskverkunar- og þurrkun- arstöð, þar sem ólíklegt hefir þótt, að saltfiskþurrkun gæti borið sig hér í framtíðinni, nema hægt væri að framkvæma hana innanhúss með aðstoð heita vatnsins eða raforkunnar. Hingað til hafa framkvæmdir í þessum efnum staðið á nægilega miklu húsrými. Skipasmíðastöð Landssmiðjunnar hafði komið sér upp miklu stórhýsi, þar sem ætlunin var að smiða skipin innanhúss, og fullnægir það á flestan hátt þeim skilyrðum, sem saltfisksverkunar- og þurrkunarstöðin krefst. Önnur ástæðan til þess, að skipasmíðastöðin hefir verið leigð til þessarar starfrækslu, er sú, að forstjóri Lands- smiðjunnar hefir ekki talið mögulegt að keppa við útlend- inga í skipasmiðum að sinni, nema þá að slík starfsemi yrði rekin í mjög stórum stíl, en til þess virðast bresta skilyrði í náinni framtíð. Reynzlan af (Framhald á 4. síðu) Tryggvi Ólafsson frá Víðivöllum látinn Tryggvi Ólafsson, fyrrum bóndi á Víðivöllum á Fljótsdal, en síðar starfsmaður hjá KRON og endurskoðandi S. í. S., lézt síðastl. þriðjudag að heimili sínu hér í bæ. Þessa merka manns verður nánar minnst hér í blaðinu síðar. Landbúnaðarráðherra skýrði blaðinu frá því í gær, að land- búnaðarráðuneytið hefði snemma i ágústmánuSi gert ráðstafanir til að afla sér upp- lýsinga, hve miklar birgðir af síldarmjöli og erlendum fóður- bæti myndi þurfa til þess að tryggja bændum nægan fóður- bæti næsta vetur. Uérstaklega sneri ráðuneytið sér til Búnað- arfélags íslands og óskaði álits þess og tillagna um málið. Síldarmjölsþörfin. Svar Búnaðarfélagsins um síldar/njölsþörfina fer hér á eftir, dagsett 12. þ. m.: „Þar sem svars var óskað strax um hæl, er ekki unnt að gera neina verulega rannsókn um þetta, heldur verður að nægja að gefa lauslegt yfirlit. Eftir að hafa rætt þetta mál við búfjárræktarráðunauta Bún_ aðarfélagsins, teljum vér að það muni þurfa um 10 þúsund tonn af síldarmjöli til þess að tryggt sé að hafa nægan fóðurbæti næsta vetur. í sambandi við þetta viljum vér leyfa oss að minna á ákvæði II. kafla laga um eftirlit með framleiðslu og verzlun með fóð- urvörur, frá síðasta Alþingi." Þar er bannað að sdlja innan- lands til skepnufóðurs nema I. fl. síldarmjöl, nema sérstakt leyfi landbúnaðarráðherra komi til. Búnaðarfélag íslands leggur hina ríkustu áherzlu é. það, að þessu ákvæði sé framfylgt til hins ýtrasta, þar sem komið mun hafa í ljós, að eitthvað af síldarmjöli, sem framleitt hefir verið í sumar, er gölluð vara. Telur Búnaðarfélagið sérstaka ástæðu vera til þess að gera þá kröfu, að einungis gott ógallað I. fl. síldarmjöl verði selt til fóð- urs innanlands". í samræmi við þetta skrifaði landbúnaðarráðuneytið svo- hljóðandi bréf til samninga- nefndar utanrikisviðskipta, dagsett 14. þ. m.: „Hérmeð skal samninganefnd utanríkisviðskipta tjáð, að Bún- aðá>-félag íslands heíír áætlað að þurfa muni um 10.000 smál. af síldarmjöli til fóðurbætis næsta vetur, og er áætlun þessi byggð á heyskaparhorfunum, eins og þær eru nú. Út af þessu (Framhald á 4. síSu) Þriðji hver farþegi A. 0. A. Islendingur Samkvæmt fregnum, er Tlm- inn hefir eftir góðum heimild- um, hefir þriðji hver farþegi, er ferðast hefir með flugvélum American Overseas Airlines síð- an í vor á Keflavíkurleiðinni milli Evrópu og íslands, verið íslendingur. Flugvélar þær, er félagið notar, eru yfirleitt af Skymaster-gerð og háfa sæti fyrir rúmlega 40 farþega. Sést af þessu hvað íslendingar hafa ferðast mikið undanfarið, þeg- ar þess er gætt, að flugfélögin og skipafélögin hafa lofað (Framhald á 4. síðu) Sigrar íslenzkra íþrótta- manna á mótinu í Osló í fyrradag hófst í Osló stórt iþróttamót með þátttöku íþrótta- manna frá mörgum löndum. M. a. kepptu þar í.-R.-ingarnir, sem fóru héðan fyrra sunnudag og ætla að keppa á ýmsum mótum í Noregi og Svíþjóð. Hömlur á gjaldeyris- innflutningi til Bretl. Ferðamenn ættu að veita því athygli, að frá og með 23. ágúst hafa brezk stjórnarvöld ákveðið að leyfa ekki fólki að taka með sér meira en 5 sterlingspund í seðlum til Bretlands og sam- veldislandanna og eigi heldur út úr sömu löndum. Upphæð sú, er leyfð hafði verið fram að þessum tíma, var 20 sterlings- pund. Á fyrsta degi mótsins náðu íslendingarnir þeim glæsilega árangri, að Óskar Jónsson varð fyrstur í 1500 m. hlaupi, Kjart- an Jóhannesson annar í 800 m. hlaupi, og Finnbjörn Þorvalds- son og Haukur Clausen urðu 3. og 4. í 100 m. hlaupi. Tími Óskars i 1500 m. hlaup- inu varð 3.53.4 mín„ sem er ís- lenzkt met og bezti árangur, sem íslenzkur frjálsíþróttamað- ur hefir náð. Annar í röðinni var Norðmaður, en sá þriðji var Bandaríkj amaður. Tími Kjartans í 800 m. hlaup- inu varð 1.56.2 mín. Fyrstur í því varð Bandaríkjamaðurinn Perkins á 1.50.0 mín., en Norð- maðurinn Lilleseth varð sá þriðji í röðinni. Tími Finnbjörns í 100 m. varð 10.8 sek. og tími Hauks 10.9 sek. Bandaríkjamenn unnu tvö fyrstu sætin og var tími fyrsta mannsins 10.4 sek. Noregsmeist- arinn varð sá fimmti. Þá setti sveit í. R. nýtt fs- landsmet í 4x100 m. boðhlaupi á 43.2 sek. Varð hún sú fjórða í röðinni. Mótið hélt áfram í gær, en ekki höfðu borizt neinar fréttir af þvi, er blaðið fór i prentun í gærkvöldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.